Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.01.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Priðjudagur 22. janúar 1985 17. tölublað 50. árgangur DJÚÐVIUINN Langanes Ingvar Gíslason: Ósennilegt að ég Ijái málinu lið. Stefán Valgeirsson: Engin formleg beiðni komið. Er andvígur öllum hernaðarumsvifum Eg tel ótímabært að ráðast í þessar framkvæmdir og ósennilegt að ég muni ljá þeim lið, sagði Ingvar Gíslason alþingis- maður á fundi á Húsavík fyrir helgina, þar sem hann var spurð- ur um afstöðu sína til áformaðra ratsjárstöðva Bandaríkjahers á Langanesi. Til fundarins var boðað af þingmönnum Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. „Ég hef ekki gert upp minn hug, enda ekki verið rætt um þetta í þingflokknum ennþá“, sagði Stefán Valgeirsson í samtali við Þjóðviljann í gær. „Engin formleg beiðni um þessar stöðvar liggur fyrir og við erum að kynna okkur þessi mál. Ég er á móti öllum hernaðarumsvifum, en sér- hvert mál þarf að skoða“. Að sögn viðstaddra á fundin- um á Húsavík tók Guðmundur Bjarnason í svipaðan streng og Stefán og sagðist ekki vera búinn að gera upp hug sinn endanlega um þetta mál. Hann lýsti sig þó mótfallinn auknum hernaðarum- svifum eins og Stefán. Þjóðviljinn hafði samband við Ingvar Gíslason og staðfesti hann ummæli sín og sagði jafnframt að hann treysti því að ekki yrði þrýst á um þetta mál innan ríkisstjórn- arinnar. ólg./Ig. Náttúruverndarráð á fundi í gær. (Ljósm. E.ÓI.) Elliðaárdalur Náttuni- vemdairáð kallað tílfundar Fundað vegna tillögu um aðfrestafriðlýs- ingu Elliðaárdalsins Frétt Þjóðviljans sl. laugardag um tillögu meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn um að fresta því að friðlýsa Elliðaárdal- inn, eins og búið var að ákveða hefur að vonum vakið mikla at- hygli. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við Eyþór Einarsson for- mann Náttúruverndarráðs og spurði hann um málið. Eyþór sagðist á þessari stundu ekkertviljasegjaum málið. Nátt- úruverndarráð hefði verið kallað saman til fundar vegna þessa og yrði það rætt á tveimur fundum í gær (mánudag) og aftur í dag. - S.dór Peningaleysi Fyrírtæki í kröggum Viðskiptabankarnir veita ekki afurðalán í sjávarútvegi fyrr en viðmiðunarverðið er komið Húsnœði Búseti feer lán Senn hafin bygging 76 íbúða Búsetafélögunum hefur nú ver- ið veitt heimild til þess að fá lán úr. Byggingarsjóði verkamanna til að byggja eða kaupa leiguíbúðir fyrir aldraða, öryrkja og náms- fólk. Er það í samræmi við af- greiðslu Alþingis á nýjum hús- næðislögum á sl. vori. Því er því væntanlega ekkert lengur til fyrirstöðu að félögin geti byrjað byggingaframkvæmd- ir á þessu ári en í fyrra sóttu þau um framkvæmdalán úr Bygging- arsjóði verkamanna til byggingar á 76 búseturéttaríbúðum, þar af 56 í Reykjavík og 20 utan Reykjavíkur. Hér hefur náðst góður áfangi en ekki það endanlega markmið, að húsnæðissamvinnufélögin njóti fullrar lagalegrar viður- kenningar hér sem í öllum okkar nágrannalöndum, enda sýnast rök gegn því ekki auðfundin. Ætla verður að það frumvarp um húsnæðissamvinnufélög og bú- seturétt, sem nú er unnið að, tryggi félögunum þennan rétt. Loforð um lóðir í Reykjavík og á Akureyri liggja nú fyrir - mhg au fyrirtæki í fiskvinnslu sem þegar hafa hafið starfsemi sína eiga nú mörg í erfiðleikum með að greiða fólki laun og sjó- mönnum fyrir fiskinn, vegna þess að þau eru ekki farin að fá af- urðalán það sem af er þessu ári. Ástæðan er sú að viðskipta- bankarnir hafa neitað að lána afurðalánin fyrr en viðmiðunar- verð sölufyrirtækjanna er komið, en það barst ekki til Seðlabank- ans fyrr en um síðustu helgi. Það er alvanalegt að sölufyrirtækin skili ekki þessu viðmiðunarverði fyrr en um eða uppúr miðjum janúar, en samt hafa fiskvinnslu- fyrirtækin getað fengið afurðal- Barðaströnd án. ' Sú breyting var gerð sl. haust að viðskiptabankarnir yfirtóku afurðarlánin af Seðlabankanum að eigin ósk. Þykir mörgum að með þeirri yfirtöku hafi málið snúist til verri vegar, og kvarta sáran yfir ástandinu nú. - S.dór Bókmenntaverðlaun Tuuri hreppti hnossið Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs voru í gær veitt Finn- anum Antti Tuuri og fékk hann verðlaunin fyrir bók sína „Po- hjanmaa" sem út kom árið 1982. íslensku Ijóðaskáldin Hannes Pétursson og Kristján Karlsson höfðu verið tilnefndir til verð- launanna af íslands hálfu. Verðlaunin, 75.000 danskar krónur, verða afhent á 33. þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík, 5. mars nk. Hörð innheimta símgjalda Símareikningur greiddur 9. janúar. Símanum lokað 17. janú- ar. ífjórða skipti á 4 árum sem það gerist! Húsráðendur á bænum Tungu- múla á Barðaströnd segja far- ir sínar ekki sléttar af viðskiptum við símstöðina á Patreksflrði. Nú fyrir helgi var símanum lokað þrátt fyrir að búið væri að greiða af honum og er þetta í fjórða skiptið á 4 árum sem slíkt gerist, að sögn húsfreyjunnar á bænum. „Viö búum hér ein hjónin og er langur vegur til næsta bæjar. Síminn er því fyrst og fremst ör- yggistæki fyrir okkur og manni finnst ansi hart að svona mistök geti átt sér stað æ ofan í æ“, sagði Björg Þórðardóttir húsfreyja í Tungumúla. „Símreikningurinn var greiddur í Eyrarsparisjóð þann 9. janúar og kvittunin barst til símstöðvarinnar 11. janúar. Samt er símanum lokað 17. janú- ar“, sagði Björg ennfremur. Björg kvaðst hafa innt sím- stöðvarstjórann eftir því hverju þessi endurteknu mistök sættu og hefði fátt verið um svör.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.