Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 14
MENNING Grœna lyftan a Broadway A þriðjudagskvöldið frum- sýnir Revíuleikhúsið banda- ríska grínleikinn Græna lyftan áveitingahúsinu Broadway. Leikritið er eftir Bandaríkja- manninn Avery Hopwood og var frumsýnt vestra fyrir rétt- um 70 árum. Samt er því hald- ið fram að lítil ellimörk séu á stykkinu. Aðalpersóna leiksins er Mundi sem er hæglátur bindindismaður allt þar til hann kemst að tak- mörkuðu trygglyndi eiginkon- unnar. Þá fær hann sér neðan í því og fer að stunda „vín, víf og læti, almennt“. Síðan segir frá áhrifum áfengisneyslu á trygg- lyndi hjóna og alls kyns uppá- komum og misskilningi sem kóf- drukknu fólki er gjarnt að rata í. Þó ekki upp á sænskan félagsráð- gjafarmáta heldur á þann hátt að virkja hláturtaugarnar. Mikill söngur er í þessum farsa og er tónlistin samin af Jóni Ól- afssyni rásgjarna. Með helstu hlutverk fara Magnús Ólafsson, Lilja Þórisdóttir, Steinunn Jó- hannesdóttir og Bjarni Ingvars- son. Leikstjóri er Þórir Steingrímsson en leikmynd og búninga gerir Baldvin Björnsson. Frumsýningin er eins og áður segir á þriðjudaginn kl. 20.30 en 2. sýning verður á sumardaginn fyrsta. _þjj Nú standa yfir í íslensku óperunni æfingar á Leðurblökunni eftir Jo- hann Strauss en frumsýning er fyrirhuguð eftir viku. Á myndinni sem tekinn var á æfingu má sjá frá vinstri John Speight, Ásrúnu Davíðs- dóttur, Eggert Þorleifsson, sem nú stígur sin fyrstu skref á óperusviði, og Guðmund Jónsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, hljóm- sveitarstjóri er Austurríkismaöurinn Gerhard Deckert en Una Collins hannar búninga og svið. Fró Lisfvinafélagi Hallgrimskirkju Aðalfundi Listvinafélags Hallgrímskirku og kammertón- leikum, sem vera áttu n.k. sunnu- dag hefur verið frestað um viku til sunnudagsins 28. apríl. Aðal- fundurinn hefst klukkan 15.30 í safnaðarheimilinu, en tónleik- arnir verða klukkan 17.00. Á tónleikunum verður frum- flutt á íslandi verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Tríó fyrir bass- etthorn, selló og orgel, sem frum- flutt var í Dússeldorf í fyrra- sumar. Auk þess verður leikin tónlist fyrir blásarakvartett frá ýmsum tímum. Magnea Soffía Hallmundsdóttir opnar ídag kl. 14 sýningu á skúM ptúrum og veggmyndum i List- amiðstöðinni við Lækjartorg. Þar sýnir hún 22 verk unnin úr stein- leir en Magnea hefur haft starfs- aðstöðu í listasmiðju Glits undan- farið ár. Magnea er fædd 1922 og stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskólanum en þaðan út- skrifaðist hún þegar hún stóð á sextugu. Hún hélt sama ár sína fyrstu einkasýningu. Sýning Magneu verður opin daglega frá kl. 14-18 til 28. apríl. Mynd: E.ÓI. SEIMDUM I PÓSTKRÖFU Haukur Dór í Gallerí Borg í dag, laugardag, opnar Haukur Dór Sturluson sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Borg viö Austurvöll. Þarsýnir Haukur Dór 40 teikningar en langtersíðan hann hefursýnt þá hlið á sér opinberlega. Haukur Dór hefur einkum get- ið sér orð fyrir leirlist en fyrir nokkrum árum tók hann sig upp með fjölskyldu sinni, seldi húsið og flutti til Danmerkur þar sem hann vinnur að list sinni samhliða því að reka krá. Opnun sýningarinnar tafðist nokkuð vegna verkfallanna í Danmörku og verður hún því ekki uppi nema í rúma viku. Hún verður opin virka daga frá kl. 12- 18 en kl. 14-18 um helgar. -ÞH Leiðrétting í frétt um tónleika Viktoriu Mullovu fiðluleikara og Charles Abramovic píanóleikara í dag sem birtist í blaðinu í gær kom fram afleit villa. Sagt var að tón- leikarnir í Austurbæjarbíói yrðu kl. 20.30 í dag en þar átti að standa kl. 14.30. Þetta leiðréttist hér með og við biðjumst velvirð- ingar. -ÞH Aðalfundur Stýrimannafélags íslands verður haldinn í Borgartúni 18 mánudaginn 22. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Samkvæmt félagslögum. 2. Breyting á reglugerð styrktarsjóðs. 3. Breyting á reglugerð orlofsheimilissjóðs. 4. Önnur mál. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.