Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 7
Bonnie Tyler, húsmóðirin með viskíröddina, var feikihress á tónleikum sínum í Laugardalshöll á laugardagskvöldið, og þótti gestum mikiðtil koma. Söngkonan frá Wales flutti sitt mál með þungum rokkþrótti, og ekki spilltu fyrir íslensku hljómsveit- irnar Rikshaw, Skriðjöklarnir og Forinajarnir með Eirík Hauksson í broddi fylkingar. EOI. var með myndavélina á lofti. BÆKUR Sigling Dagfara Almenna bókafélagið hefur sent frá sér nýja barna- og ung- lingabók eftir C.S. Lewis, þriðju bókina í ævintýraflokki hans frá Narníu. Þýðandi er Kristín R. Thorlacius og myndirnar eftir Pauline Baynes. Hér er Játvarði og Lúsíu enn á ný stefnt inn í töfralandið Narníu, í þetta sinn fara þau þangað í gegnum mynd af skipinu Dag- fara. Með þeim er í för dálítið leiðinlegur frændi þeirra, Elf- ráður Skúti. Þau finna og kanna ókunn lönd og lenda í ýmsum vanda, ekki síst Elfráður. Sú reynsla sem börnin verða fyrir hefur á þau mikil áhrif, og þegar þau sigla heim eftir að hafa kom- ist austur undir heimsenda eru þau breytt fólk. í greipum elds og ótta Þetta er fjórða skáldsaga Birgittu H. Halldórsdóttur. Fyrri bækur hennar eru: Inga, Háski á Hver- avöllum og Gættu þín Helga. f bókarkynningu segir m.a.: Sögusvið þessarar bókar er við Eyjafjörð. Margar helstu persón- umar eru kennarar við skóla í ná- grenni Akureyrar, þar á meðal Rósa, sem ung að árum hafði fellt ástir til Halldórs skólabróður síns og átt með honum soninn Óskar. En þau fengu ekki að njóta ástar sinnar. Síðar áttu þó örlögin eftir að leiða þau saman, en áður hafði mikið vatn runnið til sjávar og atburðarásin í lífi Rósu var bæði hröð og fjölbreytileg. Ólíkleg- ustu atburðir verða hver af öðr- um og frásögnin er þrungin sívax- andi spennu. Þetta er íslensk ást- arsaga og afbrotasaga. Lausnargjaldið Út er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ástarsagan LAUSNARGJALDIÐ eftir danska rithöfundinn ERLING POULS- EN. Þetta er 11. bókin í bóka- flokknum RAUÐU ÁSTARS- ÖGURNAR. Skúli Jónsson þýddi. Kit Tanning var 19 ára hjúkrun- arnemi, sem bjó með föður sín- um. Kvöld nokkurt vaknaði hún við hvell frá skammbyssuskoti. Síðan heyrði hún veika rödd, sem kallaði á hjálp. Hún flýtti sér í þá átt sem hljóðið kom úr. Þar lá ungur maður á blautri jörðinni. Blóð streymdi úr sári á höfði hans. Hvað hafði komið fyrir? Útvarpið lýsti eftir Curd Stiig barón 21 árs, sem var ákærður fyrir hryðjuverk. Einnig var sagt frá ráni á ráðherrasyni, Rolf Lou 10 ára og lausnargjaldi sem mannræningjarnir kröfðust. Hin unga Kit Tanning var á svip- stundu komin í hringiðu dularf- ullra atburða, þar sem hryðju- verkahópur lék lausum hala. 3. METSÖLUBÓKIN? POTTÞÉTT UNGLINGABÓK NÝJUNG! VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Á RAFTÆKJUM Er bilað raftæki á heimilinu t.d. brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél, vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga, lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef svo er komdu með það í viðgerðarbílinn og reyndu þjónustuna Vlðgerðarbíll verður staðsettur við eftlrtaldar verslanir samkvæmt tlmatöflu ÞRIÐJUDAGAR: Grímsbær, Efstalandi 26 kl. 1030 til 1230 Verslunin Ásgeir, Tindaseli3 kl. 16°°til 1800 MIÐVIKUDAGAR: Verslunin Árbæjarkjör, Rofabæ 9 kl. 1030 til 1230 Kaupgarður, Engihjalla 8 kl. 16°°til 1800 FIMMTUDAGAR: Verslunin Kjötog fiskur, Seljabraut 54 kl. lO^til 1230 Hólagarður, Lóuhólum 2-6 ki.ieootiiis00 FÖSTUDAGAR: Verslunin Breiðholtskjör, Arnarbakka 4-6 kl. 1030 til 1230 Fellagarðar, Eddufelli 7 kueooting00 th RAFTÆKJAVIÐGERÐIR SÆVARS SÆMUNDSSONAR VERKSTÆÐI - VIÐGERÐARBÍLL ALFTAHÓLUM 4 - SlMI 72604 MARKAÐURINN Grensásvegi 50 auglýsir: HLJOMTÆKI Kassettutæki Magnarar Hátalarar Ferðatæki Litasjónvörp frá kr. 7.000. frá kr. 7.000. frá kr. 2.500. frá kr. 4.000. frá kr. 8.000. Hljómtækjaskápar Bíltæki Tölvur og fleira SKÍÐAVÖRUR Okkur vantar nú þegar í sölu skíðavörur af flestum stærðum og gerðum. MARKAÐURINN Grensásvegi 50 Sími 83350.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.