Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 2
P-SPURNINGINn Telur þú að það verði kosið bráðlega aftur? Ingvar Magnússon ráðunautur Nei. Þrátt fyrir allt þetta fjölmiðl- akjaftæði reyna menn að ná ein- hvers konar stöðugleika með því að gera slíkan stjórnarsamning að ekki slitni upp úr. Jón Ólafsson bóndi Nei ég held ekki. Þó gæti það komið til greina í haust ef ríkis- stjómarmyndun tekst ekki þar sem kosningarnarfóru svona illa. Theódór Þorvaldsson vólstjóri. Því get óg ekki svarað og engu spáð þar um. Júlíus Sigurbjörnsson kennari. Það verða ekki kosningar fljót- lega aftur. Mér finnst vera vilji fyrir að mynda stjórn sem muni endast eitthvað. Það hafa verið gefnar yfirlýsingar á ýmsa vegu sem maður tekur mark á. Svenny Hallbjörnsdóttir húsmóðir. Það getur allt gerst í pólitíkinni en þeir reyna væntaniega að ná samstöðu um ríkisstjórn. FRETTIR Skólamálaráð Krati yfir á höfuðbólið Kristín Arnalds afturkallar úrsögn sína úr Skólamálaráði Reykjavíkur. Nýtur ekki stuðnings Alþýðuflokksins Eg undirrituð, Kristín Arnalds, afturkalla hér með úrsögn mína úr Skólamálaráði Reykja- vfkur frá og með deginum í dag. Svofelldur texti barst forseta borgarstjórnar, Magnúsi L. Sveinssyni, þann 15. aprfl síð- astliðinn og voru afrit send hlut- aðeigandi aðilum, þar á meðal skólamálaráði. Bjarni P. Magnússon, oddviti Alþýðuflokksins í borgarstjórn og -ráði, hefur iagt frajn bókun í borgarráði vegna bréfs Kristínar. I henni er ítrekað að afstaða flokksins sé óbreytt hvað varðar setu fulltrúa hans í skólamála- ráði, „og í ljósi þess nýtur Kristín Arnalds ekki lengur stuðnings Alþýðuflokksins til setu í skóla- málaráði,“ segir í bókuninni. Borgarstj órnarmeirihlutinn stofnaði skólamálaráð á sínum tíma til höfuðs Áslaugu Brynj- ólfsdóttur fræðslustjóra og í trássi við lög. Hafa minnihluta- flokkarnir í borgarstjórn enda verið einhuga í því hingað til að fulltrúar þeirra ættu ekki sæti í ráðinu. „Við stöndum á þessari h'nu sem hefur verið sameiginleg stefna okkar í stjórnarandstöð- unni í borgarstjórn," sagði Bjarni P. Magnússon í spjalli við Þjóð- viljann í gær. Ákvörðun Kristínar er fróðleg í Ijósi fundargerðar skólamála- ráðs frá sama degi og bréf hennar er dagsett, en þau þrjú mál sem fyrst voru tekin fyrir á fundinum voru þessi: 1. Lagt fram bréf Kristínar Amalds til forseta borgarstjórnar þar sem hún afturkallar úrsögn sína úr skólamálaráði. 2. Lagt fram að nýju bréf skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem hann leggur til að Kristín Amalds verði end- urráðin aðstoðarskólameistari við skólann. Skólamálaráð sam- þykkir að mæla með tillögunni. 3. Lagt fram bréf skóla- meistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti þar sem hann leggur til að Kristín Amalds, aðstoðar- skólameistari, verði ráðin skóla- meistari í leyfi skipaðs skóla- meistara frá 1. ágúst 1987 til 1. ágúst 1988. Skólamálaráð sam- þykkir samhljóða að mæla með þessari tillögu. Ekki náðist í Kristínu Arnalds vegna þessa máls í gær. HS Innbrot á Laugavegi Gullsmíða- búð tæmd „Hér var allt tæmt sem hægt var að taka enda hæg heimatökin. Engin umferð á Laugaveginum vegna gatnaframkvæmda svo þjófarnir gátu athafnað sig í friði og án utanaðkomandi truflana,“ segir Þorgrímur Jónsson, gull- smiður. í fyrrinót var brotist inn í gull- smíðaverslun og vinnustofu Þor- gríms Jónssonar á Laugavegi 20b. Víst er að tjónið er mikið en hversu mikið það er var ekki full- ljóst orðið í gær. Ekkert viðvörunarkerfi var í búðinni en tvöföld læsing á hurð og rimlar fyrir gluggum. grh. „Tjónið er gífurlegt, á því er enginn vafi,‘ getað athafnað sig í friði og ró og hreinsað bú egir Þorgrímur Jónsson gullsmiður á Laugavegi 20b. Þjófarnir virðast hafa )úðina af öllu verðmætu og ekki skilið eftir örðu. Allar hillur og hirslur galtómar. Minningartónleikar Jean-Pierre Jacquillat minnst í Bústaðakirkju Nokkrir vinir franska hljóm- sveitastjórans Jean-Pierre Jacquillat, sem lést í bflslysi síð- astliðið sumar, gangast fyrir tón- leikum í Bústaðakirkju í kvöld kl. 20.30 til minningar um hann. Á tónleikunum munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari, Gunnar Kvaran selló- leikari, Einar Jóhannesson klar- inettuleikari, Martin Berkofsky píanóleikari og Anna Málfríður Sigurðardóttir píanóleikari leika franska tónlist auk verka eftir Beethoven og Schumann. Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari sagði í samtali við blaðið að Jean-Pierre Jacquillat hefði fyrst komið hingað til lands sem stjórnandi 1972, en fastráðinn aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar fslands var hann 1980-86, og þótt hann hefði þá látið af störfum sem fastráðinn aðalhjómsveitarstjóri hefðu ýmis áform verið uppi um frekara sam- starf hans og íslenskra hljóm- listarmanna er dauða hans bar svo óvænt að. Guðný sagði að Jacquillat hefði sett mark sitt á Sinfóníu- hljómsveitina þau ár sem hann starfaði með henni, og sérstak- lega hefði kynning hans á franskri tónlist og tónlistarhefð orðið lær- dómsrík fyrir íslenska hljóðfæra- leikara. Jean-Pierre hafi auk þess verið mikið ljúfmenni, og látið vel að stjóma, þannig að hljóð- færaleikarar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hafi hrifist af per- sónuleika hans. Við sem stönd- um að þessum tónleikum vorum öll samstarfsmenn hans og vinir, og fráfall hans var okkur og mörgum öðrum hér á landi mikið áfall. Með þessum tónleikum vildum við votta honum virðingu okkar og þakklæti. Ágóði af tónleikunum í Bú- staðakirkju mun renna til bygg- ingarsjóðs Tónlistarhúss á Is- landi. - ólg. Jean Pierre Jacquillat. Leiðrétting vegna leiðara í gær Mistök urðu í prentun leiðara í gær. í stað fyrirsagnarinnar „Kjaramál og kempur” átti vitaskuld að standa fyriréögnin „Kjaramál og kosningar.” Til yfirkjörstjórnar á vv.i Vesturlandi? “\\\ Hvaðan kemur nú þetta? '2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.