Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 6
LANDID FLÓAMARKAÐURINN Sumarbústaður til sölu Til sölu sumarbústaður í hraunjaðrin- um milli Silungapolls og Selfjalls. Hálfur hektari lands, skógi vaxinn að nokkru, með mjög skjólsömum hraunbollum. Vel girt. Húsið þarfnast viðgerðar. Sími 81455. Bráðum tvítugur Wolksvagen fastback skoðaður '85 selst á 17.000 kr. staðgreiddur. Sími 28086. Garðeigendur Sláttur, hreinsun og snyrting lóða. Sanngjarnt verð. Símar 22601 og 28086. íbúð óskast Óska eftir að taka íbúð á leigu í Hlíð- unum eða sem næst Háskólanum frá 1. ágúst og til áramóta. Upplýsingar í síma 50751. Húseigendur athugið Par óskar að leigja 2ja herbergja íbúð sem fyrst. Erum reglusöm, skikkan- leg og barnlaus. Þeir sem vilja sinna þessu vinsamlegast hafið samband í síma 43294 eftir klukkan 18 eða í vinnusíma 41577 (Magnús). Tek að mér vélritun í heimavinnu. Góð islenskukunnátta og þekking á fleiri tungumálum. Uppl, í síma 30820. Skatthol og skrifborð Til sölu tekkskrifborð og skatthol úr Ijósum viði. Uppl. í síma 22436 á kvöldin. Gangstéttarhellur óskast Notaðar gangstéttarhellur 50x50 cm óskast. Uppl. í síma 621127. Kona óskast Kona sem vill læra jurtalitun óskast. Sími 14172. Óska eftir að kaupa ódýrt gott rimlarúm, barnakerru og hjól fyrir ca. 12 ára dreng. Uppl. í síma 37505. Leðurjakki Einhverflottasti leðurjakki bæjarins til sölu vegna brottflutnings. Næstum því nýr, lítið notaður og selst á mjög góðu verðí. Sími 23230 e.kl. 15. Þor- varður. Peugeot504 station árg. '77 til sölu dekurbíll í mjög góðu lagi. Skipti á ódýrari möguleg. Vetrardekk á felgum fylgja með. Sími 21501. Svefnbekkur fæst gefins. Hann þarfnast lítilsháttar viðgerðar ef þú hefur áhuga hafðu þá samband í dag eða á morgun því annars fer hann á haugana. Bryndís, sími 36933 eftir kl. 18. Til sölu tjónabíll, pólskur Fíat, árg., ’78.Tilboð óskast. Uplýsingar í síma 17247 milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi alla daga. Eldavél Óska eftir að kaupa eldavél, (fríst- andandi), aldur skiptir ekki máli, ef hún er í lagi. Uppl. í síma 23725. Frystikista 400 I. til sölu, vel með farin, einnig Candy þvottavél og gamalt sófasett. Upþl í síma 46205 eftir kl. 20, virka daga og um helgar. Herbergi óskast óska eftir björtu herb. vestast í Vest- urbænum. Hringið í s. 13839, eftir kl. j 19.00. Barnfóstra 11 ára stelpa í Smáíbúðahverfi óskar eftir að gæta barns í sumar. Uppl. í síma 36854. Austurþýskur gæðingur Wartburg station árg. 1980 til sölu, vel með farinn, ekinn aðeins 39 km. Verð ca. 70 þús. Uppl. í síma 33966. Opel record 1700 árgerð 1970 skoðaður '85 í góðu lagi. Ný kúpling. Verð 30000 staögr. Sími 18392. Til sölu 4 dekk. 185 &13“ á krómuðum sportfelgum (Mazda). Upplýsingar í síma 37287, e. kl. 17. Ert þú í vandræðum með laugardagskvöldið 6. júlí. Ef svo er þá hefur þú alla möguleika á að breyta því. Því á laugardaginn verður ball/teiti/knall að Hverfisgötu 105. Veitingar verða á staðnum og framsæknasta lið bæjarins sér um fjörið. Undirbúningsnefndin fyrir 12. heimsmót æskunnar. Þið þarna (20-24 ára) Hafiði áhuga á að koma á heimshornaflakk eftir áramótin? Ævintýragjarnir leggið inn upplýsing- ar og fyrirspurnir á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt Timbúktú fyrir 10. júlí. 4-5 herb. íbúð óskast í miðbænum, góðri umgengni og öruggri greiðslu heitið. Hafið sam- band við Agnesi Geirdal, heimasími 13085, vinnusími 687700, Páll Jóns- son, vinnus. 38800. Barnapösssun Ég er ellefu ára og óska eftir að passa barn í sumar (er vön að passa). Bý í Vesturbænum. Sími 24534. ísskápur Fremur litill og ódýr isskápur óskast til kaups. Sími 39275 fyrir hádegi og á kvöldin. Til sölu lítill frystiskápur. Selst á hálfvirði. Sími 39442. Nýleg springdýna, pottofn og plötuofn til sölu. Auk þess hárþurrka og krullujárn. Sími 685285. Ertu 12-15 ára og vantar vinnu í sumar? Vantar fólk til að selja happdrættis- miða í júlí og ágúst. Góð sölulaun. Upplýsingar gefur Árni í síma 611208 eftir kl. 18 alla daga. Volkswagen bjalla Til sölu Volkswagen bjalla árg. '74, skoðaður '85. Verð ca. 35-40 þús. Uþpl. í síma 25716 síðdegis. Handsnúin saumavél Óska eftir að fá keypta handsnúna saumavél. Hringið í síma 10131. Einstaklings- eða tveggja herbergja íbúð óskast til leigu frá og með 1. sept, eða 1. okt. fyrir 34 ára karl- mann. Helst staðsett í miðbæ eða í vesturbæ. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Vinsamlegast hringið í 31281 eftir kl. 17. Barnfóstra óskast 13-14 ára unglingur í Hólahverfi ósk- ast til að passa 3ja ára strák öðru hvoru á kvöldin. Upplýsingar í síma 77265. Heimilistölva Lítið notuð BBC heimilistölva til sölu. Upplýsingar í síma 77265. Óska eftir að kaupa notaða barnakerru. Upplýsingar í síma 671873. Barnlaus hjón á miðjum aldri óska eftir 2-3 her- bergja íbúð. Vinsamlegast hringið í síma 20193 eftir kl. 17. Ung hjón bráðvantar fataskáp. Upplýsingar í síma 52923. Helgi Gíslason Breiðási 9 Garðabæ. Til sölu Drengjareiðhjól og barnarimlarúm. Einnig fæst gefins á sama stað barnaskrifborð, hillur og kettlingar. Upplýsingar í síma: 77497. whhwnM Hérognú Fiskiðja Sauðárkróks hefur nú starfað í 30 ár. Stofnendur henn- ar voru Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróksbær og nokkrir ein- staklingar. Að því rak , að hinir síðartöldu óskuðu eftir að draga sig út úr fyrirtækinu og keypti Kaupfélagið þá flest hlutabréf þeirra. Mun svo mega kalla að kaupfélagið eitt eigi nú Fiski- ðjuna þótt hún sé rekin í hlutafé- lagsformi. Hún hefur allt frá upp- hafi verið ein styrkasta stoðin undir atvinnulífinu á Sauðár- króki. Á síðasta aðalfundi Fisk- iðjunnar kom þaðfram að ásl. ári tók hún á móti 3.646 tonnum af fiski. Var það 1100 tonnum meira en árið áður. Fyrirtækið skilaði 56.846 kössum af frystum fiski til útflutnings, framleiddi 46 tonn af skreið, 533 tonn af fiskimjöli og 50 tonn af lýsi. Verðmæti fram- leiðslunnar nam rúmlega 112 millj. kr. Á árinu greiddi Fiskiðjan fast að 28 millj. kr. fyrir vinnu, akstur og þjónustu og 15 milj. kr. fyrir akstur og þjónustu frá Kaupfé- laginu. Fyrir hráefni voru greiddar 43,4 milj. kr. Rekstur- inn stóð nokkurnveginn í járn- um. Ný vinnslustöð hefur nú verið tekin í notkun, með þeim fullkomnustu í landinu, að talið er. Þykir vinnuaðstaða, vinnu- tækni og aðbúnaður starfsfólks vera mjög til fyrirmyndar. -mhg Samvinnustarfsmenn Orlofshús r a Breiðumýri Rúm fyrir 10 hús Alkunna er að samvinnu- starfsmenn hafa komið sér upp orlofsbústöðum að Bif- röst í Borgarfirði. Nú hafa þeir áhuga á að reisa slík hús einn- ig á Norðurlandi og er sú hug- mynd raunar ekki ný. Upphaflega var ætlunin að reisa húsin f Mývatnssveit en af því varð ekki. Eftir nokkrar vangaveltur var ákveðið að leitá eftir byggingarsvæði á landi Breiðumýrar í Reykjadal. Breiðamýri er ríkisjörð en að sögn Birgis Marinóssonar, for- manns Landssambands ísl. sam- vinnustarfsmanna, hefur nú verið undirritaður samningur við ríkið um leigu á landi til 25 ára. Breiðumýrarsvæðið er 4,6 ha og eiga að rúmast þar allt að 10 sumarhús. Sérstök nefnd á veg- um LÍS vinnur nú að málinu. Hefur verið óskað eftir tilboðum 1 byggingu fyrstu húsanna en svo er það hin einstöku starfs- mannafélög, sem reisa húsin. Eru nokkur þeirra þegar reiðubúin að hefjast handa. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist í sumar þótt óvíst sé hversu langt þeim miðar í ár. Sumarhúsasvæðið á Breiðu- mýri liggur mjög vel við sam- göngum. Örstutt er til Lauga og hálftíma akstur til Húsavíkur. Daglegar ferðir til Akureyrar og stutt á Aðaldalsflugvöll. Þarna er skjólasamt og fallegt umhverfi og staðurinn allur hinn ákjósanleg- asti. _ mhg. Tímarit Prentarinn kominn út Svo bar til í þann mund er undirritaður fór noröur í Skagafjörð aö sinna sauð- burðinum, að honum barst í hendur 1. tbl. Prentarans þ.á., með vinsamlegum tilmælum um að blaðsins væri getið í Þjóðviijanum. Við þessu skal nú orðið þótt með sannindum megi segja að það sé eftir dúk og disk. Frá því er þá fyrst að segja, að Prentarinn er málgagn Félags bókagerðarmanna, félagsskapar, sem er blaðamönnum að góðu kunnur, og ritstjóri hans er Magnús E. Sigurðsson. Forsíðu blaðsins prýðir nú í fyrsta sinn litmynd, er nefnist „Veröld okk- ar beggja” og er hún eftir Sigurð Þóri Sigurðsson. Forystugreinina ritar Magnús E. Sigurðsson, „Hagsmunir heildarinnar hljóta að ráða ferð- inni” og er þar fjallað um kjara- mál. í annarri grein ræðir Magn- ús um frumvarp Bandalags jafnaðarmanna um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. Með því er lagt til að á vinnustöðum, þar sem vinna 25 eða fleiri, verði stofnuð vinnu- staðafélög, sem yfirtaki starfsemi núverandi stéttarfélaga. Um þessar hugmyndir segir Magnús E. Sigurðsson m.a.: „Þessi laga- breyting mundi í raun þýða, að nær útilokað væri að beita verk- fallsvopninu svo nokkurt hald væri í, en á hinn bóginn væri enn- þá opin leið fyrir atvinnu- rekendur og samtök þeirra að beita verkbannsvopninu gegn verkafólki. Á tímum samdráttar þýddi þetta fyrirkomulag óskorað vald atvinnurekenda til að greiða þau laun, sem þá lysti.” Þá er fjallað um rakatæki og bent á þær hættur, sem af notkun þeirra getur leitt, sé ekki rétt að málum staðið. Birt er erindi Guðrúnar Sigríðar Vilhjálms- dóttur um launamismun karla og kvenna, en erindið var flutt á síð- asta ASÍ þingi. Sagt er frá nám- skeiðum, sem haldin hafa verið í bókbandi og setningu fyrir óiðn- lært fólk í Félagi bókagerðar- manna. Rakin er saga hins stór- merka Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en skólinn hefur nú starfað í 21 ár. Jón Otti Jóns- son segir frá trjáræktarstarfsemi Hins ísl. prentarafélags í orlofs- húsbyggð þess í Miðdal í Laugar- dal, en þá jörð keypti félagið árið 1941. Þar eru hæstu trén nú orðin um 12 m. há. Til hliðar við grein Jóns Otta er birt hið þekkta kvæði Stephans G. Stephans- sonar um greniskóginn. Sagt er frá ársfundi Nordisk Grafik Uni- on, sem haldinn var í Osló í jan. sl. Verkalýðsmálakempan Stefán Ögmundsson, minnist 10 ára af- mælis Félagsmálaskóla alþýðu og birt er ávarp hans við setningu skólans í Ölfusborgum 16. febrú- ar 1975. Margar myndir prýða ritið, sem er hvorttveggja í senn vand- að að efni og frágangi. -mhg sís Aukin framleiðsla frystihúsa A fyrstu fimm mánuðum þessa árs framleiddu frysti- húsin, sem Sjávarafurðadeild SIS selur fyrir, 18.530 lestir af frystum fiskafurðum. Aukn- ingin frá sömu mánuðum árið áður nam 610 lestum eða þremur af hundraði en þá var framleiðslan 15% meiri en á sama tíma 1983. Hvað áhrærir einstakar teg- undir afurðanna þá dró nokkuð úr frystingu þorskafurða, eða um 2% og karfa um 19%. Aftur.á móti jókst framlpiðsla á ýsu um 10%, ufsa um 24% og grálúðu um 30%. - mhg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.