Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Kvennahandbolti Víkingar úr leik Töpuðu óvœntfyrir KR í bikarkeppninni Kristján Arason í kunnuglegri stellingu. hann leikur með landsliðinu gegn S-Kóreumönnum. Evrópukeppni Real gegn Bayem Dregið í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar Evrópukeppni Öruggt hjá Hollendingum Hollendingar áttu ekki í miklum vandræðum með unglingalið Grikk- lands í síðasta leik 5. riðils Evrópu- keppninnar í knattspyrnu. Hollend- ingar sigruðu, 3-0. Grikkir stilltu upp ungu liði til að mótmæla dómi UEFA sem gaf Hol- lendingum bæði stigin eftir um- deildan sigur yfir Kýpur. Ronald Koeman náði forystunni fyrir Hollendinga á 19. mínútu og Hans Gillhaus bætti tveimur mörkum við rétt fyrir leikslok. Lokastaðan í 5. riðli: Holland.......8 6 2 0 15-1 14 Grikkland......8 4 1 3 12-13 9 Ungverjaland...8 4 0 4 13-11 8 Pólland........8 3 2 3 9-11 8 Kýpur..........8 0 1 7 3-16 1 Þá sigruðu Júgóslavar Tyrki í síðasta leik 4. riðlis, 3-2. _|be 2. deild kvenna Naumt hjá Atureldingu í gær var síðasti leikurinn í deildakeppninni í handknattleik fyrir jólafrí. Afturelding sigraði HK, 14-13 í spennandi leik. í hálf- leik var staðan 7-4, Aftureidingu í vil. Þessi sigur kom Aftureldingu af botninum á kostnað HK, sem nú situr eitt á botninum. Staðan í 2. deild kvenna fyrir jólafrí: (BV..............9 8 0 1 176-138 16 Pór...............9 7 0 2 206-149 14 |BK...............9 4 1 4 110-175 9 Grótta............5 4 0 1 117-84 8 UBK...............9 1 2 6 159-187 4 UMFA..............6 1 1 4 65-97 3 HK................9 1 0 8 114-169 2 KR-stúlkur komu mjög á óvart í gær og slógu stöllur sínar í Vík- ing úr leik í Bikarkeppni HSÍ. Leikurinn var jafn, en lauk með sigri KR, 16-15. Snjólaug Benja- mínsdóttir var hetja KR, en hún skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þessi sigur KR, kemur á óvart, en liðinu hefur gengið mjög illa í deildinni í vetur. Víkingsstúlkur byrjuðu vel, en KR-stúlkurnar tóku við sér og náðu forystunni. í hálfleik var íslenska landsliðið mætir S- Kóreumönnum í tveimur leikjum í næstu viku. Þá mun úrval frá Akureyri ásamt styrktarmönnum að sunnan spreyta sig í einum leik gegn S-Kóreu á laugardag. Island hefur aldrei sigrað S- Kóreu, enda hafa þjóðirnar að- eins leikið tvo leiki. Sá fyrri var í Heimsmeistarakeppninni í Sviss og lauk með sigri S- Kóreumannna 30-21. Hinn síðari var í Seoul í sumar og lauk með jafntefli, 24-24. Búið er að velja landsliðið fyrir þessa leiki. Kristján Sigmunds- staðan 7-6, KR í vil. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og jafnt á öllum tölum. Snjó- laug skoraði svo sigurmarkið á lokasekúndunni. Snjólaug átti mjög góðan leik og var markahæst með sex mörk. Það var hinsvegar enginn sem stóð uppúr ótrúlega slöku Vík- ingsliði. Það eru því Fram, Valur og KR sem hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum. son er að nýju kominn í hópinn og Jón Kristjánsson og Júlíus Jónasson, en þeir eru nýliðar. Þá mun Héðinn Gilsson leika með landsliðinu eftir langt hlé. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Einar Þorvarðarson Val, Kristján Sigumundsson Vík- ing, Guðmundur Hrafnkelsson Breiðbliki og Gísli Felix Bjarna- son KR. Aðrir leikmenn: Þorgils Óttar Mathiesen og Héðinn Gilsson FH. Jakob Sigurðsson, Valdimar Grímsson, Júlíus Jónasson, Geir Sveinsson og Jón Kristjánsson Val. Karl Þráinsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Guð- mundsson og Bjarki Sigurðsson, Víking. Atli Hilmarsson og Júlíus Gunnarsson Fram. Akureyrarúrvalið verður skipað leikmönnumn KA og Þórs, en fjórir leikmenn koma að sunnan, Kristján Sigmundsson, Jón Kristjánsson, Héðinnn Gils- son og Karl Þráinsson. Það er ekki bara A-landsliðið sem verður á ferðinni um næstu helgi. B-landslið fslands heldur til Belgíu í dag og mætir þar Frökkum Alsírbúum og Belgum á fjögurra þjóða móti. _u,e Það er vart hægt að segja að Real Madrid fari auðveldustu leiðina í Evrópukeppni meistara- liða. Fyrst sigrað Real Napoli frá Italíu, svo Evrópumeistarana Porto og í 3. umferð dróst liðið gegn v-þýsku meisturunum Bay- ern Munchen, en í gær var dregið í 3. umferð EVrópukeppninnar og 4. umferð UEFA-bikarsins. Þessi tvö lið mættust í unda- núrslitunum f fyrra og þá sigraði Bayern í slagsmálaleikjum. f síðari leiknum, sem leikinn var í Madrid voru ólæti áhorfenda svo mikil að liðinu var bannað að leika tvo næstu heimaleiki sína á leikvangi félagsins og án áhorf- enda. Lið Arnórs Guðjohnsen, Anderlecht, dróst gegn Benfica frá Portúgal. Rangers dróst gegn Evrópu- meisturum bikarhafa 1986, Steua Bukarest. Þrátt fyrir að það kosti langt ferðalag voru forráðamenn Rangers ánægðir. Þeir hafa beðið áhangendur sína um að fylgja lið- inu ekki í leiki í Evrópukeppni og vonast til að sem fæstir áhorfend- ur fylgi liðinu í langt ferðalag til Rúmeníu. -Ibe/Reuter -lbe Evrópumót félagsliða í knattspyrnu Evrópukeppni meistarali&a: Real Madrid (Spáni)-Bayern Múnchen (Vestur-Þýskalandi)....... Benfica (Portúgal)-Anderlecht (Belgíu)........... Bordeaux (Frakklandi)-PSV Eindhoven (Hollandi)... Steua Bukarest (Rúmeníu)-Glasgow Rangers (Skotlandi) Evrópukeppni bikarhafa: Mechelen (Belgíu)-Dynamo Minsk (Sovétríkjunum)... Atalanta (Italíu)-Sporting Lissabonn (Portúgal).. Young Boys (Sviss)-Ajax Amsterdam (Hollandi)....... Marseille (Frakklandi)-Rovaniemen (Finnlandi).......... UEFA-bikarinn (4. umferð): Espanol (Spáni)-Vitkovice (Tékkóslóvakiu)............ Panathinaikos (Grikklandi)-Club Brugge (Belgíu)...... BayerLeverkusen (Vestur-Þýskalandi)-Barcelona (Spáni). Verona (Itaíu)-Werder Bremen (Vestur-Þýskalandi)..... -Ibe Handbolti/ Landslið Leika gegn S-Kóreu Tveir landsleikir í Höllinni í nœstu viku. Kristján Sigmundsson íhópinn að nýju V. sete r \yetfcvS \ó\^ Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 - er birgðamiðstöðin ykkar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.