Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 1
„Kalt stríð“ Lokað á Rússa Geir Hallgrímsson afturkallar rannsóknarleyfi sem búið var að veita sovéskum jarðvísindamönnum. Orkustofnun átti aðfylgjastmeð ogfá niðurstöður. Utanríkisráðuneytið: ekki talið heppilegt að svona rannsóknirfarifram upp við landsteina Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra afturkallaði skyndi- lega leyfi sem Rannsóknarráð ríkisins hafði veitt sovéskum vís- indamönnum til rannsókna í sam- vinnu við Orkustofnun á set- lögum við suðurströnd landsins. Rannsóknirnar áttu að kosta 5-10 miljónir og ætluðu Sovétmenn að greiða allan kostnaðinn. Karl Gunnarsson jarðeðlisfræðingur tjáði blaðinu að verulegur akkur hefði orðið af rannsóknunum fyrir íslendinga, en hann telur að nú verði ekki af þeim. Eftir að Rannsóknarráð hafði veitt leyfið til rannsóknanna tók utanríkisráðuneytið í taumana og bar fyrir sig að erindið um rannsóknina hefði ekki borist með 6 mánaða fyrirvara, einsog lög frá 1979 mæla fyrir um. Hjálmar W. Hannesson sendi- fulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu staðfesti að leyfið hefði verið afturkallað og sagði að ekki væri „talið að öllu leyti heppilegt að svona rannsóknir færu fram uppi í landsteinum. Það þarf lengri tíma til að kanna þetta nánar, og það er óumdeilt að rannsóknarerindið barst ekki með þeim fyrirvara sem lög fyrir- skipa“. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur umræddri lagagrein aldrei verið beitt með þessum hætti fyrr. Gunnar Björn Jónsson hjá Rannsóknarráði staðfesti að ráðið hefði verið búið að veita leyfið. „En við urðum að aftur- kalla það eftir að ráðuneytið benti á lagagreinina um 6 mánaða fyrirvarann“. Karl Gunnarsson jarðeðlis- fræðingur sem átti að verða um- sjónarmaður fyrir hönd Orku- stofnunar, kvað þurfa mjög sér- hæft skip til setlaga- rannsóknanna, og sovésku vís- indamennirnir hefðu ekki vitað fyrr en í desember sl. að þær gætu komist með skipið hingað í lok janúar. Tveir íslendingar áttu að vera um borð og fylgjast með rannsóknum og allar niðurstöður átti að setja í hendur íslendinga. „Þetta var óheppilegt“ sagði Karl að lokum. -Jg Strokufangar Hverslags þjónusta er þetta Osló — Tveir norskir stroku- fangar sem við sögðum frá á dögunum og hafa verið á heimsreisu út á krítarkort sem gefið var út á pappírsfyrirtæki sem þeir stofnuðu eftir að þeir flýðu úr fangelsi sl. haust hafa nú látið í sér heyra. Strokufangarnir hafa eytt hátt í 20 miljónum króna í ýmsum heimshornum. Nú í vikunni hringdu þeir hins vegar til útgef- anda krítarkortanna í Osló og spurðu, ákaflega móðgaðir, hvernig í ósköpunum stæði á því að menn væru hættir að taka kortin þeirra gild. Kvörtuðu þeir sáran undan þessari slæmu þjón- ustu. Félagamir hringdu frá Thai- landi en létu þess ekki getið hve- nær þeir hygðust snúa heim til að halda áfram að afplána dóma sem þeir fengu fyrir fíkniefnasölu. —ÞH/reuter Sjónvarpið Dýrskot Tvö innskotí dansskemmtun sjónvarpsins á gamlárskvöld kostuðu 800þúsund krónur Pótt dagskrá sjónvarpsins á gamlárskvöld hafi almennt líkað vel, eru ekki allir jafn ánægðir. Starfsmenn sjónvarps- ins sem unnu á sínu lága kaupi við útsendingu og aðra vinnslu þetta kvöld eru mjög óánægðir. Ástæð- an er sú að tvö innskot þetta kvöld, á miðjum dansleik í sjón- varpssal kostuðu 800 þúsund krónur en það var Saga fílm sem vann innskotin. Hér er um að ræða lögin sem Stuðmenn fluttu „Fegurðardrottning“ og „Segðu mér satt“. Sagafilm hefur sent reikning uppá 600 þúsund krónur og stjórnandi upptöku og aðstoðar manneskja hans setja upp 200 þúsund krónur, þannig að sam- tals er um að ræða 800 þúsund krónur. Viðar Víkingsson sem sá um dagskrána á gamlárskvöld sagði að þar sem um beinar út- sendingar hefði verið að ræða hefði ekki annað komið til greina en eiga tilbúið efni ef eitthvað hefði brugðist í beinu útsending- unni. Þar á meðal var ákveðið að fá Saga film til að gera þessi tvö myndbönd og stjórnandi upp- töku þeirra ráðinn ásamt aðstoð- armanneskju. Um kostnað kvöldsins í heild sagðist Viðar ekki geta sagt til um. En hann benti á að aðkeypt efni kostaði alltaf sitt, en síðan væri tilhneiging til að líta á það sem unnið er í sjónvarpssal af starfsfólki sjónvarpsins, sem ó- keypisefni í stað þess að reikna hvern upptöku tíma þar á 30-50 þúsund krónur. Viðar sagði að reiknað hefði verið með tveimur 5 mínútna auglýsingatímum um kvöldið og áttu þeir að færa sjónvarpinu eina miljón í tekjur. Minna varð úr en efni stóðu til og auglýsingatekj- urnar urðu aðeins 200 þúsund krónur. -S.dór Björk Vilhelmsdóttir, Hrólfur Ölvisson, Ágúst Hjörtur Ingþórsson, Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Auðunsson ræða málin fyrir fund stúdentaráðs í gærkvöldi. Mynd: E.ÓI. Stúdentaráð Frjálshyggjan varð undir Stúdentaráð lýsiryfir vantrausti á stjórn Vöku og umbótasinna. Félag vinstri manna og umbótasinnar vinna að málefnasamningi. Ný stjórn kosin á sunnudaginn. Rœtt um að Björk Vilhelmsdóttir verði nœsti formaður SHI að verður til umræðu næstu daga hvernig hugsanlegu samstarfí okkar við umbótasinna verður háttað. Það sem nýr meirihluti þarf fyrst og fremst að snúa sér að er að móta ábyrga stefnu í lánamálum námsmanna og fá menntamálaráðhcrra til samstarfs við námsmenn um þau og ekki síður um stefnu í menntamálum sem nú eru mjög til umræðu i háskólanum, sagði Ólafur Sigurðsson formaður framkvæmdaráðs Félags vinstri manna í HÍ í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Umbótasinnar samþykktu á fundi í fyrrakvöld að slíta sam- starfi við íhaldsmenn í stúdenta- ráði og í gærkvöldi lýsti stúdenta- ráð yfir vantrausti á stjórn Vöku og Félags umbótasinna vegna að- gerðaleysis hennar í lánamálum. Stjórnin fer frá í þessari viku og á fundi stúdentaráðs á sunnudag- inn verður mynduð ný stjórn Fé- lags vinstri manna og Félags um- bótasinna. Málefnasamningur félaganna verður tilbúinn innan tíðar og lagður fyrir félagsfundi um helgina. Ólafur Arnarson og aðrir emb- ættismenn Vöku fyrir hönd stúd- enta munu því víkja úr stöðum sínum og aðrir taka við, en óá- nægjan meðal umbótasinna hefur ekki hvað síst stafað af störfum Ólafs í stjórn LÍN. Á fundi umbótasinna á mánu- dagskvöldið var lýst yfir stuðn- ingi við Hrólf Ölvisson formann félagsins, en hann hafði forgöngu um að samstarfinu yrði slitið. Fyrr um daginn höfðu Vöku- menn boðist til að láta Ólaf Arn- arson víkja úr LÍN gegn því að Hrólfur léti af embætti sínu sem formaður og ræddi ekki frekar við fjölmiðla, en hann hafnaði því. Hrólfur sagðist í gær vera ánægður með þessa niðurstöðu. „Það er grundvallaratriði að hagsmuna námsmanna sé gætt í hvívetna, en störf Vökumanna hafa brotið freklega í bága við þá hagsmuni“. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur verið rætt um að Björk Vilhelmsdóttir Félagi vinstri manna verði næsti for- maður stúdentaráðs. - gg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.