Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.07.1985, Blaðsíða 13
 Hvað er tómatur? Uppskriftir Tómatatími Tómatplantan kemurfrá Suöur-Ameríku, og höfðu suður-amerískir þjóðflokkar nýtt sér tómatinn í margar aldir þegar hann uppgötvaðist fyrir tilstilli Spánverja á 16. öld í Evrópu. Spánverjar höfðu með sér frá Suður-Ameríku ásamt gullinu nokkur fræ af tómataplöntunni til Evrópu. Tómaturinn breiðist um Evr- ópu en naut ekki sérlegrar vinsældar í byrjun. ítalir lærðu að nota hann sem fæðuteg- und og varð hann nokkuð vin- sæll þar, vegna þess að hann vartalinn hafa kynörvandi áhrif. Þannig var hann kynntur í Frakklandi og var kallaður pomme d’amour eða ástar- eplið. í lok 19. aldar verða þeir vinsælir og hafa vinsældir þeirra farið vaxandi, til gam- ans má geta þess að heims- framleiðslan er nú rúmlega 18 milljón tonn á ári. Tómaturinn er af kartöflu- ætt og er náinn ættingi kart- öflu, eggaldins, papriku, tó- baksjurtar og æðiberi (bella- donna). Þótt tómatar séu borðaðir sem grænmeti, eru þeir raunverulega ber. Tóm- Hvað kost- ar kílóið af tómötum? Það er frjáls álagning á tó- mötum eins og öðru grænmeti og matvöru. Þjóðviljinn kannaði verð á tómötum í ýmsum verslun- um, þann 30. júní og fékk eftir- farandi upplýsingar: verð pr. kg Sölufélag garðyrkj um 89. - Hagkaup 95.- Mikligarður 85.- Víðir 89.- Vörumarkaðurinn 88.- Eden í Hveragerði 65. - -sp atplantan er einær, loðin jurt, og lyktar plantan af sterkri og sérkennilegri lykt. Berin eru til að laða að sér dýr, sem éta þetta rauða fallega ber. Fræ tómatsins komast óskemmd í gegnum meltingarveg dýr- anna, og hjálpar það ferðalag spírunni af stað. Besti tíminn til tómata- kaupa er í júlí og ágúst þegar innlenda uppskeran er í há- marki. Ræktunin í gróðurhús- um hefur lengt tómatatímann þannig að venjulega stendur hann fram í nóvember frá maí. Okkur fannst tilvalið að fjalla um tómatinn, hvernig væri hægt að matreiða hann á ýmsan nýstárlegan hátt, og einnig hvernig hægt er að geyma hann bæði með því að niðursjóða og frysta. Margir líta á niðursuðu og frystingu sem haustverk, en við viljum benda á að á meðan tómatar eru á sem lægstu verði er til- valið að byrgja sig upp. Tóm- atinn má matreiða á margan hátt, grilla hann, steikja, sjóða, nota í sósur, súpur, sa- löt, á brauð og til skrauts svo eitthvað sé nefnt. Margar aðferðir eru til, þegar varðveita á tómata, til mat- reiðslu yfir vetrartímann þegar tómatar hafa stigið svo í verði að þeir eru ekki kaupandi. Þeir eru frystir, niðursoðnir, búin til sósa eða mauk úr þeim og súrsaðir. Hér á eftir koma nokkrar uppskriftir sem hægt er að notast við í þeim tilfell- um. Frystir tómatar Gott er að frysta tómata sem nota á til matreiðslu. Eru þeir fyrst soðnir í 15 mínútur síðan eru þeir kældir í ílátum í köldu vatni, afhýddir og raðað þétt saman í plastflát. Tómatar í eigin safa Það er líka hægt að geyma tó- ítalskt spagetti Vz kg nautahakk i/2 kg kindahakk 1 stór laukur smátt skorinn 1 græn paprika smátt skorin 1-2 kg tómatar 1 dós tómat paste 1 msk sykur 1 tsk oregano 1 tsk basil 1 tsk Italian seasoning 1 lárviðarlauf Hakkið er brúnað ásamt lauknumogpaprikunni. Restinni af innihaldinu er hrært útí. (Best er að afhýða tómatana). Suðan er látin koma upp og svo er þetta látið krauma í IV2 klst. og hrært í öðru hvoru. Borið fram með miklu spagettíi og rifnum parm- esan osti. Tómat-jógurt sósa 2 mask jógúrt án ávaxta 1 tsk tómatkraftur salt og pipar ögn af Worcestershíre sósu (má sleppa) Jógúrt og tómatkrafti er blandað saman uns það er orðið jafnt. Kryddaðu með salti og pipar og bættu í Worcestershire-sósu ef þér sýnist svo. Gott er að bera þessa sósu með bökuðum hýðis- kartöflum, og er þá skorið í yfir- borðið á henni ög sósunni hellt yfir. Tómatpæ Pædeig: l'/2 dl hveiti 1V2 dl heilhveiti mata í eigin safa, og þarf þá að velja stinna tómata af svipaðri stærð. Tómatarnir eru afhýddir með því að þeim er stungið niður í sjóðandi vatn og á þá að vera hægur vandi að ná hýðinu af þeim. Síðan er þeim raðað þétt saman í krukku. Tómatar eru síðan stappaðir og er blandað 6 g af salti í ásamt örlitlum sykri í hvert kíló. Safinn er síðan skilinn frá og hellt á krukkurnar. Tómatamauk 1,4 kg fullþroskaðir tómatar 700 gr sykur hýði og safi úr einni sítrónu 1 lítil kanilstöng Það þarf að afhýða tómatana og síðan að sneiða þá. Síðan er öllu blandað saman í pott og hitað Vz tsk salt 100 gr smjörlíki 2V2 til 3 msk vatn Fylling: 6-7 tómatar 2 laukar 1 msk olía 10 grænar olífur 1 tsk timjan V2 dl rifinn ostur Mjöli og salti blandað saman. Smjörlíkið (beint úr ísskáp) sett útí, síðan vatnið og allt hnoðað svo úr verði deig á sem skemmst- um tíma. Pædeigið er látið standa kalt í klukkutíma. Deigið er flatt út og lagt í pæ- mót eða kökumót og bakað við 200° C í 15 mínútur. Laukurinn er flysjaður, hitaður í olíunni og settur á deigið. Olífur og tómatar skorin í sneiðar og lagt ofan á. Rifnum osti og timjan stráð yfir allt saman. Pæið er bakið við 200°C í 15 til 20 mínútur. Ofnbakaðir tómatar Það sem til þarf er: 8 tómatar V2 msk olía (fyrir mótið) 1 tsk olía 1 tsk vínedik ögn af hvítlaukssalti ögn af rosmarin eða 8 msk hvítlauksostur Tómatarnir eru skornir sundur í miðju og settir á smurt, ofnfast mót. Olíu og vínediki hellt yfir og kryddinu stráð yfir eða 1 msk hvítlauksostur er sett á hvern upp að suðu. Maukið er látið malla í 20-30 mín. og er að lokum hellt í krukkur. Súrsaðir tómatar 1 kg grænir tómatar 700 gr sykur V4 1 vatn 2 msk ediksýra heill kanell og heill negull eftir smekk. Tómatarnir eru afhýddir eftir að þeim hefur verið stungið ofaní sjóðandi vatn. Vatni, sykri, ediksýru, kanil og negul blandað saman og soðið, tómatarnir eru settir út í löginn og soðnir meyrir. Síðan er öllu hellt á krukkur lok- aðar með plasti og þær geymdar á köldum stað. ~ SP tómathelming. Bakað við 250°C í um það bil 10 mínútur. Tómatana má líka ofnbaka heila, þá þarf: 8 tómata V2 msk olía 8 þykkar ostsneiðar eða 1 tsk olía. Tómatarnir settir í ofnfast mót. Rifa skorin í tómatana og ostin- um stungið í eða skorin kross í tómatinn og olíu hellt ofaní. Bakað við 250°C í 15 mínútur. Tómatsúpan er góð bæði heit og köld. Hana má búa til úr ferskum tómötum eða niðursoðnum flysjuðum. 7 tómatar (eða 1 dós niðursoðnir tómatar) 15 cm blaðlauk 1 msk olía 4 dl vatn 1 súputeningur Vz tsk dragon 1 msk kartöflumjöl V2 gúrka Blaðlaukurinn skolaður, skorinn smátt og hitaður í olíu. Tómat- arnir flysjaðir og stappaðir. Tó- matar, vatn, súputeningur og dragon sett í potf og suðan látin koma upp og súpan látin sjóða í nokkrar mínútur. Gúrkan skorin 1' sneiðar. Kartöflumjölið blandað vatni og jafningnum ásamt gúrkunni hellt í súpuna. Suðan látin koma upp á nýjan leik. - sp Vítamín Tómatar lækna gigt Tómatareru fulliraf A-víta- míni, og er þaö gott fyrir vefi líkamans, A-vítamín er líkatal- iöverasáragræðandi. Dag- skammtur af A-vitamíni fæst úr25gaftómötum. Tómatar eru líka auðugir af B-, C-vítamínum og kalíum. Ólíkt öðru grænmeti tapa tómatar litlu af næringarefnum sínum við suðu. Hráir tómatar eru taldir vera mjög góðir gegn gigt, liðagigt, kvefi, offitu og háum blóðþrýst- ingi. Nikótínsýran sem þeir inni- halda lækkar kólesterolið í blóði. Fimmtudagur 4. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 —sp Geymsla á tómötum Tómatatíminn heitir þessi árs- tími á grænmetisalmanakinu, og þótti okkur tilvalið að safna saman nokkrum tómata- uppskriftum sem hafa verið reyndar og hafa staðist próf hinna miklu matmanna á Þjóð- viljanum. Bindið á ykkur svunturnar og hefjist handa!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.