Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 6

Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 6
ig; Um hundahald 'I' í Reykjavík Umsóknareyöublöð um leyfi til að halda hund í Reykjávík má sækja í Borgarskrifstofurnar, Austur- stræti 16, Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg, Dýr- aspítalann og Heilsugæsiustöðina í Árbæ. Umsækjendur skulu kynna sér samþykkt nr. 385/ 1984 um hundahald í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Með umsókninni skal fylgja: 1. Góð iitmynd af hundinum (um 9x13 cm). 2. Skriflegt samþykki sameigenda/stjórnar húsfé- lags, ef sótt er um leyfi til að halda hund í fjölbýlishúsi. 3. Vottorð dýralæknis um, að hundurinn hafi verið hreinsaður einhvern sl. 30 daga. Umsóknirnar ásamt fylgiskjölum skulu sendast Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkursvæðis, Barónsstíg 47. Umsóknir verða ekki afgreiddar, sé þeim ábótavant á einhvern hátt. Umsækjendum verður tilkynnt, þegar leyfin eru tilbúin til afhendingar hjá heilbrigðiseftirlitinu. Leyfisgjald fyrir hund er 400,- kr. fyrir hvern mánuð eða brot úr mán- uði. Gjaldið greiðist fyrirfram fyrir allt tímabilið frá því að leyfið er veitt og til 1. mars 1985. (leyfisgjaldi er innifalin skráning og ábyrgðartrygging. Fyrir hvolpa, sem orðnir eru 6 mánaða, ber að sækja um leyfi. 'C umferðarmenninc STEFNUUÓS skal jafna gefa v ^ í tæka tíð. UMFERÐAR ' RÁÐ Auglýsing frá Reykjavíkurhöfn Eigendum smábáta, sem báta eiga í höfninni, stendur til boða upptaka og flutningur báta laugardaginn 17. nóvember, frá kl. 9.00 til 18.00. Upptaka báta fer fram við Bótarbryggju í Vesturhöfn. Gjald fyrir upptöku og flutning á bátastæði á landi Reykjavíkurhafnar í Örfirisey er kr. 1200 og greiðist við upptöku báta. Deildarstjóri skipaþjónustu. Blaðburðarfólk Ef þú ert morjjunhress? Haföu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljaiis, sími 81333 Laus hverfí: Nýi miðbærinn E Betra blað VOÐVIUINi 3 Landbúnaður Sagt á Stéttarsambandsfundi Brotasilfur úr umrœðum Fulltrúar frá sérgreinasam- böndunum áttu setu á Stétt- arsambandsfundi og tóku þátt í umræðum. Meðal þeirra full- trúa var formaður Félags kart- öfluframleiðenda, Magnús í Birtingaholti, en kartöflur, „skemmdar" jafnt sem ó- skemmdar voru fjölmiðlum og öðrum verndarvættum „neyt- enda“ gómsætt umræðuefni á liðnu sumri og var svo enn um það leyti, sem Stéttarsam- bandsfundurinn stóð yfir. Var því síst að undra þótt kartöf- lustríðið bæri á góma. Magnús Sigurðsson, Birtingaholti: Þeir bændur, sem stunda kart- öflurækt hér á landi sem atvinnu- grein munu vera um 200 og eru þeir með um 1000 ha. í ræktun. í venjulegu árferði fullnægir fram- leiðsla þeirra eftirspurninni. Þeg- ar illa árar, svo sem var í fyrra, nægir framleiðslan ekki. Þegar það gerist er bilið brúað með innflutningi. koma á markaðinn, vilja sumar verslanir skipta beint við bændur. Svo var því einnig farið á sínum tíma með kjöt og mjólk, og ættu þau spor að hræða. En þessi verslun virðist lögleg. Og þá reynir á samstöðu bænda. Kaup- menn vita áreiðanlega mæta vel hvað þeir eru að gera. Bændur mættu hinsvegar hugleiða hverj- ar afleiðingar það hefði ef kaup- mönnum tækist, með aðstoð skammsýnna kartöfluframleið- enda, að brjóta niður sölusam- tökin. Það er mikill vandi að stjórna einkasölu svo að hún hljóti aldrei ámæli, því hún hefur svo miklum skyldum að gegna og getur því legið vel við höggi. Við kartöflu- framleiðendur erum samt sem áður reiðubúnir til þess að yfir- taka Grænmetisverslunina, ef um það semst. Og ég hef trú á því að þessi mál leysist á farsælan hátt þegar menn hafa áttað sig betur. Helgi Jónasson, Grænavatni: Það er augljóst mál að við verð- un rekstrarliða, sem bóndinn hef- ur á engan hátt á valdi sínu að ráða við. Til viðbótar koma svo lækkanir á niðurgreiðslum. Þetta er nauðsynlegt að neytendur geri sér ljóst. Jón Guðbjörnsson, Lindarhvoli: Bændur þurfa allir að standa saman um samtök sín hvaða bú- grein sem þeir svo stunda. Við erum allir á einum báti og því er nauðsynlegt að við finnum sam- tökum okkar það skipulag, sem allir geta unað við. Nú er mjög í tísku hjá ýmsum að tala í nafni „neytenda" rétt eins og neytendur séu einhver á- kveðinn og afmarkaður hópur þjóðfélagsþegna. En hverjir eru þeir í þessu landi, sem einskis neyta? Hvar er það fólk eiginlega niður komið? Ég hef aldrei rekist á það. Auðvitað er þetta bara blekkingavaðall. Framleiðendur eru neytendur á sama hátt og allt annað fólk. Hér er einungis um að ræða lágkúrulega viðleitni til þess að stilla bændum upp sem Magnús Sigurðsson. Helgi Jónasson. Jón Guðbjörnsson. Um þennan innflutning hefur staðið styrr frá því í vor. Kaup- menn kröfðust frjáls innflutnings og var á þeim að skilja, að þeir gætu útvegað betri og ódýrari kartöflur en Grænmetisverslun- in. Ýmsir drógu það í efa og stjórn Sambands kartöflufram- leiðenda mótmælti frjálsum inn- flutningi. Við höfðum enga tryggingu fyrir því, að ekki yrði á markaðnum gnægð erlendra kartaflna þegar upskera hæfist hjá okkur. Spá okkar um verðið reyndist rétt. Þegar innflutning- urinn var gefinn frjáls hækkaði verðið, miðað við verð á þeirri framleiðslu, sem fyrir var. Þá þögðu fjölmiðlar. Smásalar skiptu við kartöfluheildsala þó að samskonar kartöflur væri að fá hjá Grænmetisversluninni og um 20% ódýrari. Við sjáum fyrir hverja er verið að vinna. Nú, þegar nýjar kartöflur um að gefa nýju búgreinunum betri gaum og hlynna betur að þeim en gert hefur verið, ef ætlast er til að þær komi í stað þeirrar framleiðslu, sem verið er að draga úr og út lítur fyrir að enn þurfi að minnka. Það er dýrt fyrir bændur að söðla um í þessum efn- um og það er mörgum um megn án þess að veitt sé til þess veruleg aðstoð. Mér dettur í hug hvort ekki væri athugandi að færa það framlag, sem veitt er til grænfóð- urræktar og girðinga, til nýju búgreinanna. Það er ískyggilegt, að launa- hlutfall bænda á verðlagsgrund- vellinum fer lækkandi þó að verð- ið, sem neytendur þurfa að greiða, hækki. Af hverjum 100 kr. fara 60 kr. í reksturskostnað. Aðeins um einn þriðji af afurða- verðinu fer til þess að launa bóndanum. Hækkun á búvörun- um stafar fyrst og fremst af hækk- andstæðingum þeirra, sem kaupa vöruna og í skjóli þessara tilbúnu andstæðna er svo reynt að brjóta niður sölusamtök bænda. Halda þéttbýlisbúar virkilega að það sé þeirra hagur? Það er staðreynd að bændur og samtök þeirra eru hundelt og svívirt í leiðurum dag- blaða, sem hafa þau réttindi fram yfir annað lesmál í blöðunum, að vera lesnir upp í útvarp. Bænda- samtökin hafa enga aðstöðu til þess að svara þessum árásum á sama hátt. í því skjóli er skákað. Ég hef stundum hugleitt það hvort þeir, sem gefa út dagblöð, eigi að fá leiðarana lesna upp í útvarp úr þvf að sómatilfinning sumra ritstjóra er ekki beisnari en raun ber vitni. Það er athug- andi hvort bændasamtökin ættu ekki beinlínsi að standa að blaða- útgáfu svo að þau geti svarað ár- ásarmönnunum á sama vettvangi og þeir nota. - mhg. Utanför Norðlendingar á iðnsýningu í Khöfíi Sextán manna hópur, víðs- vegar að af Norðurlandi, fór til Kaupmannahafnar 30. okt. Er- indið var að skoða iðnsýning- una „Industrikontakt" i Beila Center. Fararstjóri hópsins var Friðfinnur K. Daníelsson, iðn- ráðgjafi Fjórðungssambands Norðurlands og skipulagði hann jafnframt ferðina. Þetta er í annað sinn, sem slík ferð er farin fyrir milligöngu iðn- ráðgjafans. Á árinu sem leið var skoðuð sýningíÞýskalandi. Þetta framtak iðnráðgjafans hefur hlotið mjög góðar undirtektir og er sennilegt að framhald verði á slíkum ferðum. Tilgangurinn með þessum ferðum er að kynnast nýjungum á sviði iðnaðarframleiðslu en heimsóknir á iðnsýningar verða gjarnan til þess að opna mönnum Fjórðungsþing Norðlend- inga hefur ákveðið að á næsta þingári verði megin áhersla lögð á iðnráðgjöf og atvinnu- mál. Vinni fulltrúi á skrifstofu sambandsins að atvinnuráð- gjöf og aðstoði sveitarstjórnir, atvinnumálanefndir og iðnráð- gjafa. sýn til nýrra hugmynda og mögu- leika á að bæta eigin framleiðslu. - mhg. Með nánara samstarfi við þessa aðila ásamt aðilum vinn- umarkaðarins, iðnþróunarfélög og opinbera sjóði verði stuðlað að örari atvinnuþróun á Norður- landi og spornað við áframhald- andi byggðaröskun. - mhg. lðnaður Iðnráðgjöf á Noiðurlandi 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.