Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1985, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL Tölvuvinnsla Hefðbundin kynjaskipting Landsfundur KRFÍ: Aukin samsköttun hjóna er skref aftur á bak Könnun um þátttöku kvenna í störfum sem byggja á tölvu- tækni var mál málanna á nýaf- stöðnum landsfundi Kvenréttind- afélags Islands. Könnunin sem Ragnheiður Harðardóttir, Sig- rún Jónsdóttir og Sveinbjörg J. Svavarsdóttir unnu að undirlagi KRFÍ og með styrk frá fjármála- ráðuneytinu. Könnunin staðfest- ir með tölum það sem menn grun- aði þeas. að hefðbundin verka- skipting kynjanna fylgir okkur inn í tölvuöld, sagði Jónína M. Guðnadóttir, ritari KRFÍ í stuttu spjalli við Þjóðviljann. Einnig voru rædd skattamál hjóna og samþykkti landsfundur- inn ályktun þess efnis að breytingin sem gerð var á skatta- lögunum í átt að aukinni sam- sköttun hjóna væri skref aftur á bak og erfitt að sjá hvaða rök væru fyrir breytingunni. Launamál, stefnuskrá KRFÍ og reglugerð 19. júní voru önnur mál á dagskrá. - aró Félagsskapur Aldraðir stofna félag Félagsmenn þegar orðnir 123 Stofnað hefur verið í Reykjavík félag, sem nefnist „Réttarbót aldraðra“. Er félagsskapnum ætlað, svo sem nafnið bcndir til, að vinna að hagsmunamálum aldraðs fólks, ,upplýsa það um réttindi þess, sem mjög mörgum er ókunnugt um, aðstoða á ýmsan hátt og efla félagsleg samskipti þess. Að undanförnu hefur nokkur hópur fólks undirbúið þessa fé- lagsstofnun. Nýlega var svo stofnfundurinn haldinn að Hótel Hofi. Var hann mjög vel sóttur, umræður miklar og áhugi al- mennur. Samþykkt voru lög fyrir félagið og kosin stjórn. Aðal- stjórn skipa: Bjarni G. Tómas- son, Garðar Víborg, Jónína Jóns- dóttir, Jóhannes Bergsteinsson og Ragnar Elíasson. f varastjórn eru: Lárus Hermannsson, Þóra Þórðardóttir, Þorkell Sigurðs- son, Pétur Eiríksson og Anna Finnbogadóttir. Skráðir félagar munu þegar orðnir 123. - mhg Auglýsið í Þjóðviljanum Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytð, 18. mars 1985. Kæru vinir og frændur, nær og fjær. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, sem glödduð mig ósegjanlega í tilefni af 90 ára afmæli mínu, með kveðj- um, höfðinglegum gjöfum og vinafundum. Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Raftholti. Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag fyrir hádegi vegna jarðarfarar. Brunabótafélag íslands Laugavegi 103. Ó-vegirnir fá 42 miljónir samtals á þessu ári og verður framkvæmdum við Ólafsvíkurenni lokið í haust. Ljósm. -v. Vegaáœtlun 1650 miljónir í vegagerð í ár 11% minna en gildandi vegaáœtlun gerir ráð fyrir Vegaáætlun til fjögurra ára var lögð fram á alþingi á mánu- dag. Samkvæmt henni verður á þessu ári yarið 1650 miljón- um króna til vegamála, eða 1,9% af þjóðarframleiöslu. Tekjur af bensíni nema 975 miljónum og af þungaskatti 265 miljónum er bein framlög ríkisins 265 miljónum króna. Samkvæmt langtímaáætlun um vegagerð sem alþingi samþykkti 1983 skal 2,4% þjóðarframleiðsl- unnar varið til vegamála, en verður á þessu ári talsvert undir því marki eða 1,9%. Framlagið er 11% lægra en gildandi vegaá- ætlun. Hins vegar er gert ráð fyrir að á árunum 1986-1988 verði fra- mlögin 2,4% af þjóðarfram- leiðslu. Til nýrra þjóðvega verður sam- kvæmt áætluninni varið 678 milj- ónum í ár en til viðhalds þjóðvega 661 miljón. Til brúargerðar verð- ur varið 57 miljónum, til sýslu- vega 45 miljónum, til vegagerðar í þéttbýli 96 miljónum og til fjall- vega 19 miljónum. Stjórnunar- kostnaður nemur 81 miljón, véla- kaup o.fl. 8 miljónum og 5 milj- ónum verður varið til tilrauna. Svokallaðir Ó-vegir, þ.e.Ól- afsvíkurenni, Óshlíð og Ólafs- fjarðarmúli, eru aðskildirfrá öðr- um verkefnum vegna sérstöðu þeirra og stærðar verkefnanna. Til þeirra renna 42 miljónir á þessu ári. Framkvæmdum í Ól- afsvíkurenni lýkur á árinu, gert ráð fyrir að framkvæmdir í Óshlíð verði langt komnar 1988 og byrj- unarframkvæmdir við Ólafsf- jarðarmúla hefjist 1988. Alþingi Launamannasjóður Frumvarpi Alþýðubandalagsins vel tekið Frumvarp Alþýðubandalags- manna í efri deild alþingis um íjárfestingarsjóð launamanna var til fyrstu umræðu á miðviku- dag. Valdimar Indriðason, Sjálfstæðisflokki, var sá eini sem lýsti beinum efasemdum um rétt- mæti frum varpsins og taldi að hér væri um skyldusparnað launa- manna að ræða. Davíð Aðal- steinsson og Eiður Guðnason tóku frumvarpinu hins vegar vel, þótt báðir gerðu þeir athuga- semdir við einstakar greinar þess. Markmið frumvarpsins, sem nú fer til fjárhags- og viðskipta- nefndar deildarinnar, er þríþætt: - að stuðla að innlendum sparn- aði og draga þar með úr er- lendum lántökum, - að fjárfesta í atvinnulífi og efla atvinnuvegi landsmanna og að ávaxta inn- eignir launamanna í sjóðnum og auka eignaraðild þeirra í atvinnu- rekstri. 20% ofan á öll laun Gert er ráð fyrir að launagreið- endur í öllum atvinnurekstri greiði.2% útgreiddra launaí sjóð- inn eftir fjögurra ára aðlögunar- tímabil þannig að greiðslan aukist um fjórðung úr prósentu á hverju ári eftir 1986. Greiðslan skal færð á reikning viðkomandi launamanns og teljast inneign hans hjá sjóðnum en að 8 árum liðnum fær hann hálfa upphæðina endurgreidda. Endanlegt uppg- jör fer fram að 12 árum liðnum og skulu endurgreiðslur færðar til gildandi verðlags en ekki bera vexti. Starfsmannafélög fari með eignarhlutinn k Fjármagn sjóðsins skal lagt í arðbæran atvinnurekstur, sem stofnfé í nýjum rekstri og til aukinna fjárfestinga í starfandi fyrirtækjum, ýmist sem hlutafé eða með lánveitingum. Starfs- mannafélög fyrirtækja fara með eignarhlut sjóðsins í hverju fyrir- tæki og hefur hver starfsmaður, sem á inneign í sjóðnum eitt at- kvæði á fundi starfsmanna, óháð því hversu há inneign hans er. Sjóðnum stjórnar 45 manna fulltrúaráð og lagði Ragnar Arn- alds áherslu á það í framsögu sinni að fulltrúaráðið yrði að vera það fjölmennt að það verði í raun vettvangur verkalýðshreyfingar- innar í heild, þannig að verka- lýðsfélög víðsvegar um landið hefðu þar eitthvað að segja. í ljósi þessa taldi hann ofmælt að kalla stjórnina bákn eins og Eiður Guðnason gerði, enda héldi hún ekki nema nokkra fundi á ári. Ragnar lagði einnig áherslu á að hér væri ekki um skyldusparn- að eða álögur á launamenn að ræða. Greiðslan félli á launa- greiðandann en ekki launþegann og væri frádráttarbær í rekstri og frá skatti. -ÁI 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. mars 1984 Mannaskipti í þinginu Á mánudag tók Ólafur Ragnar Grímsson sæti Svavars Gests- sonar á alþingi, en Svavar er á förum til útlanda. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra tók þá einnig sæti Frið- riks Sófussonar, Magnús R. Guð- • mundsson tók sæti Ölafs Þ. Þórð- arsonar og Karvel Pálmason tók aftur sæti sitt eftir veikindafrí. Þá tók Jónína Leósdóttir sæti Stefans Benediktssonar, Banda- lagi jafnaðarmanna. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.