Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.12.1986, Blaðsíða 6
%ÍaÍÍ? Vinningstölur 6. des. 2-3-10-13-29 HANDBOK SVÆÐISSTJORNAR MÁLEFNA FATLADRA I REYKJAVIK er nú komið á flest heimiii í Reykjavík. Lítið í blaðið og geymið þar til næsti ár- gangur kemur. SAFN Allt í veisluna hjá okkur Kjörorð okkar er: Góða veislu gjöra skal . . . VEISIÁJ-ELDHÚSIÐ Álfheimum 74, Glæsibæ. Sími: 686220 kl. 13—17. KALT BORÐ HEITT BORÐ KÖKUBORÐ Á veisluborðið: Roast beef Graflax Hambogarhryggur Reyktur lax Grísasteik Síldarréttir Lambasteik Salöt Hangikjöt Sósur Nýr lax Brauð, smjör, smurt brauð, snittur, pinnamatur, kjöt, fiskur, ostar. Rjómatertur, marsípantertur, kransakökur. Sendum mat i fyrirtæki og leigjum út sali VEISLUELDHÚSIÐ Glæsibæ, sími 686220 ÞJÓDMÁL Þingstörf Stjómarfmmvörpin hellast inn Aðeins eittlagafrumvarp afgreitt. Jólafríl9. desember Nú þegar aðeins er tæpur hálf- ur mánuður til jólaleyfi þing- manna, sem áætlað er að hefjist 19.desember, eru stjórnarfrum- vörp farin að hellast inn á þingið. Tæpir tveir mánuðir eru nú liðnir af þingtímanum, en aðeins eitt lagafrumvarp hefur verið afgreitt á þeim tíma: Stjórnarfrumvarp um tékka, þar sem verið var að samræma orðalag á nýjum lögum og gömlum frá 1933. Ekki er gert ráð fyrir að mikið verði afgreitt fyrir jól af þeim ríflega hundrað málum sem ríkisstjórnin hefur til- kynnt, en auk fjárlagafrumvarps- ins er ljóst að stefnt er að af- greiðslu nýrra laga um kjara- samninga BSRB. Hlutafélagalögum breytt í stjórnarfrumvarpi til breyttra hlutafélagalaga er m.a. gert ráð fyrir að tveir í stað fimm nú geti myndað hlutafélag. Lágmarks- fjárhæð hlutafjár, sem breytist í takt við verðbreytingar verði nú 300 þúsund krónur og skulu öll hlutabréf gefin út til nafnskráðs aðila og handhafabréf þá gerð óheimil. Gæslumenn fái hærri björgunar- laun Komið er fram stjórnarfrum- varp um breytingar á lögum um björgunarlaun til Landhelgis- gæslunnar og eru þær fólgnar í því að samræma lögin almennum ákvæðum um skiptingu björgun- arlauna. Samkvæmt frumvarpinu hækkar hlutur áhafnar hjá Land- helgisgæslunni úr 25% í 40%, skipting milli áhafnarmanna fer eftir launahlutfalli eins og nú er og gildir það einnig um skip- stjóra. Gert er ráð fyrir að þessi lög verði afturvirk, þ.e. gildi frá 15. september s.l. ef þau verða samþykkt. -ÁI. Jarðhitaréttindi Altt undir 100 metrum verði almannaeign Iðnaðarráðherra lýsir stuðningi viðfrumvarp Alþýðubandalagsins. Hjörleifur Guttormsson mælti nýlega fyrir frumvarpi sínu og fleiri Alþýðubandalagsmanna um að jarðhitaréttindi í óbyggðum og alls staðar þar sem jarðhitinn er dýpra en 100 metra í jörðu skuli almannaeign. Frumvarpið hefur verið flutt á fyrri þingum og hafa ýmsir en þó aðallega Sjálfstæðismenn talið að ákvæði þess brytu í bága við eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinn- ar. Albert Guðmundsson, iðnað- arráðherra, sem tók til máls við fyrstu umræðu í neðri deild sagði það hins vegar túlkun lögfræð- inga í ráðuneytinu að svo væri ekki. Hann lýsti stuðningi við megininntak frumvarpsins en sagði að ráðuneytið þyrfti að taka það til nánari skoðunar. ~ÁI Alþingi Kjör- menn velji presta Myndlist Ríkið semji við Erró Pingsályktunartillaga um landkynningarherferð með málverkum eftir Erró. 25% sóknarbarna geta þó krafist kosninga ef óánœgjaermeð ákvörðun kjörmanna Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um afnám prestkosninga, þó þannig að 25% sóknarbarna geta krafist al- mennra kosninga ef þau eru ó- ánægð með niðurstöðu kjör- mannafundar, sem nú fær það hlutverk að velja prest. Kjör- menn eru sóknarnefndarmenn. Samkvæmt frumvarpinu þarf umsækjandi að fá helming greiddra atkvæða ef fleiri en einn er í kjöri en 2/3 hluta ef fleiri eru um hituna. Gert er ráð fyrir að kjörmenn endurtaki kosninguna með e.k. útslætti, ef enginn nær tilskyldum meirihluta strax. í frumvarpinu eru skýrari ákvæði en nú gilda um það hverj- ir séu á kjörskrá við prestkosn- ingar og verða það þeir einir sem eru í þjóðkirkjunni. -ÁI. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að taka upp viðræður við myndlistarmanninn Erró, Guðmund Guðmundsson, í því skyni að hann taki að sér myndlistarverkefni fyrir íslend- inga, tengd menningu, sögu, atvinnulífi og náttúru landsins og stöðu íslands á alþjóðavettvangi. Þannig hljóðar allsérstæð þings- ályktunartillaga sem Árni John- sen mælti fyrir á alþingi nýlega. í greinargerð segir Árni að Erró sé sá íslendingur í málaralist sem sé hvað þekktastur á alþjóð- avettvangi, verk hans veki sífellt meiri athygli og stíll hans höfði til þorra fólks óháð landamærum. Árni segir að margt ynnist ef þessi íslenski málari tæki að sér verkéfni fyrir íslendinga, sér- stæðir hæfileikar hans nýttust á þann hátt íslenskri menningu og sýningarherferð á slfkum verkum gæti verið liður í kynningu á ís- landi og markaðssókn í öðrum löndum. Lokaorð greinargerðar- innar eru: „Frami Errós er mikill heiður fyrir íslendinga að rækta betur samband við hann og list hans.“ í framsögu sinni lagði Árni einnig áherslu á að Erró nyti ekki listamannalauna. -ÁI VEISLUR - SAMLVÆMI Skútan h/f hefur nú opnað glæsilegan sal, kjörinn fyrir árshátíðar, veislur, fundi félagasamtaka og alls kyns samkvæmi. Leggjum áherslu á góðan mat og þjónustu. SKÚTAN HF. Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sími 51810 og 651810.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.