Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 9. desember 1986 281. tölublað 51. árgangur Strœtó Skæmhemaði haldið áfram Meint veikindi nokkurra vagnstjóra hjá SVR. Mótmœla lágum launum, slœmum aðbúnaði ogmikilli yfirvinnu. Kristinn Hraunfjörð: Þessuverður haldið áfram. Sveinn Björnssonforstjóri SVR: Algerlega ólöglegar aðgerðir Við grípum til þessara aðgerða fyrst og fremst til þess að vekja athygli á og mótmæla Innbrot Miljóna- verðmæti hurfu Brotist inn í skartgripa- verslun um helgina. Hundruðum gullhringa og gullfestastolið. Axel Eiríksson: Verðmœtið líklega 3-4 miljónir Þetta er auðvitað mikið áíaii fyrir okkur. Verðmæti þess sem stolið var er líklega á bilinu 3-4 miljónir, sagði Axel Eiríksson, annar eiganda Guðmundar Þor- steinssonar s.f., sem er úra-og skartgripaverslun í Bankastræt- inu. Þegar starfsfólk verslunarinnar kom til vinnu í gærmorgun upp- götvaðist að brotist hafði verið inn í verslunina um helgina. Innbrotsmennirnir höfðu með sér á þriðja hundrað gullhringi og um 75 hálsfestar úr gulli. Það má heita að numdir hafi verið á brott allir þeir hringir sem þarna voru. Innbrotsmennirnir munu hafa komist inn um glugga á bakhlið hússins, brutu rúðu og spenntu upp rimla sem voru fyrir henni. Að sögn Axels var ekki unnið tjón í versluninni að öðru leyti. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar, en þegar Þjóðviljinn ræddi við rannsóknarlögreglumenn í gær var málið enn óupplýst. Ef ein- hverjir geta veitt upplýsingar um málið eru þeir beðnir um að snúa sér til RLR. -gg Danmörk Flúðu meá skeiðum Þrír glæponar flúðu úr fangels- inu í Silkiborg í Danmörku í gær, og höfðu sýnilega roflð klefavegg- inn með matskeiðum úr fangels- ismötuneytinu. Fangarnir þrír, peningafalsari, nauðgari og morðtilraunarmað- ur, hnýttu sama lök og lásu sig eftir þeim niður í fangelsisgarð- inn, fundu þar stiga og komust þannig yfir múrana og leika nú lausum hala einhversstaðar í Danaveldi, sáttir við guð, menn og hnífapör. - reuter lágum launum vagnstjóra, óhóf- legri yfirvinnu og lélegum aðbún- aði á vinnustað, sagði Kristinn Hraunfjörð vagnstjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Kristinn er einn þeirra vagn- stjóra hjá SVR sem tilkynntu veikindi í gær, sagðist vera með niðurgang. Vegna þessara skipu- lögðu veikinda raskaðist áætlun nokkurra vagna mikið í gær og áttu talsvert margir erfitt með að komast til og frá vinnu. Að sögn Kristins höfðu vagnstjórar samráð um að menn gengju ekki í aukavaktir fyrir þá sem lágu heima. Kristinn sagði í gær að þessum skæruhernaði yrði haldið áfram á næstunni. Mikil ólga hefur verið meðal vagnstjóra hjá SVR að undanförnu vegna launakjara. Að sögn Kristins taka vagn- stjórar laun samkvæmt 56. launa- flokki BSRB, en til samanburðar má geta þess að vagnstjórar á Ak- ureyri taka laun samkvæmt 62. flokki. Sveinn Björnsson forstjóri SVR-Sagðisti gaer teijaað þessar aðgerðir vagnstjóranna væru ó- löglegar með öllu. „Það hefði verið miklu eðlilegra að bíða með aðgerðir þar til samningar renna út. Mér finnst undarlegt að þeir skyldu ekki láta reyna á samn- ingaleiðina fyrst. Þetta er auðvit- að alvarlegt mál fyrir þá sem treysta á vagna SVR til þess að komast til og frá vinnu,“ sagði Sveinn. Hann vildi ekki svara því í gær hvort gripið yrði til einhverra að- gerða gegn þeim sem lagst hafa veikir án þess að hafa læknisvott- orð því til sönnunar, sagði að- eins: „Það verður gengið úr skugga um hvort þarna er um raunveruleg veikindi að ræða.“ -gg Kristinn Hraunfjörð er einn þeirra vagnstjóra hjá SVR sem tilkynnti veikindi í gær. Hann hólt til í bólinu og réð krossgátur þegar Þjóðviljinn leit við hjá honum í gær. Mynd - E. Ól. Samningarnir Taxtakerfið rústað s Asmundur Stefánsson: Stœrra stökk kaupmáttaraukningar hinna lœgst launuðu en dœmi er um Eftir tveggja sólarhringa samn- ingalotu voru nýir kjarasamn- ingar, milli ASÍ, VSÍ og VMS, undirritaðir í Garðastræti upp úr hádegi á sunnudag. Mikilvægasta ákvæði þessara samninga er að nú var samið um verulega hækk- un lágmarkslauna, úr rúmum 19 þúsundum í 26.500 kr. á mánuði. „Við náðum þrem meginmál- um í gegn,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í gær. í fyrsta lagi hækka lægstu laun um 30% að kaupmætti á milli áranna 1986 og 1987. Það er væntanlega stærra stökk í kaupmáttar- aukningu lægstu launa en dæmi eru um.“ í öðru lagi talaði Ásmundur um að taxtakerfið væri lagt í rúst með samningunum og lögð drög að uppbyggingu nýs kerfis. i þriðja lagi væri bónuskerfið stokkað upp þannig að hlutur fastakaupsins hækkaði verulega. „Það er ýmislegt sem maður hefði viljað hafa öðruvísi í þess- um samningum, en það verður að skoða niðurstöðuna í ljósi þess að hækkunin kemur tveimur og hálf- um mánuði fyrr en ef samningar hefðu ekki tekist í þessari lotu.“ Einsog fyrr sagði fara lág- markslaun strax í 26.500 krónur en auk þess koma til þrjár hækk- anir á þau á samningstímanum, en hann er út árið. 1. mars, 1. j úní og 1. október hækka lágmarks- launin um 500 krónur, þannig að þau verða komin í 28.000 krónur í lok ársins. Lágmarkslaun fag- lærðra verða 35.000 krónur en verða komin í 36.800 kr. í lok ársins. Inn í lágmarkslaunin eru reiknaðar allskyns auka- greiðslur, yfirborganir og álögur sem fylgja föstum launum. Séu laun starfsmanns þannig metin hærri en viðeigandi lágmark, hækka þau aðeins sem nemur al- mennum launahækkunum, sem eru alls 5% á samningstímanum og skiptist í 2% 1. mars, 1,5% 1. júní og aftur 1,5% þann 1. októ- ber. Verðbólgan á næsta ári verður hins vegar 7-8% að sögn sérfræð- inga og ríkisstjórnin hefur skuld- bundið sig til að halda henni í skefjum. í Þjóðviljanum í dag er rætt við ýmsa aðila sem málið varðar og eru viðbrögðin yfirleitt jákvæð, einkum hvað varðar hækkun lægstu launa. Iðnnemar eru þó venilega óánægðir með sinn hlut, enda er þeim ætlað að vera úndir lágmarkslaunum. -Sáf Sjá viðtöl á bls. 3, 8 og 13. Kjarasamninginn á bls. 8 og 13 og leiðara á bls. 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.