Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 21
HFT .OARMFNNTNdN Ólafur H. Torfason skrifar um leikhús Drepfyndinn dulmálslykill Gunnar Helgason sem lasknir með Halldóru Bjömsdóttur sem Rakel í sálgreiningu. Mynd: Kristinn. Nemendaleikhús Leiklistar- skóla íslands: Leiksoppar (Rec- kless) eftir Craig Lucas Leikstjórn: Halldór E. Laxness Þýðing: Hallgrímur Helgason Umsjón tæknivinnu og lýsing: Egill Ingibergsson Tónlist og leikhljóð: Eyþór Arnalds Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Nemendaleikhúsið gæti alveg eins heitið Kennsluleikhúsið núna, því eldsnör sýningin Leik- soppar er til hreinnar fyrirmyndar um margt íyrir rosknara leikhús- fólk, auk þess sem drepfyndinn en einfaldur textinn villir á sér heim- ildir og er í verunni grimubúinn leiðarvísir eða dulmálslykill að draumum okkar og dýpri þekk- ingu. Hópnum tekst þessi nútíma- seiður með afbrigðum vel, þama er ekki nóg með að Thalía snerti mann með sínum volduga væng eins og drenginn Jóhann Sigur- jónsson í Útilegumönnunum á Akureyri fyrir einni öld, heldur tosar sýningin áhorfendum í næga hæð til að geta sleppt þeim og lát- ið finna fyrir hrolli fijálsa fallsins. Inn í hlátrasköll gestanna stinga sér beisk leiftrin, en leikstjórinn nýtir sér með nákvæmum hætti það umsátur orðanna sem handrit- ið gefúr kost á. Höfúndur Leiksoppa, Banda- ríkjamaðurinn Craig Lucas, nýtur vaxandi gengis í heimalandi sínu. Leiksoppar eru „svört kómedía“ frá USA, en hafa víða og land- fijálsa skírskotun til mannlegrar reynslu, þó svo gangverkið styðj- ist á fyndinn og ágengan hátt við alþekktar ameriskar stoðir eins og sjónvarpsþætti, sálgreiningu, fjár- svik og aðskiljanlegar „billegar terapíur". Af mikilli hugkvæmni nýtir Lucas m.a. glamrandi sjón- varpsþáttinn í Leiksoppum til sið- ffæðilegra og heimspekilegra vangaveltna, atriði með sálfræð- ingi verður kannski eintal skálds- Vínartón- leikar á Akureyri Páll Pampichler, Signý Sæmundsdóttir og Óskar Pétursson taka þátt Á sunndaginn kl. 17 hefjast í íþróttaskemmunni á Akureyri Vínartónleikar á vegum Kamm- erhljómsveitar Akureyrar með 45 hljóðfæraleikurum og þrem- ur gestum. Á efnisskrá eru Qörugir vínar- dansar og létt og sigild lög úr óper- ettum Lehár, Strauss-feðga, Stolz ofl. Páll Pampichler Pálsson stjóm- ar hljómsveitinni, en einsöngvarar verða Signý Sæmundsdóttir sópran og Óskar Pétursson tenór. Signý hefúr sungið i fjölmörgum ópemm og á tónleikum heima og erlendis eftir söngnám hér og í Vinarborg. Óskar Pétursson er búsettur á Ak- ureyri og hefur oft sungið einsöng við mikla hrifningu, bæði með kór- um á Norðurlandi og í Reykjavík, auk þess sem hann söng inn á hljómplötu með Skagfirsku söng- sveitinni. ins við sjálfan sig osfrv. Kvenpersónan Rakel Fits- immons lendir þama i einkenni- legustu hremmingum, yfirleitt á aðfangadagskvöld, og byijar á því að sleppa á náttsloppnum frá leigumorðingja sem örvæntingar- fúllur eiginmaður hafði pantað í einhveiju briarii til að kála henni. En hún siglir keik og hrekklaus í gegnum einkennilegustu ferla, svífúr upp og niður, og nær loks valdi á lífi sínu þegar hún fer að taka ákvarðanir í stað þess að láta flæmast brosandi undan. I kring- um þetta ferðalag, sem í sjálfu sér má lika skoðast sem rannsókn á Leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð: The Rocky Horror Show, eftir Richard O’Brian Þýðing: Veturliði Guðnason Leikstjórn: Kolbrún Halidórsdóttir Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir Leikmyndaráðgjafl: Guðrún Sigríður Haraidsdóttir Ljósahönnuður: Egill Ingibergsson Hljóðblöndun: Sigurður Bjóla Garðarsson Aðstoðarleikstjóri: Ásdís G. Sigmundsdóttir Leikur og söngur: 43 leikarar, aðdáendur Iðnó gamla skelfur þessa dag- ana undan taktfastri gimd og tón- vissum galsa hálfs hundraðs menntaskólanema úr Hamrahlíð, sem skemmta sér og öðmm af hjartans lyst í Hroll-steins-leik, en hann var frumsýndur við ein- dæma vinsældir pakksins fyrir 18 ámm og sögufræg kvikmyndin, „Rocky Horror Picture Show“ er að komast á Iögaldur. I einum af 15 söngtextum RHS, Rocky Horror Show, (sem góðu heilli em birtir í leikskrá, þvi örðugt er að nema þá til fúlls í bandóðum gangi sýningarinnar), segir á þennan veg og gæti heitið ein- kunnarorð þessa graða liðs: hugsanaferli, sveima hinar og þessar eldflugur spumarinnar. Höfúndurinn kemur okkur á bragðið með tilvitnun: „En ég hef þá trú að draum- amir segi okkur til um það sem við höldum vera þá vitneskju sem okkur ber að forðast, hinar leyndu óskir okkar og ótta, sem læst er með dulmálslykli, en leyndarmál- ið liggur þar sem áður...“ Leikstjórinn Halldór E. Lax- ness fer æfðum höndum um efnið og laðar fram skýrar sálir. Hall- dóra Bjömsdóttir sem Rakel ræð- ur yfir ríkum blæbrigðum og Þór- ey Sigþórsdóttir og Ari Matthías- „Fel þig á vald hinnar full- komnu nautnar, fljótandi um lostafull munúð- arhöf martraðir gimdanna leita ei lausnar, Ijúfsárir dagdraumar streyma án enda, lifðu og njóttu Dreymdu ekki - vertu... " Þetta verk Richards (ýmist kallaður O’Brian eða O’Brien í leikskrá) í fínni þýðingu Veturliða Guðnasonar er eins og gefur að skilja hneykslanleg lágmenning- arsýning, þar sem saman fer frumstæð flatneskju frekju- tón- list, sjálfsdýrkun og dekur við froðu þá sem upp úr úrkynjunar- kötlum borgarmenningarinnar vellur. Innantómt glingur og glys þeirra sem velkjast í rennusteini múgmenningarinnar er hafið til skýjanna, en hæðst að borgaraleg- um dyggðum og nauðsynlegum bælingum. Frumhvatir eins og mannát, samkynlíf og klæðskipt- ingsháttur tróna þama sem há- mark gleðinnar og stælanna. Eða hvað? Satt að segja er of gaman á sýningunni til að maður son sem parið Tom og Púddý em gersemar. Framsögn og látbragð allra þessara nemenda hnýtast í vönduðum vef, vert er að nefna tök þau sem Magnús Jónsson sýndi í atriðunum með Tom yngri. Átta leikendur skipta þama með sér 25 hlutverkum og vont að slíta úr dæmin, en Gunnar Helgason greip flinkur á grallaraskapnum sem Timm Timmkó og hnarreistu skrifstofúskutluna Triss hjá Ingi- björgu Grétu þekktum við vel aft- ur. Þorsteinamir Bachmann og Guðmundsson múmðu tryggilega úr því sparsli sem þeim var ætlað. Hallgrímur Helgason, rithöf- hafi afgangsþrek til að leggja upp í vonlausa baráttu hefðbundinna sófaskilgreininga til að geta dæmt fordæðuskapinn og hégómann sem vert væri, fletta hulunni af þessum ósóma. Því staðreyndin er sú, aðí taumlausum gleðileik með spennandi söguþræði, eins og svo ánægjulega gengur upp í velstýrð- um Hrollsteinsleik hjá Kolbrúnu grasakonu Halldórsdóttur, þiðna jafnvel einstaka mammútar af eldri og yngri kynslóðum sem hafa álpast inn í þessa veröld hopps og hís, og þumbaramir for- dómafúllu leyfa sér þá ögn að fljóta með i arfleifð þeirra hryll- ingskvikmynda sem em ævintýri og skemmtun, þeirrar afkáralegu rokktónlistar sem er eins og hressilegt steypibað og loks þess hreinskilna kynlífs sem færir okk- ur heim sanninn um grimmdarleg tök móður náttúm á öllu kviku og eflir því vitundina um umhverfis- mál og nauðsynina á vemdun vistkerfisins. Ef Alþýðubandalag- ið fær umhverfisráðuneytið næst má það ekki gleyma að styrkja svona starfsemi. Iðnó er sem sagt fúllt af spriklandi fjörugu ungu fólki með reynslu af leik, söng og tækni, og undur, myndlistarmaður og út- varpsmaður, hefúr snarað verkinu með ágætum hætti og tekist að varðveita ameríska ásýndina jafn- framt því að lauma setningunum lævíslega í okkar menningarland- helgi. Fáguð hljóð og tónar Ey- þórs Amalds leggja ómissandi hljómbotn í þessa tilveru. Bún- ingar Hlínar Gunnarsdóttur storka á sinn hátt, í stíl við þá dropa mannfyrirlitningar sem óneitan- lega hrærast inn í svartar kómed- íur. Leikmynd að öðm leyti var knöpp en notadijúg, skynsamleg ljósabeiting bar samt nokkur fá- tæktareinkenni staðarins. ÓHT úrvals leiðbeinendur og aðstoðar- menn. Leikarar em 13, aðdáendur (í kómum) teljast 20, dansarar 10 og hljómsveitarmenn sjö. Tækni- fólk og annað baksviðsfólk er tal- ið í tugum líka. Þetta gefúr hug- mynd um það mikla átak sem að baki því liggur að setja jafn um- fangsmikið verk á svið. Eigendur sýningarréttar RHS gera yfirleitt þá kröfú að aðeins atvinnuleikarar flytji óhroðann, en allt er hér að- standendum til sóma, meira segja gæta þeir þess að maður skilji ekki nema brot af söngtextunum, en það er til að maður korni aftur og aftur, svo maður verði að sönn- um RHS:fikli. Páll Óskar Hjálmtýsson eigrar um af snilld í aðalhlutverkinu sem Fran-N-Furter, og flækingurinn á sögumanni út úr kú, Gesti Svav- arssyni, dýpkar þessar stundir. Guðjón Bergmann (Riff- Rafí), Katrin Kristjánsdóttir (Janet), Jón Atli Jónasson (Brad), Steinunn Þórhallsdóttir (Columbia), Dofri Jónsson (dr. Scott) og Edda Björg Eyjólfsdóttir (Magenta / sætavísa) kippa manni öll laglega með í sín- ar veraldir. Gervi öll, tónlist og ljósagangur eru með hinu prýði- legasta. ÓHT Dreymdu ekki - vertu Föetudagur 1. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAS — SÍBA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.