Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.07.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTT1R Knattspyrna Um helgina Um helgina lýkur 8. umferð í 1. deild karla. FH og ÍBK leika í dag kl. 14 á Kapla- krika, Fram og Völsungur á Laugar- dalsvelli á morgun kl. 20 og loks Val- ur og KR á mánudag kl. 20. Leikur sem kemur til með að skipta miklu máli. Þá er heil umferð í 2. deild. ÍBÍ og ÍR leika á ísafirði, KS og UBK á Siglufirði, Einherji og Leiftur á Vopnafirði og Víkingur og ÍBV á Valbjarnarvelli. Þessir leikir eru í dag og hefjast kl. 14. Síðasti leikurinn er svo á morgun en þá leika Þróttur og Selfoss á Valbjarnarvelli og hefst leikurinn kl. 14. Þá er einn leikur í 1. deild kvenna. Valur og KA mætast á morgun á Valsvelli og hefst leikurinn kl. 14. Staðan i 1 .deild karla Valur ....7 5 1 1 16-5 16 KR 7 4 2 1 14-4 13 (A 8 4 1 3 11-11 13 Þór 8 4 0 4 12-12 12 Fram 7 3 2 2 8-7 11 KA 8 3 2 3 7-7 11 ÍBK 7 3 2 2 14-16 11 Völsungur 7 2 2 3 9-10 8 Víðir 8 0 5 3 3-11 5 FH 7 0 1 6 3-14 1 Grétar Elnarsson sækir hér að marki Skagamanna, en Birkir Kristinsson varð fyrri til og náði að góma boltann. 1. deild Markahæstir: Sigurjón Kristjánsson, Val.....5 HeimirGuðmundsson, ÍA..........4 Pétur Pétursson, KR............4 Björn Rafnsson, KR ............4 Óli ÞórMagnússon, ÍBK..........4 HörðurBenónýsson, Völsungi.....4 Jónas Róbertsson, Þór..........4 Tryggvi Gunnarsson, KA.........3 PéturOrmslev, Fram.............3 HalldórÁskelsson, Þór..........3 Marideysa í Garðinum Fimmta jafntefli Víðis Víðismenn geta sjálfum sér kennt um slæma stöðu i deildinni. Þeir hafa í síðustu leikjum fengið aragrúa marktækifæra, en ekki tekist að nýta þau. Nú síðast í gær Handbolti Furðulegur dómur! Kvennalandsliðið U-20 dœmt úr leik á HMfyrir að hafa sentskeyti tveimur tímum of seint! íslenska kvennalandsliðið U-20 ára hefur verið dæmt úr keppni i HM. Astæðan er sú að skeyti barst einum og hálfum tíma of seint til alþjóða handknatt- leikssambandsins, (IHF). Upphaf þessa máls er lands- leikur íslands og V-Þýskalands í forkeppni HM. HSÍ barst skeyti með fyrirmælum um að ákveða leikdagfyrirheimaleikinn. ísland valdi 16. maí, en Þjóðverjar 26. júní. Þjóðverjar kváðust ekki geta leikið í maí og báðu HSÍ um að breyta leikdeginum sökum þess að nokkrar stúlkur úr lands- liðinu væru með þýska landslið- inu í keppnisferð í Bandaríkjun- um. HSI færði sinn leik til 19. maí og tók einnig fram að íslenska lið- ið gæti ekki leikið í júní, sökum ferðalaga, vinnu ofl. Þetta gerðist í lok mars, en síðan leið góður tími þartil Þjóðverjar svöruðu og sögðu að þeir gætu ekki leikið á þeim degi sem Islendingar stungu upp á. Það næsta sem gerist í málinu er að IHF sendir skeyti þar sem íslendingum er skipað að velja leikdag. HSÍ reynir þá málamiðl- un að fá báða leikina í september. Þessu er ekkisvarað, en frá IHF berst áminning og Islendingum gefinn kostur á að leika 26. júní til 4. júlí og 24 stunda frestur til að ákveða sig. HSÍ svarar og ákveð- ið er að leika báða leikina í Þýskalandi 4.-5. júlí. Leit nú út fyrir að mál væru komin á hreint, en nokkru síðar barst HSÍ afrit af skeyti frá þýska handknatt- leikssambandinu til IHF þar sem þeir fara fram á að íslendingum verði vísað úr keppni fyrir að svara of seint, þ.e. einum og hálf- um tíma! Skömmu síðar barst staðfesting frá IHF og þar með var ísland úr leik í HM! „Þetta er mjög furðuleg vinnu- brögð og greinilega verið að gera upp á milli þjóða,“ sagði Helga Magnúsdóttir formaður kvenna- landsliðsnefndar HSÍ. „Við höf- um verið að æfa stíft fyrir þessa leiki og allur okkar undirbúning- ur miðaðist við þá. Við höfðum alveg jafn góðar ástæður fyrir því að leika ekki í júní eins og þær í maí. Þess vegna er þetta ekki sanngjarnt og við munum að sjálfsögðu mótmæla þessu, en ég á ekki von á að við komumst að nýju í keppnina." Það eru undarleg vinnubrögð ef dæma á lið úr keppni fyrir að senda skeyti aðeins of seint þegar sökin er greinilega jafn mikið hjá hinum aðilanum. Þetta er einnig furðuleg framkoma hjá V- Þjóðverjum og IHF. Það er erfitt að sjá nokkur tengsl við íþróttir í þessu máli eða heiðarlega keppni og óneitanlega minnir þetta nokkuð á það þegar Víkingum var vikið úr keppni eftir að hafa sigrað Ystad í Evrópukeppninni. -Ibe gegn Skagamönnum, en leiknum lauk með jafntefli, 0-0. Leikurinn var jafn og lítill munur á liðunum. Víðismenn sýndu þó heldur meiri baráttu og áttu nokkuð í spili leiksins. En þegar komið var að vítateig Skagamanna gekk ekkert upp hjá þeim. Skagamenn virkuðu þung- ir og vörn þeirra oft mjög opin. Þrátt fyrir það gafst aðeins eitt verulega gott marktækifæri í fyrri háfleik. Þá komst Grétar Einars- son einn í gegn, en Birkir Krist- insson, markvörður ÍA, kom útúr teignum og hindraði hann nokkuð gróflega. Þetta átti sér stað rétt við vítateiginn. Víðis- menn fengu aukaspyrnu, sem Daníel Einarsson tók, en Birkir varði vel. Fyrri hálfleikurinn var jafn, en ekki að sama skapi vel leikinn. Bæði liðin gerðu nokkuð af mis- tökum, en þó mátti sjá góða spretti annað slagið. Víðismenn hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og sóttu stíft fyrstu mínúturnar. Guðjón Guðmundsson átti góða send- ingu á Klemens Sveinsson, en hann hitti ekki boltann í góðu færi. Smátt og smátt fóru Skaga- menn að komast meira inní leikinn. Þrándur Sigurðsson átti gott skot frá vítateig, en Sævar Leifsson bjargaði á línu. Mínútu síðar voru Víðismenn nálægt því að skora, er Vilberg Þorvaldsson átti gott skot af löngu færi, sem Birkir varði vel. Síðustu mínút- urnar voru svo nokkuð fjörugar, en hvorugt liðið var mjög nálægt því að skora. Þetta var 5. jafntefli Víðs- manna og þeir hafa ekki enn sigr- að í leik. -SÓM/lbe Ví&ir-ÍA 0-0 * Garösvöllur 3. júni Dómari:Magnús Theodórsson * Áhorfendur 561 Stjarna Viöis: Guöjón Guðmundsson * Stjarna ÍA: Þrándur Sigurösson * l.deild Barattuleikur erkifjenda Þórsarar sigruðu í jöfnum leik Sannkallaður baráttuleikur á Akureyri þegar heimaliðin mætt- ust f fyrri leik liðanna. Leikur sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var, en Þór marði sigur 2-1. Það var eins og liðin hefðu aldrei séð hvort annað, því fýrstu fimmtán mínúturnar voru menn að þreifa fyrir sér og spörk út í loft og misheppnaðar sendingar al- geng sjón. Það voru KA-menn sem loks hristu af sér slenið og Tryggvi Gunnarsson átti góða sendingu á Þorvald Örlygsson en fast skot hans fór rétt yfir Þórs-markið. KA-menn héldu áfram að sækja og á 34. mínútu kom mark- ið. Tryggvi Gunnarsson æddi þá upp kantinn, sendi fallega send- ingu inn á miðju á Þorvald Ör- lygsson sem lagði boltann vel fyrir Jón Sveinsson sem skoraði úr þröngu færi. Þórsarar sættu sig ekki við orð- inn hlut og á 42. mínútu jöfnuðu þeir úr vítaspyrnu. Guðmundur Valur Sigurðsson lék þá laglega á varnarmenn KA, komst inn í teig, ætlaði að senda en boltinn í hendina á Steingrími Birgissyni og dæmt víti. Jónas Róbertsson skoraði örugglega. KA-menn hófu síðari hálf- leikinn af miklum krafti þó svo að það væru Þórsarar sem fengu fyrsta færið. Guðmundur Valur Sigurðsson gaf þá á Kristján Kristjánsson sem átti skot rétt framhjá. Mínútu síðar átti Þorvaldur Örlygsson góðan skalla á Tryggva sem var í dauðafæri en skaut framhjá. Ekki líkt Tryggva það! Á 68. mínútu gerðu svo Þórsar- ar út um leikinn. Þá náði Kristján Kristjánsson að snúa af sér varn- armann KA og skoraði örugglega eftir sendingu frá Jónasi Róberts- syni. Árni Freysteinsson átti hörku- skot að marki Þórs á 78. mínútu en beint á Baldvin Guðmundsson markvörð Þórs. Síðustu sjö mínútur leiksins léku KA-menn einum færri. Þá var Erling Kristjánssyni vikið af leikvelli fyrir að hafa nánast grip- ið boltann. Ekki er hægt að ráða af þessum leik hvort liðið mun fara með sigur að hólmi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, en lið- in leika þar saman á fimmtudag. -HK/Ó.St. KA-Þór 2-1 (1-1) * * Akureyrarvöllur 3. júní Dómari: Gísli Guðmundsson * Áhorfendur1615 1-0 Jón Sveinsson (34.mfn), 1-1 Jón- as Róbertsson (42.min), 1-2 Kristján Kristjánsson (68.mín) Stjörnur KA: Erlingur Kristjánsson * Amar Freyr Jónsson * Gauti Laxdal * Stjörnur Þórs: Guðmundur Valur Sigurðsson * * Halldór Áskelsson * Jónas Róbertsson * Laugardagur 4. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.