Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 15
EM/4. riðill Tyridr náðu jafntefti Tyrkir komu nýðg á óvart með því að ná jafntelfi gegn Englendingum, 0-0 í 4. riðli Evrópukeppninnar. Tyrkimir náðu þessum árangri fyrst og fremst með mikilli baráttu og frábærri markvörslu Fatih. t>á sigraði Júgóslavía Norður- Irland 2-1 í sama riðli. Colin Clarke náði forystunni fyrir N-írland í fyrri hálfleik, en mörk frá Stojkovic og Zlatko Vujovic tryggðu Júgóslövum sigur. Englendingar eru efstir með 7 stig úr 4 leikjum, Júgóslavar hafa 4 stig úr 3 leikjum, Tyrkir 2 stig úr 3 leikjum og N-írland 1 stig úr 4 leikjum. -Ibe/Reuter EM/5. riðill Efstu liðin sigruðu Hollendigar sigruðu Ungverja 2-0 í 5. riðU Evrópukeppninnar í gær. Það voru Gullit og Arnold Muhren sem skorðu mörk HoUendinga í fyrri hálf- leik. Þá sigrðu Grikkir Pólverja 1-0 og eru því enn í efsta sæti í riðlinum með 9 stig úr 6 leikjum. Hollendingar hafa 8 stig en hafa leikið einum leik færra. í þriðja sæti eru Pólverjar með 4 stig úr 4 leikjum, Ungverjar eru með 2 stig úr 4 leikjum og Kýpur hefur eitt stig úr 5 leikjum. -Ibe/Reuter EMIó.riðill Naumt hjá Dönum Jan Mölby skoraði sigurmark Dana gegn Finnum í leik liðanna í 6. riðli Evrópukeppninnar. Sigurmarkið kom úr tvítekinni aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Danir voru lengst af sterkari en sýndu ekki þá tækni sem þeir eru þekktir fyrir. Þá gerðu Wales og Tékkóslavakía jafntefli 1-1 í sama riðli. Það var annar Liverpool leikmaður j sem skoraði mark Wales, enginn ann- ; ar en Ian Rush en áður hafði Ivo Knoflicek náð forystunni fyrirTékka. Danir eru í efsta sæti með 5 stig, Wales er í öðru með 4 stig og einnig Tékkóslavakía sem hefur þó slakara markahlutfall. Þessi lið hafa leikið þrjá leiki. Á botninum eru svo Finnar með eitt stig úr fimm leikjum. -4be/Reuter EM/7. riðill Markalaust írland og Belgía gerðu markalaust jafntefli í 7. riðli Evrópukeppninnar. Leikurinn var í Dublin á íriandi. Belgar eru því efstir í riðlinum með 7 stig úr 5 leikjum, írar í öðru sæti með 5 stig úr 5 leikjum, Búlgaría í þriðja sæti með 4 stig úr 3 leikjum og Skotland er einnig með 4 stig en hafa leikið 5 leiki. -Ibe/Reuter 1. EM/riðill Rúmenar í efsta sæti Spánverjar töpuðu sínum fyrsta leik í 1. riðli Evrópukeppninnar gegn Rúmeníu á útivelli. Rúmenar unnu nokkuð öruggan sigur, 3-1 og komust þarmeð í efsta sæti. Spánverjar misstu tvo af sterkustu varnarmönnum sínum útaf, Coiko- etxeaogCamacho, vegna meiðsla. Þá tóku Rúmenar við sér og skoruðu þrjú mörk undir lok fyrri hálfleiks. Piturca á 37. mínútu, Lacatus og Ungereanu eftir að komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á 81. mínútu að Cal- bere tókst að minnka muninn. Rúmenar eru því í efsta sæti með betra markahlutfall. Þá sigraði Austurríki Albaníu á úti- velli 1-0. -Ibe/Reuter Amór Guðjohnsen komst ekki oft í færi gegn Joel Bats markverði Frakka. Evrópukeppni Ásgeir betri Sterk vöm nægði ekki Gegn góðu liði Frakka. Jafnfyrri hálfleikur. Heppnin með Frökkum við íslenska markið Frakkar sigruðu íslendinga 2-0 í 3. riðli undankeppni Evrópu- keppninnar í knattspyrnu í París. Tap gegn Frökkum 0-2 á geta talist góð úrslit, einkum ef tekið er tillit til þess að Frakkar léku á heimavelli og þurftu nauðsynlega að sigra til að eiga möguleika í riðlinum. En mikið vill meira, og eftir frábæran árangur gegn Frökkum og Sovétmönnum í fyrstu leikjunum er erfitt að sætta sig við tap. Frakkar voru að vfsu sterkari en þeir höfðu heppnina með sér. En það var greinileg í gær að það voru Frakkar sem voru sterk- ari en þó voru íslendingar vel inní leiknum. Þeir léku stífa vörn og það gekk vel framan af, en þegar líða tók á leikinn þyngdist sókn Frakkanna og að varð æ erfiðara að verjast þeim. Sóknarleikur ís- lendinga byggðist að mestu upp á skyndisóknum, en þeir áttu þó nokkuð af spilinu á miðjunni. Jafn fyrri hálfleikur Frakkar áttu fyrsta færi leiksins. Luis Fernandez átti þá skalla rétt framhjá íslenska markinu, eftir frábæra sendingu frá Michel Platini. Stuttu síðar átti sér stað misskilningur í ís- lensku vörninni og Jose Toure komst í gegn, en Bjarni Sigurðs- son kom út á móti og gómaði boltann. Frakkar voru svo ekki mikið ógnandi fyrr en um miðjan hálf- leikinn. Þá átti Platini góða send- ingu á Carmelo Micciche sem Guðmundur Magnússon sem leikið hefur í Svíþjóð hefur nú gengið til liðs við Teit Þórðarson og félaga hjá Skövde í 1. deildinni sænsku. Teitur Þórðarson þjálfar liðið og því hefur gengið þokkalega í tveimur fyrstu leikjunum. Gerðu jafntefli 0-0 gegn GAIS og jafn- tefli 3-3 gegn Karlskrona eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. í þeim leik skipti Teitur sér inn á renndi boltanum undir Bjarna Sigurðsson sem kom út úr mark- inu. Micciche kom vinstra megin að markinu en skaut með hægri fæti, nokkuð sem Bjarni sá ekki við. Strax í næstu sókn komst Ás- geir Sigurvinsson einn inn fyrir frönsku vörnina en Joel Bats kom út á móti og hirti boltann af tám Ásgeirs. Stuttu síðar átti Gerald Passi þrumuskot framhjá marki ís- lands. Það var síðasta tækifæri fyrri hálfleiks og íslendingar mega vel við una í fyrri hálfleik. Vörnin sterk, en fáliðuð sókn náði ekki langt gegn sterkum varnarmönnum Frakka. Barátt- an á miðjunni stóð á milli Ásgeirs og Platini og þeir léku báðir mjög vel. Frakkar byggðu spil sitt mikið upp á Michel Platini. Þeir skildu boltann oft eftir hjá honum og létu hann um að stinga boltanum innfyrir íslensku vörnina. Það voru einmitt sendingar frá hon- um sem ollu mestu hættu við mark íslendinga. Frakkarnir voru mun sterkari í síðari hálfleik og eftir tíu mínútur fengu þeir gott færi þegar Miccic- he komst einn innfyrir. En hann var ekki £ jafnvægi og skot hans fór framhjá. Stuttu síðar komst Platini í gegn, en Bjarni varði vel skot hans. Platini var svo aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar, en skot hans fór framhjá. Á 64. mínútu kom svo annað markið og var það bæði ljótt og leiðinlegt. Micciche lék upp kant- en hann hafði reyndar sagt í við- tali við sænskt blað að hann ætl- aði ekki að leika með liðinu nema í brýnustu nauðsyn. Teitur gat reyndar lítið leikið með í fyrra vegna meiðsla, en þá var hann með Öster. Þá hefur Kristinn Guðmunds- son sem lék með Fylki og Víking, gengið til liðs við 3. deildarlið Hovás. -ibe inn og gaf fyrir á Y annick Stopyra sem tókst, þrátt fyrir að liggja, að pota boltanum í netið framhjá Bjama sem kominn var úr jafnvægi. Þetta var mikið heppn- ismark og Stopyra sjálfur ekki viss um að hann hefði skorað. Micciche var tekinn í landsliðið til að bæta úrmarkaleysi, og hann stóð við sitt og var mjög mark- sækinn. Hann átti skot fyrir innan vítateig, en Bjarni varði glæsi- lega, boltinn barst til Stopyra en skot hans fór yfir markið. Sigi Held reyndi að hressa upp á sókarnleikinn með því að setja Sigurð Grétarsson inná í stað Pét- ur Péturssonar á 67. mínútu. Frakkarnir voru þá nýbúnir að setja Papin inná i stað Stopyra. Á 70. mínútu fengu Frakkar aukaspyrnu rétt fyrir utan víta- teig. Ásgeir Sigurvinsson var ekki sáttur við það og fékk gult spjald fyrir mótmæli. Jean- Francois Domerque tók spym- una en Bjami varði. Á 83. mínútu brást rangstöðu- taktik Frakkanna og Sigurður Grétarsson komst innfyrir. En Joel Bats markvöður Frakka kom út úr vítateignum og var á undan í boltann. Þungur róður Það lá ljóst fyrir strax í byrjun að það væri hæpið að ætla sér stóra hluti í þessum leik. Frakkar með eitt sitt sterkasta lið og á heimavelli. En góð barátta í fyrri hálfleik hélt voninni lifandi. Frakkar vou svo sterkari í síðari hálfleik og sýndu á köflum mjög fallega knattspyrnu. íslenska lið- ið lék áfram þétta vöm, en Frakkarnir fundu leið í gegnum hana og þó að heppnisstimpill hafi verið á síðara markinu, þá lá það í loftinu. í heild átti íslenska liðíð ágæt- an leik. Bjarni góður í markinu og fyrir framan vom þeir traustir Sævar og Atli. Á miðjunni vom Ragnar og Sigurður Jónsson sprækir og Ásgeir og Amór áttu góðan leik. En það var ekki nóg til að ná að ógna franska mark- inu. í heildina má segja að íslenska liðið hafi staðið sig vel, en úrslitin hefðu getað verið betri. -Ibe Sigfried Held, þjálfari ís- lenska landsliðsins: „Betra liðið sigraði, en þeir höfðu heppnina með sér. Ég er ánægður með liðið, það lék mjög vel og það var mjög góð- ur andi hjá strákunum. En ég er ekki ánægður með úrslitin. Þetta eru ekki þau góðu úrslit sem ég var að vonast eftir. Á miðjunni voru Ásgeir og Platini sem börðust og mér fannst Ásgeir betri. Það sem við verðum að gera í leikjum sem þessum er að nýta færin, það er málið.“ Ekkert dauðafæri Pótur Pétursson: ,vEg er ánægður með þennan leik, en ég er ekki ánægður með úrslitin og ég er heldur ekki ánægður með mína frammistöðu. Mér fannst ég vera þungur. En Frakkarnir höfðu heppnina með sér. Þeir fengu ekkert dauðafæri en skora samt tvö mörk. Þetta mark kemur á versta tima fyrir okkur og við höfum fengið á okkur mark í síðustu fimm leikjum einmitt á þessum mínútum. Við hljótum að missa einbeitinguna í lokin eða eitthvað. Það var erfitt að spila þarna, 25 stiga hiti og mikið af áhorfendum. En ég er á því að við hefðum ekki átt að tapa þessum leik.“ EM/3. riðill Rússar efstir Sovétmenn styrktu enn stöðu sína í riðlinum og möguleikar Frakka minnkuðu við sigur So- vétmanna gegn Austur-Þjóðverj- um, 2-0 í Kiev í gær. Savarov náði foryst- unni á 41. mínútu með marki eftir sendingu frá Bessanov og knatt- spymumaður Evrópu, Igor Bel- anov bætti öðru marki við átta mínútum síðar. Hann fékk bolt- ann eftir að Mikhailchenko hafði skotið í stöng. Sovétmenn eru af flestum talið ömggir í úrslit, en þeir eiga þó enn eftir að leika fjóra leiki. Staðan í riðlinum: Sovétr.........4 3 1 0 9-1 7 A-Þýskaland....4 12 12-24 Frakkland......4 1 2 1 2-2 4 ísland.........4 0 2 2 1-5 2 Noregur........2 0 110-41 -Ibe/Reuter Svíþjóð Guðmundur tíl Skövde

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.