Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 9
Vissirðu að ... tígrissilungurinn er sértakt afbrigði af regnbogasilungnum í afviknum fjallalækjum í hálendi Norður-Ameríku. Þetta fágæta afbrigði er með gulri slikju og svörtum og hvítum blettum og minnir á litbrigði tígrisdýrs. Nú eru uppi áætlanir um að hefja ræktun á tígrissilungnum og flytja í aðrar ár fjarri heimastöðvum hans. Dýragarðar og sædýrasöfn hafa jafnframt sýnt mikinn áhuga á að fá eintök til sín. Hann er alfriðaður. ... í Yellow Stone Park í Banda- ríkjunum er mikið um heitar uppsprettur og læki. Þar hefur þróast mjög hitaþolið afbrigði af urriða. Hann hrygnir við mun hærra hitastig en urriði gerir ella, eða vel yfir 20 gráður. Uppi eru áætlanir um að nota afbrigðið í fiskirækt í afrískum vötnum á há- lendi, þar sem hitinn fer ekki langt yfir 20 gráður. En hingað til hefur ill gengið að festa í sessi laxfiska í heitum löndum, þar sem hrygningin misferst í of mikl- um hitum. ... sumir fiskar hafa sértakt frostvarnarefni í blóðinu, sem kemur í veg fyrir að þeir frjósi þó sjórinn sé undir 0 gráðum (sjór frýs ekki við 0 gráður sökum selt- unnar). Laxinn hefur hins vegar ekki þetta efni, og fiskeldi á stöð- um þar sem aftakakulda getur ert, erótryggt af þessum sökum. Kanada eru nú menn búnir að einangra genið, sem í einni ís- hafstegund sér um að framleiða frostvarnarefnið. Með nýrri tækni, svokallaðri genasplæs- ingu, er nú verið að gera tilraunir með að flytja þetta gen yfir í frjóvguð hrogn laxa, og búa þannig til afbrigði sem gæti nýst tí fiskeldi á hjara veraldar. ... í Japan er til afbrigði af regnbogasilung sem hrygnir tvisvar á ári. Skyldur stofn er til í Kaliforníu. Annars hrygna lax- fiskar yfirleitt ekki nema einu sinni á ári. Sjóbleikjan, sem lifir einungis mjögnorðarlega, hrygn- ir þó með 2 til 3 ára millibili og sama máli gegnir raunar um vatn- ableikjur ýmsar. ... Atlantshafslaxinn hrygnir yfirleitt ekki nema einu sinni á ævinni. Að því loknu deyr hann yfirleitt í ánni. Milli tvö til þrjú prósent laxahrygna ná þó að lifa af og ganga til sjávar og hrygna síðan aftur, samkvæmt kanadísk- um rannsóknum. Færri hængum tekst að leika þetta eftir. Kven- kynið er þolnara. ... að fyrrum veiddust allt að 30 punda urriðar í Þingvallavatni. Með virkjuninni hefur urriðinn hins vegar verið á hraðri niður- leið og öruggt að hann mun hverfa verði ekki ræktunarpró- gramm sett í gang. Engar áætlan- ir eru um það núna. ... laxinn ferðast í sjónum óra- vegu frá heimkynnum sínum oj það hefur löngum vafist fyrii mönnum hvernig hann ratar aftu: íheimaána. Fuglar nota stjörnur sól og tungl til að rata og mem hafa leitt getum að því að víðför ulir fiskar á borð við laxinn gei það sömuleiðis. Fiskar geta lík numið örlitlar breytingar á segul sviði jarðar og telja fróðust menn að þar sé komin handhæ aðferð fyrir þá til að rata. Nýjust uppgötvanir hafa líka sýnt, a fiskar geta numið hljóð af ótn lega lágri tíðni, alltað 200 sinnu: lægri en mannseyrað greini Hafstraumar sem skella löndum mynda einmitt mj< lágan nið, og þetta kann að ve það leiðarhnoða sem laxar fylg á ferðum sínum. í návígi v heimaslóðir nota þeir þefnæi sitt til að rata svo endanlega réttu ána. ... Þingvallavatn er einstak heiminum að því leyti að þar e fjögur afmörkuð afbrigði bleikju til, dvergbleikja, snigl bleikja, ránbleikja og murta. I eru þeir Sigurður Snorrasc Hilmar Malmquist og Sk Skúlason, gjörvulegir líffræðir ar sem hafa rannsakað afbrigc af kostgæfni, komnir með þá oríu að ránbleikjan, sem verð einna stærst, sé í rauninni uf haflega murta, sem taki upp rí lifnað og fari að lifa á öðrum fií um í vatninu og þar með stækka og stækka... -C Sport og veiðifatnaður = Einnig hentugur klæönaöur fyrir hestamen Valnsþéttur meö loftræstingu. Fisfatnaöurinn loftræsti er vindþéttur og vatnsfráhrindandi. Laufléttur og lipur. Litir: Rauöur, appelsínugulur. brúnn, blár og grænn. • Síkkanlegur faldur á jakka. • Innfeld hetta í kraga. • Rennilás á buxnaskálmum. 1% ■ ■ JHk ■ Grandagarði 7 - Reykjavík WJ WÍ W III sími 16814 - Heimasími 14714 VEIÐI Síríus þótt annað bregóist JMOD Hreint súkkulaói fyrirsælkera fluglýsið í Þjóðvilianum Fimmtudagur 4. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.