Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 9
HELGARIMUEDAN Lækkun framfærslu til námsmanna í einu stökki um 16,7%, úr um 55 þúsundum á mánuöi til einstaklings í leiguhúsnæði í um 46 þúsund. Lán annarra hópa skeröast að sama skapi því þau eru ákveðið hlut- fall af framfærslugrunni einstaklings í leiguhúsnæði. Hér er á ferðinni ruddaleg aðför aö velferðarþjóðfélaginu íslenska og grundvallarhugs- un laganna um að tryggja jafnrétti tíl náms. Eins og vandi er til þegar ný ríkis- stjórn tekur við völdum, hefur því verið lýst yfir af nýjum ráðamönnum að vandi þjóðarbúsins og sérstaklega ríkissjóðs sé til muna meiri en nokkurn hafði órað fyrir áður en til kosninga var gengið. Því þurfi nú sterkan Iút til að taka slag- síðuna af fleyinu og koma því á réttan kjöl. Góðaðkoma Nú er það vitaskuld svo, eins og alþjóð veit, að sjaldan á undanfömum árum hefur ríkisstjóm tekið við jafn blómlegu búi og mætir ríkisstjóm Ihalds og krata nú á vor- dögum á því herrans ári 1991. Ríkisstjóm Steingrífns Hermannssonar hafði tekist að koma skikk á efhahagsmálin á fjölmörgum sviðum. Rikulegastan ávöxt bar þó barátt- an við verðbólguna, þetta áratuga gamla innanmein íslenskra stjómmála. I farsælu samstarfi við launafólk og atvinnurekendur tókst ríkisstjóminni að koma verðbólgunni niður fyrir það sem helst gerist í samkeppn- islöndum okkar. Þann árangur ber ekki síst að þakka Alþýðubandalaginu og fjármála- ráðherra þess. Átök um Lánasjóðinn Meðal þess sem ríkisstjómin nýja ætlar sér að skera niður til að draga úr halla- rekstri ríkissjóðs, em ffamlög og lántöku- heimild til Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Áður en vikið verður að boðuðum að- gerðum ríkisstjómarinnar gegn Lánasjóðn- um er rétt að átta sig á nokkmm staðreynd- um um sjóðinn. ■ Lögin um Lánasjóðinn (lög um náms- lán og námsstyrki) em ffá árinu 1982 og er eitt meginverkefni þeirra að tryggja jafn- rétti til náms, óháð fjárhag, búsetu, kyn- ferði eða félagslegri aðstöðu. Lánasjóður íslenskra námsmanna er þannig lífskjara- jöfnunarsjóður. ■ Alls njóta um 7000 námsmenn að- stoðar Lánasjóðsins og stunda um 2/3 nám hér á landi en um þriðjungur erlendis. ■ Heildarfjárþörf sjóðsins á þessu ári er um 5 miljarðar króna; þar af fara um 4 miljarðar til beinnar námsaðstoðar en um 1 miljarður til að greiða afborganir og vexti af lánum sem sjóðurinn hefur þurft að taka til að sinna skyldum sínum. ■ Af tæpum 5 miljörðum sem sjóðurinn fær til ráðstöfúnar á þessu ári nema bein ffamlög úr ríkissjóði um 1,7 miljörðum en sjóðurinn tekur lán erlendis að upphæð um 3 miljarðar. ■ Námslán eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu en vaxtalaus. Lánin eru veitt til allt að 40 ára og hefjast endurgreiðslur 3 árum eflir námslok. ■ Upphæð námsláns til hvers og eins lánþega er háð ffamfærslubyrði og tekjum, en einnig skólagjöldum ef þau eru fyrir hendi og eins hafa verið veittir ferðastyrkir til námsmanna erlendis. Ráðistá veHérðarketfið Rikisstjómin telur að ná þurfi fram spamaði í starfsemi Lánasjóðsins og ætlar sér að ná ffam um 600-800 miljónum á næsta námsári. Til þess að ná þessu mark- miði á að grípa til margs konar ráða, jafh- vel örþrifaráða: ■ lækka ffamfærslu til námsmanna f einu stökki um 16,7%, úr um 55 þúsundum á mánuði til einstaklings í leiguhúsnæði í um 46 þúsund. Lán annarra hópa skerðast að sama skapi því þau em ákveðið hlutfall af ffamfærslugmnni einstaklings í leigu- húsnæði. Hér er á ferðinni mddaleg aðför að velferðarþjóðfélaginu íslenska og gmndvallarhugsun laganna um að tryggja jafnrétti til náms. ■ lán einstaklings sem á foreldra á námsstað verði reiknað eins og hann búi i foreldrahúsum, hvort sem hann gerir það í raun eða býr í leiguhúsnæði. Þetta þýðir að háskólanemi sem er í námi á höfúðborgar- svæðinu og á foreldra þar líka, fær 34.500 kr. á mánuði í námslán í stað 55.000 nú. Þessi breytingartillaga er svo fáránleg að það tekur því varla að eyða að henni orð- um. En þegar algeng húsaleiga fyrir ein- staklingsíbúðir er 20-30 þúsund krónur á mánuði sér hver meðalskussi fáránleikann berskjaldaðan, þótt stjómendur sjóðsins hafi ef til vill ekki barið hann augum. Það er sannast sagna eins hægt að láta náms- menn greiða til sjóðsins gjald fyrir að fá að vera í námi og gera sjóðinn þannig að eins konar innheimtustofnun ríkissjóðs. Hér verður varað ákaft við þessum hugmynd- um og bent á að síst mega fjölskyldumar í landinu við auknum byrðum sem felast í fjárhagsaðstoð við böm sín sem velja menntaveginn, ofan á verðlagshækkanir, vaxtahækkanir og aðra óáran. ■ gert er ráð fyrir að enginn námsmaður fái námsaðstoð frá sjóðnum nema hann skili fúllum námsárangri, en hingað til hef- ur verið miðað við 75% námsframvindu, enda er það í takt við það sem tíðkast hjá skólunum sjálfúm. Hér er farið inn á sem nefht var hér á undan, en ekki vegna þess að þeir búi sannanlega í foreldrahús- um. ■ tekjutillit verði lækkað úr 75% í 50%. Þessi ráðstöfún kemur sér sérstaklega vel fyrir tekjuháa námsmenn. Ef tekin em saman áhrifin af þessari breytingu og skerðingunni upp á 16,7% kemur í ljós að námsmenn með tekjur undir ffamfærslu- mörkum verða fyrir 16,7% skerðingu, námsmaður með um 165 þúsund í tekjur verður íyrir 19,7% skerðingu, námsmaður með 550 þúsund kr. í tekjur er skerðingar- laus og námsmaður með 800 þúsund í tekj- ur eykur ráðstöfunartekjur sínar nálægt 20%. Afþessu má sjá hveijir em forgangs- hópar núverandi stjómvalda. Samstaða var við námsmenn Fráfarandi stjóm Lánasjóðsins hafði á undanfömum mánuðum unnið að breyting- kerfi hvati til að vinna yfir sumarmánuð- ina. Svo virðist sem nýja stjómin ætli að kasta ffá sér vel grunduðum hugmyndum um breyttar úthlutunarreglur og keyra yfir minnihluta stjómarinnar í krafti oddaat- kvæðis formanns, en slík vinnubrögð kunna ekki góðri lukku að stýra í jafú af- drifaríkum málum og hér um ræðir. Á meðfylgjandi mynd sést glögglega að núverandi meirihluti vill fyrst og fremst hygla þeim sem hafa mjög miklar tekjur, þvi lánshlutfall þeirra miðað við óbreyttar reglur stígur hratt eftir að 575 þúsund króna tekjumarki er náð. Snúist til varnar Á sama tíma og launafólk nýtur örlitill- ar kaupmáttaraukningar ætlar ríkisstjómin að skerða lfamfærslu námsmanna einhliða um 17-20%. Hér er með ósæmilegum hætti ráðist að þeim sem síst hafa aðstöðu Hlutfall námsláns eftir tillögum núverandi stjórnar og fyrri stjórnar Obreyttar reglur = 100 Jafnrétti í hættu hættulega braut, neíúilega þá að Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna leggi sjálfstætt mat á námsárangur og hafi þannig eigin mennta- og skólamálapólitík, algerlega úr tengslum við skólana sjálfa. Næsta skref verður þá máske að Lánasjóðsstjómin heimti fúlltrúa í Háskólaráði til að hafa bein áhrif á stefnu og störf skólans, val á kennurum o.fl. ■ hámarkslánstími til lyrrihlutaprófs verði 5 ár í stað 7 áður. Með þessari breyt- ingu er skorið á þann möguleika að náms- menn taki tvö fyrrihlutapróf, t.d. tvö B.A. próf. Ýmsir hafa notfært sér þann mögu- leika til að víkka sjóndeildarhringinn og auka fjölbreynti, en nú eiga víðsýni og frumkvæði einstaklingsins ekki lengur upp á pallborðið hjá stjómvöldum, nú á að taka upp miðstýrt námsval í anda skipulags sem gengið hefúr sér til húðar í ekki alltof fjar- lægum löndum. Til mótvægis við þær ógeðfelldu að- gerðir sem að ofan greinir ætlar stjóm Lánasjóðsins að: ■ hækka framfærslustuðul námsmanna í foreldrahúsum úr 50% í 75% af fullu láni, en mesti glansinn er þó farinn af þessari að- gerð með því að nú á að breyta skilgrein- ingunni á námsmanni í foreldrahúsi í námsmaður í foreldrabyggð!! Þannig mun stærsti hluti þeirra sem í þessum hópi lend- ir vera þar vegna skerðingarákvæðisins artillögum á úthlutunarreglum Lánasjóðs- ins. Fulltrúar ríkisstjómarinnar kappkost- uðu að eiga gott samstarf við námsmanna- hreyfinguna og formaður og varaformaður fyrri stjómar héldu marga samráðsfúndi með forsvarsmönnum námsmanna, auk þess sem breytingartillögumar vom unnar í vinnuhópi stjómar með jafnmörgum fúll- trúum námsmanna og ríkisins. Þær tillögur sem undirritaður afhenti nýjum mennta- málaráðherra við stjómarskiptin vom af- greiddar samhljóða i fyrri stjóm, og verður að teljast til tíðinda að svo gott samstarf hafi tckist að öll stjómin hafi staðið að til- lögum um einföldun og spamað í rekstri sjóðsins, bæði ríkinu og námsmönnum til hagsbóta. Þær tillögur gerðu ráð fyrir allt að 200 miljóna króna spamaði auk vem- legrar einföldunar, sem átti að geta skilað spamaði til lengri tíma litið. í stuttu máli má segja að hugmyndir fyrri stjómar hafi gengið út á það að í stað þess að allar tekj- ur umfram framfærslu komi til frádráttar að einhverjum hluta, yrði sett sérstakt frí- tekjumark, um 400 þúsund krónur og tekj- ur innan þeirra marka kæmu að engu leyti til frádráttar námsláni. Á móti kæmu alíar tekjur umfram þetta tiltekna mark til frá- dráttar. Þetta tekjumark er það ríflegt að þeir sem hafa tekjur umfrarn það mega miklu fremur við skerðingu en þeir sem minni tekjur hafa. Ennfremur felst í þessu til að snúast til vamar. Tillögumar sem hér hafa verið raktar fela ekki einvörðungu í sér hefðbundna kjaraskerðingu af verstu gerð, heldur er miklu ffernur ráðist að til- vist Lánasjóðsins, frelsi námsmanna til að víkka sjóndeildarhringinn og leggja ís- lensku þjóðfélagi til auð í formi þekkingar er stórlega skert. Foreldrar sem eiga böm í háskóla- eða framhaldsskólanámi, hér á landi eða erlendis, munu margir hveijir taka á sig auknar byrðar vegna náms bama sinna. Þess vegna er góður hagur náms- manna einnig kjarabót fyrir launafólk í landinu. Samtök launafólks verða að láta í sér heyra og mótmæla áformum stjóm- valda í þessu efni. í fféttatilkynningu sam- ráðsnefúdar námsmannahreyfingarinnar em þessi lokaorð sem ég geri einnig að mínum: “Hér er ekki á ferðinni “spamað- ur” í venjulegum skilningi heldur aðför að grundvallarmarkmiðum Lánasjóðs is- lenskra námsmanna, að tryggja öllum sömu tækifæri til náms, óháð efúahag og félagslegum aðstæðum.” Árni Þór Sigurðsson Höfundur er fyrrv. stjórnarformaður L(N. Föstudagur 7. júni 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.