Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 8
KÖNNUNEREKKI KOSNMGASPÁ Rœtt við Þorbjörn Broddason dósent um sitthvað sem viðkemur skoðanakönnunum „Þegar ég las blöð las hann ítalska renisanshöfunda á frum- málinu; ég man hann sagðist ætla að geyma sér stríðsfréttirnar þángað til eftir tuttugu ár að hægt væri að Iesa alt stríðið á tveim mínútum í alfræðibók.“ Það er Búi Árland sem hefur orðið, viðkunnanlegi skúrkurinn í Atómstöðinni, og þarna er hann að segja Uglu frá gömlum skóla- bróður sínum, organistanum. Núna eru alþingiskosningarnar afstaðnar og það er ljóst að sjón- armið organistans í þessum efn- um hefur átt sér fáa formælendur í þeim slag. Fólk fylgdist þvert á móti með af lífi og sál og vakti fram á rauða nótt eftir úrslitun- um, enda voru afskaplega fáir á ferli á sunnudagsmorgninum. Líka skiljanlegt að fólk „finni til í stormum sinnar tíðar,“ svo mað- ur vitni í kveðskap frá svipuðum tíma og hinn ljóðelski formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, hélt sig við í sínum kosn- ingaauglýsingum. Ekki nóg með það; miklir til- burðir voru hafðir uppi til að gera sér mynd af úrslitunum fyrirfram, og þar erum við komin að þætti skoðanakannana. Að morgni kjördags spjallaði Þjóðviljinn við Þorbjöm Broddason, dósent í fé- lagsfræði við Háskóla íslands, um ýmsar hliðar fyrirbærisins. I kosningabaráttunni voru uppi raddir í ýmsum tóntegundum um að tími væri til kominn að setja lög um skoðanakannanir, og þá oft vitnað til óvandaðra vinnu- bragða sem virtust viðhöfð við framkvæmd þeirra sumra hverra. Við byrjuðum á að spyrja Þor- bjöm hvað væri til af lögum og reglugerðum í þessa veru. Tölvulögin Það eina sem er til era lög um kerfisbundna skráningu á upplýs- ingum sem varða einkamálefni, tölvulöin svokölluðu. Samkvæmt tölvulögunum ber manni að leita upplýsinga hjá tölvunefnd til að fá upplýsingar frá ákveðnum ein- staklingum, hvort sem það snýst um kosningar eða eitthvað ann- að, þegar það er gert með kerfis- bundnum hætti. Þegar við hjá Fé- lagsvísindastofnun Ieitum upp- lýsinga úr þjóðskrá þá leitum við til tölvunefndar, og eins þegar við skráum upplýsingar eftir ákveðn- um einstaklingum. Gildir þetta um fleiri aðila sem framkvæma skoðanakannanir? DV hefur mér vitanlega aldrei leitað til tölvunefndar, enda telja þeir sínar kannanir ekki falla undir tölvulögin að þessu leyti, þar sem um símakönnun er að ræða og ekki spurt um ákveðna einstaklinga. Því hefur aldrei ver- ið mótmælt, enda gengur þetta trúlega upp hjá þeim. Sama gildir um Skáís. Skoðanakannanir fram á síðasta dag? Þvl er oft haldið fram að það sé óeðlilegt að framkvæma skoð- anakannanir fram á síðasta dag eða þar um bil; hvernig stendur þetta af sér í nágrannalöndunum? Mér er kunnugt um að í Frakk- landi era bannaðar opinberar birtingar á niðurstöðum skoð- anakannana síðustu daga fyrir kosningar. Þar hefur hins vegar verið farið í kringum þetta bann með lokuðum fundum. Mér er reyndar ómögulegt að skilja að það sé meiri ástæða til að setja lög um vinnubrögð á þessu sviði en öðram sviðum upplýsingaöflun- ar, umfram það sem komið er í tölvulögunum. Umræðan um hvort verja eigi þjóðina fyrir röngum upplýsingum minnir svo- lítið á hvort það eigi að banna mönnum að ljúga. Geta nyög neikvæðar niður- stöður skoðanakannana gengið frá ákveðinni hreyfingu? Þegar það gerist að skoðana- könnun sýnir að menn fara mjög halloka og missa móðinn ásamt sínu fylgisfólki þá má kannski segja að það sé afskaplega ólýð- ræðislegt, en hver einstaklingur er frjáls að sínum málstað, og ef hann bognar fyrir áhrif skoð- anakönnunar þá er hætt við að það sé bogið við eitthvað fleira hjá honum. Það er af og frá að birting á niðurstöðum skoðanakönnunar geti gengið af einhverjum mál- stað dauðum, en eigi að síður viðurkennir maður að kannanir geta breytt stefnunni. Það er ekki til góðs að ragla fólk í ríminu, en það hafa verið brögð að því. Að lúra á niðurstöðum Það er miklu alvarlegri mis- notkun á þessum hlutum að efna til vandaðrar, nákvæmrar könnu- nar sem leiðir mikilvæga hluti í ljós og birta hana svo ekki og halda henni hjá sér. Segjum svo að könnun sýni að eitthvert áhersluatriði í stjórnmálum falli ekki í kramið; sá sem lætur fram- kvæma slíka könnun og lúrir síð- an á niðurstöðunum er búinn að fá vopn í hendurnar sem hann getur svo í rauninni notað gegn kjósendum. Slíka könnun má með öðram orðum nota til að fara á bak við þá einstaklinga sem upplýsingarnar veittu. Þarna verður til sannleikur sem er utan og ofan við hvert einstakt svar sem almenningur af velvild sinni hefur veitt, og síðan er lúrt á hon- um. Ég tel að brýnasta löggjafar- atriðið í sambandi við skoðana- kannanir og birtingu þeirra sé að skuldbinda þá sem gera slíkar kannanir meðal almennings til að birta allt sem máli skiptir. Ég vil ekki að einhver þriðji aðili sem á hagsmuna að gæta geti keypt sér upplýsingar með þessum hætti og leynt þeim. Þetta vil ég sjá í tölv- ulögunum. Skrýtin mynd af lýðræðinu Er þetta tíðkað hér? Þetta er ekki í lögum neins staðar svo ég viti, en maður veit ekkert um það hvernig þessi mál standa hérna. Svo maður taki dæmi af frekar léttvægum hlut þá mætti vel hugsa sér markaðs- könnun á hvernig tiltekið þvott- agefni gengur í fólk. Nokkram mánuðum síðar birtist nýtt þvott- agefni á markaðnum með miklu húllumhæi, og þá hafa menn nýtt sér niðurstöðurnar úr könnu- ninni. Það má kannski segja að það skipti ekki sköpum hvers konar þvottaefni maður kaupir sér, en ef eitthvað svipað er gert í stjórnmálum þá er lýðræðið farið að taka á sig svolítið skrýtna mynd. Þá er ekki bara verið að plata almenning heldur líka farið að búa til glansmyndir af stjórnmálaflokkum í samræmi við eitthvað sem þeir halda að gangi í augun á almenningi. Að vísu er mér alls ekki kunnugt um að neinar þær glansmyndir sem núna era í gangi séu búnar til á þennan hátt, það er sjálfsagt ekki, en það er kannski næsta skrefið. Á hver sem er að hafa leyfi til að framkvæma kannanir? Stundum er sagt að ekki eigi hver sem er að fá leyfi til þess arna, samanber til dæmis lækni- ngaleyfi. Aftur á móti era ekki settar neinar hömlur á það hver fái að gefa út blað, svo maður taki dæmi úr annarri átt Þóað könnu- narstarf sé töluvert annars eðlis en læknislist þá er hún líka annars eðlis en dæmið af blaðaútgáf- unni. Á þessu stigi málsins væri það beinlínis til ills að leyfa ein- ungis ákveðnum aðilum að stunda könnunarstörf. Ég held að almenningur sé alveg nógu upplýstur til að sjá hjálparlaust hvað era góðar upplýsingar og hvað slæmar. Fjölmiðlar mega ekki birta niðurstöður gagnrýnislaust Fjölmiðlarnir eiga að hafa heimild til að afla sér upplýsinga útí bæ, en þessir sömu fjölmiðlar verða að taka niðurstöðunum með fyrirvara, sem og fólkið sem les þær. Fjölmiðlamir hafa bragðist með því að birta niður- stöður gagnrýnislaust og reyna ekkert til að leggja mat á vinnu- brögðin. Ef við höfum til dæmis könnun á stjórnmálaafstöðu sem er byggð á svöram hundrað ein- staklinga eða færri, og á grand- velli hennar er spáð fyrir um kosningaúrslit upp á þúsundasta hluta, þá er það beinlínis hlægi- legt. Blaðamenn eiga ekki að birta þvílíkar niðurstöður eins og hvert annað segulband þar sem könnuðurinn verður eins og búktalari. Könnuðurinn gerir eins vel og hann getur, en blaða- Þorbjörn Broddason: Fjölmiðlar hafa brugðist með því að birta niðurstöður kannanagagnrýnislaust. Mynd: E.ÓI. maðurinn hefur líka sínar skyldur. Hann má til dæmis ekki vera með vangaveltur um breytingar sem eru innan töl- fræðilegra vikmarka. í þeim til- fellum sem úrtök eru skekkt og bjöguð verður blaðamaðurinn líka að standa í stykkinu og af- hjúpa slíkan loddaraskap. Námskeið um grundvallar- atriði kannana Hvað með þær kannanir sem hafa verið framkvæmdar hér upp á það síðasta í sambandi við al- þingiskosningarnar? Könnuðir era sífellt að bæta ráð sitt, en það eru aðeins tveir aðilar sem eru með úrtök sem maður getur leyft sér að reikna vikmörk á; Hagvangur og Félags- vísindastofnun. Aðrir eru í raun- inni ekki með úrtök byggð á til- teknum einstaklingum þar sem heildarhópurinn er ljós, svo og brottfallið. Það er ekki þar með sagt að það sé eithvað athugavert við aðrar kannanir en þær sem ég nefndi áðan, samanber nýlegt blaðaviðtal við Elías Héðinsson, aðeins það að þær era takmörk- unum háðar og meiri hætta á að þær lendi í einhverjum hremm- ingum. Með þessu er ég náttúr- lega ekki heldur að halda því fram að kannanir Félagsvísind- astofnunar séu fullkomnar. Ég tel að Félagsvísindastofnun eigi hreinlega að bjóða til eins dags námskeiðs um grunvallar- atriði kannana; í og með til að fólk átti sig á því að könnun er einungis könnun en ekki kosn- ingaspá. Slíkt námskeið ættu fyrst og fremst stjórnmálamenn að nýta sér, svo og þeir blaða- menn sem hefðu áhuga á. í þessu sambandi vil ég minnast á grein Helga Þórssonar sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag, en í henni rekur Helgi mjög skilmerkilega hvemig standa beri að skoðanakönnun- um. Þessi grein hefði þurft að birtast fyrir hálfu ári. Þama er kominn efniviðurinn í einsdags- námskeiðið. 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.