Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Töluverð hækkun Vilborg Þorsteinsdóttir: Samningarnir hefðu get- að verið verri Ég hef nú ekki alveg gert upp hug minn gagnvart þessum samn- ingum. En á þessu stigi finnst mér að þessir samningar hefðu getað verið verri, sagði Vilborg Þor- steinsdóttir formaður verka- kvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum. „Þótt ýmislegt megi segja um lágmarkslaunin sem við sömdum um þá eru þau vissulega töluverð hækkun fyrir fólk sem hefur verið á stríbuðum töxtum og þeirra sem lifa á tryggingabótum einum saman. Ég er líka nokkuð ánægð með nýju bónusreglurnar, en þær koma vel út í okkar nýtingarkerfi sem er ekki fastnýtingarkerfi. Hins vegar finnst mér svekkjandi að við skyldum ekki ná fram því sem við stefndum að með fisk- vinnslunámskeiðin, en markmið- ið var að þau yrðu metin meira en fram til þessa. Okkur skildist að það myndi verða tekið vel í þessa kröfu okkar, en svo reyndist ekki vera,“ sagði Vilborg. -K.Ól. Tiltölulega ánægð Hildur Kjartansdóttir: Lágmarkslaunin hefðu mátt vera hœrri Ég er tiltölulega ánægð með samningana, en alls ekki á allan hátt. Eg hefði viljað hafa lág- markslaunin hærri, sagði Hildur Kjartansdóttir varaformaður Iðju félags verksmiðjufólks. „Samningarnir eru engu að síður heilmikið skref fyrir þá sem sem hafa verið á stríbuðum töx- tum og það eru heilmargir. Ég tel jafnframt að rammasamningur- inn sem við gerðum í bónusnunt hafi verið mjög til bóta. Nú er komið inn í hann starfsþjálfun- arákvæði sem er afar mikilvægt fyrir okkur þar sem við höfum verið að byrja á átaki í starfs- menntun fyrir fólk í fata og vefj- araiðnaði,“ sagði Hildur. -K.Ól. Gríðarlegt stökk Magnús L. Sveinsson: Hefði viljað sjá hœrri lág- markslaun Ég er ánægður með samning- ana að því leyti að átakið fólst í því að hækka lægstu launin þó svo að ég hefði viljað sjá hærri tölur, sagði Magnús L. Sveinsson for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. „Stökkið er engu að síður gríð- arlega mikið og mér heyrist að flestir séu sammála um það að hækkun lægstu launanna hafi átt að hafa forgang og hinir sem bet- ur eru settir ættu að bíða um sinn. Eftir áramótin verður síðan unn- ið að launakönnun sem mun leggja grundvöllinn að uppstokk- un launaflokkakerfisins sem felst í því að taxtarnir verða fluttir að greiddum launum. Forgangshóp- arnir sem verða teknir fyrir hjá okkur strax eftir áramót eru af- greiðslufólk í lyfjaverslunum, fólk sem vinnur við almenn skrif- stofustörf og fólk sem starfar við ferðaþjónustu." - K.ÓI. Samningarnir innsiglaðir með undirskrift eftir langar vökunaetur. Mynd Sig. Er sáttur við samningana Sigurður Óskarsson: Við mátum stöðuna þannig að við kœmumst ekki lengra Með allt í huga þá er ég sáttur við þessa samninga, sagði Sigurður Óskarsson formaður Alþýðusambands Suðurlands. „Okkur var ljóst að við urðum að taka ákvörðun og meta það sem á borðinu var með tilliti til þess sem í boði var varðandi lof- orð sem okkur bárust frá ríkis- stjórninni og þá sérstöku hækkun sem lá fyrir um hækkun lægstu launanna. Við mátum stöðuna þannig að við kæmumst ekki lengra. Með það jafnframt í huga að hið kolbrjálaða taxtakerfi verði lagað sætti ég mig við niður- stöðuna“. -K.ÓI. Menn æstir yfír samningunum Benedikt Bragason: Verkmenntun iðnaðarins sýnd lítilsvirðing að er hrikalegt dæmi fyrir Al- þýðusambandið að hafa látið það viðgangast að einn hópur sé skilinn eftir undir lágmarks- launum, sagði Benedikt Bragason formaður Iðnncmasambandsins um samningana en eins og kunn- ugt er gengu iðnnemar út af samningafundi þegar það varð Ijóst að laun þeirra yrðu reiknuð scm prósenta af lágmarkslaunum en ekki af sveinslaunum eins og tíðkast hefur hingað til. „Menn eru mjög æstir yfir þessu og símhringingum hingað nefur ekki linnt. Það eru ekki bara iðnnemar sem láta í sér heyra heldur meistarar líka sem telja að með samningnum sé verkmenntun iðnaðarins sýnd lít- ilsvirðing. Það er ljóst að með svona samningi hlýtur aðsókn í iðngreinar að minnka því fólk er ekki tilbúið til þess að lækka mánaðartekjurnar um 5500 krón- ur eins og mun verða raunin í flestum tilfellum“. Hvað ætlið þið að grípa til bragðs? „Sveinafélögin hafa lýst yfir miklum stuðningi við okkur og það er ekki annað fyrir okkur að gera en að leita eftir því að fá okkar sérkjarasamninga í gegn- um þau,“ sagði Benedikt. -K.Ól. Lágmarks- laun mættu vera hærri Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir: Gleður okkur að tillit var tekið til þeirra lægst launuðu Það gleður okkur að f þessum samningum var tekið mest tillit til þeirra sem hafa lægstu launin. Það er algjörlega í samræmi við okkar kröfur“, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður verkalýðsfélagsins Sóknar. „Ég held nú samt að þótt ekki hafi tekist að semja um hærri lág- markslaun núna þá séu flestir sammála um það að lámarks- launin mættu vera hærri. En svo er að sjá hvort það tekst að varð- veita kaupmátt launa á samnings- tímabilinu,“ sagði Aðalheiður. -K.Ól. Það segir sögu að Dagsbrún gekk út Þröstur Ólafsson: Við förum okkur hœgt Dagsbrún gekk út, það segir sína sögu, sagði Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar aðspurður um þá afstöðu sem stjórn Dagsbrúnar hefur á ný- gerðum sanmingum, en Þröstur tók jafnframt fram að engin á- lyktun hefði enn verið samþykkt innan stjórnarinnar um samning- ana. Að sögn Þrastar gerðist lítið markvert á stjórnarfundi Dags- brúnar í gær vegna fjarveru ein- staka meðlima, en á fundinum var farið í gegnum kjarasamning- inn og ákveðið að leita eftir skýr- ingum á ákveðnum þáttum hans. Þar á meðal voru atriði sem tengjast álögum ýmiss konar og starfsaldurshækkanakerfið eins og það verður með þessum samn- ingi. Þröstur reiknaði með að lín- urnar hjá Dagsbrún skýrðust seinni part vikunnar. „Við förum okkur hægt. Það er mikil kúnst að kunna að bíða“ sagði Þröstur að lokum. -K.ÓI. Arangur í þremur megin málum Asmundur Stefánsson: Stœrra stökk í kaupmáttaraukningu lœgstu að er ýmislegt sem maður hefði kosið að hafa öðruvísi í þessum samningum, en við verð- um að skoða lausnina núna í því Ijósi að við erum að fá þessa hækkun væntanlega 2-2 1/2 mán- uði fyrr en við hefðum fengið ef samningar hefðu ekki tekist í þessari lotu, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. „Við náðum þremur megin- málum í gegn. I fyrsta lagi þá hækka lægstu laun um 30% að kaupmætti á milli áranna 1986 og 1987 ef allar forsendur standast og sú kaupmáttaraukning er komin fram strax í desember. Það er væntanlega stærra stökk í kaupmáttaraukningu lægstu launa en dæmi eru til um“. „f öðru lagi er það ónýta taxta- kerfi sem við höfum búið við lagt í rúst með þessum samningum því lágmarkstölurnar fyrir verkafólk og iðnaðarmenn eru hærri en tölur almennu taxtanna. Jafn- framt eru í samningnum lögð drög að uppbyggingu nýs launa- kerfis með fastlaunasamningum á samningstímanum“. „í þriðja lagi eru bónuskerfin stokkuð upp þannig að fasta- kaupið hækkar verulega. Þetta gefur bónusfólki aukið öryggi, hækkar yfirvinnukaup mikið og kaup þann tíma sem ekki er unn- ið í bónus auk þess sem þeir sem hafa haft lítinn eða engan bónus hækka í mánaðarlaunum," sagði Ásmundur. Þá sagði Ásmundur að að hin hliðin á samningunum væri sá samningur sem gerður var við ríkisstjórnina um stöðugt gengi, takmörkun á opinberum verð- hækkunum og almennt aðhald í efnahagsmálum. Ef ríkisstjórnin stendur við sitt, sagði Ásmundur, þá ætti verðbólgan að haldast innan við 8% á árinu 1987. „Með þessu er verið að halda áfram þeirri viðleitni sem uppi var í samningunum í febrúar að reyna að festa báða enda málsins þann- ig að raunveruleikinn sé á bak við tölurnar,“ sagði Ásmundur. Teystir þú því að næsta ríkis- stjórn standi við þau loforð sem þessi ríkisstjórn hefur gefið? „Ég hef ekki mestar áhyggjur af A-flokkunum í því sambandi“ sagði Ásmundur. -K.ÓI. launa en dœmi eru til Ásmundur: Raunveruleiki á bakvið tölurnar. Þrlðjudagur 9. desember 1986, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.