Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 10
Nám nútíðar, nauðsyn framtíðar Rœða Margrétar Guðnadóttur prófessors á fullveldissamkomu stúdenta íHáskólabíói 1. desimber 1987 Góðir samkomugestir, Mér hefur alltaf fundist fullveldisdagurinn 1. desember, vera mesti hátíðisdagur íslensku þjóðarinnar. Þann dag fyrir að- eins 69 árum lauk fátæk og kúguð eyþjóð norður við íshaf merkasta áfanganum í aldalangri baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði. 1. des- ember 1918 lýsti íslenska þjóðin, þá aðeins tæplega 92 þúsund manns, yfir fullveldi og sjálf- stæði. í svartasta skammdeginu á einu harðasta ári, sem lengi hafði komið, reisti hún ótrauð fána sinn framan í harðindin og fram- an í sjálfan dauðann, spönsku veikina, sem varð um 500 manns að bráðum bana hér sunnan og vestanlands í þessu sama skamm- degi árið 1918. Fyrir mér er 1. desember 1918 eins og talandi tákn baráttunnar, sem á undan var gengin, barátt- unnar við óblíð náttúruöfl og skæða sjúkdóma, sem lítil þjóð á hjara heims hafði háð uppá líf eða dauða öldum saman. Þeirri baráttu lauk með sigri. Ég er feg- in að þessa dags er ekki minnst með blöðru- eða popphátíð í mið- bæ Reykjavíkur, heldur erum við hér, nemendur og kennarar, á vinnustað okkar í Háskóla ís- lands á miðjum virkum degi, til að athuga hvar við stöndum, og hvernig við ætlum að varðveita það fullveldi, sem liðnar kynslóð- ir fengu okkur í hendur. Hér ætl- um við að leggja áherslu á þá skoðun okkar, að nám nútíðar sé nauðsyn framtíðar, og lífsnauð- syn sjálfstæðri þjóð á okkar tím- um. Ég vona að ég verði ekki hér að saltstólpa, þó að ég leyfi mér að líta aðeins til baka. I því mikla tali um efnahagslega erfiðleika og þrengingar á íslandi nú, í miðju góðærinu er okkur öllum hollt að minnast þess Grettistaks, sem ís- lensk alþýða lyfti á fyrstu árunum eftir að fullveldið var fengið. Á árunum milli heimsstyrjaldanna tveggja átti íslensk alþýða nefni- lega svo afskaplega lítinn verald- arauð annan en viljann og bjartsýnina til góðra verka. Fá- tæktin var hennar hlutskipti, og það voru forréttindi að fá að ganga í skóla og afla sér þekking- ar. Að hafa verið einn vetur í Flensborgarskólanum var mikil menntun í þá daga. Enginn spurði um alla draumana, sem aldrei urðu að veruleika, draumana um meiri þekkingu, annan starfsvettvang en stritið til sjós og lands, annað og betra líf. Áð loknum löngum og ströngum vinnudegi dró margur erfiðis- maðurinn og erfiðiskonan bók undan koddanum og las þangað til stritið kallaði á ný. Aðrir héldu uppi söngnum, kannske í kirkj- unni, þó að þeir tryðu fæstu af því, sem þeir voru að syngja um. Það var bara svo gaman að syngja og spila á orgelið, þó að engin tækifæri hefðu gefist til að læra á það. Svo voru kraftaskáldin, sem tókst kannske að kveða niður mikinn ósóma með einni lands- frægri ferskeytlu. Þetta var líf þeirra, sem færðu okkur fullveldið. Ég er ekki viss um, að þið, unga fólkið í þessu landi, áttið ykkur á því, að þetta voru afar ykkar og ömmur, langafar og langömmur. Það er ekki lengra síðan. Þetta var fólkið, sem Fátœktfólk lagði ekki bara sinn síðasta eyri, heldur oftsinn eina eyri, ísöfnun eða happdrœttismiða, svo að Landspítalinn ogHá- skólinn mœttu rísa urnarganga vel. í líffræðistofnun vex þó spíra þekkingar, sem get- ur kannske skilað glerhörðum peningum í þjóðarbúið, ef vel er að henni búið, fyrir utan allt það, sem sú stofnun getur bætt við þekkingu okkar á lífríkinu kring- um okkur og náttúru landsins. Hvernig er svo búið að Land- spítalamun, bessu óskabarni ís- lenskra kvenna fyrr og nú? Hann er á slíkum hrakhólum með hús- næði undir nauðsynlega starf- semi, að því trúir ábyggilega eng- inn nema þeir sem þar vinna. Eg get sagt ykkur það hér og nú, ágætu kynsystur, að ykkar af- skipta af fjármálum Landspíta- lans er ekki síður þörf nú en hér á árum áður. Líka get ég sagt ykk- Verðmœtamat íslensku þjóðarinnar breyttist ótrú- lega mikið eftir að hún varð ríkþjóð. Menningar- verðmœtum er nú sýnt því- líkt tómlœti að erfiðlega genguraðfá stjórnvöld til að leggja til þeirra lög- boðnar fjárveitingar I I ¥ byggði handa ykkur Háskóla og Landspítala til að þið þyrftuð ekki að búa við sama hlutskipti og þau, við ófullkomna læknis- þjónustu, ungbarnadauða og engin tækifæri til þess náms, sem hæfileikar og hugur stóðu til. Jafnrétti til náms og jafnrétti til bestu heilbrigðisþjónustu eru ekki náttúrulögmál, heldur ómetanleg verðmæti, sem ykkur, unga fólk, voru færð í vöggugjöf og ykkur ber skylda til að varð- veita. í þessum verðmætum er fjöregg þjóðarinnar falið, fjör- egg, sem okkur var trúað fyrir og við eigum ekki að gefa tröllunum til að kasta á milli sín. Jafnrétti til náms og bestu heilbrigðisþjón- ustu eru þeir tveir hornsteinar ís- lensks samfélags, sem ætti ekki bara að tryggja með lögum, held- ur í sjálfri stjórnarskránni, svo að enginn geti tekið þá af okkur. Fátækt fólk lagði ekki bara sinn síðasta eyri, heldur oft sinn eina eyri í söfnun eða happdrætt- ismiða, svo að Landspítalinn og Háskólinn mættu rísa. Það hefði ekki tekið langan tíma að láta það fólk skilja, að nám nútíðar er nauðsyn framtíðar. Einmitt sú hugsun lá að baki því átaki, sem lauk með vígslu Landspítalans 1930 og Háskólans 1940, og ýmsu fleiru. Þið, Garðbúar góðir, vitið kannski ekki, hvert átak lá að baki, þegar sýslur, samtök og ein- staklingar gáfu andvirði eins her- bergis á Garði, til að ungmenni úr héraðinu ætti auðveldara með að komast í Háskólann. Nei, það, sem þessi þjóð á dýrmætast, frelsið og jafnréttið, svo langt sem það nær, kom svo sannarlega ekki allt fljúgandi á silfurfati til okkar. Það er árang- urinn af striti kynslóðanna á undan okkur. Við, sem njótum góðs af þessum ómetanlegu verð- mætum, fáum seint fullþakkað þeim nafnlausa skara, sem gaf okkur þau. Hver er svo okkar trúnaður við arfinn, sem við tókum við? Það er deginum ljósara, að á tækniöld er enginn gjaldgengur á vinnumark- aði án sérhæfingar, sem oft kost- ar margra ára nám. Það er líka ljóst, að þekkingarleitin á sér engan endi, og skolar oft á land ótrúlegum efnahagslegum verð- mætum, sem lítil þjóð gæti svo sannarlega notið góðs af og verið þátttkandi í að skapa, ef hún hlúir vel að rannsóknastofnum sínum og þeirri spíru þekkingar, sem þar vex. Það er margt, sem gerir þekkinguna eftirsóknarverða sem tæki í lífsgæðakapphlaupi nútímans. Tækniþekkingin ein er þó engin lausn. Hún er tvíeggjuð, og getur borið tortíminguna í sér, ef menn fara ekki að með gát. Þekking á tungu og sögu ís- lensku þjóðarinnar færði okkur sigurinn í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, af því að forustumenn okkar beittu henni með óyggj- andi rökum, sem forustumenn Dana höfðu skynsemi og siðferð- isþrek til að skilja og virða. Þann- ig geta leiðtogar þjóða farið að í stað þess að láta vopnin tala. Nú, þessa dagana, bindur allt mannkyn miklar vonir um frið og afvopnun við leiðtogafund stór- veldanna tveggja í austri og vestri. Megi þeir leiðtogar bera gæfu til að leysa sín ágreinings- mál með sama siðferðisþreki og leiðtogar smáþjóðanna, íslend- inga og Dana á sínum tíma. Sú þjóð, sem þekkir ekki sögu sína og tungu, list sína og menningararf, hlýtur að farast. Eins fer fyrir þeirri þjóð, sem hlúir ekki að þekkingarleit og listsköpun. Á tækniöld er slík þjóð dæmd til að deyja. í því flóði af lélegu afþreyingarefni, sem yfir okkur smáþjóðina dynur nú á hverjum degi, megum við ekki glata þekkingunni á tungu okkar, sögu og menningarverðmætum. Við erum hingað komin nú, til að reyna að vekja athygli á því, að nám og listsköpun nútíðar er lífsnauðsyn framtíðar, ef íslenska þjóðin ætlar að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð. Við, sem störfum í Háskóla ís- lands og í heilbrigðisþjónustunni, vitum af reynslu okkar, að lög- gjöfin ein nægir ekki til að hin góðu áform komist í verk. Bæði skólastarf, þekkingarleit og heilbrigðisþjónusta þurfa hús- næði, tæki og starfsfólk. Að hluta til er þetta tryggt með framlögum úr ríkissjóði, en betur má ef duga skal. Það er fyrir löngu orðin tíska hér að taía um sameiginlegan sjóð okkar allra, ríkissjóð, eins og hann sé af hinu illa. Allt of margir láta sér sæma að svíkja ríkissjóð um lögboðnar greiðslur til hans, - fyrir nú utan allar smugurnar, sem menn nota til að leggja sem minnst fram til sam- eiginlegra þarfa þjóðarinnar. Þeir, sem ástunda slík svik, ættu að hugleiða, að þeir eru þar með að svíkja íslenska heilbrigðis- þjónustu um hennar hlut, svíkja æsku landsins um menntunina, sem hún ætti að eiga kost á, og svíkja landsbyggðina um vegi og brýr, svo að eitthvað sé nefnt af þeim þörfu verkefnum, sem ríkis- sjóði er ætlað að kosta. Það eru nefnilega ekki ómerkilegustu verkefnin í þjóðfélaginu sem við höfum ákveðið að kosta sam- eiginlega úr ríkissjóði. Nær væri því, að efnamenn bættu í hann peningum með frjálsum fram- lögum, þegar hann er svo tómur, að hann getur ekki gegnt grund- vallarhlutverki sínu. Að minnsta kosti ættu vel stæðir atvinnurek- endur ekki að þurfa að kroppa í hann til að létta sér eðlilegar launagreiðslur fyrir störfin, sem þeir hagnast á. Ríkisstofnanir okkar eru held- ur ekki af hinu illa, og óþarfi að tala um þær sem „ríkisbáknið“ eða „kerfið" í óljósri og niðrandi merkingu. Þetta eru heilbrigðis- stofnanirnar okkar, sem við vilj- um gjarna að séu í góðu lagi, þeg- ar við verðum veik, skólarnir okkar, sem við viljum að veiti börnunum okkar hina bestu menntun, og ýmis önnur menningar- og þjóðþrifafyrir- tæki, sem við getum miklu síður verið án, en margs þess, sem við eyðum í peningum frá degi til- dags. Starfsmennirnir í þessum ríkisstofnunum eru heldur ekki neinn sérstakur afætulýður, eins og oft er látið í skína heídur oftast nær vandað og samviskusamt fólk, sem vinnur störf sín eftir bestu getu, oft við hin erfiðustu skilyrði. Reynum heldur að skilja gildi sameiginlegra stofnana okk- ar fyrir heilbrigði, sjálfstæði og menningu þjóðarinnar, og reynum að bæta þær, svo að þær megi betur gegna hlutverki sínu. Hættum að stela frá þeim, og setjum heldur stolt okkar í að styðja það starf, sem þar fer fram. Við getum lagt þeim til meiri peninga, ef við viljum, rétt eins og íslenskar konur gerðu, þegar Landspítalinn reis af grunni. Verðmætamat íslensku þjóð- arinnar breyttist ótrúlega mikið eftir að hún varð rík þjóð. Menn- ingarvðermætum er nú sýnt því- líkt tómlæti, að erfiðlega gengur að fá stjórnvöld til að leggja til þeirra lögboðnar fjárveitingar, jafnvel þá skatta, sem sérstaklega eru lagðir á vegna tiltekinna verkefna. Við, börn góðu áranna, skulum reyna að muna, að ríkissjóður var líka tómur á kreppuárunum, þegar íslensk þjóð tók saman höndum og reisti þær menningar- og sjúkrastofn- anir, sem við búum að enn þann dag í dag. Af fátækt sinni bætti almenningur við því, sem til vant- aði. Nú er öldin önnur. Síðan við urðum rík, sér enginn út fyrir ask- inn sinn, og hugmyndaflugið hjá þeim, sem eiga afgangs peninga, er ótrúlega fábreytt og oftast nær skaðlegt. Jafnvel Hitaveita Reykjavíkur, þetta þjóðþrifafyr- irtæki, sem fremst hefur gengið í nýtingu jarðhita til hagsbóta fyrir landsmenn, hefur ekkert þarfara við fé sitt að gera þessa dagana en að huga að glerhöll ofan á hita- veitugeymana á Öskjuhlíð, gler- höll fyrir tugi miljóna, segja fjöl- miðlar. Hvernig væri nú, að Hita- veitan verði heldur fjármunum sínum í byggingu yfir líffræði- stofnun Háskóla íslands, stofn- un, sem ekki hefur von um nauðsynlegt húsnæði fyrr en eftir mörg ár, og bara, ef happaþrenn- ur, að við værum enga stund að bæta úr þessum húsnæðisvand- ræðum, ef við legðum nú saman í byggingasjóð handa Landspítal- anum, eins og þær formæður okkar, þegar hann var upphaf- lega byggður. Landspítalann mundi muna um, ef hver og ein okkar legði þó ekki væri nema ' 100 krónur á mánuði í bygginga- sjóð fyrir hann næstu 3-4 árin. Við slíka söfnun mundu þó flest- ar okkar láta minna á móti sér en konurnar á kreppuárunum kring- um 1930. Almenningur verður að gæta að sameignum sínum, ef þær eiga ekki að grotna niður, og má ekki sofna á verðinum. Hvernig búum við að listsköp- uninni í landinu og skólunum, sem eiga að veita börnum okkar grunnmenntun á sviði lista? Langar okkur ekki til að fá meiri listfræðslu inn í almenna skóla- kerfið? við getum ekki látið það viðgangast, að mennirnir með ljáinn á ríkisfjármálunum drepi þann viðkvæma nýgræðing, sem er að byrja að blómstra á lista- sviðinu út um allt land. Tökum höndum saman og björgum þeirri spíru undan ljánum. Já, það er okkur öllum hollt, að staldra við og huga að því, hvar við erum stödd á miðjum virkum degi, fullveldisdaginn okkar 1987. Fjöreggið okkar getur brotnað, ef við gætum þess ekki vel og tröllin ná að taka það. Við erum öll ábyrg. Okkur ber öllum skylda til að varðveita þann menningararf og það fullveldi, sem við tókum við, og það þjóðfélag jafnréttis og mannúð- ar, sem góðir menn hafa reynt að byggja hér upp síðan. Þetta er líka ykkar skylda, unga fólk, sem kusuð að hugleiða hér í dag kjör- orðin - nám nútíðar - nauðsyn framtíðar. Gerum þau að veru- leika með því að hlúa vel að sam- eignum þjóðarinnar, skólum, sjúkrastofnunum, rannsókna, mennta- og menningarstofnun- um ýmsum, og starfinu, sem þar fer fram. Lifið heil Óskar Guðmundsson ALÞÝfil- BANDALAGIfi Dramatísk stjórnmálasaga Bókin fjallar um þróun Alþýðubandalags- ins frá kommúnisma til kratisma. Meira er fjallað um ákveðna menn og málefni en hug- myndafræðilegan grunn flokksins. Frásögn- in hefst við stofnun Kommúnistaflokksins en lýkur þ. 9. nóvember 1987. Svartáfwítu SÓLSÍAFIR > Æ rrfrftiiiniiín t Skáldsaga eftir Bjarna Guðnason prófessor Sólstafir Bjarna Guðnasonar prófessors er stór- skemmtileg miðaldarsaga og snýst um ástir, auð og völd. Ungur piltur strýkur að heiman til þess að hefja ævintýralega og hættulega leit að því sem allir vilja finna - en fáum tekst. Sagan gerist á ólgutímum þegar alþýða manna bjó við ofurvald klerka og annarra valdsmanna. Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna Guðnasonar pró- fessors. ^vort d fwitu TÓMAS DAVÍÐSSON Ittrgumál fuglanna íslensk spennusaga. „Tungumál fuglanna er lipurlega samin, ... Sú spurning, sem er rauoi þráour í bók- inni, hvort fjölmiðlamenn séu að láta fólk úti í bæ, þar á meðal valdagráðuga stjórnmála- menn, misnota sig, hefur verið og er ofar- lega í hugum þeirra sem fjölmiðlum stjórna“. Elías Snæland Jónsson Dagblaðinu. ^vortdfmtu XI 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.