Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 6
Allah með oss Sumra ætlan er að Saddam, sem hingað til hef- ur ekki verið talinn trúmaður mikill, líti nú í fullri alvöru á sig sem trúarleiðtoga er eigi með fulltingi Allah sigur vísan eginatriði hjá Saddam Ir- aksforseta er að breyta Persaflóastríði í „heilagt stríð“ múslíma um allan heim gegn „síonisma (gyðingdómi)" og kristni og áróður hans í þá átt hefur fundið talsverðan hljóm- grunn meðal araba og múslíma almennt. Til að leggja áherslu á þetta hefur íraksforseti látið sauma eitt þekktasta trúar- og hyllingarákall íslams, Allahu Akbar (Allah er meiri (en allir aðrir)) í fána hers síns. Litli satan Þessi trúarhiti Saddams hefur komið ýmsum á óvart, einnig í ís- lamslöndum. Saddam hefur frá unga aldri verið í Baath-flokkn- um, sem sótti margt til evrópskra stjómmálahreyfinga (fijáls- lyndra, sósíalista, fasista) og hef- ur í samræmi við það talist ver- aldlega sinnaður. Meginatriði í stefnu þess flokks hefur verið ar- abísk þjóðemishyggja, ekki ís- lam, þótt þvi fari fjarri að hann hafi vísað trúarbrögðum á bug. Íransk-íraska stríðið 1980-88 Persaflóastríð Heilagleiki báðumegin George Bush, Bandaríkjafor- seti, skoraði í gær á landa sína að gera næsta sunnudag, 3. febr., að bænadegi alþjóðar. „Hvet ég allt trúað fólk til að biðja sérstaka bæn þann dag,“ sagði forsetinn. Mæltist Bush til þess að beðið yrði fyrir friði, fyrir öryggi banda- rískra hermanna í Persaflóastríði, fyrir fjölskyldum hermannanna, fýrir „saklausu fólki sem verður fyrir barðinu á ófriði þessum og fýrir því að Guð blessi áfram Bandaríki Ameríku.“ í Riyadh, höfuðborg Saúdi-Ar- abíu, lýsti Abdelaziz Bin Abdullah Bin Baz, æðsti klerkur múslíma þess alíslamska ríkis, því yfir að stríðið gegn Saddam Hussein, Ir- aksforseta, væri heilagt íslamskt stríð, sem allir múslímar væm skyldugir að taka þátt í, enda væri Saddam óvinur Allah. í Tyrklandi kvað Said Yaz- icioglu, forstöðumaður trúmála- ráðuneytis stjómarinnar þar, upp þann úrskurð að yfirlýsing Sadd- ams um að Persaflóastríð væri heilagt stríð gegn Vesturlöndum væri gildislaus, enda væri þetta ekki stríð á milli kristinna manna og múslíma, heldur háð til þess að koma í veg fyrir að eitt ríki kúgaði annað. varð í samræmi við þetta að vem- lega leyti glíma íslamskrar bók- stafstrúar og arabískrar þjóðemis- hyggju. Iranskierkar undir fomstu Khomeinis lýstu stríð sitt heilagt og íslamskt og kölluðu Saddam „litla satan“ (titillinn „stóri satan“ var frátekinn handa Bandaríkjun- um). Byltingarvarðliðar írans æddu beint á jarðsprengjubelti og virkjalínur íraka í þeirri íslömsku trú að með því að deyja í heilögu stríði kæmust þeir beint af víg- vellinum til paradísar. (Þeir sem deyja í íslam án þess að nokkur sérstakur heilagleiki sé því sam- fara verða hinsvegar að bíða dómsdags til að fá úr því skorið, hvort þeir séu verðugir paradisar- vistar.) Þjóðernishyggja og íslam I því stríði stóð íraksstjóm að vísu fast á því að hennar ríki væri réttilega íslamskt, en áróður Saddams þá fyrir heimamarkað og með araba yfirleitt í huga var þó öllu fremur í anda arabískrar þjóðemishyggju. Var mikið gert að því að minna á fyrri tíða stríð milli araba og Írana/Persa, ekki síst þá heimssögulegu atburði á sjöundu öld er Persaveldi Sassan- ída hmndi fyrir áhlaupi araba. Heilagleiki stríðs þessa af ír- ana hálfu dugði þeim ekki til sig- urs í því, en Saddam hefur eigi að síður tekið sama ráð í núverandi flóastríði. Enda stendur hann í því að ýmsu leyti betur að vígi en Khomeini þegar þeir áttust við. Það var stríð milli tveggja ís- lamskra ríkja en aðalandstæðing- ar Saddams nú em kristnir. Sadd- am slær þar að auki í áróðri sínum saman íslam og arabískri þjóðem- ishyggju og á heldur gott með það. Hjá aröbum varð íslam til og tunga þeirra trúarbragða er enn fyrst og fremst arabíska. Arabísk þjóðemishyggja og íslam hafa þvi alltaf verið að talsverðu leyti samofin. Khomeini var Persi Bókstafnum samkvæmt er al- þjóðahyggja hinsvegar regla í ís- lam og þjóðemishyggja sem slík því ekki vel séð þar. Uppreisn klerkanna í Iran gegn keisaranum þar var ásamt með öðm atlaga gegn íransk-persneskri þjóðemis- hyggju, sem þeir Pahlavi-feðgar efldu þarlendis að fyrirmyndum frá Evrópu og Tyrklandi Atatiirks. En þrátt fyrir allan trúarhita Khomeinis gamla komst hann ekki framhjá þeirri staðreynd að hann var Persi. Og hversu mjög sem hann reyndi að gera stríð sitt við írak að alþjóðlegri atlögu ís- lams gegn þeim lítiltrúaða verald- arhyggjumanni er hann sagði Saddam vera, hlýddu flest araba- ríkin opinskátt kalli arabíslaar þjóðem- Dagur Þorleifsson Eitt fómarlamba olíubrákarinnar á Persaflóa - öllum vopnum beitt „með guðs hjálp." ishyggju og studdu írak í þeim ófriði. Sagt er að Saddam hafi lengst af ævinnar ekki verið trúmaður mikill, í samræmi við aðild sína að Baath-flokknum. Meira að segja er hermt að hann hafi nennt misjafnt að hafa fyrir því að láta sjá sig við bænahald í moskum. En sumra álit er að Persaflóadeila hafi gert hann að öðrum manni í trúarefnum. Nú skyldi ég hlæja ■■■ Útlendir framámenn sem hafa hitt hann síðustu vikumar fúrða sig á stillingu hans og sigurvissu gagnvart feiknaöflugum and- stæðingum. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét að því liggja að þetta væru merki um sturlun og svipað hugsa fleiri. En þeir era líka til sem halda því ffarn að ír- aksforseti sé í fullri einlægni far- inn að líta á sig sem trúarleiðtoga alls arabaheims og íslams og að hann sé í raun orðinn fúllviss um að Allah muni færa honum sigur að lokum. Saddam væri þá ekki fyrsti áróðursmaðurinn sem tekist hefði að heilaþvo sjálfan sig. Orðalagið og tónninn í yfir- lýsingum hans og hvatningum síðustu vikur hefúr í vaxandi mæli þótt minna á erkióvin hans sem einu sinni var, Khomeini erkiklerk af íran. Ef Khomeini karl, hvar sem hann er nú, hefur hafl aðstöðu til að íylgjast með gangi mála í yfirstandandi Persa- flóadeilu, er ekki ólíklegt að hon- um hafi orðið að orði: Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður. Palestínumenn I Jórdanlu fagna eldflaugaárásum (raka á Israel - viðleitni Saddams að breyta Persaflóastríði í arabískt- ís- lamskt stríð gegn gyðingum og kristnum mönnum hefur fundið hljómgrunn. Júgóslavía Króatar ganga af neyðar- fundi Króatiska stjórnin hefur neitað að verða við tOskipun dómstóls á vegum júgóslavneska hersins um að handtaka varnar- málaráðherra sinn, Martin Spegelj, sem herinn segir hafa bruggað háttsettum herforingj- um banaráð. í gær gengu leið- togar Króatíu af fundi með for- sætisráði Jugóslavíu og yflr- mönnum hersins. Til fundarins hafði verið boðað í skyndi til að fyrirbyggja meiri- háttar vopnuð átök milli Króata og hersins, sem margir telja að séu yf- irvofandi eftir birtingu handtöku- skipunarinnar á hendur Spegelj. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, kvað fúlltrúa lýðveldisins hafa gengið af áminnstum fúndi, sem haldinn var í Belgrad, vegna þess að sýnt hefði verið að hann yrði ekki til neins. í bráðina er deilan einkum milli Króatíustjómar og hersins, sem haft hefur sig mjög í ffammi í stjómmálum undanfarið og reynt að knýja Króata og Slóvena til að láta af kröfúm sínum um víðtæka sjálfstjóm. Lýðveldi þessi tvö, þar sem kommúnistar misstu völd í kosningum s.l. ár, vilja að Júgó- slavíu verði breytt í bandalag fúll- valda ríkja. Serbía, þar sem (fyrr- verandi) komm,' •''stafiokkur stjómar enn, vill að Júgóslavía hafi áffam sterka miðstjóm og á sama máli er herinn, þar sem Serbar ráða mestu. 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.