Þjóðviljinn - 20.03.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Page 8
MENNING Ekki heiglum hent að syngja Mahler Kammersveit Reykjavíkur Tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð sunnud. 10.3 kl. 17.00. Efnisskrá: Szymon Kuran: Square. Gustav Mahler: Lieder eines fahrend- en Gesellen í útsetningu Arnold Schönbergs fyrir kammersvcit. Alban Berg: Strengjakvartett op. 3. Atli Heimir Sveinsson: Conserto serpentiada Kvartett Szymon Kuran „Squ- are“ (ferningur) fyrir fiðlu, selló, flautu, og klarinett er fremur frjáls í formi. Staðsetning hljóð- færaleikaranna, en þeir eru látnir mynda ferhyrning í kringum áhorfendur, hlýtur að mínu mati að skapa vissa takmörkun í rit- hætti (vegna fjarlægðar í milli) og gerir jsví verkið og úrvinnslu þess einhæfa. Lítið um samspil, meira um strófur einstakra hljóðfæra. Fínleg stefjabrot og „effektar" gera samt verkið vel áheyrilegt. Gustav Mahler (1860-1911) er 25 ára þegar hann semur ljóða- flokkinn. „Söngvar förumanns“ (yrkir líka) og með því verki virð- ist hann vera búinn að finna leiðina fram á við í því tónmáli sem síðan á eftir að einkenna verk hans. Harmonían er orðin frjáls og þjónar einvörðungu þeim stemmningum sem ríkja hverju sinni. I. „Þegar stúikan mín giftir sig við glaum og gleði verður ekki gaman hjá mér“. (d moll-g moll) II. „í morgun gekk ég yfir engið og bókfinkan kastaði á mig kveðju: „Þú þarna, góðan dag! Er heimurinn ekki fag- ur““ (Des dúr-F dúr) III. „Rýtingur glóir í brjósti mér og ristir djúpt í gleði og sorg“ (h moll-c moll) VI. „Augun bláu elskunnar minnar sendu mig út í heim svo að ég varð að fara að heiman“. (e moll-f moll) Eins og sjá má er hér ansi bratt farið miðað við undangengna hljómfræði þess tíma og sýnir glöggt hvað Mahler var vel að sér í samvirkni hljóma (funktionalte- ori, Riemann, Dr.H.H.) Frumgerð ljóðaflokksins er fyrir söngrödd og píanó en Ma- hler umskrifar hann fyrir stóra hljómsveit um líkt leyti og hann lýkur við 1. symfóníuna (1893). Hér var ljóðaflokkurinn aftur á móti fluttur í sjaldheyrðum kammersveitarbúningi A. Schönbergs! Fámenn og fínlega uppbyggð hljómsveit þar sem at- hygli vekur meðal annars notkun orgelharmoníum. Það er ekki heiglum hent að syngja Mahler. Óvægin notkun raddar (hún verður nánast eitt hljóðfærið í yiðbót) og voldug dramatísk tilþrif gera miklar kröfur til söngvarans. Og þó Sig- rúnu Valgerði tækist ekki alltaf sem skyldi, þá var söngur hennar einlægur og sannur. Allavega, trúi ég, fór ekki fram hjá neinum að þarna er listamaður á ferð, sem með vaxandi flutningsöryggi á eftir að ná langt. Stengjakvartett op. 3 eftir Al- ban Berg (1885-1935, frumfl. 1911) var vandvirknislega fluttur af Rut Ingólfsdóttur, Dóru Björgvinsdóttur, Helgu Þórar- insdóttur og Arnþóri Jónssyni. STÖKUR Þeir sem áhuga hafa fyrir kveð- skap og lesa þennan þátt þekkja allir til Páls Ólafssonar, eins kunnasta hagyrðings sem uppi hefur verið með þessari þjóð. En ef svo færi að einhver, sem lítið eða ekkert hefur fylgst með kveð- skap, þá þekkti hann ekki, er það um Pál Ólafsson að segja að hann var fæddur á Seyðisfirði 8. mars 1827, sonur séra Ólafs Indriða- sonar og Þórunnar Einarsdóttur sem var fyrri kona Ólafs. Faðir Páls vildi að hann hæfi langskóla- nám en Páll vildi það ekki og fékk sínu framgengt. Páll var bóndi alla ævi, lengst af bjó hann á Hall- freðarstöðum í S-Múlasýslu. Hann átti sæti á Alþingi nokkur ár og var framámaður í sinni sveit. Jón Ólafsson ritstjóri, bróðir Páls gaf út ljóðmæli hans árið 1900. Þau hafa svo verið endurútgefin auk þess sem fyrir mörgum árum var gefin út bók með vísum eftir Pál, sem ekki voru birtar í ljóðmælunum. Páll Ólafsson andaðist árið 1905. „ Margar vísur Páls kunna allir vísnavinir, eins og þessa, en þennan bragarhátt notaði Páll mikið: Sólskríkjan mín siíur þarna á sama steini, hlœr við sínum hjartans vini honum Páli Ólafssyni. Brennivíns- og drykkuvísur Páls eru margar kunnar og þær urðu til þess að menn héldu að hann væri drykkfelldur. Svo var alls ekki, þótt hann hefði gaman af að bragða á guðaveigum eins og allir góðir menn. Þessa vísu kallar Páll syndakvittun: Eg vil hœtta’en ekki get, ölinu að kyngja, lœt því sömu syndafet samviskuna þyngja. Páll orti margar unaðsfagrar vísur til Ragnhildar konu sinnar. Sú frægasta, sem margir segja fegurstu ástarvísu sem ort hefur verið á íslensku er svona: Ég vildi feginn vera strá og visna í skónum þínum. Léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Þessi vísa segir líka margt: Nú hefur þú í ellefu ár átt mig kæri svanni, gert mig sælan, grætt mín sár, og gert að ungum manni. Eða þá þessi: Læt ég fyrir Ijósan dag Ijós um húsið skína, eða kippa neinu í lag, ekki til að yrkja brag heldur til að horfa á konu mína. Margar fallegur vorvísur orti Páll eins og svo margir hagmæltir bændur hafa gert. Sýnishorn af þeim kveðskap gæti verið þessi vísa: Sér á fjalla blárri brún bjartir fossar hrósa, sóley kemur senn í tún, silungur í ósa. Ein af hinum frægu brennivíns- vísum Páls er þessi: Skuldirnar mig þungar þjá, en það er bót í máli, að kútinn láta allir á orðalaust hjá Páli. Hestavísur Páls eru margar kunnar og af þeim Ijóst að hann hefur verið hestamaður góður og raunar mun hann hafa verið mik- ill dýravinur. Lítum á hestavísur sem hann orti um gráa hryssu sem hann átti: Léttum fótum lemur frón, lýstur grjótið sundur, upp á móti eins og Ijón æðir fljót sem tundur. Eða þessi: Ekki prestinn óttast þá eg né lestar strákinn, þegar sestur er ég á allra besta fákinn. Páll gat líka verið hvass og beitt vísunni öins og byssusting. Þessi er ort til óþokka eins og segir í skýringum Páls: Að launa hvað þú laugst á mig, Loðmfirðinga rógur, hrykki ekki að hýða þig Hallormsstaðaskógur. Þessi er býsna illskeytt: Vertshúsonum veltist á villidýri líkur, lýgur, klæmist, liggur hjá, lofar öllur og svíkur. Látum Pál Ólafsson kveðja með þessari vísu: Byrjar stríð með ári enn, ævin líður svona, einhvers bíða allir menn, óska, kvíða og vona. -S.dór Liggur þar mikil vinna að baki því verkið er þrælerfitt og gerir mikl- ar kröfur til hljóðfæraleikaranna. Frumflutningur íslensks tón- verks er alltaf viðburður og þegar um er að ræða einleiksverk í fullri lengd þá er eftirvænting ennþá meiri. Konsert Atla Heimis fyrir kammersveit og píanó (Concerto serpentiada - slöngukonsert?) er hressileg tónsmíð skrifuð af mikilli verktækni og kunnáttu. Hljóðfæraskipan er fjölbreytt, t.d. gítar, semball og söngtríó sem eykur enn á litmöguleikana. Eftir þessa fyrstu heyrn verks- ins eru viðbrögð mín: of lítið pí- anóspil og mikil slagverksnotk- un, en notkun slagverks finnst mér oft fullmikil í stærri verkum Atla (flautuk. o.fl.). Einkum sakna ég þá sterkari uppbygging- ar hinna lýrísku þátta verksins sem hjá Atla eru oft mjög ríkir og einnig fæ ég ekki skilið þá þörf fyrir „barsmíðar á fullu“ í þeirri dramatísku stígandi í úrvinnslu sem Atli virðist líka hafa á valdi sínu. Flutningur verksins virtist mér öruggur og markviss undir handleiðslu Halldórs Haralds- sonar og Paul Zukofskys. Framúrskar- andi öryggi Sinfoníuhljómsveit Islands, Kammer- tónleikar Stjórnandi: Klauspeter Seibel Einleikarar: Edda Erlendsdóttir, pí- anó. Einar Grétar Sveinbjörnsson, fiðla. Efnisskrá: J.S. Bach: Brandenburgarkonsert nr. 3 í G dúr W.A. Mozart: Sinfonía nr. 29 í A dúr Alban Berg: Kammerkonsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara. Kammertónleikar S.í. sem haldnir voru í sal Menntaskólans við Hamrahlíð tókust mjög vel. Brandenburgarkonsertinn nr. 3 í G dúr eftir J.S. Bach var hressi- lega spilaður af strengjasveit. Þættirnir eru aðeins tveir og eru báðir hraðir. Elín Guðmunds- dóttir lék á sembalinn og tengdi hún þættina saman með fallegu millispili. Næst á efnisskránni var Sinfom'a í A dúr K201 eftir Moz- art. Það er einkennileg ráðstöfun að flytja aftur sinfoníu eftir Moz- art því á síðustu kammertón- leikum S.í. var einnig sinfonía eftir Mozart. Ekki ber þetta vott um mikið hugmyndaflug við samningu efnisskrár. En hvað um það, Mozart er alltaf Mozart og sannarlega nýtur maður þess að hlusta á þessa yndislegu tónlist. En hljómburður salarins er ekki góður og hljómuðu strengirnir ekki nógu vel. Það sem vakti mesta athygli og eftirvæntingu var síðasta verkið á efnisskránni sem var Kammer- konsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara, flytjendur Edda Er- lendsdóttir píanó, Einar Grétar Sveinbjörnsson fiðla og 13 blás- arar. Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Albans Berg og er þess nú minnst víða um heim. Alban Berg var nemandi Arnolds Schönberg og voru þeir Anton Webern og Alban Berg merkustu nemendur hans. Berg samdi kammerkonsertinn á árunum 1923—25 og er verkið tileinkað Schönberg. Þetta er margslungið verk tónfræðilega séð. Aðferðin er gamalkunn hjá eldri pólyfon- isku tónskáldunum en verkið er byggt á raðtækni sem gefur því tuttugustu aldar blæ. Þættirnir eru þrír, í fyrsta þætti leika saman píanóið og blásarar, í öðrum þætti fiðlan og blásarar og í þeim þriðja komu öll hljóðfærin sam- an. Það er gífurlega erfitt að halda verkinu saman svo ekkert fari úr- skeiðis, en hljóðfæraleikararnir léku af framúrskarandi öryggi svo að hvergi brást. Edda Er- lendsdóttir og Einar Grétar Sveinbjörnsson léku aðdáanlega vel og eiga þau hið mesta hrós skilið fyrir magnaða túlkun á mögnuðu verki. Blásararnir léku ef til vill nokkuð sterkt á köflum svo að ekki var alltaf gott jafnvægi milli þeirra og fiðlunn- ar, en í heild var flutningurinn mjög góður eins og áður segir. Klauspeter Seibel stjórnaði tón- leikunum af miklum skörungs- skap. Framtíðar-hrollvekja Út er komin hjá Bókaklúbbn- um Veröld skáldsagan „Stríðsdagur" eftir banda- rísku höfundana Whitley Strieber og James Kunetka. Sagan er afrakstur mikillar og nákvæmrar vinnu höfundanna tveggja sem báðir hafa skrifað bækur skyldar „Stríðsdegi“. Þeir eru vel að sér í þeim vísindum og þeirri tækni sem þarf til að geta skrifað bók eins og „Stríðsdag". Þeir hafa lagt saman í bók sem sýnir lesandanum á myndrænan hátt Ameríku sem leitast við að krafla sig út úr voðalegum afleið- ingum gereyðingarstríðs. Þótt stríðsdagur sé látinn ger- ast árið 1993, þá er ekkert í bók- inni handan þess mögulega eða hugsanlega, hvorki í tæknilegum eða pólitískum skilningi. Sjö miljónir Bandaríkjamanna farast í skyndilegum ógnareldi. Miljónir til viðbótar farast vegna geislunar, hungurs og sjúkdóma á næstu árum. Miljónir lifa af, miljónir manna sem vissu að land þeirra hafði orðið fyrir kjarn- orkusprengju - en ekki hvers vegna. Dagana og mánuðina á eftir börðust öll Bandaríkin fyrir lífi sínu, myrkvuð og lömuð. En fimm árum eftir að kjarnaflaugin sprakk leggja tveir þeirra er eftir lifa land undir fót, þvert yfir Am- eríku. Þeir eru ákveðnir í að komast að því hvað gerst hefur í öðrum hlutum þessa stóra lands. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. mars 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.