Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 14
* ERLENDAR FRETTIR Knattspyma Skrflslæti áhorfenda aukast jafnt og þétt Aldrei hafa ólœti verið jafn mikil á knattspyrnuleikjum í Evrópu og nú í vetur Ofbeldi og skrílslæti áhorfenda knattspyrnuieikja gengu eitt sinn undir nafninu „enska meinið" enda fóru ekki sögur af slíku háttalagi unnenda íþróttar- innar í öðrum löndum. Nú er hinsvegar svo komið að mein þetta hefur breiðst út um gervalla Evrópa í slíkum mæli að ýmsir telja framtíð þessarar vinsælu íþróttagreinar í hættu. Ofbeldis- verk utan og innan vallar hafa aukist jafnt og þétt frá því fyrst fór að bera á þeim í nokkru mæli um miðbik áttunda áratugarins. Árið 1990 verður heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu haldin á Ítalíu. Um síð- ustu helgi var dregið í riðla fyrir keppnina með miklum glamúr og var öllu sjónvarpað beint til fjöl- margra ríkja. En á bak við tjöldin heyrðust óttaslegnir menn hvískra og pískra um þær hættur sem steðja að knattspyrnunni. Áhorfendum fækkar jafnt og þétt enda eru atburðirnir á Heysell- Rafvirkjar - rafeindavirkjar Okkur vantar rafvirkja eöa rafeindavirkja nú þeg- ar eða hið fyrsta. Starfið felst einkum í viðhaldi og viðgerðum á rafkerfum og rafeindabúnaði ýmiskonar. Mikil vinna, fæði á staðnum. Upplýsingar veitir Ágúst Karlsson í síma 681100 eða á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 18, Reykjavík. Olíufélagið hf eikvanginum í Brussel í hitteð- fyrra mönnum enn í fersku minni. Þá létu 39 einstaklingar lífið í miklum óeirðum sem brut- ust út áður en úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða milli Liverpool og Juventust hófst. Og stöðugt hrannast upp fréttir af ódæðisverkum „knattspyrnuunn- enda.“ Forsvarsmenn Alþjóða knatt- spyrnusambandsins (FIFA) gera sér fyllilega grein fyrir þessum háska. Aðalritari þess, Jósef Blatter, staðhæfir að öryggisráð- stafanir þær sem sambandið hyggst láta gera fyrir úrslita- keppnina á Ítalíu árið 1990 eigi sér enga hliðstæðu í sögunni. En FIFA getur lítið gert til að stemma stigu við djöfulmóði of- beldisseggja á leikjum félagsliða í löndum Evrópu og forráðamenn þeirra virðast ráðþrota einsog fréttir bera með sér. Leikmenn og dómarar hafa orðið fyrir lík- amsárásum, þjálfarar eru grýttir, táragassprengjum varpað inná Þannig var umhorfs á Heysel- leikvanginum í Brússel skömmu áður en leikur Liverpool og Juventus hófst vorið 1985. 39 menn biðu bana. leikvelli, tugum áhoríenda mis- þýrmt og ólátaseggir hafa hundr- uðum saman verið lokaðir á bak við lás og slá. Á Bretlandi er ástand þessara mála einna verst, þar gengur skrfllinn berserksgang utan vallar og innan. Leikmenn virðast margir hverjir undir sömu sök seldir því brottrekstrar af leikvelli hafa aldrei verið fleiri en nú í vetur. Fjórum leikmanna skosku Glasgowliðanna Rangers og Celtics hefur verið stefnt fyrir rétt eftir að allt fór í háaloft í viður- eign þessara liða. Þremur knatt- spyrnumönnum var vikið af leikvelli eftir að sló í brýnu milli keppenda í miðjum leik. Átökin á vellinum gáfu áhorfendum tón- inn en á pöllum þeirra fór allt í bál og brand. Skömmu síðar var gas- sprengja sprengd á áhorfenda- pöllum í viðureign annarra skoskra liða. Flytja þurfti 40 menn á sjúkrahús vegna eitrunar en 200 fengu aðhlynningu á vell- inum. Áður en nóvember var úti hafði 110 leikmönnum í ensku deildarkeppninni verið vikið af velli og mun það vera met. Engu að síður gerast þær raddir æ há- værari er krefjast þess að dómar- ar séu til muna strangari við skap- heita fauta úr röðum leikmanna enda gefur auga leið að slagsmál keppenda sjálfra eru ekki til þess fallin að sefa mannskapinn á áhorfendapöllunum. í Hollandi gerðist það fyrir nokkru að leikur landsliða heimamanna og Kýpurbúa var stöðvaður í klukkustund eftir að flugeldi var skotið inná leikvang- inn með þeim afleiðingum að markvörður gestanna slasaðist. Leikurinn var liður í Evrópu- keppni landsliða og lyktaði með sigri Hollendinga, átta mörkum gegn engu. En Knattspyrnusam- band Evrópu (UEFÁ) leit at- burðinn alvarlegum augum og úr- skurðaði Kýpurmenn sigurveg- ara. Hollendingar áfrýjuðu og nýr leikur fór fram án áhorfenda. Fyrri viðureignin fór fram í Rott- erdam en samkvæmt ákvörðun UEFA fer enginn leikur þar fram á vegum sambandsins fyrr en í fyrsta lagi á seinni hluta ársins 1990. Á Ítalíu er það orðið daglegt brauð að áhorfendur sendi leik- mönnum ónotaleg skeyti. Meistararnir frá Napólí sóttu leikmenn Písaliðsins heim í sept- ember. Heimamenn sigruðu en á leiknum gerðist sá atburður að áhorfandi kastaði mynt í höfuð eins leikmanna Napólí og varð sá að yfirgefa völlinn. ftalskir knattspyrnuráðamenn tóku stig- „Ekki fleiri kampavínsflöskur, takk!“ Mexíkaninn Hugo Sanchez kemur skilaboðum til áhorfenda. in tvö af heimamönnum og af- hentu gestunum. Þegar Juventusliðið lék gegn Cesena í nóvember síðastliðnum á heimavelli mátti litlu muna að flugeldur lenti í höfði eins leik- manna síðarnefnda liðsins. Ju- ventus vann leikinn en Cesena var dæmdur sigur. Markvörður Roma var ekki jafn lánssamur á sunnudaginn var þegar lið hans lék í Mflano. Tveim flugeldum var skotið að honum, annar sprakk á fæti hans en hinn á öxl. Markvörðurinn missti meðvitund og var lífi hans borgið með skyndihjálp, blást- ursaðferð og hjartahnoði. Skrílslæti áhorfenda hafa mjög færst í aukana í Austur-Evrópu. Einkum eru þau orðin algeng í Póllandi og í Varsjá eru sérstakar öryggissveitir lögreglunnar við- staddar sérhvern leik heimaliðs- ins. í október varð sá atburður í leik tveggja þriðjudeildarliða að áhorfandi skaut úr loftbyssu í all- ar áttir og slasaði tvo leikmenn og áhorfanda. Eftir leik annarra þriðjudeildarliða voru þrír vallar- verðir barðir til óbóta af nokkr- um áhangenda tapliðsins. Óaldarlýður er einnig farinn að láta til sín taka í Sovétríkjunum. Eftir leik Dynamo Kiev og Spart- ak Moskvu á heimavelli síðar- nefnda liðsins réðust úkraínskir ólátaseggir að stuðningsmönnum Moskvumanna með brotnum flöskum, múrsteinum og kylfum á neðanjarðarjárnbrautarstöð. Enn sem komið er heldur þorri sovéskra knattspyrnuáhuga- manna stillingu sinni en nú víkur sögunni til Spánar. Þar eru menn óstilltir mjög þegar knattspyrna er annars veg- ar. í október var flösku kastað í línumann þegar landsleikur Spánverja og Austurríkismanna fór fram í Sevillu. Mánuði síðar grýttu áhangendur Atletico Ma- drid þjálfara Real Madrid. Að- eins fjórum dögum síðar kastaði áhorfandi kampavínsflösku í höfuð Hugos Sanchez í leik Real Madrid og liðs Sestao. Sauma þurfti ellefu spor á höfði Mexík- anans. Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu vex óaldaseggjum ásmegin á knattspyrnuleikjum í Vestur- Þýskalandi. Tveir alvarlegir at- burðir áttu sér stað á vesturþýsk- um knattspyrnuvöllum í nóvem- ber. 140 sauðdrukknir slagsmála- hundar voru handteknir í Brem- en eftir leik Werder og Hanover. Rúmri viku síðar voru 40 menn lokaðir bak við lás og slá í Gels- enkirchen þar sem Schalke lék við lið Kölnarbúa. Peir höfðu staðið í áflogum og skotið flug- eldum. Nú hafa verið rakin dæmi frá því í vetur um ofbeldi í kringum knattspyrnuleiki. Allt virðist koma fyrir ekki þótt öryggisgæsla sé efld enda hafa sálfræðingar og félagsfræðingar verið ósparir á að benda á þá staðreynd að megin- orsök óláta á knattspyrnuvöllum sé örvænting og rótleysi ungra at- vinnuleysingja sem fái útrás fyrir reiði sína „á vellinum." -ks. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.