Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.02.1991, Blaðsíða 15
Halldór E. Laxness, leik- stjóri, er nýlega kominn heim að loknu mastersprófi frá einum virtasta leikstjómarskóla Bandaríkjanna, Califomia Ins- titute of the Arts, þar sem hann lagði bæði stund á kvikmyndir og leikhús, og stjóm- ar sýningu Nem- endaleikhússins á Leiksoppum um þessar mundir. Halldór á þegar langan feril að baki innan leik- húsa í mörgum þjóðlöndum og hefur tekið þátt í 40-50 leikhús- verkefnum sem leikari og leikstjóri - Jœja, þú ert nú korninn heim tilstarfa eftir áratugs útivist... - Já, fyrst fór ég til Ítalíu sem skiptinemi og ætlaði að vera eitt ár, en ílentist svo og starfaði þar sem leikari með þekktum leikhóp, Te- atro della Fortuna. Ég greip síðan í ýmislegt fleira, var eitt ár við nám í kvikmyndagerð í Englandi, en leik- listin togaði sterkar í mig og ég starfaði síðan með leikhópi í lista- miðstöð borgarinnar Batjff í Al- bertafylki í Kanada í tvö ár. Þetta er ein glæsilegasta listamiðstöð Norð- ur-Ameriku, staðsett í stórkostleg- um þjóðgarði, hinum elsta í þessum heimshluta. Þama kynntist ég m.a. vel nútima-óperunni, en vann allan tímann sem leikari og leikstjóri. Ég tel það afar mikilvægt fyrir leik- stjóra að hafa kynnst leikhúsinu ífá þeirri hlið. Síðan var ég í fjögur ár í Los Angeles við Calart listaháskólann, Califomia Institute of the Arts. Hann er lítill miðað við stóm stoíh- animar í Bandaríkjunum, telur um 800 nemendur, þar af um 20 útlend- inga, og árlega em ekki teknir inn nema 2-3 á leikstjómarbrautina. Þama fékkst ég bæði við leikhús- verk og kvikmyndir. í skólanum em tvenns konar kvikmyndadeildir, önnur sem er helguð tilraUnakvik- myndum og hin fyrir leikstjóra sem leggja stund á hefðbundnari tækni í leikhúsum og kvikmyndum. Kvikmyndanámið þama er að mestu skipulagt sem undirbúningur fyrir vinnu í bandaríska iðnaðinum. En þetta er fjölbreyttur skóli, þar sem allar listir koma við sögu og mikið samstarf milli deilda. Þótt ég væri í leikstjómamámi fór ég líka gegnum leikaradeildina og þurfti að leggja stund á tónlist, myndlist, leikmyndagerð ofl. Það er áríðandi fyrir leikstjóra að kynnast efniviðn- inn og skilja aðstöðu leikarans sem best. En I leikhúsi nútímans er beitt mikilli tækni og það er mjög mikil- vægt að leikstjórinn þekki mögu- leika hennar og takmörk. Hins veg- ar er í sjálfu sér ekki hægt að kenna leikstjóm, annað hvort hafa menn hana í sér eða ekki. Lokaverkefni mitt var Káka- síski krítarhringurinn eftir Bertolt Brecht og þar vann ég t.d. með alls konar fólki úr tónlistardeildinni. Útkoman var hljómlist úr öllum heimshomum, tónlistina samdi Spánveiji, en hljómsveitin notaði meðal annars mexíkóskar og afrísk- ar tmmbur, indverskt orgel ofl., en danshöfundurinn er ffá Balí. Sýn- ingin var sviðsett í ffægu leikhúsi skólans, Modular Theatre F., sem er eins og Nemendaleikhúsið héma, með opinberar sýningar. Kvikmynd & kvikmynd - Lagðirðu eins mikla stund á h'ikmyndanámið og leikhús- vinnuna? - Já, þær vom mikill þáttur hjá mér. Ég hafði það mikla leikhús- reynslu að ég taldi mig hafa efni á að eyða talsverðum tíma til þess að fá grunn í þeim efnum. Þar að auki er þetta viðfangsefni sem fólk í mínu fagi verður hreinlega að kunna í nútímanum. Það þarf að öðlast skilning á muninum: á þess- um tveim greinum, leikhúsinu ann- ars vegar og sjónvarpi og kvik- myndum hins vegar. Nú er áhrifa þeirra farið að gæta í Ieikhúsinu og fyrir kemur að þangað berast eins konar kvikmyndahandrit. Þá þarf að kunna að þýða þau yfir í form leikhússins. Svo þýðir ekkert að loka augun- um fyrir þeirri staðreynd að al- 14 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. febrúar 1991 Vinna með tónskáldinu John Cage, sem situr fyrir miðju, I leikmynd eftir Halldór E. Laxness fyr- Sviðsmynd úr nútfmaóperunni „Abandoned 1504" (Yfirgefinn 1504) eftir Halldór E. Laxness, ir sýninguna „Song Books" (Söngbækur) eftir Cage I Banff Center f Kanada 1984. sem sýnd var I Banff Center (Kanada 1985. Titill verksins vísar til þess að Michelangelo lauk við risastyttuna af Davíð árið 1504. menningur hefur miklu meira af kvikmyndum og sjónvarpi að segja heldur en leikhúsi. Kvikmynd og sjónvarp eru tungumál út af fyrir sig, sem þarf að kunna, til að geta talað sama tungumál og leikhús- áhorfendur gera. Heimsmyndin er sjónrænni núna en þegar bókin og orðið höfðu yfirhöndina og þar með eru sjónrænu miðlamir orðnir hlut- ar af skynjun og skilningi nútíma- mannsins. - Er samkeppnin á milli leik- hússins og nýju miðlanna að harðna? - Nei, ég held að það tímabil sé búið. Leikhúsið mun alltaf halda sínu, þar fæst reynsla sem er ólik kvikmyndum. Leikhúsreynslan gefur meira, þar em bein samskipti við áhorfandann og þar rækta menn sitt eigið hugmyndaflug. Lífið i leikhúsinu, samspil áhorfenda og leikenda, verður alltaf mikilvægt. Leikhúsið hefur t.d. aftur náð sér á strik í Bandaríkjunum, því að fólk metur þessa reynslu mjög mikils. Kvikmyndin er frekar hluti af neyslugranninum, það að fara í bió er eins og að fara í sturtu. I leikhús- inu fer fram ritúal, þar er fólk þátt- takendur i stað þess að vera neyt- endur. Sköpunin er í huga áhorf- andans. Ég er héma fyrst og fremst að tala um kvikmyndina sem iðnað, ekki list. Listrænar kvikmyndir em allt annar handleggur. - Seturðu skýr mörk á milli? - Mér finnst í allri umræðu, bæði hér og erlendis, að það séu alls ekki sett nógu skýr mörk á milli þessara tveggja greina innan kvik- myndanna. Bandaríkjamenn halda oft að þeir séu að gera listrænar kvikmyndir, þegar þeir era í hrein- um iðnaði, eða kannski listiðnaði. - Þú ert ekkert á móti skemmt- anaiðnaðinum? - Hollywood er bisniss-heimur og hefur verið og verður alltaf. Bisnissmenn byijuðu þar að gera kvikmyndir, en ekki listamenn. Þetta er bara önnur deild, Oskarinn er verðlaun í skemmtanaiðnaði, rétt eins og góð eldhúsinnrétting fær verðlaun á húsbúnaðarsýningu, en ekki sem myndlist á Bíennalnum i Feneyjum. - Hefurðu kannski sérstakan áhuga á skemmtanaiðnaðinum eins og hann birtist í kvikmyndum? - Ég er áhugamaður um matar- gerð. Stundum býður maður heim litlum hópi og gerir tilraunir í eld- húsinu, en við önnur tækifæri fær maður fleira fólk í heimsókn og matreiðir þá eitthvað sem fleiri geta notið. Við höfum þörf fyrir skemmtanaiðnað og ég hef ekkert á móti honum, við borðum súkkulaði og föram i bíó. Sum okkar hafa svo sérþarfir og fara að sjá listrænar kvikmyndir líka. - Gætirðu hugsað þér að vinna við iðnaðinn? - í skemmtanaiðnaðinum eru góðir handverksmenn, líkt og til era góðir múrarar, og ég get ekki annað en metið þá mikils. Ég álít pottþétta kvikmyndagerðarmenn mjög virðingarverða, þeir kunna margt og ná að miðla því til íjöld- ans. - Nýleg Hollywood-dœmi? - Ég veit að sumir fá fyrir hjart- að þegar ég segi þetta, en skemmti- myndir eins og Ghostbusters og Goodfellas era meistarastykki. Þar fara saman handbragð og listffæði- leg markaðssetning, sem gera myndimar að aðdáunarverðum gripum. Þetta er sambærilegt við góðar pípulagnir, það lekur ekki við hné og samskeyti, fittingsið er í lagi. Mörg formúlu-handrit Banda- ríkjamanna era mjög vel gerð og myndmálið ríkt. Eldri kynslóðin naut þess að koma auga á blæbrigði I bókmennt- um, yngra fólkið tekur eftir þeim í kvikmyndum. Sumir sjá ekki nema söguna í þeim, en blæbrigði í kvik- myndum er viss stíll sem ekki nær til allra. Unglingar undir tvítugu núna hafa séð mikið, þekkja vinnu- brögðin og era mjög næmir á myndmálið. - Hvað er mikilvœgast í kvik- myndinni? - Allt byijar í handritinu. I Bandaríkjunum era handritin end- urrituð mörgum sinnum og þar koma margir við sögu. En strúktúr- inn, myndmálið, er ekki hægt að taka út úr þessu samhengi, svo myndin standist. Kvikmyndin er ekki eins og leikhúsið, þar sem allt getur gerst á einfaldari hátt og stundum án þessa strúktúrs. Ef myndmál kvikmyndar er ekki rök- rétt, gengur hún ekki upp. Og þessi strúktúr er klassiskur, það er ekki hægt að komast af án hans. Leik- stjórar eins og Godard, Lynch og Tarkovskí, sem mörgum finnst fara nýjar leiðir, nota sömu beinagrind og höfundar kúrekamyndanna. I allri sagnahefö er ákveðinn strúk- túr. Holl, erlend áhrif - Nú er talað um mikið flóð er- lendra áhrifa á Islandi gegnum sjónvarp og kvikmyndir. 85% af bíómyndunum eru frá Bandarikj- unum og þessa dagana er sjón- varpað linnulítið á ensku frá Sky- og CNN-stöðvunum. Hvað um áhrifin á íslenska menningu? - Viss hluti af heimsmenning- unni felst I kvikmyndum og sjón- varpi. Það er ekki hægt að stöðva eða takmarka áhrif og ffamrás þeirra. Aðalatriðið er að gleyma ekki þeim stofnunum sem viðhalda íslenskri menningu. Það verður að halda hér uppi á myndarlegan hátt bókmenntum, kvikmyndum, mynd- list, þótt það sé dýrt. Mikilvægast í þessum efnum er skólakerfið, allt frá leikskólanum upp í listaskólana. Þar á að efla menninguna, fást við alíslenska hluti. Það er menningarfasismi að beijast við erlend áhrif eða banna þau. Það þarf að þjálfa unga fólkið í að velja og hafha úr því efni sem berst til landsins. Það getur verið mikill menningarauki í erlendu efhi, lika fféttum, ekki síður en inn- lendu. Hins vegar er það gömul saga, að ef einhver fyrirbæri ná ekki til ákveðinna aðila, þá era þeir á móti þeim. Við íslendingar höfum enga ástæðu til að vera hræddir um eitt eða neitt í þessum efhum, menning- in er svo sterk hér á landi. Það era fáar þjóðir sem eiga jafn gott leik- hús, jafn öflugar bókmenntir. - Finnst þér rétt að skylda sjónvarpsstöðvar til að hafa amk. helming efnis íslenskt? - Ég veit ekki hvort það er raunsætt. íslensk menning verður ekki rifin upp með rótum á auga- bragði, hér fer fólk ekki allt í einu að tala ensku, þótt hún heyrist í sjónvarpi. Maður sér þetta skýrar effir að hafa dvalið langdvölum í útlöndum. Islendingar átta sig oft ekki á hvað hér er margt að gerast, hve öflug menningin er í þessu landi, þar sem jafn mikið gerist og hjá miljónaþjóðum. Leikfélögin úti á landi hafa ekki lagst niður, þar sit- ur fólk ekki við sjónvarp í öllum ffístundum. íslendingar era hér að fást við allar listgreinar af miklu kappi, fólk gefur sér tíma til að rækta menningaijarðveginn. Ef hlúð er að menningunni í grann- skólanum og annars staðar er engin hætta á að við töpum menningar- legu sjálfstæði. - En það er nú býsna margt af þessu góða listafólki okkar starf- andi erlendis... - Við snúum öll aftur, ísland er paradís á jörð. Það era ekki mörg Einleikur: Halldór tók saman, lék og leikstýrði verkinu „Journey Through a Mirror" (Ferðalag gegnum spegil), sem unnið var eftir bréfum franska rithöfundarins Antonin Artaud. Banff Center, Kanada, 1984. lönd í heiminum sem bjóða upp á þvílík þægindi og lífsfyllingu. Hér fer almenningur til þess að njóta listviðburða, á sýningar, tónleika offv. Mér finnst eins og margir geri sér ekki grein fyrir því að hinn al- menni borgari á íslandi er miklu betur upplýstur en í flestum öðram löndum og hefur meiri beina reynslu af list og menningu en gengur og gerist. Islenskt listafólk er vel menntað, ferðast mikið og fylgist með. Það dýpkar skilning á mannlegu samfélagi að alast upp I návíginu héma og því megum við ekki tapa niður. Því meira sem við sjáum og heyram af erlendu efni, þeim mun betra, segi ég. Leikhús & leikhús -Hvað er mikilvægast við hlut- verk leikhússins? - Þar era vissar rætur menning- arinnar sem þarf að hlúa að. Ég hef valið þá leið vegna þess að ég hef lært tungumál leikhússins. Að vísu hef ég ekki skrifað handrit fyrir leikhús, heldur fyrir ópera og kvik- myndir. Ég sinni hinni túlkandi hlið leikhússins, sem leikari og leik- stjóri. - Hvemig líst þér á íslenskt leikhús samtimans? - Við lifum á stórkostlegum tíma í íslenskri menningu hvað leikhúsið varðar, til sögunnar er komið Borgarleikhús, fljótlega fá- um við endurgert Þjóðleikhús, og hér er ógrynni af hæfileikaríku fólki. Næstu ár held ég að verði af- skaplega blómleg í menningarlíf- inu. Til sögunnar era mættir lista- menn sem hafa þjálfað sig og breikkað list sína, studddir af þeim sem skilja að menningin kostar mikla peninga. Og þetta era ekki styrkir, því þessir peningar koma óbeint aftur. Hins vegar á að greina skýrar á milli þess sem er hefö- bundið leikhús, skemmtun og til- raunir. Allt er þetta jafh mikilvægt, en það þýðir ekki að gera sömu kröfur til allra sviðanna. Skemmt- analeikhús á að meta og njóta þeirra á forsendum afþreyingarinn- ar, en tilraunimar á að skoða sem tilraunir. Það vill koma fyrir að áhorfendur og gagnrýnendur séu að dæma verkin á skökkum forsend- um. En það þarf að skoða hvort verkið er gott í sinni deild. - Finnstþér vanta breidd í leik- húsið, Jjölbreyttara verkefnaval, jleiri tilbrigði í túlkun? - Nei, breiddin er feiknarleg hérlendis. Leikritið „Ég er hættur, farinn“ I Borgarleikhúsinu er til dæmis stórkostleg sýning, en það á ekki að gera þá kröfu til aðstand- enda hennar að næsta uppfærsla verði í öðrum stíl. Það þarf að gera fólki kleift að halda áfram að þróa og dýpka tilraunir sínar. - Er samt ekki eitthvað sem betur mætti fara hér? - Hérlendis vantar menningar- hagfræðinga, menningarrekstrar- fræðinga, fólk sem starfar eingöngu við ffamkvæmdastjórn menningar- mála, og það á að vera bisnissfólk, gott fólk. Listinni þarf líka að koma á markaðinn. Hér ríkir enn of víða sá hugsunarháttur, bæði í atvinnu- lífi og menningu, að fyrst eigi að framleiða og síðan selja. En þetta er öfugt í nútímanum, fyrst þarf að selja, svo að ffamleiða. Bóndinn er sterkur í okkur. - Eiga atvinnuleikhúsin ís- lensku að sinna því betur að láta leikhópa starfa innan stofnana? - Persónulega held ég að það sé leikhópunum hollara að vera ftjáls- ir, og taka við ffamlögum ffá ríki, bæjarfélögum og öðrum sem vilja styrkja þá. Það felst viss styrking í því að fólk finni þörfina til að skipuleggja þessa starfsemi sjálf- stætt, þar skapast annar andi og skoðanir, heldur en ef slíkt fer ffam innan stofnana. í þessu þjóðfélagi þarf meira af fólki sem hefiir verið að gera til- raunir utan stofhana, þar sem er meiri hringrás og hraði í vinnu- brögðum. Það er gott að vera í leik- húsi þar sem fólk þorir að setja upp hluti sem eru ekki fullkomnir. Sjálfstæðir hópar gefa meira en stofnanahópar. Ungt fólk sem síðar á eftir að vinna i atvinnuleikhúsum á ekkert endilega heima þar strax. Betra er að fá fyrst tækifæri til að rækta fyrst eigin skoðanir og stíl, ffekar en að byija á því að taka tillit til og mótast af því hlutverki sem stofhanimar eiga að þjóna. En slík- ir hópar þurfa líka á fólki að halda sem kann að markaðssetja menn- ingu. - Hventig heilabrot kvikna þegar leikstjórinn er með nýtt handrit i höndunum? - Það er alltaf þetta sama, manni finnst maður vera að byija upp á nýtt, hvert verkefhi, hver leikari, allt er framandi. Það þarf fyrst að kasta öllu út um gluggann og skilja síðan bakgrunninn, hvar maður býr og við hverja maður er að tala og vinna með. Ég hef sjálfur verið í mörgum löndum og er vanur nýjum leikuram, nýjum áhorfend- um, nýjum aðstæðum, tækni og vinnuaðferðum. Það kemur alltaf upp sú staða að aðlaga sig nýjum stað og nýrri stund. í leikhúsinu er mikil þörf á samspili. Það er svo margt sem ekki er skrifað í textann, maður þarf að skilja höfundinn, leikarana og áhorfendur, svo að sýningin fái líf sem lifir I heild sinni. Þegar unnið er með texta er mikilvægt að virða og skilja uppruna hugmynda. Ég tel að það væri mjög gott fyrir unga leikritahöfunda að vinna með leik- stjórum að þróun sýninga, til að ná valdi á strúktúr leikhússins, gera sýningamar fullkomnari og skýrari. ÓHT Föstudagur 1. febrúar 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.