Þjóðviljinn - 08.11.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.11.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI Ömurlegur sigur Reagans Hinn mikli sigur Ronalds Reagans í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum í fyrradag er í raun réttri þungur áfellisdómur yfir hinu banda- ríska pólitíska kerfi. í leiðara um þessar kosningar um síðustu helgi tók Morgunblaðið - einkar feimnislega eins og jafnan þegar bandarískur valdamaður á í hlut - undir útbreidda gagnrýni á Reagan. Þar sagði sem svo, að „því fer fjarri að unnt sé að sigrast á öllum stjórnmálavanda með þeirri mælsku og fjölmiðlahæfni sem tryggir forsetan- um meirihluta meðal kjósenda". Þetta er ekki nema rétt. Það er athyglisvert, að hvort sem litið er í sæmileg blöð austan eða vestan hafs, þá ber mönnum saman um, að Reagan hafi haft næsta fátt að státa af eftir fyrr kjörtímabil sitt. Hann hafi hunsað þarfir fátækra og vanda minnihlutahópa í eigin landi, en hyglað hinum ríku. Margauglýstur bati í bandarísku efnahags- lífi hafi verið greiddur með dæmalausu ábyrgð- arleysi í ríkisfjármálum sem fyrr en síðar muni leiða til heiftarlegra timburmanna í þjóðlífinu. Á sviði alþjóðamála hefur hann stundað háska- lega ævintýramennsku, bæði með hernaðarí- hlutun í Rómönsku Ameríku og víðar reyndar og síðan með því að herða mikið á vígbúnaðar- kapphlaupinu, lækka svokallaðan atóm- þröskuld. Sumar skoðanakannanir leiða í Ijós merkilegt misræmi: meirihluti Bandaríkjamanna hefur í ýmsum þeim málum sem að ofan voru nefnd allt önnurviðhorf en Reagan. En samt hefurforset- inn mjög öruggan meirihluta sér að baki, að minnsta kosti meðal þeirra sem á annað borð fást að kjörborði í Bandaríkjunum. Hvernig stendur á því, að Bandaríkjamenn sýnast kjósa gegn sjálfum sér í forsetakosning- um? Svarið er ekki síst fólgið í yfirráðum peninga og sjónvarps (sem eru í bandarískri kosninga- baráttu eitt og hið sama) yfir pólitísku lífi í landinu. Þeir menn sem settu Reagan á svið vissu vel, að það var hættulegt að láta hann fjalla um vandamál auðs og örbirgðar, félags- legt réttlæti, stríð og frið. Þeir forðuðust sem mest þeir máttu að láta Reagan nefna staðr- eyndir og vandamál. Þeir beittu útsmognu og dýru skipulagi til þess fyrst og fremst að sýna forsetann sem tákn og ímynd hins bandaríska valds, hins bandaríska draums. Aldrei sem mann sem þarf að leysa vanda hversdagslífs- ins, þarf að flytja óþægilegar fréttir, þarf að vita af því, að Bandaríkin eru ekki sigursæll garpur í heimi sem er byggður hetjum góðum andspæn- is illmennum. Hið pólitíska kerfi, sem ræðst í gífurlegum mæli af auglýsingatækni og pening- um, breytir forsetakosningum í einskonar lífs- flóttaleik, þar sem hinni geysifjölmennu banda- rísku millistétt tekst að láta rætast óskhyggju sína um að það sé og verði alltaf gott og fagurt og dásamlegt að vera Bandaríkjamaðurog geta farið sínu fram, hvað sem heimur tautar og raular. Auglýsingamennska og lýðskrum eru þættir í pólitískri baráttu allsstaðar munu margir segja. En í öflugasta ríki heims eru þessir áhrifaþættir löngu orðnir svo gífurlega sterkir að bæði bandarísku þjóðfélagi og afganginum af heiminum stafar mikill háski af. KUPPT OG SKORIÐ Þj^dliinn býr til Þjóðviljinn skemmtilqpi ftb flokkurinn og manna v»m i stjórn Stemgrlr Þeir Lúóvfk Gudmundssor kómmr i þrör h*/a því gripi • 'f'ir viðmæl- þeir vilji ekki sjá Irjálshyggj r Sjállstæðisflokknum án f ” vrði „milduð". I tök»AJhÍUm, - iflok£r?arþátt~ l*>7l segir: /amanns sem teingrímur Hermanns ILL ÞORSThmiit> HELST KRATA MED Seinheppni Sjaldan hefur maður orðið vitni að jafn mikilli seinheppni í dagblaðaflórunni eins og hjá Al- þýðublaðinu í gær. „Þjóðviljinn býr til ,frétt““, segir þar og er átt við að fréttir Þjóðviljans um þann orðróm að óformiegar viðræður hafi verið meðal forystumanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins um að síðarnefndi flokkurinn gengi inní ríkisstjórn- ina. Alþýðublaðsmenn þurftu hins vegar að horfa uppá staðfestingu Þjóðviljafréttarinnar á baksíðu Morgunblaðsins og gott ef þeir hafa ekki séð framan í fleiri stað- festingar á frétti Þjóðviljans um hinn þráláta orðróm. Gælni Að sjálfsögðu gildir það um pólitískar fréttir sem aðrar að sýna verður fyllstu gætni - og halla ekki réttu máli. Hitt er það að í hvunndagspólitíkinni gerist mjög margt fréttnæmt í við- ræðum milli manna, hugmynd- irnar fæðast í gluggakistunum og fá á sig vængi þegar margir hafa fjallað um. Þegar slíkar hug- myndir eru orðnar kunnar fleiri en tveimur til þremur aðilum, hikar fréttamaður ekki við að koma henni til skila. Slíkt er meira að segja að margra mati skylda fréttamannsins. í pólitískum fréttum og öðrum bætist oft við, að heimildarmenn fara fram á trúnað um nafn sitt af ástæðum sem þeir tilgreina við fréttamenn. Það er og lenska að verða við slíkum beiðnum - og er ekkert athugavert við það. Fréttamaður sem brýtur slíkan trúnað um nafnleynd á ekki möguleika á að ná mjög ferskum fréttum í framtíðinni. Þessi atriði breyta hinsvegar engu um það, að fréttamönnum ber sjálfsögð skylda til að sýna gætni í meðferð mála. Það þarf að taka tillit til margra hluta - og varast fullyrðingar. Ekki ætlar klippari sér þá dul, að halda því fram að Þjóðviljinn hafi, fremur en önnur blöð, ekki brennt sig á stundum í þessu efni. En í um- ræddu tilfelli er því hins vegar ekki að heilsa. Kratar inn ístjórn- ina? er spurt í aðalfyrirsögn og síðan í undirfyrirsögn: Kjartan sagður hafa átt leyniviðræður um helgina við forystuna í Sjálfstæð- isflokknum. í fréttinni er síðan haft eftir ónafngreindum heim- ildum að óformlegar viðræður hafi verið á milli þessara aðila um helgina - og auk Alþýðuflokksins hafi BJ verið orðað við þessi ósköp, en nú sé sá möguleiki úr sögunni. Með öðrum orðum: í þessari frétt var gætt fyllstu gætni. Dirfska Alþýðublaðið er sýnu djarfast íslenskra dagblaða í umfjöllun sinni um málið: „Þjóðviljinn var í gær með aldeilis skemmtilega frétt um að Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna væru að fara inn í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar". Það stendur hvergi í frétt Þjóðviljans heldur einungis að til tals hafi komið að Alþýðuflokkurinn fari inní ríkisstjórnina. Munurinn á þessu tvennu er sá, að Þjóðviljinn hefur rétt fyrir sér, en Alþýðu- blaðið aldeilis alveg rangt fyrir sér. Hins vegar spilaði það djarft í gær - og þarf því að biðjast afsök- unar á framhleypni í sér gagnvart Þjóðviljanum. Sambandsleysi Upphlaup Alþýðublaðsins í gær afhjúpar sambandsleysi blaðsins við þingflokk Alþýðuflokksins. Nú er það svo að fyrir dyrum stendur flokksþing Alþýðu- flokksins þar sem mál eru öll á afar viðkvæmu stigi. í fyrsta lagi vegna þess að flokkurinn hefur ekki gert upp við sig hvort hann ætlar að efna til vinstra samstarfs eða til hægri, í öðru lagi vegna þess að hann stendur frammi fyrir fylgishruni og í þriðja lagi vegna þess að allir armar í flokknum telja nauðsynlegt að skipta um forystu. Kjartan hefði „tryggt sína stöðu“ með því að koma sem ráð- herra inná flokksþingið en flestir telja að þarmeð hefði flokkur sjálfur gengið fyrir björg. Máske hefur Kjartan eftir að hann heyrði viðbrögðin við hugmynd- inni á mánudag og þriðjudag orð- ið smeykur við afleiðingarnar. Altént þóttist hann ekkert við málið kannast í sjónvarpinu í fyrrakvöld, en æ fleiri verða til að staðfesta að þetta var samt sem áður á döfinni. Er Kjartan heimildarmaður Alþýðublaðs- ins? Steingrímur í þann mund sem klippari er að lj úka við þáttinn, kemur D V inná borð með viðtal við Steingrím Hermannsson. Hann staðfestir líka að kratarnir komi til álita inní stjórnina - og að Framsóknar- flokkurinn hefði einnig orðið að fórna ráðuneyti fyrir þá. Steingrímur segir þar: „Hitt er svo annað mál, að ég er ansi hrœddur um að þessi opinbera umfjöllun um þetta mál núna sé kannski búin að drepa það ífœð- ingunni. Ég hef orðið var við þetta að það eru að byrja þegar deilur í Alþýðuflokknum um þetta... “ -óg DIÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgafandi: Útgéfufélag Þjóðviljans. Rttstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rftstjómarfulftrúl: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Áffheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurösson (íþróttir). yósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hónnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrfta- og prófarfcalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guömundsdóttir. Skrffatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Augiýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Afgraiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Afgraiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsia: Ásdís Kristinsdöttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmsaður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjóifur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Roykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. november 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.