Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.04.1985, Blaðsíða 13
Kvikmyndir Sy ku rrey rs- vegurinn Nýleg kvikmynd frd Martinique gerð af vestur-indískri konu verðursýnd d kvikmyndahdtíðí vor Euzhan Palcy leikstjóri Sykurreyrsvegarins. Frá því hún var fjórtán ára að aldri hafði hana dreymt um að gera kvikmynd eftir skáldsögu Joseph Zobel „La Rue Cases Negres“. Skáldsagan hafði verið bönnuð og höfundurinn J. Zobel sendur í útlegð. Eins og svo oft í ‘Allir leikarar sem fram koma í myndinni eru áhugaleikarar að undanskildum tveimur atvinnu- leikurum. En það eru Darling Legitimus sem hefur leikið í 140 myndum og Douta Seck sem kom frá Senegal og hefur m.a. leikið í Enn er kvikmyndahátíð Listahátíðar á dagskrá hjá okkur, enda ekki vanþörf á að píska upp stemmninguna. Vestur-lndíur eru ekki stórt nafn í kvikmyndaheiminum en á hátíðinni verður sýnd ein mynd sem gerð er þar með aðstoð Frakka. Og sjálfsagt er enn fátíðara að sjá kvikmyndir eftir konu frá þessum breiddargráðum. Við höldum áfram að dengja inn lesefni frá hátíðarnefndinni og nú er röðin komin að kvikmyndinni Sykurreyrsvegurinn sem gerð var á eynni Martinique fyrir tveimur árum. - ÞH Rue Cases Negres Martinique/frönsk 1983 Leikstjóri: Euzhan Palcy Handrit: Euzhan Palcy eftir skáld- sögu Joseph Zobel Aðalhlutverk: Darling Legitimus, Gary Cadenat og Douta Seck. Martinique er lítil eyja í Vestur-Indíum, ekki langt frá Grenada. Fáir vita um tilvist eyjunnar og enn færri að þar séu gerðar kvikmyndir. Eyjan er frönsk nýlenda með 300.000 íbúa sem flestir eru blökkumenn. „Sykurreyrsvegurinn“ er fyrsta kvikmyndin sem þar er gerð í fullri lengd og höfundurinn er kona að nafni Euzhan Palcy. Hún er innfæd og uppalin á eyjunni. Árið 1975 fór hún til Parísar með gítarinn sinn undir hand- leggnum ákveðin í að læra eitthvað sem gæti gert draum hennar að veruleika, þ.e.a.s. að gera leiknar kvikmyndir. Áður hafði hún starfað hjá sjónvarps- stöð í Martinique og gert eina stutta mynd „La Messagere“ 1974. En það var ein fyrsta kvik- myndin sem gerð hafði verið á þessum slóðum. í París stundaði hún nám í bók- menntum við Sorbonne. Einnig lagði hún stund á leikhúsfræði og kvikmyndavísindi. Þá vann hún ýmis störf í kvikmyndaiðnaði, t.d. var hún klippari í einni mynd og tökumaður í annarri. Euzhan Palcy hefur alla tíð haft mikinn áhuga á heimi barna og sýn þeirra á veruleikanum. Áður starfaði hún talsvert með börnum og stuðlaði m.a. að útgáfu tveggja hljómplatna með barnaefni. Arið 1982 gerði hún stutta mynd „l’Atelier Du Diable" fyrir sjón- varp. slíkum tilfellum verður skáld- sagan helmingi eftirsóknarverð- ari til lesningar en ella og ungt fólk á eynni las söguna upp til agna, enda lýsti hún baráttu fólksins fyrir betri kjörum á ein- staklega næman hátt. Bókin fékk reyndar verðlaun í Frakklandi 1950 og síðar var banninu aflétt í heimalandinu. Höfundurinn J. Zobel var viðstaddur tökur á myndinni og hjálpaði Palcy við gerð handritsins. Tökurnar fóru fram á eynni og stóðu yfir í níu vikur. Allir íbúar eyjunnar lögðust á eitt til þess að myndin yrði sem best úr garði gjörð. Segja má að eyjan öll hafi orðið leikmynd í þessar níu vikur og mörg hundruð sjálfboðaliðar unnu í myndinni. myndum Ousmane Sembene sem sést hafa hér á landi í kvikmynd- aklúbbnum sáluga og á kvik- myndahátíð LH 1981. Aðalhlut- verkin eru leikin af börnum og drengurinn sem leikur söguhetj- una var valinn úr hópi 2000 drengja sem prófaðir voru í hlut- verkið. En áhugi eyjarskeggja var ekki einungis bundinn við að framleiða myndina því hún sló öll aðsóknarmet á eynni. 125.000 áhorfendur sáu myndina en til samanburðar má nefna að 45.000 manns sáu E.T. þegar hún var sýnd þarna. Söguþráðurinn Myndin fjallar um baráttu blökkufólks á Martinique árið 1930. Fólkið lifir við kröpp kjör og þrælar allan daginn á sykur- ekrunum. Á meðan eru börnin skilin eftir ein heima í þorpinu sem samanstendur af nokkrum kofaræflum. Aðalsöguhetjan er Jose, lítill negradrengur og amma hans. Hún þrælar alla daga á ekr- unum og er ákveðin í því að koma drengnum til mennta þó það kunni að kosta hana heilsuna. Auk þess að púla á ekrunum þá þvær hún þvott fyrir þá efna- meiri. Börnin hafa sínar aðferðir við að drepa tímann meðan fullorðna fólkið er úti á ekrunum. Til dæm- is komast þau einu sinni í áfengi og skandalísera heilmikið á kend- eríinu. Pessum heimi barnanna er lýst á mjög einfaldan hátt en um leið af slíku innsæi að flestar barnamyndir eða myndir þar sem börn fara með aðalhlutverk fölna við samanburð. Jose á vin sem Medouze heitir, hann er háaldraður maður og sonur þræls frá Afríku. Til Medo- uze sækir Jose visku og fróðleik sem á eftir að nýtast honum síðar á lífsleiðinni. Skólagangan gengur vel hvað námsárangur varðar en peningaleysið vofir alltaf yfir. Sérstaklegaverðurerf- itt fyrir gömlu konuna að standa undir þessu þegar Jose er sendur í menntaskóla til borgarinnar. En alltaf verða örlögin þess valdandi að úr rætist. Jose stækkar og fylg- ist með því óréttlæti sem á sér stað allt í kringum hann og í stað þess að gera uppreisn fylgist hann með úr fjarlægð ákveðinn í að vitna fyrir fólk sitt með því að skrifa um baráttuna. Það er eng- um greiði gerður að rekja sögu- þráðinn nánar. „Sykurreyrsvegurinn“ hefur fengið mjög góða dóma alls stað- ar þar sem hún hefur verið sýnd, t.d. vann hún silfurljónið á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum 1983. Darling (hún er algjört dar- ling) sem leikur ömmuna fékk einnig verðlaun sem besta leikkonan. Það kom engum á óvart því hún er hreint frábær í hlutverki sínu í myndinni. Það voru þó engar smáleikkonur sem kepptu um sömu útnefningu á þessari hátíð, t.d. Hanna Schyg- ulla og Jill Claybourgh. Sykurreyrsvegur er ein af þess- um fáu kvikmyndum sem fá menn til þess að vökna um augun af gleði án þess þó að það örli á væmni eitt augnablik. Þvílíkur er kraftur frásagnarinnar þó frá- sagnarhátturinn sé einfaldur og látlaus. Þetta er mynd sem með sanni má segja að öll fjölskyldan geti sameinast um. Hinn unaðssœli hrollur Bíóhöllin: Dauðasyndin Leikstjóri: Wes Craven Aðalhlutverk: Maren Jensen, Susan Buckner, Ernest Borgnine, Sharon Stone. Þessi fjörmikla hryllingsmynd, Dauðasyndin, fjallar um ung og ástfangin hjón sem stunda bú- skap einhversstaðar í frjólöndum miðvesturríkjanna. Aðeins einn skugga ber á hamingju þeirra. Unga manninum, Frank, hefur verið útskúfað úr fjölskyldu sinni sem öll tilheyrir strangtrúuðu bændasamfélagi þarna í grennd- inni, svokölluðum hittítum. Sök hans felst einkum í því að hafa snúið baki við siðum hittíta og kvænst konu úr stórborginni. Eiginkonan, Marta, lætur sér fátt um finnast um þetta skelfi- lega tengdafólk sitt og nágranna, jafnvel þótt það vaði upp með hótanir um illa anda. Þó fer að kárna gamanið þegar lífið er murkað úr vesalings Frank á dul- arfullan hátt inní hlöðu. Eftir jarðarförina koma tvær gamlar vinkonur Mörtu til stuttrar dval- ar. Þá fyrst fer hinn ævintýralegi söguþráður að ná sér á strik og lýkur ekki fyrr en búið er að kála sex manns til viðbótar. Þótt ein- kennilegt megi virðast eru það einkum hinir sjálfumglöðu hittít- ar sem enn standa uppréttir í lok- in. Þó er það í fullu samræmi við þá þrúgandi sektarkennd sem kemur fram í myndinni þegar gef- ið er í skyn að hégómafullt, eigin- gjarnt og léttúðugt nútímafólk eigi í raun skilið að deyja hrylli- legum dauðdaga. Annars er sagan, þótt efnis- mikil sé, nánast glórulaus - að minnsta kosti illskiljanleg. Það gerir í sjálfu sér ekkert til, því að hryllingurinn er auðvitað helsta aðdráttarafl hryllingsmynda. Ég held að það hafi verið Hitchcock sem sagði á sínum tíma, að fólk sæktist í spennu og hrylling í bíó- myndum vegna þess að það byggi við ofvernd og oföryggi í nútíma- þjóðfélagi. Það hefði beinlínis líkamlega þörf á að láta hrella úr sér líftóruna og reynslukeyra þannig þessi viðbrögð sem sjald- an eða aldrei er þörf fyrir. Þessi kenning er góð, a. m. k. skýrir hún það ómótstæðilega aðdráttarafl sem Drakúla og gömlu múmíurn- ar í Hafnarbíói höfðu á mann á unglingsárunum. I Dauðasyndinni tekst vel til í spennuatriðunum, og þar eru leikstjóri og tæknilið greinilega í essinu sínu. Tónlistin, sem er alltaf einn stærsti þáttur allra hryllingsmynda, er einkar fag- lega lögð við. Meðal leikara er aðeins eitt kunnuglegt andlit, vesalings Emest Borgnine, sem leikur þarna hittítaöldung, föður Franks. Það hlutverk er vægast sagt heldur þunnt í roðinu. Leikurinn er almennt langt fyrir neðan meðallag, einkum þeirra sem leika ungu hjónin. Það er ekki fráleitt að tvær stoppdýnur hefðu gert sama gagn. í heild má segja að þetta sé dálítið kostuleg mynd. Laugardagur 20. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.