Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 16
MENNING Þjóðleikhúsíð 35 óra Við hjartarœtur þjóðarsólarinnar 70 þúsund manns hafa séð fyrri uppfœrslurd íslandsklukkunni. Sveinn Einarsson ieikstýrir þeirri þriðju Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Snæfríði Islandssól og sést hér með móður sinni, Herdísi Þorvaldsdóttur, sem lék Snæfríði í fyrstu uppfærslunni en leikur nú Guðríði fóstru hennar. leikur álfakroppinn mjóa, Snæ- fríði íslandssól, og ástmann hennar, Arnas Arneus, leikur Þorsteinn Gunnarsson. Hjalti Rögnvaldsson leikur skálkinn Jón Marteinsson, Sigurður Sigur- jónsson leikur skrifarann grand- vara Jón Grinvicensis, Arnar Jónsson leikur Sigurð dóm- kirkjuprest, Harald G. Haralds- son leikur fylliraftinn Magnús í Bræðratungu og Róbert Arn- finnsson Eydalín lögmann. Einn leikari tekur þátt í sýning- unni sem hefur verið með í öll þrjú skiptin en það er Valdimar Helgason sem leikur eins og fyrr Jón Jónsson varðmann úr Kjós- inni. Svo virðist sem hlutverk Snæfríðar ætli að ganga í erfðir því Tinna er dóttir Herdísar Þor- valdsdóttur sem lék Snæfríði í fyrstu uppfærslunni og sló í gegn. Það er vel til fundið að mörgu leyti að sýna íslandsklukkuna á þessu afmælisári. Ekki bara vegna þess að þetta var fyrsta verkefni Þjóðleikhússins heldur einnig af því tilefni að í haust verða liðin 30 ár frá því höfundur- inn, Halldór Laxness, kom heim með Gullfossi hafandi í fartesk- inu bókmenntaverðlaun Nóbels. Og það er vel hægt að taka undir þau orð sem sett eru fram í frétt- atilkynningu leikhússins „að lík- lega standi engin bók nær ís- lenskri þjóðarsál". Svo góð vísa er aldrei of oft kveðin. - ÞH. klukkunnar eftir Halldór Lax- ness en fyrsta frumsýningin í leikhúsinu í apríl 1950 var ein- mitt á þessu sama verki. Á þessum 35 árum hafa tæp- lega 400 leikrit verið tekin til sýn- inga, þau hafa verið sýnd samtals tæplega 9000 sinnum og áhorf- endur mun vera orðnir 3.350.000 talsins. Það jafngildir því nokk- urn veginn að sérhver landsmað- ur hafi farið í leikhúsið annað hvert ár. Yfir 50 íslenskir leikrita- höfundar hafa átt verk á fjölum leikhússins, sumir fleiri en eitt, og í þeim hópi eru 6 dansahöf- undar og 2 óperutónskáld. Þetta er í þriðja sinn sem ís- landsklukkan er færð upp á fjöl- um Þjóðleikhússins. Sú fyrsta var undir stjórn Lárusar Pálssonar og gekk hún mjög lengi, var síðast á fjölunum árið 1957. Árið 1968 leikstýrði Baldvin Halldórsson þessu öndvegisverki íslenskra bókmennta en nú er það fyrrver- andi leikhússtjóri, Sveinn Einars- son, sem heldur um stjórnvölinn. Allir hafa þeir notast við sömu leikgerðina sem er eftir Lárus. Alls hafa tamlega 70 þúsund manns séð Islandsklukkuna í Þjóðleikhúsinu. í þessari nýju uppfærslu verður flutt ný tónlist sem Jón Nordal hefur samið. Leikmyndir og bún- ingar eru verk Sigurjóns Jó- hannssonar og Árni Baldvinsson sér um lýsingu. Alls taka yfir þrjátíu leikarar þátt í sýningunni. Með helstu hlutverk fara Helgi Skúlason sem leikur þann arma snærisþjóf og meintan morðhund Jón Hregg- viðsson, Tinna Gunnlaugsdóttir Á sumardaginn fyrsta sem er á fimmtudaginn í næstu viku verður haldið upp á 35 ára af- mæli Þjóðleikhússins. Afmæl issýningin verðurfrumsýning á nýrri uppfærslu íslands- Helgi Skúlason I hlutverki Jóns Hreggviðssonar sem hér er að höggva í eldinn fyrir Maddömuna, konu Arnas, en hún er leikin af Guðrúnu Stephensen. Flugleidirbjóöa flugogbíl í tengslum við áætlunarflug félagsins til 11 borga í Evrópu. Þessir staðir eru: Björgvin, Glasgow, Gautaborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn, London, Luxemborg, Osló, París, Salzburg og Stokkhólmur. Ef þú vilt hafa fararstjórnina í eigin höndum, þá hentarenginn ferðamáti þér betur en flug og bíll. Það er ódýrt að ferðast um Evrópu á bílaleigubíl. Við hittum ykkur kannski í Búdapest. Fyrir þá semvilja stoða heiminn og skilja hannbetur LEITIÐ FREKARI UPPLÝSINGA UM FLUG & BfL A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM FÉLAGSINS, EÐA Á FERÐASKRIFSTOFUNUM. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.