Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 22
Ágústa Þorkelsdóttir Framtíðar- atvinnustefna - byggðastefna Stór - stærri - stærstur hef- ur verið óskadra umur hag- ffæðinga og valdamanna þjóð- arinnar nú um nokkurt skeið. Endalaus flaumur orða heíúr skollið á eyrum þjóðarsálar- innar um ágæti stóriðju, stór- fyrirtækja, stórbúskapar á öll- um sviðum. Pínu lítil þjóð sækir sér dæmi ffá stórþjóðum og minnkar þau ekki að sínum staðháttum. Lítil höfúðborg í litlu þjóðfélagi þenst út i von um að komast á blað með höf- uðborgum stórþjóða. Minni- máttarkenndin brýst út í óhugnanlegum draumum um samþjöppun þegnanna á út- nesjakjálka með eiturspúandi stóriðjum og mannskemmandi risaverksmiðjum. Enginn at- hafnamaður með viti hugsar i minna en hundruðum miljóna. Hugvit og ffamtakssemi al- þýðumannsins er litils metin og flokkast undir sveita- mennsku sem hollast er að kveða niður með þjóð sem þjáist af minnimáttarkennd. Víða um land, jafnt til sjávar, sem sveita, býr fólk sem hefur hug á að takast á við eigin atvinnusköpun. HeQa rekstur smáfyrirtækja á svið- um þjónustu og iuðnaðar. Konur eru nokkuð fjölmennar í þessum hópi. Þetta kjark- mikla fólk berst daglega við granna sína og fjármögnunar- aðila sem reyna að draga kjarkinn úr. Stóriðja er það eina sem blífúr i augum flestra. Smáfyrirtæki í eigu kvenna sem þekktar eru fyrir skilvísi og heiðarleika og óska eftir smáláni eru ólíkt vafa- samari viðskiptavinir banka, en spraðurbassar með vafa- sama fortíð sem óska eftir tug- miljóna lánum. Saumastofúr sem fyrir nokkrum árum voru reknar viða um land og sköpuðu mörgum konum atvinnu, hafa lagt upp laupana, fyrir ein- staka handvömm utanaðkom- andi aðila, meðan endalaust er mænt vonaraugum á stórsam- steypuna Álafoss. Hljótt hefúr verið um sorgarsögu þessara smáfyrirtækja, sem byggðust mest upp af iðnum og verkfús- um kvennahöndum, meðan endalausar fréttir berast af loftbólugæjum sem stofna fyr- irtæki annan daginn, en skila þeim svo í miljónatuga gjald- þrot daginn eftir. Senn göngum við til kosn- inga, einu sinni enn. Fyrir okkur dreifbýlinga mun það þýða að hetjufans mun ríða um héruð. Þeir sem nú eru í stjóm munu lýsa fagurlega ár- angri starfa sinna, á meðan stjómarandstæðingar hafa ekki séð nema svart síðustu ár- in, en birtu ffamundan, nái þeir brautargengi. Þúsund ára rikið bíður hinum megin við homið, kjósum við bara rétt. Svartur sjór af físki og óþijót- andi útflutningsmöguleika á iðnaðar- og landbúnaðarvör- um og álver á annarri hverri þúfú verða staðreyndir, kjós- um við bara rétta karla til að semja við Evrópubandalagið. Þá verður gáfaðasta þjóð í heimi þýðingarmikil í samein- aðri Evrópu. Samfélagi 300- 400 miljóna. Evrópu munar í samstarf við 250 þús. Islend- inga og tekur tillit til þess! Við munum heyra rætt fjálglega um byggðastefnu, rétta eða ranga, og allra flokka ffambjóðendur horfa á okkur alvarlegum augum og lofa breyttri/bættri byggðastefnu. Þulan sem buldi á okkur í lok síðustu kosningabaráttu verð- ur endurtekin. En eins og við margir dreifbýlingar munum vorum við óskaböm ífam- bjóðenda þá. En hveijar vom efhdimar? Sama byggðastefna rekin áffam, „eyðum byggð- unum, með öllum tiltækum ráðum, þá tekst ef til vill að gera eitthvað virkilega STÓRT í þéttbýlinu við Faxa- flóa“. Ekki er horft á fjárfesting- ar þær sem við skiljum eftir í byggðunum sem við vildum byggja áffam. Mannlegi þátt- urinn má sín lítils gegn risa- loftkastölum sjálfskipaðra spekinga, sem týnt hafa öllum tengslum við íslenskan raun- vemleika. Blómleg ffamtíð þessa lands getur ekki falist í því að þjappa öllum saman í kringum skrifborð borgar- stjóra Reykjavíkur. Lífsbarátt- an verður ekki háð í sparifot- um eingöngu. Andleg og verk- leg menning verður ekíci til í ráðuneyti, því verður að huga að þörfum almennings um allt land. Krafan er því íslensk at- vinnustefna, íslensk byggða- stefna. Þegar þeirri kröfú hef- ur verið sinnt, má ef til vill snúa sér að því að koma ein- hverjum skrifstofumönnum fyrir í Brussel. Ágústa Þorkelsdóttir er bóndi og húsfreyja, Refsstað, Vopnafirði. Nina Berberova: Undirieikarinn, - Ámi Bmce Chatwin: Utz, - Viðar Eggerts- Bergmann les úr þýðingu sinni son les úr þýðingu Unnar Jökulsdóttur og Þorbjörns Magnússonar Landnám snillinga r A sunnudaginn verða kynntir í Listasafni Siguijóns stórhöfundar sem nú hafa verið þýddir á íslensku í fyrsta sinn - Það komu út svo ótrúlega margar og góðar þýðingar á síðasta ári, segir Birgitta Spur, forstöðumaður Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar, að við hefð- um getað verið með tvær eða þrjár dagskrár til að kynna þýdd öndvegisverk, en völdum svo á endanum þýðingar á rit- um fimm höfunda sem ekki hafa verið þýddir á íslensku áður. Bókmenntakynningin stend- ur í klukkutíma og hefst kl. 15 stundvíslega á sunnudaginn og þar lesa þeir þýðendur sem staddir eru á landinu, en leikarar hlaupa í skarðið fyrir hina. í hitt- eðfyíra vorum við líka með svona þýðingakynningu í safn- inu, sem mæltist vel fyrir. Það er gaman að geta sam- einað svona listgreinamar, segir Birgitta, við reynum hér að vera með bókmenntakynningar fyrsta sunnudag í hveijum mánuði yfir veturinn og tónleika vikulega yf- ir sumarmánuðina. Hér er einkar góður hljómburður og margt fólk hefúr tekið sérstakri tryggð við staðinn, sumt sem ekki fer endi- lega mikið á tónleika annars staðar. Af öðrum tíðindum má nefna að Árbók Listasafnsins sem kemur út á tveggja ára ffesti er væntanleg úr prentun innan skamms. Varðandi þetta framtak Lista- safns Siguijóns má benda á, að verk erlendra höfúnda sem þýdd- ir em á íslensku verða um leið með sínum hætti hluti af íslensk- um menningarheimi. Með til- komu Þýðingarsjóðs hefur tekist að miðla í auknum mæli bók- menntum og straumum sem ann- ars fæm fram hjá æði mörgum ís- lenskum lesendum. Yann Queffélec: Blóöbmökaup, - bókin fékk Concourt-verðlaunin á slnum tlma, - Margrét Ákadóttir les úr þýöingu Guö- rúnar Finnbogadóttur Kazuo Ishlguro: Dreggjar dagsins, - fékk eftirsóttustu viöurkenningu Breta, Booker verðlaunin 1989, - Sigurður A. Magnússon les úr þýðingu sinni Nýja bóka- safnið í París Jean Gattégno flytur í dag fyrirlestur um nýjasta stórverkefni Mitterrands Jean Gattégno, vísindafúll- trúi tilvonandi Bókasafns Frakk- lands í Paris, heldur fyrirlestur á ensku um safnið í stofú 101 í Odda í dag kl. 17, á vegum Fé- lags bókasafnsffæðinga, Alli- ance Francaise og menningar- deildar ffanska sendiráðsins. í dag kl. 14:30 og á morgun kl. 15:30 sýnir Þjóðverjinn Bernd Ogrodnik verk sitt „Smásögur", sem er einstök samsetning tónlistar, leikbrúða og þess óvænta. Sýningin er ætluð fuilorðnum og börnum 10 ára og eldri. Bemd Ogrodnik stundaði tónlistamám í Köln en hefur ver- ið búsettur hérlendis í rúm fjögur ár og unnið m.a. sjálfstætt við leikbrúðugerð, leikhljóð og ýms- Bókasafn Frakklands, sem á að rísa í París í fjórum 100 m há- um glerskýjakljúfum, er nýjasta stórverkefúið á sviði menningar- mála, sem Francois Mitterrand Frakklandsforseti átti frumkvæði að árið 1988. Tilgangur þess er að veita leikum sem lærðum að- gang að ffönskum útgáfú- og ar tæknibrellur í auglýsingum, sjónvarpi og kvikmyndum. Með- al verkefúa hans er hönnun „Pappírs- Pésa“. Bemd tók þátt í „Dögum leikbrúðunnar“ í Gerðu- bergi. Styrkleiki sýningarinnar er sagður liggja i samspili tónlistar, mjög fúllkominnar strengjabrúðu og þeim hæfileikum sem Bemd hefur til að tjá mannlegar tilfinn- ingar með einungis þremur tré- kúlum. Franska bókasafnið opnar 1995 I þess- um fjórum glerskýjakljúfum I Parls. nýsigagna-arfi, en undir hann falla myndræn og hljóðræn gögn, við nýjustu aðstæður, í lestrarsöl- um sem taka fimm þúsund manns í sæti í 200 þús. fermetra húsnæði, árið 1995. Jean Gattégno var forstöðu- maður bóka- og lestrardeildar í ráðuneyti menningar og sam- skiptamála 1981-1989 og hefúr sérhæft sig í verkum Lewis Car- roll. Tónleikar í Norræna Á mánudaginn kl. 20:30 hefjast tónleikar í Norræna húsinu og á efnisskrá eru verk eftir Marin Marais, Schu- mann, Britten, Barat og Dut- illeux. Flytjendur em Eydís Franz- dóttir óbóleikari, Brynhildur Ás- geirsdóttir píanóleikari, Elín Guðmundsdóttir semballeikari og Rúnar Vilbergsson fagottleik- ari. Smásögur í strengjum Leikbrúðusýning fyrír böm og fullorðna í Gerðubergi 22 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.