Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 12
QÆGURMÁL „Smiöirnir”: Johnny Marr (sporðdreki), Paul Morrissey (á mörkum nauts og tvíbura), Andy Rourke og Mike Joyce. The Smiths Kjarngóð og markviss Hljómsveitin The Smiths er trúlega á meöal þeirra hljóm- sveita sem njóta hvaö mestr- ar hylli „ungs” fólks í dag, hvort heldur hér á landi eöa á heimaslóðum í Énglandi. Hún þykir fyrst og fremst sérstæð fyrirheillandiblönduaf áheyrilegri músík og meðvit- uöum, jarðbundnum textum, sem tveir meðlimir The Smiths eiga allan heiður af: Johnny Marr semur melódíur og Poul Morrissey texta. Það er sagt að gítarleikarinn Johnny Marr hafi þefað Morriss- ey uppi eftir ábendingum vina og fundið hann í herbergiskytru í húsi móður hans, kytru fullri af klassískum bókmenntaverkum, en mest áberandi og minnst ryk- fallnar bækur eftir snillinginn Oscar Fingal O’Flahertie Will Wilde. Morrissey segist sjálfur ætíð hafa haft áhuga á popptónlist sem möguleika til að segja eitthvað vitrænt um lífið og tilveruna hér og nú; neikvætt eður jákvætt skipti ekki máli svo lengi sem í felist kjarngóður sannleikur. Og hann sló til, gekk til liðs við Marr og skömmu síðar varð til hljóm- sveitin The Smiths fullskipuð, með þeim Andy Rourke á bassa og Mike Joyce á trommur. Þetta var árið 1982. Dæmið gekk upp. Flljóm- sveitin vakti strax athygli og um- tal, og þá einkum og sér í lagi málpípa hljómsveitarinnar, hinn 23 ára gamli Morrissey. Textar hans eru heldur ekkert daglegt brauð upp á frekar auð og snauð borð í textadeild poppbransans. Hann syngur um ást á þann hátt að augljóst er hann trúir ekki á það fyrirbæri, alltént ekki eins og það er framkallað í egósentrísk- um veruleika. Hinsvegar sagði Morrissey nýlega í viðtali að hann reyni nú meðvitað að skrifa ekki um ástina. Hann er einfari í text- um sínum, ungdómsárin eru hon- um hugleikin og sú neikvæða innræting sem þá á sér stað, eink- um og sér í lagi í skólum. Hann segir að ungdómsárin séu þau mikilvægustu í lífi manns, þá mótist lífsviðhorf og skoðanir um sjáifið og framtíð manns ráðist að mestu leyti af því hvort þessi ár hafi verið yndisleg eða þvert á móti kvöl og pín. Æska Morriss- eys hefur ekki verið björt eða skemmtileg, beiskir sjálfsævi- sögulegir textar hans bera þess glöggt vitni. Það er einnig afar augljóst að Morrissey er vel lesinn, textar hans verða stundum einum of háðir bókunum sem hann var að lesa (textar hans meira rit- en talmál) og áhrifunum sem hann varð fyrir og þannig of takmark- aðir af hans eigin reynsluheimi. Þetta var þó meira áberandi á fyrstu stóru plötu þeirra félaga, en nú, tveim stórum plötum síðar (því miður komst ég aldrei í tæri við Hatful of Hollow), en þriðja plata The Smiths, Meat is Murd- er, er öllu „úthverfari”, og miklu naktari og pólitískari en fyrsta platan. Pólitík gegn drápi á dýrum er grænmetisætunni Morrissey hug- leikin og telur hann að rökrétt samhengi sé á milli dýraslátrunar og slátrunar á mönnum í stríði; að þegar alger skortur er á við- kvæmni gagnvart lifandi verum þá muni stríðsbröltið halda áfram. En þó svo Morrissey segist vera að springa af reiði útaf mörgum hlutum (sérstaklega út í poppbransann og heimskulegt gildismat sem þar virðist ráða ríkjum), og að hljómsveitin The Smiths hafi næg tilefni til að vera reið útaf, verður ekki með sanni sagt að sjálfa tónlistina sem þeir félagar leika skorti léttleika. Spilamennska þeirra er pottþétt, mest áberandi er gítarleikur Marrs sem er mjög svo í stíl við þær stefnur sem hátt voru skrif- aðar á sjöunda áratugnum. Um bassa- og trommuleik þarf ekki að fjölyrða, hann er einfald- lega góður, hinsvegar er hægt að setja út á söng Morrisseys. Þó svo rödd og lag fléttist oft vel saman gerist það stundum, að söngurinn flestur lagið út vegna einhæfni hans. Persónulega finnst mér að lögin mættu njóta sín betur á Meat is Murder, og það fengju þau að gera ef Morrissey lagaði sig að laglínunni meira en hann gerir. Það getur vel verið að Johnny Marr semji lögin utan um texta Morrissey, en þá þyrfti sá síðarnefndi bara að vera ögn músíkalskari. Tónlist og textar myndu þá harmónisera betur saman og heildin verða kraftmeiri. Bestu lögin finnst mér vera þau sem Morrissey syngur án falsettunnar og þenslunnar, þá nýtur viðkvæmnisleg röddin sín Tears For Fears Fjögramanna dúó Hljómsveitin Tears for Fears Samanstendur af fjórum meðlimum. Tveir þeirra, Curt Smith og Roland Orzabal, eru andlitsveitarinnar. Roland, gítar- og hljómborðsleikari, semur alla tónlist fyrir T ears, Curt Smith er söngvari og bassaleikari og að eigin sögn sér hann um pressuna fyrir hljómsveitina. Hinir tveir limir eru lan Stanleyáhljómborð og Manny Elias á trommur. En það er samstarf þeirra Curts og Rolands sem er drif- fjöður Tears for Fears. Þeir fé- lagar stofnuðu hljómsveitina (eftir að hafa verið í hljómsveit saman, er hét History of Headac- es) fyrir fáeinum árum, sárir og þreyttir eftir erfið uppvaxtarár og eftir Curt að dæma var það skyn- samlegasta leiðin til að fá athygli og eftirtekt. En honum fannst hann vera afskiptur og misskilinn sem unglingur og leiddi það til þess að hann gerðist uppreisnar- gjarn vandræðaseggur. Þeir félagar gerðu plötu sem hét The Hurting og fékk vægast sagt slæma útreið í meðförum poppskríbenta þar úti. Hún þótti þung og alvarleg úr hófi að mati pennamanna og Curt vill meina að þeir hafi ekki vilj að skilj a hvað bjó að baki plötunni, þunglyndið og sársaukann. Þessi neikvæða gagnrýni hafði mjög niðurdrep- andi áhrif á þá pilta á sínum tíma, en þeir hafa nú ástæðu til að gleðjast ögn, þar sem nýja plata þeirra Songs From The Big Chair hefur hlotið nær einróma lof al- mennings og skríbenta. Og vissulega eru þetta tvær ó- líkar plötur. Þessi er full af nokk- uð sjarmerandi krafti og „róm- antískum” ryþma. Head Over Heals og Listen, einkum melódí- an í því síðara, eru ljúf. Shout er kröftugur baráttusöngur, og heyrist títt hér, enn oftar þeirra vinsælasta lag, Everybody Wants To Rule The World, sem lík- legast er þeirra fjörugasta lag og er skemmtilega útsett. Roland Orzabal er greinilega efnilegur lagasmiður, þessi sem prýða plötuna eru langt frá því að vera venjulegur söluvarningur. Textar eru flestir eftir einhvern úr grúppunni og vitna um „reiða unga menn” á köflum, einkum í lögunum Shout, The Working Hour og Mothers Talk, (sem er tileinkað Möggu Thatcher) og það er náttúrlega alltaf sjarmer- andi þegar réttlætiskenndin svíf- ur yfir brjóstum ungra drengja (sagði gamla konan og hló). betur og verður miklu áhrifa- meiri. Þessi gagnrýni kann að vera tittlingaskítur, en er „fagurfræði- lega” rétt. Hitt er annað að Morr- issey er bitur og sár og sér því kannski ekkert tilefni að gera melódíunni hátt undir höfði, ekki enn. En eigi að síður hefur þessi krítíski einfari fundið miðil fyrir reiði sína og tjáningarþörf, og svo lengi sem þessar gáttir halda áfram að opnast, og samstarf þeirra Marrs áfram að blómstra, veit enginn hvað í vændum er í komandi framtíð. í það minnsta er spennandi að fylgjast með hljómsveitinni The Smiths. -$ Bara ☆☆ í Hollí Á sunnudaginn síðasta mættu tvær hreinar meyjar (þær höfðu haft fyrir því að fara í bað) og prúðbúnar eftir mætti í veitingahúsið Hollywood og hugðust hiýða á hinar margfrægu Dúkkulísur. Meyjarnar fríðu höfðu jú heyrt að þær stöllur ættu að spila það kveldið, en annað var uppi á ten- ingnum hjá þeim forráðamönnum hinna svokölluðu „lifandi tónlistar- kvölda”, sem farið hafa fram með prýði nokkur fimmtudags- og sunnu- dagskvöld í Hollí og verður svo von- andi áfram. Haldiði ekki að við höfum fengið að heyra í einhverri óþroskaðri bíl- skúrsgrúppu, sem átti í raun og veru að vera upphitunarhljómsveit fyrir Dúkkuskvísurnar, leika kannski eitt, tvö lög og svo alltílagibless. Hins veg- ar fréttum við (fréttanefið í fínu formi þessa dagana) að einhver úr röðum framámanna tónlistarkvöldanna hafi hringt í þær Dúkkulísur og beðið þær vinsamlega (vonandi) að mæta ekki þetta kvöld. Hvernig er hægt að skilja þetta öðruvísi en að um sparnaðar(óþrifa)- verk hafi hér verið að ræða? Ja, ég bara spyr. Og þið strákar, sem viljið laða að fólk í Hollf, engan svona dörtí bissniss meir! Ein alveg gasalega sorrí. P.S. Hvernig er skriftin? 12 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.