Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 22
Pendúll Foucaults Ný skáldsaga Umberto Eco er ferðalag um heima dulspekinnar og andrökhyggjunnar allt frá Hermesi Trismegistusi til frímúrarastúkunnar P2. Hún er um leið spennandi samtímasaga um það hvernig þrír fræðimennleiðastinníþennanheim með hörmulegum afleiðingum Sú dreifing þekkingarinnar sem hófst með vísindabyltingu nútímans er jafnframt mesta lýðræðisbylting sögunnar. í stað þess að þekkingin sé lokuð inni meðal hinna útvöldu er henni nú dreift til almennings með viða- miklu neti menntastofnana og upplýsingabanka. Engu að síður lifa miljónir manna á Vestur- löndum enn í hugarheimi okkúlt- ismans, dulspekinnar og trúar- innar á launhelgar hins eina og opinberaða sannleika. Á bak við þennan hugarheim iiggur draumurinn um heim án vísinda og rökhyggju, draumurinn um að hægt sé að hafa áhrif á umheim- inn án þess að byggja á sundur- greindri og rökstuddri þekkingu. Og þessi hugsunarháttur ber með sér kímið að hugmyndakerfum sem birtast okknr í hvers kyns trúarsöfnuðum og leynistúkum, í stjörnuspekinni og hvers kyns galdratrú, en einnig í heimi vís- indanna til dæmis í kenningum sálfræðinga af skóla Freuds, sem hafa boðað afturhvarf til „frum- ópsins“ eða ferðalag inn í geð- klofaástandið sem lækningu við vandamálum líðandi stundar. Þessi fyrirbæri, okkúltisminn og galdratrúin í fortíð og samtíð eru m.a. viðfangsefnið í nýjustu skáldsögu ítalska rithöfundarins Umberto Eco, en sagan sem ber heitið „Pendúll Foucaults" kom út fyrir fáum dögum á Ítalíu. Sá sem þetta ritar hefur ekki Iesið bókina, en eftirfarandi saman- tekt er byggð á lestri tímarits- greina og blaðaumsagna um hana. >4r\r>l Sýning laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-16. Innval býður mikið úrval vandaðra innréttinga við allra hœfi, auk tréstiga og viftuhatta í eldhús. Innval býður vandaða vöru á vœgu verði. Verið velkomin í sýningarsal okkar eða hringið eftir myndalista. NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 44011 PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI Sagan gerist fyrir um það bil 15 árum og segir frá fræðimanninum Casaubom (höfundi doktorsrit- gerðar um hina dularfullu Templ- arariddara sem tóku þátt í krossferðunum en töpuðu í stríð- inu og var að lokum útrýmt af rannsóknarréttinum undir stjórn Friðriks fagra), útgefandanum Jacobo Belbo (sem þjáðist af því að geta ekki skrifað sjálfur) og fræðimanninum Diotallevi (starfsmaður við alfræðiorðabók og ástríðufullur iðkandi Cabb- ala-dulspeki). Þessir þrír komast í samband við fræðimenn sem ætla að skrifa dulspekilegan bókaflokk fyrir bókaútgefanda í Mílanó undir titlinum „Iside afhjúpuð“. Þrem- enningarnir fara í sameiningu að rekja sögu Templaranna, sem samkvæmt þjóðsögunni áttu að hafa búið yfir „leyndardómi leyndardómanna". Við rann- sóknir sínar kynnast þeir hinum dularfulla Ardenti, sem átti í fór- um sínum mikilvægt handrit en lést með voveiflegum hætti, en síðan birtast á sögusviðinu allir hugsanlegir hópar okkúltista: dulspekingar Graals, áhangend- ur Antikrists, gullgerðarmenn, Rósarkrossriddarar, frímúrarar og góðtemplarar og svo framveg- is. Fulltrúi hvers hóps fyrir sig ber með sér kafla í 500 ára sögu and- rökhyggjunnar í Evrópu allt frá því að hið fræga handrit Corpus Hermeticum barst til álfunnar á 15. öld til nútímans. Öll sú dul- speki sem þarna er rakin fellur að „Áætluninni miklu“, sem hinir fornu Templarar höfðu gert á grundvelli Leyndardómsins. Og lok sögunnar ráðast af þeirri fullvissu djöflatrúarsafnaðar eins, að Casaubon og félagar hans hafi komist að leyndardómi Templaranna í gegnum handrit hins dularfulla Ardenti og þannig snýst leyndardómsleitin upp í baráttu um völd. Þessi mikla einföldun á sögu- þræðinum segir auðvitað ekki mikið, en eins og fyrri skáldsaga Eco mun hér vera um viðamikla og flókna sögu að ræða, þar sem úir og grúir af tilvitnunum, eink- um í hverskonar dulspekirit úr nútíma og fortíð. í sögunni eru einnig sagðar aðrár sögur sem falla hliðstætt með meginsögu- þræðinum. Aðalsagan er sögð í 1. persónu af Casaubom. (Nafn hans er dregið af nafni svissneska 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.