Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 21
Nýlistasafnið 10 ára Nýlistasafnið er orðið 10 ára og það er komið tilefni til þess að dusta rykið af afmæl- isbarninu, klæða það í mat- rósafötin og bjóða því í hús meðal manna. Nýskipaður menntamálaráð- herra ætlar að halda ræðu og væntanlega verður skálað afmæl- isbarninu til heiðurs. Það er vel til fundið á tíma- mótum að líta yfir farinn veg og spyrja spurninga: Hvers vegna varð Nýlistasafnið til, og hvað hefur rekið það unga fólk sem að því stendur til þess að halda uppi þessari starfsemi í heilan áratug? Hvaða þörf var á öðru lista- safni, nægði ekki Listasafn ís- lands, eða hefur Nýlistasafnið einhvern annan tilgang? Hver er tilgangurinn með starfi listasafna yfirleitt og hefur starf- semi Nýlistasafnsins haft ein- hverja þýðingu fyrir íslenska menningu? Þannig mætti lengi halda áfram, en snúum okkur að fyrstu spumingunni: hvers vegna varð Nýlistasafnið til? í yfirlýsingum stofnenda safnsins var sagt að það hafi verið stofnað til þess að varðveita það sem enn var til af þeim verkum sem SÚM-hópurinn og fleiri , framsæknir listamenn höfðu unn- ið síðustu 15-20 árin og hafði ekki hlotið náð fyrir augum Listasafns íslands eða öðrum virðulegum menningarstofnunum. Jafnframt var sagt að safnið ætti að verða vettvangur og miðstöð fyrir nýja strauma og nýja hugsun í ís- lenskri myndlist. Það er rétt að bæði Listasafn íslands og aðrar virðulegar lista- og menningarstofnanir hunsuðu það starf sem SÚM-hópurinn hafði unnið í áratug eða meir. Ástæðan var líka einföld og kannski ofureðlileg: Listasafn ís- lands var á þessum tíma stofnun sem virtist sjá starfsvettvang sinn fyrst og fremst í varðveislu hluta. Hugmyndir áttu ekki innangengt Sýningaropnaðar í Listasafni Islands og í húsakynnum Nýlistasafnsins nú um helgina í tilefni afmælisins. í sölum safnsins, og ekki örlaði á því að þar færi fram fræðsla eða að þar væri yfirleitt nokkur vett- vangur fyrir umræðu eða skoðanaskipti þar sem viðteknar venjur og skoðanir væru prófaðar á mælikvarða þess veruleika sem samtíminn bauð uppá utan múra safnsins. Listasafn Islands virtist til frambúðar hafa skilið hlutverk sitt þeim veraldlega skilningin að það væri eins konar grafhýsi utan um dauða hluti og því var brýn nauðsyn á því að stofna annað safn og loftkenndara, þar sem hugmyndir ættu líka aðgang. Þótt SÚM-hópurinn hafi verið sundurlaus og sjálfum sér ósam- kvæmur í mörgum efnum, þá var þó eitt sem sameinaði flest þau verk sem hann kom á framfæri: þau gátu varla talist til þess fallin að vera stofuprýði eða arðvænleg fjárfesting. Þau voru ekki það sem kallað er „góðir safngripir". Ástæðan var ekki sú að félagarnir væru slíkir klaufar að þeir gætu ekki annað gert en axarsköft, heldur sú að þeir ætluðu verkum sínum annað hlutverk. Það var kannski megininntak pop>-listarinnar, sem á þessum tíma blómstraði í Evrópu og Am- eríku, að varpa ljósi á þá grund- vallarbreytingu sem orðið hafði í iðnaðarþjóðfélaginu á afstöðu mannsins til hlutanna og verð- mætasköpunarinnar með til- komu nýrrar framleiðslutækni. Framleiðslan hafði ekki lengur gildi í sjálfri sér, heldur einungis sem neyslufyrirbæri sem fyrst hafði sannað gildi sitt þegar búið var að „neyta “ þess og afrakstur- inn hafði skilað sér annars vegar í peningakassa framleiðandans og hins vegar á öskuhaugum neyslusamfélagsins. En um leið og framleiðslan, hlutirnir sem maðurinn framleiddi á færibandi, höfðu þannig breytt um eðli frá því sem gilt hafði á dögum hins heiðarlega handverks, þá hafði staða hins eiginlega framleiðanda einnig breyst. Framleiðandinn sem höfundur verka sinna hafði einnig verið þurrkaður út. Um leið og framleiðslan glataði varð- veislugildi sínu og þeim einstakl- ingsbundna eiginleika sem hand- verkið hafði til að bera, þá var einnig ljóst að notagildi hlutanna skipti ekki lengur máli, heldur ímynd þeirra og þau sálrænu áhrif sem þau höfðu á neytandann: það voru auglýsendurnir sem gáfu framleiðslunni gildi og höfðu úrslitaáhrif á það hvort hún sannaði gildi sitt á markaðn- um. Pop-listin sagði okkur að lista- mennirnir gætu valið um tvennt: að ganga í raðir auglýsendanna og þjóna þeim sem yfirstétt yfir hinum nafnlausu framleiðend- um, eða þá að nota hæfileika sína til þess að afhjúpa þetta nýja samskiptamynstur. Það er á engan hátt hægt að segja að SÚM-listamennirnir hafi verið popplistamenn, en þeir höfðu hins vegar skilið þennan boðskap, þeir höfðu skilið stöðu sína og þeir tóku afstöðu sem var pólitísk: í þjóðfélagi sem hafði tekið auglýsinguna eða ímyndina fram yfir notagildið og vöruna fram yfir brúkshlutinn var ekki þörf fyrir myndlist sem „hlut“ eða safngrip. Þarsem listamaður- inn var ekki lengur fyrirmynd framleiðandans var ekki lengur þörf fyrir listamanninn í hinum hefðbundna skilningi. Hann var orðinn utangarðs í neysluþjóðfé- laginu og starfsvettvangur hans var á sviði hugmynda en ekki framleiðslu safngripa. Ekki svo að skilja að það sé eitthvað nýtt: hugmyndir hafa alltaf legið til grundvallar allri listsköpun. En á þessum tíma var það nauðsynlegt sem aldrei fyrr að taka af öll tvímæli um það að listamaðurinn var ekki í hlutverki auglýsingaskrumarans að búa til vöruímyndir til neyslu fyrir hina nýríku yfirstétt, heldur að skapa hugmyndir sem gátu haft varan- legra gildi og hjálpað manninum til þess að átta sig betur á þeim veruleika sem hann bjó við. SÚM-listamennirnir þreifuðu sig í blindni í átt til þess að skapa ÓIAFUR GÍSLASON listaverk sem voru sífellt efnis- minni og enduðu að lokum í því að skapa verk sem voru í rauninni hrein hugmynd eða athöfn. SÚM-hreyfingin og Nýlista- safnið sem arftaki hennar hlutu að vera í uppreisn gegn hinni op- inberu menningarstefnu, sem í hugmyndaleysi sínu hafði gert listina að neysluhlut og Listasafn íslands að grafhýsi yfir dauða hluti. Ekkert opinberaði í raun betur menningarlegt gjaldþrot hinnar nýríku íslensku borgara- stéttar sem þannig varði hagsmuni sína í hræðslu við hið óvænta og óttanum við að flett yrði ofan af hinu falska yfirborði „Menningarinnar“. Þess sjást nú ýmis merki að starf SÚM-hreyfingarinnar og Nýlistasafnsins hafi borið ávöxt. Sá ávöxtur er ekki fólginn í digr- um sjóðum fagurra listaverka, heldur í nýjum hugmyndum sem smitað hafa út til nýrrar kynslóð- ar listamanna, og jafnvel náð að skapa nokkra viðhorfsbreytingu hjá almenningi og opinberum stofnunum. Þessi viðhorfsbreyting lýsir sér kannski fyrst og fremst í því að menn líta ekki lengur á það sem nauðsyn að listaverk sé hlutur sem sómi sér vel uppi á vegg eða í afmörkuðum sal eða safnhúsi. Þvert á móti, þá er listaverkið niðurstaða rannsóknar á veru- leikanum og vettvangur þess á sér engin afmörkuð svæði í þjóðfé- laginu. Og gildi þess fer ekki eftir útlitinu, heldur eftir því hvort það segir okkur eitthvað um sjálf okkur og þann veruleika sem við búum við. Nýlistasafnið er fyrst og fremst heimildasafn um rann- sóknir sem listamenn hafa gert á þeim veruleika sem umlykur okkur. Það er safn um hugmyndir en ekki hluti. Það hefur ekki það hlutverk að loka listina inni, heldur að skapa henni vettvang hvar sem er í okkar þjóðfélagi. Með sýningu þeirri sem Lista- safn íslands hefur efnt til í sam- vinnu við Nýlistasafnið í tilefni afmælisins virðist sem hið opin- bera hafi nú loksins dregið ein- hvem lærdóiri af yfir tuttugu ára þrotlausu starfi þeirra utangarðs- manna sem-af hugsjón hafa hald- ið uppi merki nýsköpunar í ís- lenskri myndlist. Því ber að fagna og um leið og við óskum afmælis- baminu til hamingju með afmæl- ið og óskum því langra lífdaga þá getum við ekki annað en óskað Listasafni ísiands þess að það megi draga enn frekari lærdóm af „litla bróður“ og hleypa meira af fersku lofti inn í sín nýju og við- hafnarmiklu salarkynni. -ólg Föstudagur 14. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.