Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1986, Blaðsíða 5
Stórvaxnasti skógur, sem nú er í Finnlandi af Raivolalerki á rannsóknastöðinni í Punkaharju. Fimmtán ára gamall teigur af Raivolalerki á Hallormsstað. Mynd: sibl. Mynd: sibl. Vinarbragö Gefið mér finnskan skóg og óskin var uppfyllt Svo sem frá var skýrt hér í blaðinu sl. föstudag afhenti sendiherra Finna hér á landi, Anders Huldén, fyrir hönd land- búnaðarráðherra Finnlands, Jóni Helgasyni, landbúnaðarráð- herra, 2 kg. af Raivola lerkifræi. Gjöfin tengist opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta til Finnlands. Við það tækifæri spurði Kovistó Finnlandsforseti Vigdísi forseta hvers hún óskaði sér helst og svar Vigdísar var: „Gefið mér finnskan skóg“. Og nú hefur ósk Vigdísar for- seta verið uppfyllt. Upp af því fræi, sem landbúnaðarráðherr- ann tók við úr hendi sendiherr- ans, mun vaxa finnskur skógur í íslensku umhverfi. Raunar er þetta ekki fyrsta gjöfin til uppfyll- ingar óskum Vigdísar forseta. í sumar gáfu Finnar okkur 100 birkiplöntur, sem valinn var sam- astaður við Fossá í Hvalfirði. Raivola lerkikvæmið er kennt við staðinn Raivola á Kirjálaeiði. Svæðið er um 50 km. norðvestan við Leningrad, um 10 km. upp af norðurströnd Finnska flóans, í raun og veru nokkur hundruð km. vestan við náttúrleg vestur- mörk lerkis. Þetta kvæmi hefur reynst vel á Norðurlöndunum, einnig hér, þar sem það hefur dafnað vel á Upphéraði. Raivola- svæðið heyrði áður til Finnlandi en féll til Rússa eftir friðarsamn- ingana eftir síðustu heimsstyrj- öld. Kenna Rússarnir staðinn við smá á, sem fellur um hann: Lind- ulova. Raivola lerkikvæmið er mjög eftirsótt fyrir það hvað trén eru beinvaxin mörgum öðrum lerki- kæmum fremur. Er sá eiginleiki ákaflega þýðingarmikill ef nota á trén í borðvið. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri og Þórarinn Benedikz, for- stöðumaður Rannsóknarstofnunar Skógrækt- arinnar, komu til Raivola í októ- ber 1979. Það var Pétur mikli, sem upp- haflega gaf fyrirmæli um plöntun lerkiskógar í nánd við St. Péturs- borg, og ætlaði viðinn til skipa- smíða. Verkið komst þó ekki í framkvæmd fyrr en á dögum Katrínar miklu. Hún valdi til þess þýskan skógmeistara, Fockel. Hann valdi ræktuninni stað 1733 og sáði þar fræi af Arkangelsk- lerki. Um ferð þeirra félaga til Raviola hefur Sigurður Blöndal skógræktarstjóri sagt: „Hvemig lítur nú hinn nafn- togaði Lindulovskayalundur út við fyrstu sýn? Hér skal reynt að koma orðum að því þótt venju- legum manni verði eiginlega orð- fall er hann stendur inni í þessari skógarhöll. Þegar maður hefur gengið spölkorn frá hliðinu gegnum glæsilegan greniskóg, (sem allur er hér náttúrlegur), birtast fyrstu trén af lerki. Óskaplega há og sum ákaflega gild, 60-80 cm. í þvermál og einstaka upp undir 1 m. Inn á milli eru samt tré, sem eru ótrúlega grönn miðað við hæð og króna sama og engin, að- eins smá dúskur í toppinum. Yfir- leitt eru stofnarnir ákaflega beinir langt upp eftir en hafa margir svignað efst, og manni finnst jafnvel að krónurnar flæk- ist þar saman þvers og kruss. Ótrúlegast finnst manni hvað trén standa þétt, enda er það skýringin á hinu geysilega viðar- magni ásamt hæðinni. Við erum þess fullvissir að gagn muni verða af þessari för okkar til Sovétríkjanna. Við nut- um þar framúrskarandi fyrir- greiðslu og alkunnrar gestrisni Rússa. Það er ákaflega mikilsvert fyrir okkur að hafa séð lerkiskóg í náttúrlegu umhverfi. Við ættum betur en áður að geta dæmt ástand og þrif lerkis á íslandi. Það var ánægjulegt að sjá að svip- ur þess er líkur, þar sem það vex best á íslandi, og í fjallaskóginum í Altai. Slíkt er mikil uppörvun, enda lagði próf. Timofejev bless- un sína yfir það, er við sýndum honum myndir af lerki í Upphér- aði, og var undrandi yfir vexti þess hér. Þau kynni er við efndum til við rannsóknarstofnanir og forystu- menn í skógrækt, ættu að geta orðið að góðu gagni í framtíð- inni.“ -mhg Tímaritið Eiðfaxi Hólar í Hjaltadal sóttir heim Eiðfaxi, 12. og síðasta tbl. f.á. hefur borist blaðinu. Hann heilsar með forystugrein Guðmundar Birkis Þorkelsssonar, ritstjóra, þarfri hugvekju um aðbúnað hrossa að vetri til, bæði utan húss og innan. Birkir segir einnig frá heimsókn til hrossakynbóta- búsins á Hólum í Hjaltadal og ræðir við Hólamenn um búið og starfsemi þess. Cristine Schwartz segir frá keppni 10 hestakynja í Kanada og var íslenski hesturinn, Valur frá Gamla-Hrauni, meðal kepp- endanna. Sigurbjörn Bárðarson tekur saman kappreiðaannál árs- ins 1985. Þá er unglingaþátturinn Folahlaup. Haldið er áfram að birta skrá yfir ættbókarfærðar hryssur 1985. Þorgeir Guðlaugs- son á þarna skemmtilega frásögn af Gufuneskappreiðunum 1948 en þá hafði Þorgeir í Gufunesi „byggt upp eigin skeiðvöll, boðið til kappreiða og heitið of fjár í verðlaun“. Arnór Karlsson segir frá hestaþingi Loga og sagt er frá Vallamóti Trausta. Hjalti Jón Sveinsson skrifar um enskan tölt- ara af smáhestakyni. Greint er frá aðalfundum Félags hrossa- bænda og Félags tamninga- manna. Þá eru umsagnir um hest- abækur, sem út komu á sl. ári og fjölmargar smærri fréttir. Og um allt blaðið er svo stráð ágætum myndum. -mhg Mlðvlkudagur 15. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.