Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR Skipulagstillagan sem lögð var fram í Skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar í gær, séð frá Sæfúni. Hin nýja byggð Skuggahverfisins afmarkast af Skúlagötu, Snorrabraut, Lindar- götu (Hverfisgötu við enda Vitastígs) og Ingólfsstrætis. Það held ég að Ingólfi hefði brugðið. Borgin Silung og lax verður að slægja Ef þú ætlar að selja lax eða sil- ung í verslun í Reykjavík, þá verðurðu hér eftir að slægja fiskinn, og fjarlægja tálkn og nýru (blóðröndina svokölluðu). Þetta var samþykkt á fundi heilbrigðisráðs borgarinnar fyrir skömmu, en sala á eldisfiski hef- ur færst í aukana í borginni. -ólg. Vantar húsaskjól Um helgina var enn einn góð- kunningi lögreglunnar í Reykja- vík handtekinn þar sem hann hafði komið sér fyrir í sumarbú- stað á Þingvöllum. Hann var fluttur í bæinn og yfirheyrður af Rannsóknarlögreglunni. -jP __Skólamál_ Sérkennsla afburða- greindra bama? Kennarafélag Reykjavíkur neitar að tilnefna fulltrúa í „stjórn starfsemi vegna afburðargreindra barna“. Elín Ólafsdóttir: Verið að draga nemendur í dilka etta lýsir hug Kennarafélags Rcykjavíkur til þessarar starfsemi, sagði Elín Ólafsdóttir fuUtrúi félagsins í Fræðsluráði Reykjavíkur, en félagið hefur neitað að tilnefna fulltrúa í svo- kallaða „stjórn starfsemi vegna afburðargreindra barna.“ Stjórn þessi var skipuð fyrir áramótin og er Sólrún Jensdóttir fuUtrúi menntamálaráðuneytis- ins en Áslaug Friðriksdóttir full- trúi Skólastjórafélags Reykjavík- ur í stjórninni. Sólrún Jensdóttir sagði að Fræðsluráð Reykjavíkur hefði átt frumkvæði að þessu máli þegar árið 1981, og hefði niðurstaða þess orðið sú að menntamála- ráðuneytinu og Fræðsluráði Reykjavíkur skyldi falið að koma á fót starfsemi til þess að bæta aðstöðu afburðargreindra barna í skólum borgarinnar. Við teljum að hér sé komin fram á ný tilraun til að draga nemendur í dilka sagði Elín Ólafsdóttir. Kennarafélagið er i grundvallaratriðum á móti allri aðgreiningu nemenda. Okkur finnst að styrkja eigi sjálfan grunnskólann, sem á að þjóna öllum. Það þarf að styrkja grunn- skólann til þess að gera ken’nur- um kleift að sinna þessum börn- um þar, en ekki með sérstakri starfsemi utan skólans. Kennarar eru reiðubúnir til þess að sinna þessum börnum betur, en þarna skotir á fjárveitingu í námsgagna- gerð og almennri aðstoð. ólg Bíldudalur Ná því af sjómönnum sem tapaðist á togaranum Rœkjuver h.f. neitaði boði sjómanna um að taka þátt í nýtingu á skel gegn því að taka þátt í nýtingu á rœkju Hið umdeilda fyrirtæki á Bíldu- dal, Rækjuver h.f. tók sem kunnugt er togarann Bjarna Ben- ediktsson RE á leigu í fyrra til að veiða úthafsrækju. Tap á þessari útgerð varð á bilinu 2-3 miljónir króna. Halda sjómenn á Bíldudal því fram að þau svik sem fyrir- tækið stundar í samskiptum við þá, með því að telja allt að 40% af skelfiskaflanum sand, stafa af því að fyrirtækið ætli að ná því af sjómönnum, sem tapaðist á tog- aranum. Varðandi þær miklu deilur sem nú standa um matið á hörpuskel- fiski buðust sjómennirnir til þess að taka þátt í nýtingunni á hörpu- skel, gegn því að fá að taka þátt í nýtingunni á rækju. Þessu hafn- aði Rækjuver. Ástæðan er ein- föld. Rækjuverð er miðað við 20% nýtingu. Aftur á móti er raunverulega nýting 28% til 30%. Þetta kom í ljós þegar sjómenn fóru á rækjuróður og gáfu afla sinn til góðgerðarstarfsemi og starfsfólkið í landi gaf sína vinnu. Þá var nýtingin 28% og að sögn fróðra manna hefur hún orðið allt að 30%. - S.dór Leitað án árangurs Sém Baldur réóinn ritstjóri Séra Baldur Kristjánsson, blaðamaður á NT, verðu'r að líkindum ráðinn ritstjóri NT með Magnúsi Ólafssyni síðar á árinu, samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans. Baldur sér nú þegar um pól- itísk skrif biaðsins, þó stefnuskrif þess í leiðurum séu gerð í samráði við Magnús. Fyrir áramótin greindi Þjóð- viljinn frá því að fyrir dyrum stæði að ráða annan ritstjóra að NT. Ósamkomulag innan stjórn- ar Nútímans kom hins vegar í veg fyrir það. Þjóðviljinn greindi þá jafnframt frá því, að auk þeirra þriggja kandídata sem stjórn Nú- tímans ræddi, þá væri ekki ólík- legt að nafn séra Baldurs kæmi til umræðu síðar, yrði ekki af rit- stjóraráðningu þá. Aðalfundur Nútímans hf. verður í mars, og er talið að óbreytt ástand ríki á NT þangað til, en eftir það verði séra Baldur dubbaður til ritstjórnarfulltrúa, en ritstjóratignin komi ekki fyrr en síðar á árinu. _ ös í gær var enn leitað án árang- urs að Kristjáni Árnasyni sem fór frá Kleppsspítala kl. 9.30 á laugardaginn. Ekkert hefur spurst til hans síðan og leit hófst þegar á laugardaginn í námunda við spítalann. Magnús Einarsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn stjórnar leitinni. Björgunarsveitir hafa ekki verið kallaðar út. Maður sem saknað er heitir Kristján Árnason. Hann er 29 ára gamall, hávaxinn, með fremur sítt, dökkt hár og dökkt yfirvaraskegg. Á laugardaginn var Kristján klæddur blárri mitt- isúlpu og bláum flauelsbuxum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.