Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 816ó3. DJÓÐVIUINN Miðvlkudagur 20. febrúar 1985 66. tölublað 50. árgangur Tillögur Alþýðubandalagsins Stórlækkun húsnæðisskulda Tillögur AB myndu stórminnka greiðslubyrði. Heildarminnkun á 190 þús. króna frá 1982 yrði 106 þús. krónur í ár. Heildarskuldir vœru 1,1 miljarði minni Væri verðtrygging lána hjá húsnæðiskaupendum miðuð við bygginarvísitöluna en ekki lánskjaravísitöluna einsog gert er í dag, þá hefðu heildarskuldir húsnæðiskaupenda við síðustu áramót verið 1,1 miljarði lægri en þær voru. Þetta kemur fram í út- reikningum sem Stefán Ingólfs- son, yfirmaður Fasteignamats ríkisins hefur gert að beiðni Al- þýðubandalagsins. En Alþýðubandalagið hefur á Alþingi lagt fram tillögur sem gera einmitt ráð fyrir því að verðtrygging á lánum húsnæðis- kaupenda verði ævinlega reiknuð út frá þeirri af þessum tveimur vísitölum, sem er hægri hverju sinni. Samkvæmt útreikningum Stefáns væru því skuldir hús- byggjenda 1,1 miljarði lægri ef tillögur Alþýðubandalagsins væru í gildi. Stefán gerði ennfremur saman- burð á því hvernig 190 þús. króna sem tekið var 1982 hefði komið út miðað við tillögur Alþýðubanda- lagsins. Lánið var tvískipt: ann- ars vegar lífeyrissjóðslán upp á 100 þúsund krónur með 2,5 pró- sent vöxtum, tekið 1982 til 25 ára. Hinn hluti lánsins var G-lán til 15 ára með 2,25 prósent vöxtum. Rétt er að geta þess, að hér er um tiltölulega lítið lán að ræða, sem að dómi Stefáns hefði á sínum tíma rétt nægt til að greiða 40 prósent í 2ja herbergja íbúð. Samkvæmt tillögum Alþýðu- bandalagsins hefði afborgun á ár- inu 1983 orðið 24 prósent minni en hún varð, 44 prósent minni á árinu 1984 og líklega 73 prósent minni á þessu ári. Heildarleiðrétting til minnk- unar á láninu á þessu ári - þ.e. með endureiknaðri verðtrygg- ingu á höfuðstól samkvæmt til- lögum Alþýðubandalagsins - hefði orðið hvorki meira né minna en 106 þúsund krónur á árinu 1985! -ÖS Korpulfs- stöðum breytt í hótel Sigurður Dagbjartsson hcfur óskað eftir formlegum við- ræðum við Reykjavíkurborg um leigu á húseignum borgarinnar að Korpúlfsstöðum. Hyggst hann reka þar hótel og jafnvel hcima- vist yfir vetrartímann ásamt ferð- aþjónustu, veitingasölu, ráð- stefnuhaldi og galleríi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þessarar beiðni og er hún nú til athugunar hjá skipulagsnefnd og umhverfismálaráði. Korpúlfs- staðir eru um 2000 fermetrar að flatarmáli og geysilegir mögu- leikar á fjölbreyttri nýtingu þessa mikla húss, ekki síst þegar byggð- in fer að nálgast það úr Grafar- vogslandi. Húsið er nú nánast ein allsherj- ar geymsla, nema hvað Mynd- höggvarafélagið hefur þar vinnu- stofur sem félagsmenn nýta. _Ái Flensa Davíð veikur og allt stopp Sá fáheyrði atburður gerðist í gær að felldur var niður reglu- legur fundur í borgarráði Reykjavíkur vegna veikinda borgarstjóra og formanns borg- arráðs Davíðs Oddsonar. Kristján Benediktsson borgar- ráðsfulltrúi Framsóknarflokksins sagði í gær að greinilegt væri að borgarstjóri treysti engum til að stýra fundum ráðsins, en varafor- maður þess er Magnús L. Sveins- son. Mál hafa hrannast uppog bíða nú milli 30 og 40 mál afgreiðslu borgarráðs. -ÁI Kratar Danskan blífur! Fordi jeg er í udlandet kan jeg ikke tage Jon Baldvin Hanni- balssons plads i Altinget! Eitthvað á þessa leið hljóðaði skeytið, sem formaður kjörbréf- anefndar, Eiður Guðnason, las á sameinuðu þingi í gær frá Bjarna Guðnasyni, fyrsta varaþing- manni krata í Reykjavík. f hans stað tók Maríanna Friðjónsdótt- ir, dagskrárgerðarmaður sæti Jóns Baldvins, sem er farinn til Portúgal á leiðtogafund krata- flokka. -ÁI Landbúnaður Milliliðir hirða 214 miljónir Milliliðir taka nœr 17% niðurgreiðslum afútflutningsbótum og upp í kostnað M illiliðir í útflutningi og sölu landbúnaðarafurða fengu á síðasta ári nær 214 miljónir króna úr ríkissjóði í vaxta- og geymslugjald. Er þetta fé tekið af framlögum til útflutningsbóta og niðurrgreiðslna á landbúnaðar- vörum. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Sighvats Björgvinssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar al- þingismanna. Heildarútflutningsbætur 1984 námu 468 miljónum króna, lang- mest á kindakjöt, 318 miljónir, en 82 á mjólkurafurðir. 51,4 milj- ónir fóru í vaxta- og geymslugjald af þessum vörum. Niðurgreiðslur námu í fyrra 813 miljónum króna, þar af fóru 297 miljónir í niðurgreiðslu á mjólk og 173 á kindakjöt. Vaxta- og geymslugjald af þessum niður- greiddu afurðum nam 162,5 milj- ónum króna. Það er framleiðsluráð land- búnaðarins sem fær útflutnings- bætur og niðurgreiðslufé frá rík- issjóði og greiðir viðkomandi að- ilum, bændum og útflutningsaðil- um. Hinir helstu eru: Búvöru- deild Sambandsins, SS, Osta- og smjörsalan, Álafoss, ísmat og Garðar Gíslason. Laxveiði Bjartar horfur fyrir sumarið Finnur Garðarsson fiskifrœðingur: Flest bendir til þess að mikið af ársgömlum laxi, 4-6 punda, gangi í árnar í sumar Samkvæmt rannsóknum á þeim gögnum sem okkur hafa borist víðsvegar af landinu má gera ráð fyrir mikilli smálaxa- gengd í laxveiðiárnar næsta sum- ar. Hér er um að ræða fisk sem hefur verið eitt ár í sjó og ætti að vera þetta 4 til 6 pund á þyngd, sagði Finnur Garðarsson fiski- fræðingur hjá Veiðimálastofnun í samtali við Þjóðviljann í gær. Ástæðuna fyrir þessari bjartsýni sagði Finnur vera þá að í fyrra var vorið gott og ástand sjávar hefur einnig verið gott í haust og vetur, þannig að gert er ráð fyrir að gönguseiðum hafi vegnað vel í hafinu. Þótt búist sé við mikilli smálaxagengd um allt land er álitið að hún verði mest í ám á Norðurlandi. Finnur sagði margar sam- verkandi ástæður fyrir þeirri niðursveiflu laxastofnsins síðan 1978. Áhrifamestu þættirnir væru veðurfarið, sem hefur verið mjög kalt, árin 1979 og 1983 einhver köldustu ár á öldinni og eins sjáv-. arkuldi sem hefur verið mikill, þar til nú. Nú teljum við að horfurnar séu bjartari og að stangveiðimenn geti litið björtum augum til kom- andi sumars, sagði Finnur Garð- arsson. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.