Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 7
NAMIBÍA viðsjár fyrr og nú Namibíska sjálfstæðishreyfingin SWAPO nýtur einkum stuðnings af hálfu Ovamboþjóðflokksins. En lengst af frá því að Þjóðverjar lögðu undir sig þetta svæði fyrir rúmum 100 árum voru það aðrir þjóðflokkar, einkum Herero, sem Þjóðverjar útrýmdu að mestu, er beittu sér gegn yfirráðum þeirra og Suður-Afríkumanna Viðsjár eru miklar f Namibíu eftir heiftarlega bardaga nyrst í landinu fyrstu dagana í aprfl s.l. milli liðsmanna sjálf- stæðishreyfingarinnar SWAPO og namibísks lögregluliðs undir suðurafrískri stjórn. Var það síst á bætandi, því að nóg var áður af tortryggni og fjandskap milli hinna ýmsu þjóðflokka og þjóð- ernishópa landsins. Þorri liðsmanna SWAPO er af Ovamboþjóðflokknum, og hvorki í Namibíu né utan þess lands virðist nokkur ganga út frá öðru en að samtök þessi hafi fylgi flests fólks af því þjóðemi. Ovambomenn tala bantúmál og búa á sérsvæði nyrst í Namibíu, við angólsku landamærin, en allmargt fólk þaðan mun hafa tekið sér bólfestu í borgum og öðrum landshlutum. Ovambo- menn eru taldir vera um helming- ur íbúa Namibíu, ef ekki rúmlega það. Aðrir landsmenn eru mjög margvíslegs uppruna, sumir af öðrum bantúþjóðflokkum, aðrir khoi (hottintottar) að ætt, enn aðrir evrópsks kyns, ekki síst búaættar og þýskir. Svo eru það kynblendingar ýmiskonar og nokkrir sanar (búskmenn). Herero og khoi Um fylgi SWAPO meðal þessa fólks er deilt. Helsti innlendi pól- itíski andstæðingur þeirrar hreyf- ingar er Lýðræðislega Tumhalle- bandalagið, sem svo nefnist, og styðja það bæði hvítir menn og blakkir af ýmsum uppruna. Ekki fer leynt að Suður-Afríkustjóm vill allt til vinna að bandalag þetta nái sem bestum árangri út úr kosningunum, sem fram eiga að fara þarlendis í haust. Á SWAPO, sem teljast marxísk samtök, lítur Suður-Afríkustjórn sem erkifjanda sinn og gerir hvað hún getur til að bregða fyrir þau fæti. Meðal fólks þess blakks, sem Turnhallebandalagið getur að sumra mati gert sér vonir um ein- hvern stuðning frá, er bantúþjóð- flokkurinn Herero og Damarar og Namar, sem em khoiættar. Varla þarf að taka fram að Nami- bíumenn em ekki „þjóð“ í evr- ópskum skilningi orðsins fremur en íbúar flestra annarra Afríkur- íkja. Á milli hinna ýmsu þjóð- flokka þar er tortryggni frá fornu fari, og að glæðum þeirrar óvildar er Suður-Afríkustjórn líkleg til að blása í þeim tilgangi aö halda í eitthvað af ítökum sínum í landinu. Seinir í nýlendu- kapphlaupið Namibía, sem lengi vel var kölluð Suðvestur-Afríka, varð fyrst stjómsýslueining er Þjóð- verjar lögðu hana undir sig á ní- unda áratugi s.l. aldar. Raunar má einnig halda því fram, að or- sökin til þess að Namibía varð sérstök stjórnareining hafi verið sú, að aðrir Evrópumenn, Port- úgalar, Hollendingar (og afkom- endur þeirra Búar) og Bretar hafi ekki kært sig um þetta svæði, sem er mikið til eyðimörk og þá var ekki vitað að lumaði á demöntum og málmum í jörðu. En Þjóðverj- AÐ UTAN ar, seint til komnir í nýlendu- kapphlaupið vegna þess að þeir sameinuðust ekki í eitt ríki fyrr en í fransk-þýska stríðinu 1870-71, vildu endilega eignast nýlendur „eins og hinir“ og gekk þeim til í því ekki síður metnaður en gróðahyggja. Bretar höfðu að vísu vissar áhyggjur af landvinn- ingum Þjóðverja þar og víðar í Afríku, en litu þá enn á Frakka sem keppinauta öllu fremur en Þjóðverja og vom því tilbúnir til fjárbúskapar sjálfír og rændu þá kvikfé. (Geta má þess í framhjá- hlaupi að fyrsti landstjóri Þjóð- verja þama var Heinrich nokkur Göring, faðir þess síðar kunna manns Hermanns Göring.) í anda reglunnar um að deila og drottna spönuðu Þjóðverjar Her- ero og Nama hvora gegn öðmm. En þar kom að þjóðflokkar þessir fengu nóg af svo góðu, gerðu með sér bandalag og hófu uppreisn gegn þýsku nýlendustjóminni Sam Nujoma, stofnandi og leiðtogi SWAPO. eftirlætis við þá síðamefndu gegn stuðningi þeirra viðvíkjandi Eg- yptalandi og fleiri svæðum, þar sem Bretar óttuðust samkeppni af hálfu Frakka. Bretar eignuðu sér að vísu Walvis Bay, einu sæmilegu höfn- ina á strönd Suðvestur-Afríku, en afsögðu að blanda sér að öðm leyti í mál manna á svæðinu. Þjóðverjar stofnuðu sína fýrstu bækistöð þar á ströndinni 1883 og helguðu sér stórt svæði þar árið eftir. Uppreisn Herero og Nama Um þær mundir voru atkvæða- mestir þjóðflokka á svæðinu Namar á suðurhluta þess, Herero miðsvæðis og Ovambo nyrst. Þeir fyrstnefndu höfðu fyrir tæpri öld flust þangað sunnan að, sökum þrenginga er þeir urðu fyrir vegna útþenslu Búa. Bæði Nam- ar og Herero stunduðu einkum kvikfjárrækt og vom hirðingjar að miklu leyti, enda land þar lítt fallið til akuryrkju. Ovambo, sem bjuggu í ívið gróðursælla runnalandi, höfðu hinsvegar ak- uryrkju að aðalatvinnu. Herero og Namar áttu í grimmum ófriði á sjöunda ára- tugi 19. aldar og aftur sló í brýnu með þeim á níunda áratugnum. Barist var um beitiland, sem þama er af skornum skammti. Þetta varð ein af ástæðunum til að Þjóðverjar réðust inn í landið, því að þeir höfðu ástæðu til óttast um öryggi þýskra kristniboða, sem þangað vom komnir, af völdum hernaðar innfæddra. Kamaharero, helsti höfðingi Herero, bað Breta um vemd gegn Þjóðverjum, en þeirri beiðni var ekki sinnt. Þjóðverjar tóku beitilönd af þjóðflokkunum í þeim tilgangi að stofna til kvik- . 1904. Helsti leiðtogi uppreisnar- manna var Samuel Maharero, sonur Kamahareros. Af hálfu hans var stríðið háð af furðumikl- um drengskap, eftir því sem ger- ist um stríð; þannig harðbannaði Maharero að konum og bömum óvina yrði gert mein. Af hálfu Þjóðverja var ekki um að ræða hliðstæða nærgætni. L. von Trot- ha hershöfðingi, sem stýrði þýska hemum þar í landi, lýsti alla Her- eromenn útlæga og sendi þeim orðsendingu, þar sem meðal ann- ars stóð: „Hver og einn Herero, vopn- aður riffli eiður ei, með nautgripi eða ei, sem fyrirfinnst innan þýskra landamæra, verður skotinn. Ég tek ekki við fleiri konum og börnum frá ykkur, heldur læt ég reka þau til ykkar eða skjóta á þau.“ Útrýmingar- hernaöur Eftir því varð stríð þetta. Er Þjóðverjar höfðu barið niður uppreisn Herero eftir nokkurra mánaða viðureign, voru aðeins um 15,000 lífs eftir af Herero, sem höfðu fyrir uppreisnina verið um 80,000. Hinir höfðu verið drepnir niður eða soltið í hel á eyðimörkum, sem þeir vom reknir út á. Þeir eftirlifandi fengu að búa áfram í landinu undir stjórn Þjóðverja. Fyrst nú á síð- ustu ámm er þjóðflokkurinn orð- inn álíka fjölmennur og hann var fyrir útrýmingarhemað þennan. Éinnig Namar voru brotnir á bak aftur eftir frækilega vöm. Þjóðverjar höfðu þó lítið upp úr Suðvestur-Afríku, því að i heimsstyrjöldinni fyrri lagði hið nýstofnaða Suður-Afríkuríki hana undir sig með heldur lítilli fyrirhöfn. Líkt og Þjóðverjar áður mættu Suður-Afríkumenn einkum andstöðu af hálfu Herero og khoiþjóðflokkanna, þ.e.a.s. lengi framan af. Hagur þeirra batnaði ekki við umskiptin; flest- ir þeirra bjuggu við fátækt á sér- svæðum eða unnu fyrir lág laun á DAGUR ÞORLEIFSSON Kort af Namibíu, sem sýnir legu sérsvæða hinna ýmsu þjóðflokka þar. Suðurafrískt herlið i stríðinu gegn SWAPO, sem hófst 1966. bújörðum og í námum hvítra. Margir hvítir Suður-Afríkumenn fluttu sem sé til landsins, til við- bótar Þjóðverjunum sem fyrir vom, hófu atvinnurekstur og lögðu undir sig land til búskapar. Við það síðarnefnda þrengdi enn meira að þeim innfæddu. Fyrsta kastið eftir heimsstyrjöldina síðari vom það einkum höfðingj- ar Herero, Hosea Kutako, sem lifað hafði af útrýmingarhernað Þjóðverja, og Frederick Mahar- ero, sem frá ósigri Herero fyrir þeim hafði búið útlægur í Betsjú- analandi (nú Botsvana), er mót- mæltu yfirráðum Suður-Afríku og leituðu í því sambandi hjálpar hjá Sameinuðu þjóðunum. Umskipti í efnahagsmálum Fram til þess tíma hafði hins- vegar lítt kveðið að andstöðu Ovambo, sem fátt áttu sameigin- legt með kvikfjárræktarþjóð- flokkunum sunnar, við yfírráð Þýskalands og síðar Suður- Afríku. Þjóðverjar höfðu lítið skipt sér af þeim, og þeir vom Suður-Afríku lengi vel einkar undirdánugir. Á ámnum eftir heimsstyrjöldina síðari, er Smuts, forsætisráðherra Suður- Afríku, reyndi að fá samþykki S.þ. til að innlima Namibíu form- lega, tóku höfðingjar Ovambo undir það, en Namar og Damarar vom auk Herero á móti. Og það er ekki lengra síðan en í mars 1967, er Suður-Afríkustjórn bauð Ovambo sjálfstjórn, að höfðingjar þeirra svömðu með eftirfarandi orðum: „Stjóm lýð- veldisins (Suður-Afríku) er okk- ar stjórn ... Við treystum henni eins og föður og viljum því enga aðra útlenda stjóm, hvorki af hálfu Sameinuðu þjóðanna, Damara eða Herero.“ En þegar um þær mundir voru Ovambohöfðingjamir, er byggðu vald sitt á fomri hefð, famir að missa tökin að vemlegu leyti á sínu fólki. Þetta gerðist samfara gagngemm umskiptum í efnahagsmálum og stjómmálum í Namibíu. Það var fyrst á sjöunda áratugnum, sem fullljóst var orð- ið hvílíkur auður í demöntum og málmum var til staðar í Namibíu, og þetta leiddi til þess að hún varð um skeið eitt af hagvaxtar- mestu löndum heims. Þetta hafði í för með sér stóraukna eftirspum eftir vinnuafli, og það var óhjá- kvæmilega ekki hvað síst sótt til Ovambo, fjölmennasta þjóð- flokks svæðisins, sem fram að þessu hafði að verulegu leyti ver- ið utanveltu við stjómmál þess. Þetta kom raski miklu á samfélag Ovambo, unga fólkið kynntist nýjum siðum og hugmyndum og gerðist óhlýðið höfðingjunum, sem jafnframt misstu virðingu og völd vegna undirgefni sinnar við Suður-Afríku. Alþýðusamtök Suðvestur-Afríku (SWAPO), sem stofnuð voru 1960, höfðu þegar er Ovambohöfðingjarnir sendu frá sér áðurnefnda holl- ustuyfirlýsingu hafið skæmhem- að gegn Suður-Afríkustjóm. Atkvæðamikil verkalýðs- samtök 1971 vom komin til sögunnar allvel skipulögð samtök verka- manna af Ovamboþjóð, sem ekki vom lengur reiðubúnir að sætta sig við miklu lægri laun og verri lítskjör en hvítir menn nutu. Það ár lömuðu Ovamboverkamenn tímabundið námagröft, iðnað og stjórnsýslu í Namibíu með verk- föllum. Suður-Afríkustjóm svar- aði með hrottaaðförum gegn Ovambo, ekki síst í ættlandi þeirra sjálfra, og virðast þær að- gerðir enn frekar hafa grafið undan virðingu höfðingjanna, sem hlynntir höfðu verið Suður- Afríku, og magnað andstöðu al- mennings þar gegn suðurafrísk- um valdhöfum. Þenslan í efna- hagsmálum og umbætur í heilbrigðismálum, þótt takmark- aðar væm, leiddu af sér mikla fólksfjölgun, og afturkippur í efnahagslífinu síðustu árin hefur haft í för með sér mikið atvinnu- leysi í Ovambolandi. Það ásamt með öðm gerði SWAPO auðvelt um vik að verða sér úti um nýliða þar. Föstudagur 23. júní 1989jNÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.