Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Framboð Verkalýðslisti í Vestmannaeyjum Ragnar Óskarsson efstur áframboðslista Alþýðubandalagsins íEyjum Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins í Vestmannaeyjum vegna sveitastjórnarkosninganna í vor var samþykktur á fundi í félaginu í fyrrakvöld. Athygli vekur að Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi flokksins gefur ekki kost á sér aftur en í hans stað fer Ragnar Oskarsson kennari í fyrsta sætið. 13 manns af þeim 18 sem skipa listann eru verkafólk í almennri merkingu orðsins. List- inn lítur svona út: 1. Ragnar Óskarsson kennari, 2. Guðmunda Steingrímsdóttir sjúkraliði, 3. Elías Björnsson for- maður Sjómannafélagsins Jötuns, 4. Jóhanna Friðriksdóttir formaður Verkakvennafélagsins Snótar, 5. Jón Kjartansson for- maður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, 6. Svava Haf- steinsdóttir starfsstúlka, 7. Þor- steinn Gunnarsson nemi, 8. Matthildur Sigurðardóttir verka- kona, 9. Ástþór Jónsson varafor- maður Sjómannafélagsins Jötuns, 10. Aðalheiður Sveinsdóttir verkakona, 11. Sæv- ar Halldórsson varaformaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, 12. EddaTegederpóstur, 13. Ar- mann Bjarnfreðsson verkamað- ur, 14. Gunnlaug Einarsdóttir verkakona, 15. Hörður Þórðar- son trésmiður, 16. Ólöf M. Magnúsdóttir kennari, 17. Dag- .mey Einarsdóttir verkakona og 18. Hermann Jónsson verkamað- ur. -gkm Gerðuberg Konur í myndlist Um næstu helgi hefst sýning í Gerðubergi á verkum kvenna í eigu Reykjavíkurborgar. Hér er um að ræða 2. hluta sýningarinn- ar og þar eru til sýnis verk eftir núlifandi listakonur. Þar verða til sýnis málverk, vefnaður, grafík og fleira. Það er Gerðuberg sem stendur fyrir sýningunni í samráði við stjórn Kjarvalsstaða. Þessir listamenn eiga verk á sýningunni sem lýkur 15. febrúar: Ása Ólafsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Guðmunda Ándrésdóttir, Ingunn Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Karen Agnete Þórðarson, Karolína Lárus- dóttir, Kristín Jónsdóttir, Louisa Matthíasdóttir, Margrét Jóelsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Valt- ingojer, Sigrún Guðjónsdóttir, Sól- veig Eggerts Pétursdóttir, Svala Þór- isdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. f Gerðubergi. Umsjónarmaðurinn Gerla stillti sér upp. Ljósm. E.ÓI. Grípum til aðgerða Fulltrúaráð KÍ: Launamunur grunnskólakennara verði leiðrétturþegar. Valgeir Gestsson formaður KÍ: Bullandi óánœgja í skólunum Við Geir leyfum sko engum rússum að kíkja upp undir okk- ur hér á íslandi. Grandi hf. Enn verður kært Félagsmálaráðuneytið veigrarsér við að taka afstöðu til kœru minnihlutans í borgarstjórn um stjórn Granda hf. Sú ákvörðun Davíðs Odds- sonar borgarstjóra að skeyta í engu um vilja minnihluta borgar- stjórnar við skipan fulltrúa borg- arinnar í stjórn Granda hf. á sín- um tíma verður að öllum líkind- um kærð til félagsmálaráðuneyt- isins að nýju innan skamms, en nýlega tilkynnti ráðuneytið að það gæti ekki tekið afstöðu til fyrri kæru minnihlutans nema málið fengi umijöllun og af- greiðslu í borgarstjórn. Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson lögðu í gær fram á- lyktun í borgarráði þess efnis að borgarstjóri hafi ekki haft heim- ild til þess einn og sér að tilnefna alla stjórnarmenn borgarinnar í Granda hf. heldur heyri það undir borgarstjórn að kjósa þá með lýðræðislegum hætti. Af- greiðslu ályktunarinnar var frest- að til næsta fundar borgarráðs. Verði hún felld þar eins og gera má ráð fyrir, kemur málið til kasta borgarstjórnar. Ef íhaldið í borgarstjórn situr þá fast við sinn keip, verður málið enn kært til félagsmálaráðuneytisins. Þegar af sameiningu BÚR og Isbjarnarins varð í nóvember skipaði Davíð þá Þröst Ólafsson framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, Þórarin Þórarinsson fram- kvæmdastjóra VSÍ og Ragnar Júlíusson borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í stjórn fyrirtæk- isins fyrir borgina. -gg að er bullandi óánægja úti í skólunum með þessa mismun- un kennara í launum og við mun- um á næstu dögum halda vinnu- staðafundi til að koma af stað um- ræðu um þessi mál, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um aðgerðir, sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands ís- lands í samtali við Þjóðviljann í gær. Fulltrúaráð Kennarasam- bandsins samþykkti á fundi um síðustu helgi ályktun þar sem því er mótmælt harðlega að ekki hafi verið staðið við loforð fyrrver- andí fjármálaráðherra, Álberts Guðmundssonar um jöfnun launa á grunnskólastigi, en sem stendur munar nú um 5% í launum á félögum í KÍ og HÍK. Nú nýlega hafnaði Þorsteinn Pálsson þessari kröfu kennara í KÍ. Nái þessi leiðrétting ekki fram að ganga sjá kennarar sig nauðbeygða til að grípa til að- gerða. Þá samþykkti fundurinn að skora á fjármálaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu á þessu þingi sem tryggi félögum KI full- an samnings- og verkfallsrétt. Fulltrúaráðið fjallaði einnig um kjaramál og samþykkti eftir- farandi ályktun: „Undanfarnar vikur hafa dun- ið á launafólki í landinu stans- lausar hækkanir á vöruverði, þjónustu og óbeinum sköttum. Sem dæmi má nefna hækkun á lyfjum og læknisþjónustu um allt að 33%, 17% hækkun á gjaldskrá pósts og síma, 20% hækkun dag- vistargjalda, hækkun á flugvall- arskatti og svo mætti lengi telja. Laun hafa verið óverðtryggð frá árinu 1983 sem hefur haft í för með sér gífurlega kaupmáttar- skerðingu. Benda má á að kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 18,9% á árinu 1983 og um 7,7% á.árinu 1984. Á sama tíma hefur lánskjaravísitala verið í fullu gildi. Frá því í maí 1983 hafa laun hækkað um 83,9% en á sama tíma hefur lánskjaravísitala hækkað um 120,6% og fram- færsluvísitala um 112,4%. Launafólk þolir ekki frekari kjaraskerðingu. Samningar eru lausir og ekkert skrið komið á samningaviðræður. Það er sjálf- sögð krafa launafólks að samið verði strax“. -gg Leiðrétting Misritun varð í frásögn blaðs- ins í gær af keppni í unglinga- flokki Skákþings Reykjavíkur. Einn keppenda var nefndur Ólafur Vídalín en nafn hans er Ólafur Valdín Halldórsson. Við biðjumst velvirðingar. Námsmenn Nýir stúdentagarðar áformaðir Félagsstofnun stúdenta hyggst reisa 150 íbúðir í stúdenta- görðum á næstu þrem árum. Ætl- unin er að fjármagna íbúðir þess- ar með lánum úr Byggingasjóði verkamanna, allt að 80% af bygg- ingakostnaði, sem Félagsstofnun á rétt á, en restina þarf stofnunin sjálf að fjármagna. Það eru um 50 milljón krónur. Ársæll Harðarson, fram- 150 nýjar íbúðir á þrem árum kvæmdastjóri Félagsstofnunar, og fyrirtækjum. Ársæll sagðist bjartsýnn á að það tækist. Benti hann á að hjónagarðarnir hefðu á sínum tíma verið reistir fyrir framlög frá sveitarfélögunum. sagði við Þjóðviljann, að sjóðs- stjórnin myndi í samvinnu við Félagsstofnun fara í að leysa það verkefni. Stofnframlag í sjóðinn kemur frá Stúdentaráði, og er það 820 þúsund krónur. Þá leggur FélagsstQfnun fram 1 milljón 640 þúsund. Afganginum á svo að safna hjá sveitarfé- lögum, bönkum, einstaklingum Óvissuþátturinn í þessu er einkum það sem bundið er í lögum, sem sagt framlögin úr Byggingasjóði verkamanna. Sagði Arsæll að þeir hefðu þegar fengið jákvæð svör frá sjóðnum, en þó ætti eftir að reyna á efnd- irnar. Um þessar mundir er undir- búningsvinnan að fara af stað, hönnunarvinna og frágangur á útboðum. Það verður svo í lok þessa árs og upphafi næsta að verulegur skriður kemst á út- gjöldin. Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.