Þjóðviljinn - 08.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Fyrir samninga Byrj. 1 ár 2 ár 3 ár 5 ár 6 ár 9.fl. (A) 10522 10785 11048 11311 11574 11837 10.fl. (B) 10733 11001 11270 11538 11806 12705 11.fl. (C) 10949 11223 11496 11770 12044 12318 12.fl. (D) 11166 11445 11724 12003 12283 12562 13.fl. (E) 11387 11672 11956 12241 12526 12810 14.fl. (F) 11617 11907 12198 12488 12779 13069 15.«. (G) 11895 12192 12490 12787 13085 13382 16.«. (H) 12185 12490 12794 13099 13404 13708 17.fl. (I) 12476 12788 13100 13412 13724 14036 18.fl. (J) 12774 13093 13413 13732 14051 14371 19.«. (K) 13082 13409 13736 14063 14390 14717 Rauöa svæöið sýnir daglaun undir kauptryggingu. Hér eru ekki sýndir flokkar frá 20. til 31.. Bókstafirnir sýna samsvörun við hinar töflurnar, - vegna launahækkunar með flokkatilfærslum breyta launaflokkarnir ótt og títt um tölu á næsta ári. Núna Byrj. 1 ár 2 ár 3 ár 5 ár 6 ár 7 ár AB 12075 12377 12679 12981 13283 13584 13886 C 12365 12674 12983 13292 13602 13911 14220 D 12662 12979 13295 13612 13928 14245 14561 EF 12966 13290 13614 13938 14263 14587 14911 G 13277 13609 13941 14273 14605 14937 15269 H 13596 13936 14276 14616 14956 15296 15635 I 13922 14270 14618 14966 15314 15662 16010 J 14256 14612 14969 15325 15682 16038 16394 K 14598 14963 15328 15693 16058 16423 16788 Rauða svæðið sýnirdaglaun undir kauptryggingu. Ekki sýndir flokkar frá 21. til 32.. Bókstafir sýna samsvörun við fyrstu töflu. 1. maí 1985 Byrj. 1 ár 2 ár 3 ár 5 ár 6 ár 7 ár AB 13289 13621 13953 14286 14618 14950 15282 C 13608 13948 14288 14629 14969 15309 15649 D 13935 14283 14632 14980 14329 15677 16025 EF 14269 14626 14982 15339 15696 16053 16409 G 14611 14976 15342 15707 16072 16437 16803 H 14962 15336 15710 16084 16458 16832 17206 I 15321 15704 16087 16470 16853 17236 17619 J 15689 16081 16473 16866 17258 17650 18042 K 16066 16468 16869 17271 17673 18074 18476 Rauða svæðið sýnir daglaun undir kauptryggingu. Ekki sýndir flokkar frá 24. til 35.. Bókstafir sýna samsvörun við fyrstu töflu. ASÍ-samningarnir Tvöfalda keifið á leið út Vœgi kaupaukans minnkar Eitt helsta baráttumál láglauna- sambandanna innan ASÍ í þessari samningalotu var að af- nema „tvöfalda kerfið“ illræmda. Urslit samninganna nú eru að ó- fétinu hefur að mestu verið komið fyrir kattarnef, - í áföngum til 1. maí á næsta ári. Hinsvegar hefur viðmiðunin sem notuð er við að reikna út kaupauka eða bónus verið fest á öðrum stað en í taxta, sem hefur í för með sér að bónus- inn ætti að vega minna í meðal- tekjum þeirra sem honum eru háðir. „Tvöfalda kerfið" varð til við kjarasamninga árið 1981 þegar taka átti sérstakt tillit til láglauna- fólks og búnar til lágmarkstekjur eða kauptrygging. Þeir sem ekki náðu þessari kauptryggingu með dagvinnulaunum eða dagvinnu- greiðslum plús kaupauka fengu mismuninn greiddan. Eftir- og næturvinna, reiknitala kaupauka og starfsaldurshækkanir miðuð- ust áfram við taxta. Kauptryggingin hækkaði nokkurnveginn til jafns við al- mennar krónuhækkanir á laun- um þangaðtil í febrúarsamning- unum síðasta vetur. Þá átti að gera góða samninga fyrir hina lægstlaunuðu og var kauptrygg- ingin hækkuð um 15,5% meðan laun hækkuðu aðeins um umþað- bil 5%. Úr því fór að koma í ljós að í kjarasamningum eru oft vaktir upp þeir draugar að sein- lega gengur að kveða niður. Frá 1. júní hefur kauptryggingin verið 12.913 krónur. Fyrir dag- vinnu hefurþví byrjandiílægsta flokki, þeim níunda, fengið jafn- mikið kaup fyrir dagvinnu og eftir meira en sex ára starf í 13. taxta, og jafnmikið og byrjandi í 18. taxta. Starfsaldur hefurþann- ig ekki nýst í lægstu flokkunum. Verra er jafnvel, að tvöfalda kerfið hefur minnkað muninn milli launa í dagvinnu og launa í eftir-, nætur- og helgidagavinnu. Dæmi: Samkvæmt samningunum sem nú falia úr gildi var nætur- vinnukaup byrjanda í fiskvinnu 109,28 krónur, 180% hærra en dagvinnutíminn (60,71 kr.) sam- kvæmt taxta. Kauptrygging á tímanum í dagvinnu var hinsveg- ar 74,50 krónur, þannig að næt- urkaup var í raun ekki nema 147% á dagkaup. Kaupauki er algengastur í lægstu flokkunum, til dæmis í fiskvinnu. Hann leggst ofaná taxtann, og ekki ofaná kauptrygginguna, þannig að í tvöfalda kerfinu fór talsvert af kaupaukanum í að brúa bilið milli taxtakaupsins og kauptrygg- ingarinnar. Félagi okkar í frysti- húsinu sá aldrei fyrstu fjórtán bónuskrónumar sínar. Verkamannasamband og Iðju- félög kváðu fljótt uppúr með að þetta ástand væri óviðunandi og lögðu ásamt beinum kauphækk- unum megináherslu á afnám þess í nýafstöðnum samningum. Áfangarnir Samkvæmt nýju samningunum er kauptryggingin 14.075 krónur. Byrjendur vom áður undir kauptryggingu uppað 19. flokki, þeir verða nú undir kauptrygg- ingu uppað því sem var 18. flokk- ur. 1. janúar verða byrjendur undir kauptryggingu uppað því sem var 16. flokkur. 1. mars verða byrjendur undir kauptryggingu að því sem var 15. flokkur. Og 1. maí verða byrjendur undir kauptryggingu uppað því sem var 13. flokkur, samanber töflur á síðunni. Við launahækkanir (flokka- tölubreytingar) í janúar, mars og maí bera þeir sem em undir kauptryggingunni ekkert úr být- um samkvæmt taxta. Þessvegna er gert ráð fyrir sérstökum greiðslum til þeirra, 1500 í janú- ar, 1000 í mars og 500 í maí. Auk þess er nú orðinn meiri munur milli starfsaldurshópa en áður og nýr hefur bæst við, 7 ára-þrep. Samfara þessu áfangaafnámi tvöfalda kerfisins sömdu ASÍ og VSÍ um minni hækkun á bónus en tímakaupi. Hækkun meðaltaxta fyrir allan samningstímann er um 23%, þaraf nú strax 11,5%, - en bónusviðmiðunin, „reiknitalan“, er ekki lengur bundin tölu í taxta- töflunum heldur ákveðin sérstak- lega. Hún hækkar alls um tæp 19%, núna strax aðeins um 7,7%. Þetta þýðir að kaupaukinn vegur minna í heildarlaunum. Það má líka orða þannig að dag- vinnuhlutinn aukist, - og sýnist sjálfsagt hverjum sitt um silfrið. Frystihúsamaður hafði eftir fimm ára starf 11.574 á mánuði fyrir dagvinnu. Sæmilegur með- albónus væri til dæmis 3.858 og heildarlaunin 15.432. Dagvinnu- laun hans hækka nú strax um 14,76%, í 13.283 krónur, en bónusinn aðeins um 7,68%, sem gera 4.154 krónur og heildar- launin yrðu 17.857, sem er 13% hækkun. Mikill bónus kemur honum því ekki jafn vel og áður, þegar litið er á launaumslagið með hlutfallsgleraugum. Lokasigur hefur enn ekki unn- ist á tvöfalda kerfinu, en með samningunum núna er varla ann- að eftir en að taka gröfina. í átök- unum við vinnukaupendur um hinn tvíhöfða þurs hefur bónus- inn hinsvegar látið á sjá. Og má nú vænta líflegra umræðna um afleiðingarnar. _ m Verslunarmannafélagið Apótekarar buðu upp á sérsamninga Þess vegna gátum við ekki undirritað samning ASÍ/VSÍ, segir Magnús L. Sveinsson Formaður apótekara hringdi til mín sl. mánudag og spurði mig sem formann VR hvort við hefðum athugasemdir við það að apótekarar gerðu sérsamning við lyfjaíækna. Við höfum alltaf sam- ið fyrir lyfjatækna þar sem þeir eru félagar í VR. Ég spurði hann á móti hvort Apótekarafélag ís- lands væri ekki aðili að VSI og hvort siíkur samningur færi ekki gegn því sambandi; Hvort það væri samþykkt sérsamningi. For- maðurinn svaraði því til að Apót- ekarafélag íslands væri aðili að VSÍ, en ekki Apótekarafélag Reykjavíkur. Af þessu dró ég þá ályktun að Apótekarafélag Reykjavíkur væri tilbúið til að gera samning við lyfjatækna, sem gengi lengra en samningur ASÍ/ VSI. Þess vegna gat ég ekki skrif- að undir þann samning, þar sem að ég hefði lokað öllum leiðum að sérsamningi við AR með þeirri undirskrift. Þetta sagði Magnús L. Sveins- son formaður VR aðspurður hvers vegna hann hefði ekki undirritað kjarasamning VSÍ/ ASÍ sl. þriðjudag. Magnús sagði það ekkert leyndarmál að apót- ekarar vildu að lyfjatæknar segðu sig úr VR og stofnuðu sitt eigið félag í von um að geta haldið apó- tekum opnum ef VR fer í verk- fall. Og ef til vill er þetta sérs- amningstilboð liður í þeirri ráða- gerð. Magnús sagðist hafa óskað eftir viðræðum við VSÍ um þetta mál en í dag (miðvikudag) hefðu apótekarar farið til viðræðna við VSÍ og sagðist hann eiga von á fundi með VSÍ að þeim við- ræðum loknum. Ef enginn sér- samningur fæst fyrir lyfjatæknaer VR ekkert að vanbúnaði að skrifa undir ASÍ/VSÍ samkomu- lagið, sagði Magnús. - S.dór. ASÍ/VSÍ-samningar Nokkrir aðilar undirrituðu ekki Nokkrir aðilar innan ASÍ skrif- uðu ekki undir kjarasamning þann er samböndin gerðu með sér sl. þriðjudag og hafa menn að sjálfsögðu velt fyrir sér ástæð- unni. Hvað okkur snertir er ástæðan sú, að sum aðildarfélaga Sam- bands byggingarmanna höfðu alls ekki sagt upp samningum og því gátum við hjá Sambandi byggingarmanna ekki skrifað undir fyrir þeirra hönd. Það verð- ur að senda samningana til þess- ara félaga og kynna þá. Ef öll félögin vilja samþykkja samning- inn getum við skrifað undir, sagði Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna. Af svipaðri ástæðu getur Raf- iðnaðarsambandið ekki heldur skrifað undir, auk þess sem það á eftir að semja við ríkið fyrir hönd félaga sinna og verður því að stilla saman þessa tvo samninga. Fleiri aðilar munu vera í svipaðri aðstöðu og þessi tvö fyrmefndu sambönd. - S.dór. T0RGIÐ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.