Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Inga Bjarnason leikstjóri Núna um helgina ætla ég að aðstoða Alþýðuleikhúsið sem er að fara að frumsýna Koss kóngulóarkonunnar um næstu helgi. Sýningarnar verða í Hlaðvarpanum, það er Sigrún Valgeirsdóttir sem leikstýrir og þetta er alveg meiriháttar gott verk, sagði Inga Bjarnason þegar Nýtt Helgarblað spurði hvað hún ætlaði að gera um helgina. Þá sagðist Inga hafa lent í að stjórna þætti fyrir Amnesty International, fjáröflunar- þætti sem héti Amnesty í 40 ár, og að það verk væri líka á döfinni um þessa helgi. „Svo þú sérð að helgin hjá mér verður þrotlaus vinna eins og vant er,“ sagði Inga; ég er orðin hundleið á að vinna allar helgar, en hvað gerir maður ekki fyrir góð málefni? MYNDLIST Alþýðubankinn, Akureyri, kynning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur stendurtil 4. nóvember. Gallerí Borg, Jón Þór Gíslason: olíu- málverk og teikningar. Opið kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar. Sýningin stendur til 18. október. Grafík-Gallerí Borgar Austurstræti 10 er opið á verslunartíma. Gallerí Gangskör, Anna Gunnlaugsdóttir, málverkasýning. Sýningin stendur til 24. október og er opin kl. 12-18 þriðjudaga til föstu- dagaogkl. 14-18 um helgar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna 9 sem að galleríinu standa er opin alla virkadaga kl. 12-18, enfrá14-18 um helgar. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Sóley Eiríksdóttir sýnir grafík og skúlptúrverk. Sýningin stendur til 16. októberog eropin kl. 14-18alladaga nema mánudaga. Gallerí „Undirpilsfaldinum," Hlað- varpanum, Vesturgötu, málverka- sýning Halldórs Dungals hefst á morgun, laugardag, og Iýkur30. okt- óber. Opið daglega 14-18. Mokka, Skólavörðustíg, Ásta Guð- rún Eyvindardóttirsýnirolíumyndir. Svningin stendur til 13. nóvember. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýning Bergljótar Kjartansdóttur stendur til 23. okt. Opið daglega frá kl. 14 til 19. Menningarstofnun Bandaríkj- anna, Neshaga 16, sýning Robert Dell hefst á morgun og stendur til 23. október. Skúlptúrarog teikningar. Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnar- firði, málverkasýning Gunnars Á. Hjaltasonar opin daglega kl. 14-22. Stendur til 23. október. Hafnargallerí, vatnslitamyndasýn- ingu Helga Jónssonar lýkur á morg- un, laugardaginn 15. október. Galler- íiðeropiðá verslunartíma. (9-13á laugardögum). Hótel Selfoss, sýning á þremur teppum og pappamassaverkum eftir Elísabeti H. Harðardótturstendurút mánuðinn. Kjarvalsstaðlr, Vestursalur, sýning Guðrúnar Gunnarsdóttur og Sigrúnar Eldjárn á olíumálverkum stendur yfir. Opið daglega kl. 14-22. Sýningum Iýkur23. október. Austursalur, Sverr- ir Ólafsson sýnir skúlptúra, sýning Sverris stendur einnig til 23. okt. Listasafn Einars Jónssonar, er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn íslands, sýning á íslensk- um verkum í eigu safnsins. Leiðsögn- in Mynd mánaðarins fer fram á fimmtudögum kl. 13:30,ogermynd októbermánaðar Sumarkvöld (Or- æfajökull) eftir Ásgrím Jónsson, og er húnmáluðárið 1912. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga, kl. 11-17. MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á eftir- prentunum íkóna, og Ijósmyndum, sem tengdar eru starfi kirkju og trúar- safnaða í Sovétríkjunum. Sýningin verður opin næstu vikur á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 17-18:30. Sunnudagur 16. október, Kvikmyndin Miminoeftir leikstjórann Daniela. Skýringar með myndinni á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Norræna húsið, fyrsti sýningardag- ur hjá Ólafi Sveini Gíslasyni er í dag, föstudag. Sýningin stendurtil 6. nóv- ember. Opnunartímar: 14-19 alla daga. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, á morgun kl. 14-16opnarBorghildurÓskars- dóttir sýningu á verkum unnum í leir og gler. Sýningin, sem stendur til 26. október, verður opin virka daga kl. 10-18og kl. 14-18umhelgar. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendur nú yfir, og reyndar allar götur til 25. nóvember. Opið kl. 9:15-16 alla virkadaga. Tunglið, Lækjargötu, málverkasýn- ing ElínarMagnúsdótturstendurtil 21. október. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Ásmundarsal v/ Freyjugötu. Elskhuginn, 23. sýning laugardaginn 15. okt. kl. 20.30.24. sýning á sunnudag kl. 16.00. SÍÐ- USTU SÝNINGAR. Miðapantanir all- an sólarhringinn í síma 15185. Miða- sala í Ásmundarsal tveimur tímum fyrirsýningu. Sími 14055. Frú Emilía, leikiestur á Vanja frænda eftirTsjekhov, í Listasafni íslands á morgun og sunnudag kl. 14. Leikfélag Akureyrar, Skjaldbakan kemst þangað líka, sýning föstudag kl. 20:30 og laugardag kl. 20:30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti, í Bæjarbíói á morgun og sunnu- dag kl. 17. Miðapantanir í síma 50184 allan sólarhringinn. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, í kvöld kl. 20. Sveitasinfónía, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Þjóðleikhúsið, Ef ég væri þú, Litla sviðinu laugardagskvöld kl. 20:30. Marmari, Stóra sviðinu laugardags- kvöld kl. 20. Hvar er hamarinn? sunn- udag kl. 15. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht og Sköllótta söngkonan eftir lonesco, frumsýning sunnudag kl. 20.30, upp- selt. Leikfélag Mosfellssveitar, sýningar eru hafnar á ný á „Dagbókinni hans Dadda." Sýnt er í Hlégarði. Gestir geta notið veitinga meðan á sýningu stendur. TÓNLIST Dómkirkjan, Reider Hauge, organ- leikari frá Kongsberg í Noregi, heldur tónleika sunnudag 16. október kl. 17. HITT OG ÞETTA Arbæjarsafn, sýning um Reykjavík og rafmagnið, í Miðhúsi (áður Lind- argata 43a). Safnið er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 10-18. Sjóminjasafn ísiands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sýningin Árabátaöldin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18., Hótel island, sunnudagskvöld með Svavari Gests, Svavarendurvekur útvarpsstemningu fyrri ára á sunnu- dagskvöldum, spurningakeppni, grín og glens, vönduð skemmtidagskrá með fjölmörgum skemmtiatriðum. Hljómsveit Orvars Kristjánssonar leikurfyrirdansi. Templarahöllin, Eiríksgötu 5, skemmtikvöldin verða á hverjum ' föstudegi í vetur. Allir sem vilja skemmta sér án áfengis velkomnir. Ferðafélagið, dagsferðir á sunnu- daginn: Kl. 10, Hengill (803 m). Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan. Kl. 13, Innstidalur, ekiðaðKolviðarhóli og gengið um Hellisskarð í Innstadal. Tiltölulegaléttganga. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni.austanmegin, farmiðar við bíl, f rítt fy rir börn 15 ára og yngri. Myndakvöld félagsins í vet- ur verða haldin í Sóknarsalnum. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. Samvera, súrefni, hreyf- ing og nýlagað molakaffi. Göngu- klúbbur Hana nú er öllum opinn. Félag eldri borgara, opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, á sunnudaginn kl. 14. Frjálst spil og tafl, dansað til kl. 23:30. Ath. danskennsla hefst íTóna- bæ á morgun, laugardaginn 15. okt- óber. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 28812. Námskeið í Tómstundaskólanum hefjast bráð- lega, kennd verður Enska, Danska, Þýska, Sænska, Ijósmyndun, skrautritun og bókband. Nánari upp- lýsingar í T ómstundaskólanum s. 621488. Fræ&slumiðstöðfnÆsir, Hugefli- námskeið stendur yfir að Bolholti 4. Fleiri slík til jóla. Upplýsingar í síma 17230. Brei&firðingafélagið, Félagsvist í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a, sunnudaginn 16. október kl. 14.30. ÍÞRÓTTIR Körf uknattleikurinn verður allsráð- andi íviðburðum helgarinnar. Leikið er í 1. deild karla á föstudag og laug- ardag en sú 1 .deild er sambærileg við 2. deild í öðrum íþróttagreinum. Á sunnudag verða síðan fjórir leikir í svokallaðri Flugleiðadeild, þ.e. Þór- Valurá Akureyri, fS-Njaróvík í Kenn- araháskólanum Tindastóll-Haukar á Sauðárkróki og ÍR-Keflavík í Selja- skóla. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00 og þá má minna á einn leik í 1. deild á mánudag, (S og f R eigast við í Kenn- araháskólanum kl. 20.00. Magn og/eða gæði FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Það er víðar slegist um lesend- ur á helgarmarkaði en hér uppi á íslandi. Að undanförnu hefur orðið sprenging á enskum helgar- blaðamarkaði og mátti lesa um hana í nýlegu hefti af bandaríska fréttaritinu Time. England er að mörgu leyti eins konar föðurland dagblaðaútgáfu heimsins. Þar er blaðalestur gífurlega mikill og breskir gefa út gagnmerk blöð (já, reyndar líka einhver ómerkilegustu blöð í heimi en það er önnur saga). Hefðirnar eru sterkar í þessu forna heimsveldi og þær hafa að mörgu leyti orðið til þess að bresk blaðaútgáfa hefur dregist aftur úr öðrum löndum. Utgefendur hugðust á sínum tíma rúlla yfir prentarastéttina og innleiða nýja tækni en prentarar brugðust hart við, fullhart myndu margir segja og því má halda fram með nokkr- um sanni að þeir hafi stöðvað eðlilega tækniþróun í breskri blaðaútgáfu um langt árabil. En svo komu þeir Murdoch og Maxwell og félagar og tókst að skáka prenturum. Nú er Fleet Street ekki nema svipur hjá sjón, öll helstu útgáfufyrirtækin búin að reisa ný hús í úthverfum Lundúna og þar gegna nú félagar í samtökum raf- og rafeinda- virkja þeim störfum sem prent- arar sinntu áður. Prentarar geta nagað sig í handarbökin og út- gefendur græða sem aldrei fyrr - talið er að árlegur gróði af rekstri dagblaða hafi aukist um litla 14 miljarða króna á örfáum árum. Eitt af því sem prentarar héldu fast utan um var valdið til að tak- marka síðufjölda blaðanna. Fyrir vikið áttu útgefendur erfitt með að fylgja þeirri þróun sem víðast hvar hefur orðið á helgarblaða- markaðnum. En nú er það breytt. Sunday Times hefur fjölg- að blaðhlutum sínum úr 5 í 8 og síðufjöldinn hefur vaxið úr 125 í 150. Blaðið vegur nú tæp tvö kíló. Sérstökum litprentuðum „mag- asínum“ fer fjölgandi og æ fleiri blöð bæta slíkum skrautfjöðrum í helgarhattinn. Og það er reynt að lokka lesendur til að kaupa blað- ið með spennandi Iesefni. Þannig hleypti Independent af stokkun- um laugardagsmagasíni með því að birta smásögu eftir Graham Greene. Breska grínblaðið Private Eye gerir grín að þessari þróun og seg- ist vera að undirbúa nýja helg- arútgáfu sem muni innihalda 74 litprentaða blaðhluta. Hverjum blaðhluta á að fylgja blaðauki og verður smásaga eftir Graham Greene í hverjum blaðauka. Það hafa fleiri ástæðu til að slá á léttu strengina. Gjaldkerar út- gáfufyrirtækjanna kætast mjög yfir stórfelldri upplagsaukningu helgarblaðanna. Upplagið hefur alls staðar aukist og í sumum til- vikum tvöfaldast. Þykir nú af- sönnuð sú gamla kenning að breskir blaðalesendur hafi lítinn áhuga á blaðalestri um helgar. Þeir eru þó til sem hafa áhyggj- ur af þessari þróun. Fólk kvartar yfir því að það sé að drukkna í pappír og sumir halda því fram að í framtíðinni muni fólk sem áður keypti 2 eða 3 blöð um helgar láta sér nægja eitt. Og Andrew Neil ritstjóri Sunday Times segir að blöðin verði að halda úti gæða- blaðamennsku ætli þau sér að halda í nýju kaupendurna. „Ef markmiðið er bara að fylla pláss- ið milli auglýsinganna gengur dæmið ekki upp,“ segir hann. Það mætti ætla að útgefendur Þjóðviljans hafi haft þetta með magnið og gæðin að leiðarljósi þegar þeir minnkuðu blaðið úr 16 síðum í 12 í síðustu viku. Þar held ég hins vegar að liggi eitthvað annað að baki. Og sú fækkun er misráðin. Auðvitað sparast eitthvað í tilkostnaði en hætt er við því að það tapist á öðrum vettvangi, að lesendum finnist þrettándinn orðinn fullþunnur. Auk þess er fækkun blaðsíðn- anna alveg á skjön við uppbygg- ingu blaðsins. Það hefur alltaf verið hugsað sem minnst 16 blað- síður. Ef fjórar síður eru teknar í burtu án þess að aðrar ráðstafanir séu gerðar er hætt við að eitthvað verði undan að láta, annað hvort almenn fréttaumfjöllurU (datt ekki íþróttasíðan út?) eða þá þjónusta á borð við bíóauglýsing- ar, dagskrá fjölmiðlanna oþh. Ég hef lengi haldið því fram að leiðin fram á við fyrir Þjóðviljann sé aðeins ein: að fjárfesta í gæð- um og bæta blaðið. Auðvitað kostpr það sitt í upphafi en sú fjárfesting mun skila sér aftur. Ef farið er að fækka síðum er hins vegar hætta á að erfitt reynist að fiölea þeim aftur. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.