Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Nicaragua Málaliðar Reagans í Stríðsátökinhinhörðustusíðanl982. Skóla, sjúkrahús og bóndabœir helstu skotmörk Kontrahyskisins Kontrarnir: Fjáraustur Bandaríkjamanna í hryðjuverkasveitirnar segir til sín. Stríðsátökin í Niraragua eru nú hin hörðustu síðan árið 1982 er bardagar hófust. Frá ársbyrj- un hafa á fjórða þúsund manns látið lífíð. Ástæðan er öðrum fremur sú að stjórn Reagans hef- ur stutt máialiða sína, Kontrana, með framlagi upp á hundrað milljónir bandaríkjadala. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings lagði blessun sína yfir hernaðar- aðstoðina á síðasta hausti, og fór hún að berast til Kontranna snemma á þessu ári. Segja má að hún nái yfir flest það sem að gagni má koma í stríði, allt frá stígvél- um og upp í hátækniflugskeyti. Fjöldi fallinna hefur enda haldist í hendur við aukin umsvif mála- liðanna; samkvæmt tölum Varnarmálaráðuneytisins í Nic- aragua hafa tuttugu manns látið lífið að meðaltali á dag, og er það ógnvænleg tala í landi með aðeins 3,2 milljónir íbúa. Samkvæmt hernaðarskýrslum Sandínistastjórnarinnar frá því fyrir mánuði hafa 534 hermenn hennar fallið það sem af er árinu, 134 óbreyttir borgarar og 2,481 málaliði. Samtals er hér um að ræða 3.149 fallna á tæpum sex mánuðum, en til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra féllu 5.119 manns. Málaliðarnir hafa nú tekið upp breyttar baráttuaðferðir. í fyrstu var markmið þeirra að ná land- svæði á sitt vaid og setja þar stjórn á laggirnar til höfuðs vald- höfum landsins. Þetta ætlunar- verk hefur þeim aldrei tekist, og því einbeita þeir sér nú að fyrir- sátum og tilfallandi árásum á „mjúk skotmörk,“ eins og vest- rænir hernaðarsérfræðingar orða það svo smekklega. Þessi „mjúku skotmörk“ eru skólar, sjúkrahús, félagsbú til sveita, orkustöðvar, samgönguk- erfið, uppistöðulón og fleira í þeim dúr. Hernaðaráætlun Kontranna beinist að því að valda þvílíkum spjöllum á efnahagslífinu að Sandínistar hrökklist frá völdum vegna óánægju almennings. Ef þetta herbragð misheppnast þá er það ekki vegna þess að Re- ham agan Bandaríkjaforseti liggi á liði sínu. Hann hefur veitt málaliðum sínum, Kontrunum, alla þá að- stoð sem hann hefur megnað, enda lítur hann svo á að stjórn Sandínista sé upphaf og endir allrar ógæfu í Mið-Ameríku. Vestrænum heimildarmönnum og Sandínistum ber saman um það að Kontrunum hafi borist meira en tvö hundruð tonn af út- búnaði síðan í apríl, og halda þessir flutningar áfram í ómældu umfangi. Kontrarnir fá glaðning- inn flugleiðis frá Bandaríkjun- um, og er hér um að ræða að minnsta kosti flugvélafarm á dag, eftir því sem helsta hjálparhella varnarmálaráðherrans Humb- erto Ortega, Adolfo Chamorro, hefur sagt fréttamönnum. Þeir vstrænir sendimenn í Nicaragua sem fylgst með stríðsrekstrinum staðfesta þessa tölu og segja að milli 30 og 40 flugferðir hafi verið farnar á mánuði í þessu skyni síð- an í apríl. Sandínistar telja að um fimm þúsund málaliðar Kontra stundi nú sína iðju í landinu, og er það meiri fjöldi en nokkru sinni síðan í ársbyrjun ’83. Þá hófu þeir mikla sökn og spáðu því að þeir myndu hertaka höfuðborgina Managua og steypa stjórn Sand- ínista innan hálfs árs. Tíminn vinnur með Sandínist- um. Reagan verður við völd í 18 mánuði í viðbót og síðan ekki söguna meir, segja þeir. Reagan leitar nú leiða til að auka stuðn- inginn við Kontramálaliðana á næsta ári, en tvö Ijón eru helst á þeim veginum: demókratar eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, og eins verður Iran-Kontrahneykslið til að veikja forsetann. Reagan hefur heitið því að leysa „Nicaraguavandamálið" áður en valdaferli hans lýkur. Ba- yardo Arce, einn níu meðlima í Þjóðarráði Sandínista hefur ekki mikla trú á að honum takist það ætlunarverk: „Við erum þess fullviss að árið 1989 verður Reag- an ekki lengur við völd, og að við munum fagna tíu ára afmæli bylt- ingarinnar.“ HS INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1985 Hinn 10. júlí 1987 er fjórði fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiðanr. 4 verðurfráog með 10. júlí n.k. greittsem hérsegir: Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini kr. 282,26 Vaxtamiði með 10.000,- kr. skírteini kr. 564,53 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini kr. 5.645,31 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1987 til 10. júlí 1987 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 1721 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.4 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1987. Reykjavík, 30. júní 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS A Fóstra - Skóladagheimili Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeldis- menntun óskast til starfa að skóladagheimilinu Ástúni. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641566. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, og veitir dagvistar- fulltrúi nánari upplýsingar um starfið í síma 45700. Félagsmálastjóri »1 REYKJKSIÍKURBORG HF* *** <«*** r*« MT Jauáar Störáir W Þjónustuíbúðir aldraðra Starfsfólk óskast í afleysingar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 milli kl. 10:00 og 14:00 daglega. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.