Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 5
UpplýsingarWilliams Arkinsum áætlanir bandarískra hernaöar- yfirvalda um flutning kjarnorku- djúpsprengja til íslands eru m.a. kveikjan aö því að nú vilja þing- menn úr öllum flokkum árétta aö hér verði ekki kjarnorkuvopn. Að á Islandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn. Hérsést Arkin heilsa Steingrími Hermannssyni en með þeim er starfsmaður Örygg- ismálanefndar, GunnarGunn- arsson. Ljósm.-eik. Kjarnavopn „Nema“-stefnan dauð? Þingmenn úr öllum flokkum vilja að á Islandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn „Ef tillagan kemur óbreytt úr utanríkismálanefnd, skal ég vera fyrstur manna til að fallast á að ég hafi efnt hér til óþarfa umræðna. En verði fyrsti liður hennar um að hér skuli ekki verða staðsett kjarnorkuvopn felldur niður þá er það staðfesting á því sem ég hef hér sagt,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson á alþingi í gær. „Við skulum bíða með að dæma um- ræðuna, þar til málið kemur úr nefnd.“ Miklar umræður spunnust í gær um tillögu 6 þingmanna úr öllum flokkum um kjarnorku- mál. Tillagan er tvíþætt. Annars vegar er ályktun frá alþingi um að á fslandi skuli ekki vera staðsett kjarnorkuvopn eða eldflaugar sem geti borið slík vopn. í öðru lagi um að alþingi kjósi 7 manna nefnd til að fylgjast með umræð- um um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og meta þátttöku íslands í þeim. Gert er ráð fyrir að nefndin skili áliti til alþingis fyrir 15. október í haust. Ekki flokks- pólitískt mál Páll Pétursson mælti fyrir til- lögunni og lagði hann áherslu á að málið væri ekki flokkspólit- ískt. Allir flokkar hefðu verið sammála um að hér skyldu ekki staðsett kjarnorkuvopn en rétt væri að alþingi áréttaði þá stefnu m.a. með tilliti til upplýsinga Wil- liams Arkins. Þá lagði Páll áherslu á að nauðsynlegt væri að íslendingar tækju þátt í umræð- um um stofnun kjarnorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum, þar sem það yrði íslandi mjög í óhag ef slíkt svæði yrði að veru- leika án okkar þátttöku. Hann sagði að tillagan væri í sjálfu sér stutt skref, en í rétta átt. Nema-stefnan Ólafur Ragnar Grímsson vakti athygli á misvísandi yfirlýsingum ráðherra varðandi þá stefnu- mörkun að hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn. Utanríkisráð- herra hefði margoft áréttað það sem Ólafur kallaði „nema“ stefn- una og svarað spurningum, m.a. í tilefni upplýsinga Williams Ark- ins á þann veg að hér yrðu ekki staðsett kjarnorkuvopn nema með samþykki íslenskra stjórnvalda. Hann taldi nauðsyn- legt að taka af öll tvímæli í þessu efni, en forsætisráðherra hefur svarað svipuðum spurningum á afdráttarlausari hátt. Sagðist Ólafur óttast að utanríkisráð- herra væri ekki reiðubúinn til að skrifa undir afdráttarlausa yfir- lýsingu um að það sé stefna ís- lendinga að hér verði ekki stað- sett kjarnorkuvopn. Þá óskaði Ólafur eftir skýringu á því að hvergi væri minnst á flugvélar, sem geta borið kjarnorkuvopn í texanum, aðeins eldflaugar. Sjálfstæðismenn vilja vera með Ellert B. Schram sem er einn flutningsmanna, sagði nauðsyn- legt að sú stefna íslendinga að hér skuli ekki vera staðsett kjarnork- uvopn væri staðfest í eitt skipti fyrir öll á alþingi. Þetta væri í fullkomnu samræmi við meiri- hlutavilja íslensku þjóðarinnar og hann, sem kjörinn hefði verið á þing af kjósendum Sjálfstæðis- flokksins hefði ekki viljað láta það sannast að enginn þingmaður þess flokks væri tilbúinn til að setja nafn sitt á tillöguna. Hann tók undir orð Páls Péturssonar að hætta væri á að hagsmunir íslend- inga yrðu fyrir borð bornir ef við ekki tækjum þátt í umræðum um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og vísaði því á bug að slíkar umræður stríði gegn hagsmunum Nató. Þvert á móti væri tillagan flutt í þágu friðar, afvopnunar og slökunar þjóða í milli og það væri ekki brot gagnvart stefnu Nató. Hann tók skýrt fram að með tillögunni væri ekki verið að lýsa stuðningi við einhliða yfirlýsingu um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis og slíkt kæmi heldur ekki til greina að sínu mati. Norrænt jafnvægi Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra taldi ástæðu til að spyrja hvort Norðurlöndin ættu samleið í þessu máli nú þar sem þau hefðu ekki reynst eiga samleið í örygg- ismálum allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hingað til hefði „hið norræna jafnvægi“ gef- ist vel og varað hefði verið við þeim áhrifum sem breyting á ör- yggismálastefnu eins landsins gæti haft á stöðu hinna. Geir sagðist alltaf hafa talið eðlilegt og sjálfsagt að íslending- ar tækju þátt í umræðum um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum, en þær mættu ekki verða til þess að gefa í skyn að kjarnorkuvopn væru í þessum löndum. í því efni væri veruleikinn mikilvægari en allar yfirlýsingar: Á Norðurlöndum væru engin kjarnorkuvopn. Hann sagðist vera á móti ein- hliða yfirlýsingu um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis, enda breytti það í engu frá ríkj- andi ástandi. Þar þyrfti annað og meira að koma til: skuldbinding risaveldanna um að önnur að- liggjandi landsvæði, t.d. Kóla- skagi, yrðu einnig gerð kjarnork- uvopnalaus, að kjarnorkuvopn- um fækkaði en þau yrðu ekki flutt á haf út. Þetta yrði að vera liður í víðtæku samkomulagi risaveld- anna um afvopnun og jafnframt yrðu þau að skuldbinda sig til að virða kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og tryggja óheft eftirlit. Þá vék Geir máli sínu að hug- myndum manna um möguleika á takmörkuðu kjarnorkustríði og taldi þær jafn óraunsæjar og hug- myndina um kjarnorkuvopna- laus svæði. Meginatriðið væri að koma í veg fyrir að stríð brytist út og það væri stefna NATÓ. Ekki þörf á yfirlýsingu Hjörleifur Guttormsson tók undir spurningar Ólafs en Guð- rún Helgadóttir og Eiður Guðna- son, flutningsmenn tillögunnar veittust að honum fyrir að efna til ófriðar um þessa sameiginlegu tillögu þingmanna úr öllum flokkum. Páll Pétursson tók undir með þeim og sagði rétt að Ólafur einbeitti sér að því að passa heimsbyggðina upp á friðinn hér heima. í máli flutningsmanna og ráð- herra kom ekki fram svar við þeirri spurningu af hverju flug- vélar væru undanskildar í tillögu- nni og Geir Hallgrímsson vék sér undan því að svara því skýrt hvort munur væri á stefnu hans varð- andi kjarnorkuvopn á íslandi og orðalagi tillögunnar. Hann sagð- ist aðeins hafa notað „nema“ orðalagið þegar hann svaraði því hvort hingað hefðu verið flutt kjarnorkuvopn. Þá hefði hann sagt að það hefði ekki verið gert nema með leyfi íslenskra stjórnvalda, þar sem Bandaríkin væru skuldbundin til að óska slíks leyfis ef til kæmi. Það breytti í engu þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda í gegnum tíðina að hér skuli ekki geymd kjarnorku- vopn. -ÁI SPURT UM... ....fjárdráp á Vestfjörðum Karvel Pálmason og Magnús Reynir Guðmundsson hafa lagt fyrirspurn fyrir landbúnaðar- og dómsmálaráðherra um skotárás lögreglu og Landhelgisgæslu á sauðfé í fjöllum á sunnanverðum Vestfjörðum. Spurt er hver hafi ákveðið skotárásina 15. mars s.l.„ hvort hún hafi verið gerð með vit- und eða samþykki ráðherra, hvaða ástæður séu fyrir því að gripið var til svo vafasamra að- gerða og hvort þær hafi verið hin- ar einu réttu að mati ráðherra. ....nýtt verð á áburði Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram fyrirspurn til landbún- aðarráðherra um væntanlegt verð á áburði. Hann spyr hvað gert sé ráð fyrir að áburðarverð til bænda hækki mikið í vor og hvaða ástæður séu til hækkunar- innar. Þá spyr Hjörleifur hvort ríkisstjórnin hyggist auðvelda bændum kaup á áburði og hvort ráðgert sé að greiða niður áburð- arverð úr kjarnfóðurssjóði eins og á síðasta verðlagsári. ....verðuppgjör til bænda Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram fyrirspurn til landbún- aðarráðherra um verðuppgjör til bænda. Hann spyr hvað hafi vald- ið því að uppgjör á endanlegu verði til bænda fyrir verðlagsárið 1983-1984 lá ekki fyrir fyrr en í janúar 1985. Þá spyr hann hvort vænta megi breytinga á endan- legu uppgjöri, m.a. til að auðvelda bændum skipulagningu á búrekstri. Ríkisbankarnir 29 miljónir í auglýsingar Á síðasta ári greiddu ríkis- bankarnir þrír 29 miljónir króna fvrir auglýsingar, Landsbankinn rúmar 12 miljónir, Búnaðar- bankinn rúmar 11 miljónir og Út- vegsbankinn tæpar 6 miljónir. Viðskiptaráðherra hefur lagt fram sundurliðað yfirlit yfir auglýsingakostnað þessara banka eftir ársfjórðungum og fjölmiðl- um vegna fyrirspurnar Kjartans Jóhannssonar. Stærsti kostnaðarliðurinn hjá bönkunum er „annað“, þ.e. hönnun auglýsinga og auglýsing- ar í öðrum blöðum en íslensku dagblöðunum. Samtals nemur þessi kostnaður rúmlega 18 milj- ónum króna. Þessu næst koma ríkisfjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp sem fengu 3.7 miljónir fyrir auglýsingar í fyrra, þá Morg- unblaðið með tæpar 1.3 miljónir, DV með 715 þúsund, NT með 394 þúsund, Þjóðviljinn með 344 þúsund og Alþýðublaðið með 219 þúsund. Tölur Landsbankans gera að- eins grein fyrir 8 miljónum af þeim 12 sem varið var til auglýs- inga og stafar það af því að mis- munurinn, 4 miljónir króna fór ekki um skipulagsdeild bankans og ekki reyndist unnt að afla upp- lýsinga hjá öðrum deildum og úti- búum hans. -ÁI Miðvikudagur 20. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.