Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 9

Þjóðviljinn - 15.11.1984, Side 9
ÞJOÐMAL ■BDBMBMHHBHBHB Skólamál Mikilvægt framfaraspor Gerður Óskarsdóttir skrifar um frumvarp Hjörleifs Guttormssonar og fleiri um lögverndun starfsheitis kennara í byrjun þess þings sem nú situr lagði Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins fram frumvarp til laga um lög- verndun á starfsheiti kennara. Samflutningsmcnn hans eru Jó- hanna Sigurðardóttir, Alþýðu- flokki, og Kristófer M. Kristins- son, Bandalagi jafnaðarmanna. í l.gr. frumvarpsins segir að rétt til að bera starfsheitið kenn- ari hafi sá einn sem fullnægi skil- yrðum laga nr. 51/1978 um emb- ættisgengi kennara og skóla- stjóra. í 2.gr. segir að óheimilt sé að ráða aðra til kennslustarfa við opinberar skólastofnanir en þá sem réttindi hafasamkvæmt l.gr. Undantekningarákvæði eru um þá sem þegar eru í starfi og ákvæði til bráðabirgða um ráðn- ingu starfsmanna til kennslu- starfa til eins árs í senn sæki eng- inn með tilskilin réttindi um aug- lýsta stöðu. Þetta ákvæði skal endurskoða að þrem árum liðn- um. í 4.gr. segir að sérstök nefnd skipuð fulltrúum menntamála- ráðuneytisins og stjórnar Banda- lags kennarafélaga skuli veita umsögn um allar ráðningar. Hér er á ferð mikilvægt hagsmunamál fyrir kennara og þjóðina alla, viiji hún halda uppi fyrsta flokks menntun í landinu. Lögverndunin sjálf er að sjálf- sögðu höfuðatriðið en kennarar leggja ekki síður áherslu á að kennarasamtökin eigi samkvæmt lögum umsagnarrétt um allar kennararáðningar. Treystir stöðu kennara í greinargerð með frumvarp- inu segja flútningsmenn m.a. að það sé flutt til þess að treysta stöðu kennara með því að lög- vernda starfsheiti þeirra sem hafa full kennsluréttindi og heimilt er að ráða til starfa hjá opinberum skólastofnunum. Þar segir einnig að tildrög frumvarpsins sé bréf Bandalags kennarafélaga (kennarar í grunn- skólum og framhaldsskólum) frá 11. sept. s.l. til allra þingflokka á Alþingi með ósk um stuðning við stefnumál sín. í því bréfi var sér- stök áhersla lögð á það baráttum- ál kennarastéttarinnar að kenn- arastarfið yrði lögverndað og ekki lengur leyft að ráða aðra til kennslustarfa en þá sem hafa aflað sér réttinda til starfsins. Flutningsmenn hófu þá undir- búning að frumvarpi til laga um lögverndun á starfsheiti kennara. Við þá vinnu var höfð hliðsjón af sambærilegum lögum um aðrar stéttir. Félagar úr skólamálahópi Alþýðubandalagsins voru 1. flutningsmanni til aðstoðar í upp- hafi, en frumvarpsdrögin voru síðan send stjórn Bandalags kennarafélaga til umsagnar með bréfi 15. október sl. Við endan- lega gerð frumvarpsins var tekið tillit til ýmissa ábendinga stjórnar B.K. Hagsmunamál allrar þjóðarinnar Lögverndun starfsheitis kenn- ara hefur lengi verið baráttumál kennarasamtaka. Fjöldi þeirra starfsstétta sem fengið hafa starfsheiti sitt lögverndað vex óðum. Það er að sjálfsögðu um- deilt hvort slíkar lögverndanir eigi rétt á sér, en þar sem sú skoðun hefur greinilega orðið ofan á að sérmenntaðar stéttir geti vart tryggt rétt sinn til starfa án lögverndunar starfsheita, una kennarar því engan veginn að fram hjá þeim sé gengið. Það er langt frá því að lög- vemdun kennarastarfsins sé sér- hagsmunamál kennara einna. Nú er svo ástatt í íslenskum skólum að talsverður hluti þeirra, sem fæst við kennslu, eru án tilskilinn- ar kennaramenntunar (um rúm- lega 400 á grunnskólastigi eða um 15% og enn fleiri á framhalds- skólastigi). Engar hömlur eru settar við því að ráða réttinda- laust fólk til kennslu. Aðeins hluti þess fólks, sem aflað hefur sér kennsluréttinda, sækist eftir kennslustörfum. Því valda lág laun og erfiðar vinnuaðstæður. Það skal tekið fram að víða um land hefur ágætisfólk hlaupið í skarðið í skólum og lagt sig fram í starfi þegar ekki hefur tekist að fá kennara með réttindi til starfa, en engum blandast hugur um að þetta fólk hefði staðið betur að vígi ef það hefði lokið kennara- námi áður en það hóf kennslu- störf. Oft hefur verri námsárang- ur á ákveðnum svæðum verið settur í samband við tíð kennara- skipti og fjölda kennara án kennsluréttinda. Við íslendingar teljum okkur menningarþjóð á framfarabraut. Sé það í raun ætlun okkar og vilji að hér þróist áfram íslensk menn- ing og að við drögumst ekki aftur úr þeirri tækniþróun, sem nú á sér stað í hinum vestræna heimi, þá hljótum við að ætla okkur að leggja mikla áherslu á menntun allra þegna þessa lands. En við eflum ekki menntun nema við höldum góða skóla og við getum ekki gert okkur minnstu vonir um góða skóla nema við tryggjum þeim góða og velmenntaða kenn- ara. Að sama skapi er vonlítið að ætla sér að halda góðum kennur- um í starfi nema þeir búi við góð kjör og viðunandi vinnuaðstæð- ur. Leið til bættra kjara Kennarar telja lögverndun starfsheitis síns mikilvægt skref í átt til bættra kjara. Kennarar benda á að laun þeirra séu í hróp- andi ósamræmi við menntunar- kröfur, ábyrgð, álag og vinnut- íma (sama gildir að sjálfsögðu um marga aðra starfshópa). Vinnuá- lag á kennara hefur stóraukist með breyttum kennsluháttum, auknum verkefnum sem skólum er ætlað að takast á hendur og æ meiri kröfum til skólastarfsins sjálfs. Meiri tími kennara fer nú í að fylgjast með nýjungum í skóla- starfi og samstarf af ýmsu tagi og á síðasta áratug hefur það færst í vöxt að kennarar þurfi sjálfir að búa til námsefni í tengslum við breytta kennsluhætti. Reikna má með að þorri kenn- ara vilji að starfsheiti þeirra verði lögvemdað án nokkurrar undan- þágu. Með því vilja þeir sporna við því ástandi, sem nú ríkir víða úti á landsbyggðinni, að jafnvel minnihluti starfsmanna skóla sé með kennaramenntun að baki. Þeir telja að standi skólayfirvöld og ríkisvaldið frammi fyrir þeirri staðreynd að ekki sé unnt að manna skóla, eigi þeir ekki annan kost en bæta svo kjör kennara að hægt verði að fá menntaða kenn- ara til að yfirgefa önnur betur launuð og léttari störf, sem þeir hafa tekist á hendur, og koma til starfa í skólum. Hlúa ber að kennarastarfinu Að ofansögðu sést að nauðsyn- legt er að hlúa mun betur að kennarastarfinu svo unnt verði að manna skólana fólki sem lokið hefur kennaranámi. Slíku námi er að sjálfsögðu haldið uppi í Kennaraháskóla íslands, Há- skóla íslands og fleiri kennara- skólum vegna þess að menn telja það nauðsynlegan undirbúning starfsins. Því er eðlilegt að stefnt sé að því að aðeins fólk sem lokið hefur kennaranámi sinni kennslu. Ein leið til að ná því marki er að lögvernda starfs- heitið kennari. Sama daginn og ofannefnt fmmvarp var lagt fram kom sam- an nefnd, skipuð af menntamála- ráðherra, til að semja frumvarp sama efnis. í þeirri nefnd eiga kennarar fulltrúa. Alþingi mun því hafa um að velja tvö frum- vörp um lögverndun starfsheitis kennara. Vonandi setur það þingið ekki í tiltakanlegan vanda. Höfundur greinarinnar Gerður Óskarsdóttir hefur um langt árabil starfað að skólamálum. Hún er i skólamálahópi Alþýðubandalags- Ins og varð góðfúslega við þeirri beiðnl Þjóðviljans að skrifa grein um frumvarpið um lögverndun starfsheitis kennara. „En hvað um þetta tvöfalda launakerfi, sem við vildum af- nema? f því fólst, að taxtar frá 10500 kr. á mánuði upp í 12900 kr. á mánuði yrðu afnumdir, meira að segja afnumdir í áföng- um og þvílíkt hneyksli. En ríkis- stjórnin hlustaði aldrei á nein rök fyrir verðlækkunarleið til kjara- bóta fyrr en einhvem tíma um miðjan okt., að forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson hinn ráðu- neytislausi buðu fram 1100 millj. kr. skattalækkun án þess að það tilboð hefði verið rætt í ríkis- stjórninni. Tíminn til þess að vinna úr þessu tilboði var því mjög skammur og mikið verk að vinna. Þetta átti að bjóða í sumar eftir að Verkamannasambandið hafði sett fram sitt boð. Þá hefði það náð fram að ganga, enda er það sannfæring mín að meiri hluti launþega sé hlynntur skattalækk- unarleiðinni. Ríkisstjórnin ætti ekki að ásaka verkalýðshreyfing- Sjávarútvegsráðherra sagði á þingi í vikunni að mjög bráðlega yrðu lagðar fram á Alþingi til- lögur nefndar sem hann skipaði fyrr á árinu um endurskoðun á reglum og lögum um lífeyrisrétt- indi sjómanna, og væri stefnt að því að þær tillögur yrðu að lögum þegar í byrjun næsta árs. Ráðherra skýrði frá þessu er hann svaraði fyrirspurn frá Sva- vari Gestssyni um hvað liði endurskoðun á áðurnefndum lögum þannig að öllum sjó- mönnum yrðu tryggð sömu líf- eyrisréttindi við 60 ára aldur. Þjodmála- vísan Sverrir engan gerði grikk gœðingum í áli, en skyldi nokkur fara Flick- flakk í þessu máli? (Flick-samsteypan í V-Þýskalandi hefur orðið uppvís að meiriháttar mútugreiðslum til stjórnmálamanna. Efnahagsmálaráðherrann Von Lambsdorf varð t.d. að segja af sér vegna þessa máls.) una fyrir verðbólgusamninga. Hún hafnaði öllum verðlækkun- arleiðum og valdi sjálf þessa leið og ætlar síðan að nota hina nýju samninga til þess að magna upp gengislækkanir og nota allar hugsanlegar ráðstafanir til að taka allar kauphækkanir til baka og meira til. Hún ætlar sér enn að skerða kaupmáttinn meira en hann hafði verið skertur við þessa samninga. Virðulegur og réttlátur forseti Alþingis hefur sent mér nótu, að tími minn sé búinn. Að sjálf- sögðu hlýði ég réttlátum forseta Alþingis. En ég vil benda á, að ríkisstjórnin er búin að glata trausti hins almenna fólks í landinu. Hún getur þybbasi eitthvað við að segja af sér. En ég treysti einhverjum góðum manni til að kenna henni kvæðið sem endar einhvern veginn á þessa leið: Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.“ Eins og mál eru nú standa sjó- menn mjög misjafnlega að vígi í lífeyrisréttindum og þvf brýn nauðsyn til að samræma lífeyris- réttindi þeirra. Síðasta ríkisstjórn samþykkti lög er tryggðu öllum sjómönnum lífeyrisréttindi við 60 ára aldur, en ágreiningur hefði verið milli sjómanna og utgerð- armanna um frekari fjármögnun sjóðanna til að mæta þessum auknu réttindum. Sagðist Svavar fagna því að nú sæi fyrir endann á þessu deilumáli því ekki mætti dragast iengur að tryggja lífeyris- sjóðunum eðlilegan viðgang. -lg- Alþingi Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð Niðurlag rœðu Guðmundar J. Guðmundssonar í vantraustsum- rœðunni wæmmmmmammm Fyrirspurn Lífeyrisréttur sjómanna Tillögur endurskoðunarnefndar koma mjög bráðlega, - lög í árs- byrjun. Sömu lífeyrisréttindifyrir alla sjómenn yfir sextugu? Fimmtudagur 15. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.