Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR Leðurblökumaðurinn slær allt út Kvikmyndin um Batman virðist ætla að slá út allar framhalds- myndirnar hvað vinsældir varðar Á kvikmyndasviðinu verður sumarsins 1989 kannski minnst í Bandaríkjunum sem sumars hinna mörgu framhaldsmynda. í ár eru sýndar framhaldsmyndir af nánast öllum vinsælustu kvik- myndunum vestan hafs síðustu ár og er þar að sjálfsögðu þriðja ævintýri Indiana Jones fremst í flokki. En nú er útlit fyrir að það verði annað ævintýri sem laði til sín flesta áhorfendur í sumar, ævintýrið um Leðurblökumann- inn alias Batman. Þeir sem muna eftir hasarblað- amenningu ungra pilta vita að Leðurblökumaðurinn var að sjálfsögðu ein aðal hetjan ásamt Súpermanninum og Köngulóar- manninum og fleirum. Súper- mennið fékk mesta athygli kvik- myndagerðarmanna og hafa ver- ið gerðar nokkrar stórmyndir um hann á meðan hinir hafa einungis verið notaðir í minniháttar sjón- varpsseríur eða sjónvarpsmynd- ir. Hér á landi hafa einmitt verið sýndir hinir gömlu og yndislega lélegu sjónvarpsþættir um Leð- urblökumanninn að undanförnu og hafa þeir vafalaust vakið ein- hverjar minningar hjá fyrrum les- endum hasablaðanna. Árið 1966 var einnig gerð kvikmynd um Batman í tengslum við sjónvarps- þættina en varla er hægt að tala um nýju myndina sem framhalds- mynd. Það hefur sumsé verið gerð stórmynd um Batman með öllum þeim tilkostnaði sem nauðsyn- legur er til að kvikmynd verði vinsæl í Bandaríkjunum, ss. ný- tísku tæknibrellum að ógleymd- um stjörnum í aðalhlutverkum. En það hafa ekki allir kynnst Batman í gegnum hasarblöðin og hver er hann þá þessi Batman? Eftir að Súpermaðurinn kom til jarðar frá plánetunni Krypton árið 1939 datt Vincent Sullivan í hug að búa til aðra álíka súper hetju gædda einhverjum ofur eiginleikum. Hann fékk til liðs við sig 18 ára gamlan skopmynd- ateiknara, Bob Kane, og aðeins nokkrum dögum síðar hafði Kane skapað Leðurblökumann- inn. Hugmyndina fékk hann að láni frá kvikmyndunum The Mark of Zorro og The Bat Whispers og notáðist að auki við flugvélina sem Leonardo da Vinci hafði hannað meira en fjór- um öldum áður. Leðurblöku- manninum var síðan ætlað, líkt og öðrum ofurmennum, að berj- ast gegn því illa og nota til þess alla þá hæfileika sem honum voru skapaðir. Og nú er Leðurblökumaðurinn orðinn 50 ára og hlýtur það að hafa haft áhrif á að ráðist var í gerð kvikmyndar um kappann. Það er hinn þrítugi leikstjóri Tim Burton sem ræðst í þetta verkefni en hann hafði áður aðeins gert tvær kvikmyndir í fullri lengd. Það eru Pee-Wee‘s Big Advent- ure og Beetlejuice sem báðar höfðu að geyma mikilfenglega hönnun á leikmynd og förðun og voru ennfremur vinsælar gaman- myndir. Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. leist þó í fyrstu ekkert á að svo óreyndur leik- stjóri tæki að sér 30 miljón doll- ara verkefni. En framleiðendurn- ir Peter Guber og Jon Peters, sem ákváðu fyrir 10 árum að gera mynd um Batman, stóðu með Burton sem leikstjóra og því var ekki breytt. En hver átti þá að hljóta þann heiður að leika sjálfan Batman? Michael Keaton þótti falla vel inn í hlutverkið, sérstaklega eftir snjalla frammistöðu sína í Beetle- juice. Ákveðið var að sleppa Ro- bin (besti vinur Batmans) og gætu einhverjir orðið ósáttir við þá tilhögun, en aðal óvin Bat- mans, jókerinn, leikur Jack Nic- holson (hver annar?). Síðan er auðvitað blandað einum kvén- manni í spilið og verður hún Bat- man innan handar í baráttunni við hin illu öfl. Kim Basinger leikur þennan kvenljósmyndara og hvernig skldi hún svo taka því þegar hún kemst að því að yástin hennar, Bruce Wayne, er leður- blökumaður? Hvað sem því líður og hvert sem ágæti myndarinnar er þá er nú runnið upp hið mesta Batman-æði vestan hafs. Alls kyns hlutir tengdir Batman, eða amk. nafni hans, seljast nú sem heitar lummur og má telja fullvíst að kvikmyndin verði mjög vel sótt. Hún verður eflaust það vel sótt að verði farið eftir hefð bandarískra kvikmyndagerðar- manna í dag verður þessi mynd um Batman síðar kölluð Batman I. Vicki Vale (Kim Basinger) og Bruce Wayne (Michael Keaton) áður en hún kemst að því að hann er einnig sjálfur Batman. Jack Nicholson leikur Jókerinn sem er versti óvinur Leðurblöku- mannsins. Klippiborðið Ítaíinn Lina Wertmiiller sem gerði ma. hina stórkostlegu Swept Away árið 1975 er nú að vinna að nýrri kvikmynd. Hún kallast Up to Date en hefureinnig gengið undir nöfnunum Crystal or Ash, Fire or Wind og As Long as it‘s Love. Myndin er sambland af ástar og spennusögu og segir ma. frá blaðamanni og rannsóknum hans á alnæmi. Síðasta mynd Wertmullers, Camorra, þótti ekki ýkja góð en hún var líkt og þessi nýjasta skírð ótal nöfnum áður en vinnslu hennar lauk. Rutger Hauer leikur blaðamanninn í Up to Date og Nastasja Kinski Ijósmynd- ara í Líbanon en auk þess leikur Faye Dunaway eitt aðalhlutverkanna. Af Dunaway er það annars að frétta að hún virðist hafa nóg að gera um þessar mundir. í síðustu viku sögðum við frá því að hún er að leika í The Handmaid's Tale, leikstýrðri af Volker Schlöndorff eftir handriti Harolds Pinters. Auk þessara tveggja mynda leikur Dunaway í Wait Until Spring, Bandini, ásamt Joe Mantegna, Burt Young og Barbet Schröder (leikstýrði Barfly) og í Cold Sassy Tree. Þið munið eftir Last Picture Show sem Peter Bogdanovich gerði svo eftirminnilega árið 1971. Nú hefur Bogdanovich gengið til liðs viö nánast alla leikarana frá þeirri mynd eða þau Cybil Shepherd, Jeff Bridges, Timothy Bottoms, Cloris Leachman, Eileen Brennan og Randy Quaid. Flest þeirra stigu sín stærstu skref í átt til frægðar í gömlu myndinni en við bíðum spennt eftir þessari nýju sem gefið verður nafnið Texasville. Hverjum haldiði að Sovétmaðurinn Andrei Konchalovski sé nú aðfara að leikstýra í sinni nýjustu kvikmynd? Hverjum nema boxaranum Sylvester Stallone! Annar töffari ekki ómerkari veröur einnig innan- borðs, eða Kurt Russell. Þegar ekki er hægt að gera framhaldsmyndir eru bara gerðar kvik- myndir um gerð annara kvikmynda. Þannig er allavega raunin í nýrri kvikmynd sem Kevin Kline og Clint Eastwood leika í. Hún kallast White Hunter, Black Heart og fjallar um gerð einnar eftirminnilegustu kvik- myndar John Hustons, African Queen. Kline leikur Bogart sem fékk einmitt óskar að launum á sínum tíma en Eastwood leikur Huston sjálfan enda leikstýrir hann þessari óvenjulegu mynd. En hver skyldi leika Katharine Hepburn? Kyntáknið Mel Gibson leikur nú í nýjustu mynd John Badham og kallast hún Bird on a Wire. Þetta ku vera blanda af spennu og gríni, kannski eitthvað svipað og síðasta mynd Badhams, Stakeout, og leika Goldie Hawn og David Carradine einnig aðalhlutverk. Annars er Gib- son að fara að leika siálfan Hamlet í uppfærslu Franco Zeffirellis á verki Shakespeares. Aður hefur Zeffirelli gert Rómeó og Júlíu en myndin um Hamlet kemurtil með að keppa við mynd Danans Gabriels Aksels en hann gerði síðast Gestaboð Babettu. Mynd Aksels kallast Amled. Dancers ★* (Dansmeistarinn) Mynd fyrir fanatíska ballettaðdáendur en ekki marga aðra. Herbert Ross tekst alls ekki að endurtaka The Turning Point en góðar ballettsenur halda myndinni á floti. Baryshnikov verður seint talinn til betri leikara en hann kann að dansa. Statepark 0 (Allt á hvolfi í þjó&garðinum) Aulahúmor frá upphafi til enda. The Presldio ★★ (Presldio-herstöðin) Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film- uðum eltingarleikjum á götum San Fran- sisco borgar. Connery og Harmon eru hörkutól af ólikum uppruna en standa sam- an í „týpísku" og leiðinlegu lokaatriði. Death Wish 4 0 (Auga fyrir auga 4) Aðeins fyrir allra hörðustu Bronson- aðdáendur. The Naked Gun ★★ (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríð i tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt í mark en lika er skotið bæði yfir og framhjá. Jafnast kannski ekki á við Air- planeí en það má hlæja að vitleysunni. Babette's gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan f lokin er ógleymanleg. Laugarásbíó Me and Hlm ★ (Ég og minn) Dæmi um hvernig ágætis hugmynd evr- ópsks leikstjóra verður að lágstemmdri gamanþvælu i Hollywood. Ádeilan á að karlmenn hugsi með klofinu fer út um þúfur en stundum má hlæja að vitleysunni. Vel er valið í aðalhlutverkið og stendur Griffin Dunne sig vel innan um konurnar. Fletch Llves ★★ (Fletch lifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeir sem ekki iikar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Twins ★ (Tvíburar) Einstaklega þunn og ófyndin mynd þar sem áhorfandinn veit ailtaf hver næsti brandari verður. Lakasta mynd Ivans Reit- mans til þessa og hefði handritið aldrei átt að fara lengra en i ruslakörfuna. Bíóhöllin Police Academy 6 0 (Lögregluskóllnn 6) Hvernig er hægt aö ætlast til þess að fólk hlægi að sömu fúlu bröndurunum ár eftir ár? Þessi sjötta mynd i röðinni um lögreglu- skólann er slakari en þær siðustu þar á undan og er þá mikið sagt. Three Fugltives ★★ (Þrjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan þlottið virkar en dettur niður þess á milii. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna í allt of stórum frakka. Young Guns ★★★ (Ungu byssubófarnir) Vestrar eru komnir úr tisku en þessi gæti aukið hróður slikra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragediu, hetjudáð og kómidiu, fólsku og jafnvel rómantik. Estev- ez skemmtilegur sem Billi barnungi. Betrayed ★★ (Setlft á svikráftum) Enginn hefur gert betri pólitískar spennumyndir en Costa-Gavras en því miður er þessi ekki ein þeirra. Nokkur átakanleg atriði þarsem rasistarnir eru ó- geðslegri en nokkru sinni fyrr, en síðan snýst myndin upp í venjulega, annars flokks spennumynd. Working Girl ★★ (Eln útivinnandi) Mjög góður leikur allra aðalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina hræðilegu Heartburn. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. A Flsh Called Wanda ★★★ (Fiskurlnn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor i skotheldu handríti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Bíóborgin The Blg Blue ★★★★ (Hlft bláa volduga) Undurfagurt listaverk Bessons er óður til hafsins bláa og allra þeirra sem því unna. Ástarsaga og uppgjör persóna, sem stund- um eru á mörkum þess mannlega, við sjálfa sig og fortíðina. Glæsilegar viðlinsu- tökur á breiötjaldi, bláminn yfir myndinni er stórkostlegur og tónlistin fellur vel að. Þér líöur vel af þessarí. Dangerous Liasions ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómidía þar sem allir enj táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sern hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantlkera en endirinn er í hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsástandið á þessum tima. Raln Man ★★★ (Regnmafturinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- .stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjóm fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Hóskólabíó Marrled to the Mob ★★ (Gift mafíunnl) Johnathan Demme hefur oftast hitt bet- ur í mark þótt einvalaleikaralið sé nú með i för. Oft góðar útfærslur en liður að lokum út i furðulegt sambland af frásagnarmáta teiknimynda og leikinna. Tónlist David Byme er smellin og skemmtileg. Stjömubfó My Stepmother is an Allen ★★ (Stjúpa mfn gelmveran) Enn ein útfærslan af E.T. þarsem geimvera f kvenmannsmynd kemur til jarð- ar f ákveðnum tilgangi. Slær á létta strengi með mörgum smellnum atriðum en verður að lokum mjög hugmyndasnauð, eins og flestar vísindaskáldsögur nútímans verða því miður. Ágætlega leikin og Aykroyd og Basinger mynda skondiö par. Who's Harry Chumb? ★ (Harry...hvaft?) Billeg gamanmynd með nokkrum aula- bröndurum. John Candy bjargar því sem bjargað verður en hann er enginn Peter Sellers þó hann skipti ört um gervi sem spæjarinn Harry. Krlstnihald undir jökll ★★★ Góð, og athyglisverð mynd á íslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Krístnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta Nóbelskáldsins. Föstudagur 23. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.