Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Nesskip hf. Með allt á homum sér Guðjón Ármann Einarsson rekstrarstjóri: Pólverjará Hvítanesinu. Betri starfskraftar en íslenskir. Helgi Laxdal varaforseti FFSÍ: Ekkert nýtt að íslenskir sjómenn séu rœgðir af forráðamönnum Nesskipa að er ekkert launungarmál af minni hálfu aS vinnuframlag Pólverja og vinnugleði er mun meiri en þeirra Islendinga sem við höfum haft í vinnu um borð í kaupskipum okkar. Meðal ann- ars af þeirri ástæðu höfum við ráðið Pólverja um borð í Hvíta- nesið, sagði Guðjón Ármann Ein- arsson rekstarstjóri Nesskipa hf. í samtali við Þjóðviljann í gær. Þegar saltfisksflutningaskipið Hvítanes kom til hafnar í Hafnar- firði í fyrradag var skipt um áhöfn þess að hluta og þeir íslendingar sem voru um borð voru látnir fara frá borði og í staðinn komu Pól- verjar um borð. Af níu manna áhöfn skipsins eru einungis skip- stjóri og fyrsti stýrimaður íslensk- ir. Hvítanesið siglir undir fána Panama, en það er of gamalt til þess að hægt sé að skrá það hér á landi. Þjóðviljinn bar þessi ummæli Guðjóns undir Helga Laxdal varaforseta farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Að sögn Helga er það ekkert nýtt að forráðamenn Nesskipa hf. séu að rægja íslenska sjómenn og sagðist Helgi ekki þekkja þá öðru vísi en að þeir séu ávallt með allt á horn- um sér. Enda sé það svo að mjög erfiðlega gangi hjá þeim hjá Nes- skipum hf. að ráða til sín íslenska farmenn, og þá sérstaklega vél- stjóra sem bjóðast betri kjör í landi en hjá kaupskipaútgerðum. „Þeir hafa engan skilning á því að þeir eru að keppa við fyrirtæki í landi sem bjóða betra kaup en þeir bjóða. Það skilningsleysi kemur fram í því að þeir haida að þeir séu manna bestir en við hinir ræflar og aumingjar," sagði Helgi Laxdal. — grh Kvótafrumvarpið Ur nefnd undir helgi Búist við að samstaða náist um að kvóti aukist ekki hjá skipum sem seld eru milli landshluta Búist er við því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fikveiðanna komi úr sjávarút- vegsnefnd efri deildar á föstudag eða laugardag samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans. Margar veigamiklar breytinga- tillögur eru á borðum nefndar- manna og náist samstaða um þær er búist við að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu í deildum. Eitt þeirra atriða sem jafnvel er búist við að samstaða náist um er að kvóti aukist ekki við sölu milli landshluta. Ekki er búist við að norður- suður línan verði að hitamáli við afgreiðslu frumvarpsins þó 36 þingmenn hafi skrifað upp á að hún verði felld burt, náist sam- staða um að skerða söluréttinn. Hugmyndir hafa heyrst um að frumvarpið verði ekki afgreitt fyrir áramót og að núgildandi lög verði framlengd um nokkra mán- uði á meðan þingið samþykkir kvótafrumvarpið. Þessi hugmynd hefur ekki verið rædd í nefndun- um að sögn eins nefndarmanna og hallast menn jafnvel að því að þessi hugmynd sé komin úr sjáv- arútvegsráðuneytinu til að setja þrýsting á menn við að drífa frumvarpið í gegnum þingið. -Sáf Húsnæðismálin Lánsloforð seld Lánsloforð upp á 150 milljónir seld með 15 milljón króna afföllum. Húsnœðisfrumvarpið úrfyrstu umrœðu íefri deild Alls hafa 148 einstaklingar selt lánsloforð frá Húsnæðisstofn- un upp á 150 milljónir króna til verðbrcfamarkaða. Afföilin af loforðunum eru 12 milljón krón- ur og 3 milljónir hafa farið í sölu- laun. Þetta kom fram hjá Jó- hönnu Sigurðardóttur við fyrstu umræðu um húsnæðisfrumvarp- ið í efri deild Alþingis í gær. Borgaraflokksins. Guðmundur Ágústsson sagði m.a. að fé- lagsmálaráðherra og Alþýðu- flokkurinn vildu keyra þetta frumvarp í gegn án umræðu. -Sáf Mig langar í þetta! Og mig langar í svona! Það er Ijúft að láta sig dreyma fyrir framan búðarglugga. Jólin eru í nánd og ekki er að vita nema draumar einhverra rætist þegar jólapakkarnir verða opnaðir. Hver veit? Mynd: KGA. Atvinnurekstur Svanasöngur Álft á réttri leið á happdrœttismidunum. Fálkinn úti íkuldanum? Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir hausthappdrætti sitt á heilsíðu í Morgunblaðinu í gær, en þar er álft ein á flugi í miðju. Áhugafólk um fugla og stjórnmál veltir því nú fyrir sér hvort flokkurinn hafi skipt um einkennisfugl, en þann sess hefur fálkinn löngum skipað. Þóra Ármannsdóttir á skrif- stofu flokksins sagði í gær að hér væri ekki um nýtt tákn að ræða. Það væri ákvörðun stofunnar sem auglýsinguna gerði að prýða hana með ljósmynd af álft. Umrædda ljósmynd tók Björ- gvin Pálsson, en Hrafnhildur Sig- urðardóttir á „Hótel Alexandra, auglýsingastofa," útbjó auglýs- inguna. Álftin hefur því enn ekki byggt fálkanum út sem flokkstákni, en um þann síðarnefnda orti Lax- ness einmitt í eina tíð: „Ekki lýst oss það fagur fugl/fálki með Iærin í skónum." HS Loðna Frjálst verð Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær var samþykkt að gefa frjálsa verðlagningu á loðnu til bræðslu frá 1. janúar 1988 til loka vertíðar á næsta vori. Það voru seljendur, sjómenn og út- gerðarmenn sem lögðu tillöguna fram í verðlagsráði. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar framkvæmdastjóra Sjómanna- sambands íslands eru sjómenn að vonum ánægðir með þessi mála- lok, en eins og kunnugt er þá heyktust kaupendur á að sam- þykkja frjálst loðnuverð í byrjun vertíðar, sem þó hafði gilt á vert- íðinni á undan. í staðinn var sam- þykkt lágmarksverð á loðnu til bræðslu upp á 1600 krónur fyrir tonnið af loðnunni. Það sem af er vertíðinni hefur það verð nánast aldrei verið virt af verksmiðjunum og hafa þær kappkostað að yfirbjóða hver aðra til þess að fá eitthvað af loðnu til bræðslu. -grh Eigið fé fyrirtækja lýmar Brynjólfur Bjarnason, Granda hf: Verð að œtla að háir raunvextir hér á landi sé tímabundið ástand I umræðunni um frumvarpið kom fram að þingmönnum þykja breytingarnar sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu ekki veiga- miklar. Svavar Gestsson sagði að vandi húsnæðiskerfisins væri sá sami og hann hefði verið um árabil, það vanti peninga. Sagði hann að því miður breytti frumvarpið ekki miklu, hinsvegar væri óhjá- kvæmilegt að afgreiða málið strax þó hann teldi að það hefði þurft að gera miklu róttækari breytingar á því og ekki síst á fé- lagslega íbúðakerfinu. Guðrún Agnarsdóttir tók í sama streng og sagði að Kvenna- listinn hefði viljað ganga lengra t.d. varðandi takmörkun á sjálf- virkni í kerfinu. Þeir Júlíus Sól- nes og Guðmundur Ágústsson mæltu fyrir breytingatillögum Raunvextirnir eru háir miðað við samkeppnislönd okkar, það fer ekkert á milli mála, en hér á landi er líka mikil samkeppni um fjármagnið milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnufyrir- tækja, segir Brynjólfur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Granda hf; það er ekkert óeðlilegt við það að raunvextir hækki þegar þröngt er um fjármagnið. - Það er hins vegar afar ó- æskilegt að raunvextir séu hærri hér en í samkeppnislöndum okk- ar, en slíkt þarf ekki að koma á óvart; um helmingur þessa er til kominn vegna gífurlegrar þenslu að undanförnu. En það erljóst að síst minnkar eftirspurnin eftir fjármagni með því að setja þak á vexti eða hafa þá jafnvel neikvæða eins og tíðkaðist hér áður fyrr, segir Brynjólfur. - Ég verð að ætla að hæð raun- vaxta hér sé tímabundið ástand og að jafnvægi komist á. Ef slíkt jafnvægi kemst ekki á þá er eitthvað að í peningastjórninni. - Á þenslutímum eins og núna á ríkisbúskapurinn að koma út með afgang, en ekki bara að vera hallalaus. Ríkisfjármálin, og fjármál sveitarstjórna einnig, eru eitt af hagstjórnartækjunum. Því á hallabúskapur á ríkissjóði illa við á þenslutímum, þar sem hann verður til að auka enn á þensl- una, segir Brynjólfur. Brynjólfur var spurður hvort hann teldi að fjármagnskostnað- ur væri að sliga atvinnureksturinn í landinu. Hann sagði að í mörg- um atvinnugreinum væri rýrnun á eigin fé fyrirtækjanna síðastliðin 5 til 6 ár alvarlegt mál, og því væru þau með hærra hlutfall af lánsfé í sínum rekstri en æskilegt væri. Þetta bæri að hinum sama brunni, að fjármagnskostnaður væri hár hér á landi, og hærri en í nágrannalöndunum. HS Flmmtudagur 17. desember 1987, ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 f "

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.