Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 7
Ragnhildur Helgadóttlr. Sjötta konan sem var kjörin á þing. Það var árið 1956. Þórhlldur Þorletfsdóttlr. Ein þeirra sjö kvenna sem kosnar voru í fyrsta sinn á laugardaginn. Guðrún Helgadóttir. Alþingis- maður Alþýðubandalagsins síð- an 1979. Krlatín Elnarsdóttlr. Nýr þing- maður fyrir Kvennalistann I Reykjavík. ALÞINGISKVENNATAL Ingibjörg H. Bjarnason 1922-30 Guðrún Lárusdóttir 1930-38 Kartín Thoroddsen 1946-49 Kristín L. Sigurðard. 1949-53 Rannveig Þorsteinsdóttir 1949-53 Ragnhildur Helgadóttir 1956-63/1971- Auðnr Auðuns 1959-74 Svava Jakobsdóttir 1971-79 Sigurlaug Bjarnadóttir 1974-78 Jóhanna Sigurðardóttir 1978- Guðrún Helgadóttir 1979- Salóme Þorkelsdóttir 1979- Kristin Kvaran 1983-87 . Kolbrún Jón'sdóttir 1983-87 Sigríður.D. Kristmundsd. 1983-87 Kristín Halldórsdóttir 1983- Guðrún Agnarsdóttir 1983- Margrét Frímannsdóttir 1987- Valgerður Sverrisdóttir 1987- Aðalheiður Bjarnfreðsd. 1987- * Kristín Einarsdóttir 1987- Málmfríður Sigurðardóttir 1987- Danfríður Skarphéðinsd. 1987- Þórhildur Þorleifsdóttir 1987- í kosningunum á laugardaginn voru alls 13 konur kjörnar á al- þingi fyrir sex flokka. Næsta þing situr því meirihluti allra þeirra kvenna sem kjörnar hafa verið frá upphafi, - 13 af 24. Konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis árið 1915 og fram til ársins 1978 höfðu einung- is 10 konur náð kjöri sem fullgildir þingmenn. Ingibjörg H. Bjarnason (1867- 1941) var fyrsta konan sem settist á alþingi. Það var árið 1922 en þá var boðinn fram sérstakur kvennalisti, enda hafði það gefið góða raun í bæjarstjórnarkosn- ingum. Ingibjörg gekk að vísu til liðs við flokkaveldið og í Sjálf- stæðisflokkinn þegar hann var stofnaður árið 1929. Hún hætti sem þingmaður árið eftir og þá tók Guðrún Lárusdóttir (1880- 1938) við sem þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og gegndi því starfi til dauðadags. í átta ár eftir andlát Guðrúnar var þingheimur skipaður körlum einvörðungu, en árið 1946 var Katrín Thoroddsen (1896-1970), dóttir Skúla og Theódóru, kjörin á þing fyrir Sósíalistaflokkinn í eitt kjörtímabil, til 1949. Þá voru í fyrsta sinn kosnar tvær konur í einu, þær Kristín L. Sigurðar- dóttir (1898-1971) fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og RAnnveig Þor- steinsdóttir (1904-%)(—) fyrir Framsóknarflokkinn. Þærsátu til 1953 og í eitt kjörtímabil eftir það var engin kona á þingi. Árið 1956 var Ragnhildur Helgadóttir (f. 1930) fyrst kosin á alþingi og er í hópi þeirra sem yngstir hafa náð kjöri. Hún sat til 1963 og aftur frá 1971. Ragnhild- ur er jafnframt önnur þeirra kvenna sem gegnt hafa ráðherra- dómi; hin er vitaskuld Auður Auðuns (f. 1911), þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fimmtán ár, 1959-74 og dóms- og kirkjumála- ráðherra 1970-71. Árið 1971 var Svava Jakobs- dóttir (f. 1930) kjörin á þing fyrir Alþýðubandalagið og sat hún á þingi til 1979. Þá tók Guðrún Helgadóttir við sem þingmaður flokksins í Reykjavík. Þau tíðindi gerðust líka árið 1978 að fyrsta og eina konan hingað til komst á þing fyrir Al- þýðuflokkinn, Jóhanna Sigurð- ardóttir. Þannig er óhætt að segja að jafnréttið sé skammt á veg komið í 70 ára gömlum flokki. Páttaskil árið 1983 Segja má að ksoningarnar 1983 hafi markað þáttaskil. Þá bauð Kvennalistinn fram í þremur Guftrún Agnarsdóttlr. Oddviti Kvennalistans í Reykjavík. Fyrst kjörin 1983. Kiistín Halldórsdóttir. Hún leiddi Kvennalistann á Reykja- nesi árið 1983 og aftur í kosning- unum nú. Málmfrtður Slgurðardóttlr. Litlu munaði I kosningunum ’83 að hún næði kjöri fyrir Kvennalistann I Norðurlandi eystra. Það tókst nú. Danfríður Skarphéðlnsdóttir. Efsta sæti Kvennalistans á Vest- urlandi. Náði kosningu sem „flakkari" þ.e. 63. þingmaður. Salóme Þorkelsdóttlr. Hefur setið á þingi síðan 1979. önnur tveggja kvenna í þingliði Sjálf- stæðisflokksins nú. Margrét Frlmannsdóttlr. Efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Fyrsta konan til að leiða lista hjá „gömlu fiokkunum.” Aðalhelður Bjarnfreðsdóttlr. Ein kvenna í þingflokki Borgara- flokksins. Var í þriðja sæti í Reykjavík. Jóhanna Slgurðardóttlr. Eina konan sem kjörin hefur verið á þing fyrir Alþýðuflokkinn. Fyrst kosin 1978. Valgerður Sverrlsdóttir. öðru sæti á lista Framsóknar í Norður- landi eystra. Þar með hafa tvær konur náð kjöri fyrir flokkinn á 70 árum! Þrettán konur á þingi 72 ár eru síðan konurfengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Á þeim tíma hafa 24 konur verið kosnar kjördæmum og fékk þrjá þing- menn. Auk þess voru tvær konur kjörnar fyrir Bandalag jafnaðar- manna, þær Kolbrún Jónsdóttir og Kristín Kvaran. Þær gengu síðan til liðs við aðra flokka í fyrrahaust; Kolbrún í Alþýðu- flokkinn og Kristín í Sjálfstæðis- flokkinn. Þannig voru 9 konur á þingi síðasta kjörtímabil, langt- um fleiri en nokkru sinni fyrr. Enn fjölgaði konum við kosn- ingarnar 25. apríl, eins og fyrr sagði og þær eru nú 13: sex frá Kvennalista, tvær frá Alþýðu- bandalagi, tvær frá Sjálfstæðis- flokki og ein frá Borgaraflokki, Alþýðuflokki og Framsókn. Þannig tvöfaldaðist tala þeirra kvenna sem kjörnar hafa verið á þing fyrir Framsóknarflokkinn þegar Valgerður frá Lómatjörn náði kosningu í Norðurlandi eystra. Nú eru því konur úr fimm kjör- dæmum á þingi: úr Reykjavík, Reykjanesi, Vesturlandi, Norð- urlandi eystra og Suðurlandi. Þrjú kjördæmi eiga enga konu á þingi Vestfirðir, Norðurland ve- stra og Austfirðir: Flestar frá Kvennalista Það er athyglisvert að eftir að- eins tvennar kosningar hefur Kvennalistinn komið fleiri kon- um á þing en nokkur annar flokk- ur í öll þau 72 ár sem liðin eru síðan konur fengu kosningarétt. Sjö frambjóðendur Kvennalist- ans hafa náð kosningu, sex konur hafa í gegnum tíðina setið þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fjórar fyrir Sósíalistaflokkinn/Álþýðu- bandalagið, tvær fyrir Framsókn og Bandalag jafnaðarmanna og ein fyrir Borgaraflokk og Al- þýðuflokk. Ljóst er að tilurð Kvennalist- ans hefur mjög ýtt á gömlu flokk- ana þótt ekki miði mikið í jafnréttisátt hjá sumum þeirra. Framboðslistar Sjálfstæðis- flokksins við síðustu kosningar voru til dæmis aðeins að 30% skipaðir konum og var það lang- lægsta hlutfallið hjá gömlu flokk- unum svokölluðu. Hjá Framsókn var hlutfall kvenna tæp 40%, Ai- þýðuflokki 38% og Alþýðu- bandalagi 46%. Fjöldi kvenna í efstu sætum var enn minni og því gefa þessar tölur ekki nema nokkra mynd af stöðu kvenna í flokkunum. í fjórum ef- stu sætum á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins um allt land var hlutfall kvenna aðeins 12,5% en komst hæst hjá Alþýðubanda- lagi í 40%. Núverandi hlutfali kvenna innan þingflokkanna, eftir kosn- ingar, er sem hér segir: Alþýðu- flokkur 10%, Framsóknarflokk- ur 7,5%, Sjálfstæðisflokkur 11%, Alþýðubandalag 25% og Borgaraflokkur 15%. Enn langt í land Þessar tölur eru allar til marks um aukinn og vaxandi hlut kvenna á hinu háa alþingi. Það er þó langt í land með raunverulegt jafnrétti: Aðeins tvær konur hafa gegnt ráðherrastörfum; engin kona hefur verið þingflokksfor- maður og ekki heldur formaður einhvers af stóru flokkunum. Þá gerðist það í fyrsta sinn við kosn- ingarnar nú að kona leiddi fram- boðslista flokks í kjördæmi þar sem „öruggt“ þingsæti var. Það gerði Margrét Frímannsdóttir, oddviti Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Það verður því að teljast langur vegur frá því að það starf sem Ingibjörg H. Bjarnason hóf á sinni tíð sé fullkomnað. En það er eins ljóst að gömlu flokkarnir verða að koma til móts við sjón- armið kvenna í meira mæli en verið hefur ef þeir ætla ekki að dæma sig úr leik í framtíðinni. -þj. Fimmtudagur 30. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.