Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 6
MANNLIF Karphúsið Kyndilvaktin Þorgrímur Gestsson og Halldór Sigurþórsson við Karphúsið í fyrri- nótt. Mynd-ATLI. í fyrrakvöld var hátíöleg at- höfn við hús ríkissáttasemjara aö Borgartúni 22, „Karphúsið“. Fé- lagar í BSRB mættu þar með kyndla og kerti og sungu ættjarð- arlög við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins. Verkfallsverðir hafa síðan gætt logandi kertis við Karphúsið og svo mun verða þar til samningar hafa tekist. Fyrsta „Kyndilvaktin“ var staðin í fyrrinótt. Verkfallsverð- irnir Þorgrímur Gestsson frétta- maður hjá Ríkisútvarpinu og Halldór Sigurþórsson rafeinda- virki hjá Pósti og síma gættu logans og yljuðu sér á kaffinu. „Þetta er spennandi nótt, stemmningin geislar út um glugg- ana“, sögðu þeir og voru stað- ráðnir að víkja ekki af vaktinni kl. 4 ef komið yrði nálægt því að samið yrði. -jP Súrefnistripp í Sundahöfn Þau voru 12, á þremur bílum, verkfailsverðirnir við Tollvörugeymsluna í fyrrinótt. Hér eru Berglind Sigurðardóttir, tölvari á Rannsóknarstofu landbúnaðarins og Kristinn Tryggvason Pósti og síma, en þau standa oftast saman tvöfaldar vaktir í senn. Til hægri er Pétur Elíasson sem vinnur á Borgarspítalanum 12 tíma vaktir í 3 daga samfleytt og hefur síðan frí í þrjá daga. Frídagana notar hann til að standa verkfallsvaktir og tekur þá þrjár í röð hvern sólarhring. mynd-ATLI. Berjumst fyrir framtíðina „Við höfum enga trú á því að semjist í nótt“, sögðu verkfalls- verðir við Tollvörugeymsluna í fyrrinótt. „Fyrst og fremst von- umst við til að góðir samningar náist hvort sem það verður nú eða síðar.“ A fyrstu næturvaktinni við Tollvörugeymsluna voru 12 verk- fallsverðir. Bar fátt til tíðinda en í fyrradag voru bflar stöðvaðir fullir af vörum sem fyrirhugað var að koma út úr geymslunni. Verkfallsverðir stöðvuðu þá. „Við berjumst fyrir framtíð- ina“, sögðu viðmælendur Þjóð- viljans í fyrrinótt. „Ég get ekki hugsað mér að skila þjóðfélaginu í núverandi ástandi til barnanna minna", sagði PéturElíasson, „til að ná árangri nú er ég alveg tilbú- inn til að halda áfram að leggja mitt af mörkurn". „Ég var að ljúka 6 vikna sumar- fríi þegar verkfall hófst“, sagði Kristinn Tryggvason verkfalls- vörður, „maður er því farinn að venjast breyttum lífsháttum, gamla rútínan öll úr skorðum gengin. Reyndar stend ég ávallt tvöfaldar vaktir, 8 tíma í senn. En vegna þess að blöðin komu ekki út vikum saman og sjónvarp hef- ur verið lokað ásamt útvarpi er fjölskyldulífið nú með öðrum hætti en áður. Samverustundir með konu og börnum einkennast af umræðum um lífið og tilver- una, við eyðum meiri tíma saman en fyrr. Auk þess gefst nú góður tími til að lagfæra ýmislegt sem dregist hefur árum saman og ég tala nú ekki um bóklesturinn. Svei mér þá ef maður hefur ekki gott af þessu!“ sagði Kristinn. Berglind Sigurðardóttir er ein- stæð móðir og var á 15. nætur- vaktinni í röð þegar Þjóðviljinn hitti hana. „Móðir mín gætir barnsins því það er um að gera að hafa samstöðuna nógu mikla. Kaupið er svo lélegt að ekki veitir af að berjast fyrir bættum kjörum.“ -jp Þau sötruðu kaffi í Sundahöfn í fyrrinótt. í aftasta sæti rútunnar eru frá vinstri: Dagný Hermanns- dóttir sjónvarpinu, Jónína Jóhannsdóttir fóstra og Elínborg Stefánsdóttir sjónvarpinu. Sá sem skenkir kaffið er Baldur Már Arnfinnsson og Þuríður Magnúsdóttir fær í bollann sinn en þau eru bæði frá sjónvarpinu. Anna María Karlsdóttir fóstra fylgist með tilburðum Baldurs og Sigrún Stefánsdóttir fréttakona ætlar ekki að missa af kaffisopanum. mynd-ATLI. „Við erum búin að safna vetr- arforða af súrefni á verkfalls- vöktunum og eiginlega komin á algjört „súrefnistripp“,“ sagði „Alafossliðið", sem Þjóðviljinn hitti í fyrrinótt. Það voru verk- fallsverðir í Sundahöfn sem sátu í notalegri rútu og sötruðu kaffi. Súrefnið var reyndar ekki alltof mikið í vistarveru þeirra vegna þess að bíllinn var kynntur með gasofni. „Súrefnisvaktina“ vildu þau samt sem áður kalla sig, 5 manna hópur úr sjónvarpinu, ásamt tveimur fóstrum. - Merki- legt er það að fóstrur virðast víða hafðar með vinnustaðahópum á verkfallsvakt. „Við á Sjónvarpinu tókum að okkur að manna ávallt eina næt- urvakt. í upphafi var þetta gert til að létta undir hjá verkfallsstjórn- inni því erfitt var að manna þess- ar vaktir. Það er víst eitthvað að breytast því vaktirnar eru orðnar vinsælar, skemmtilegur andi og létt yfir fólki á nóttunni. Það er svo ægilega gaman að við förum oftar og oftar. Við höfum skipt þessum sjónvarpsvöktum á milli okkar og konurnar hafa verið enn duglegri en karlarnir þrátt fyrir að þær eru færri á vinnustaðn- um.“ Konurnar í „Álafossliðinu" voru í miklum meirihluta þessa vakt. Þær voru 6 ásamt einum karli. Kvennabaráttan enda mikið rædd. „Konur hafa svo mikið langlundargeð. Þær eru þrautseigar en þegar búið er að traðka of lengi á þeim og ganga yfir mörkin þá springa þær og það rækilega". Hvernig við eyðum tímanum? „Við tölum um efnahagsmálin, ástandið í þjóðfélaginu og sam- stöðu okkar hjá BSRB. Einnig tölum við um Albert sem er sá sem hefur gert samstöðunni mest gagn! Svo segjum við ýmsa innanhússbrandara sem þið fáið ekki að heyra því þeir eru bara alls ekki birtingarhæfir“, sagði „Álafossliðið" og hló við. Sögðust þau ganga mikið um svæðið og velta fyrir sér hvort ilmurinn úr gámunum væru af eplum, banönum eða appelsín- um, „af ávöxtunum skulum við þekkja þá“! -jP 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.