Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 14
ÆNSNAPRIKfD v *. v. v ^nvvv',. Skólaskógar Seinustu dagana í maí gafst reykvískum skolakrökkum tæki- færi til þess að yinna gott verk fyr- ir framtíöina. Oll 10 ára börn í grunnskólum borgarinnar áttu kost á að gróðursetja nokkrar birkiplöntur i hlíðinni upp af Rauðavatni. Þau voru þátttakend- ur í samstarfsverkefni Fræðslu- skrifstofunnar í Reykjavík og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þetta er fjóröa árið i röð sem plantað er í hlíðinni og áhugi skól- anna á að vera með í verkefninu fer vaxandi ár frá ári. I vor tóku um 800 börn þátt í aróðursetningunni og þau settu niour um 3000 plönt- ur. Hlíðin þeirra hefur nú hlotið nafnið Skóíaskógar. Skíturinn er rúgbrauð karnir settu plönturnar niður undir leiðsögn ungra búfræðinga rá Skógræktarfélaginu og ég bað Dau um að útskýra fyrir lesendum Hænsnapriksins hvernig þau færu að. Krakkarnir: Við fáum skít í fötu og þrjár til fjórar plöntur hvert. Svo notum við svona gróðursetningar- staf. Konan á Hænsnaprikinu elti jau upp í hlíðina til þess að sjá ivernig þau gerðu svo. Þar var búið að strengja snúrur sem þau áttu að planta eftir. Krakkamir: Við stingum upp jórar holur með stafnum. Nokkuð 3étt. Svo látum við plöntuna í eina loluna en skítinn í ninar þrjár. Hænsnaprikið: Til hvers er skíturinn? Krakkarnir: Hann er áburður- inn. Hann er rúgbrauð og lýsi plöntunnar. Hp: En af hverju látið þið hann svona í sérstakar holur? Krakkarnir: Skíturinn er svo sterkur. Hann má ekki snerta ræt- ur plöntunnar. Þá brenna þær. Svona sjúga þær til sín næring- una í hæfilegum skömmtum. Það verða tré Hp: Hvað plantið þið joétt? Krakkarnir: Við höfum staf- lenad á milli. Hp: Ætlið þið svo að koma hingað með kærastanum eftir 10 ár og leggiast í grasið undir trján- um ykkar? Stelpurnar: Við skulum nú sjá til hvort það verður nokkur kær- asti. Hp: En haldið þið að það verði tré? Stelpurnar: Já. Það verða áreiðanlega tré. Það verða áreiöanlega tré. Plönturnar sem plantað var í fyrra og hitteðfyrra hafast vel við. Eftir tíu ár verða þær orðin lágvaxin tré. Eftir hunarað ár verður kom- inn skógur. Skólaskógur. Skógrækt það fer ekki á milli mála að mikill skógrgektaráhgai hefur arip- ið um sig á Islandi. Ahugi á skóg- Kátir krakkar að gróðursetja tré í Skólaskógum við Rauðavatn. mynd: Jim Smart rækt hefur gengið í bylgjum yfir landið; stundum hefur nann verið mikill, en stundum þótt hálfhallær- islegur eða algjör sérviska. Eg ímynda mér að það sé að- allega tvennt sem velaur þpssum endurnýjaða áhuga núna. I fyrsta lagi er mikill áhugi á umhverfis- malum í öllum nagrannalöndum okkar, sepn smitar út frá sér og einnig til Islands. Þjóðir heimsins skilja nú betur en áður hvaða áhrif ill umgengni við náttúruna hefur á öll lífsskilvrði manna. Allt í einu segir náftúran bara stopp og hættir að gefa af sér. Hún gefst upp á að lata arasið vaxa, kornið og skógana. Gróðurmold breytist í ofrjóa eyöimpr,k og fýkur að lok- um ut í lortið. Á Islandi er eyðing á jarðvegi stórt og alvarlegt vanda- mál. Það er sem sagt í fyrsta lagi meiri og betri vitneskja en áður um gildi skógræktar við að binda jarðveginn, sem vekur áhuga nú. En i öðru lagi held ég ao mikið megi þakka einum einstaklingi. Vigdís Finnbogadóttir, forseti fs- lands, hefur gert það að nokkurs konar embættistákni sínu að gróðursetja tré.þar sem hún kem- ur fram í nafni torseta. Það hefur síðan orðið jafnt ráðherrum, bankastjórum sem skólabörnum og öllum almennigi að verðugri fyrirmynd. Skógræktartískan er áreiðan- lega einhver sú nytsamasta og framsýnasta tíska sem gripið hef- ur um sig á Islandi lengi. Lengi lifi skógræktin! Þyturinn í trjánum Þegar tíðindakona Hænsna- priksins var unglingur, vann hún tvö sumur í skógrækt í Borgarfirð- inum. Síðan er nún óforbetranleg- ur áhuaamaður um tré. Þaö er svo óviðjafnanlegt að iggja undir trjám og neyra vindinn Djota í þeim, stúaera vaxtarlag Deirra og fylgjast með litbrigðum skógarins. A vorin ber hann þessa gegn- sæju Ijósgrænu slikju, næst fær hann dimmgrænan sumarlitinn, svo kemur þusundlitur haustskóg- urinn og að lokum fellir hann laut- ið og sýnir sig nakinn. Stundum skreyta sig greinar hans þó með glitrandi hrími, eða klæðast í dún- mjúkan snió. Og að koma aftur í skóg, sem maður sjálfur plantaði í mörg hundruð trjám fyrir 25 árum, þao fyllir mann gleði og stolti eins og móður yfir börnum. SJÁLFSMYNDIN Ég á í eigu minni fal- lega Dók sem heitir Innri myndir unglinga. Hún er sænsk og bygg- ir á grafíkmyndum 15 ára skólakrakka í einu úthverfi Stokkhólms. Verkefni þeirra var að teikna sjalfsmyndir, en ekki af andliti sínu, heldur af sál sinni eða líðan. Myndirnar segja mrkilega sögu um þessa unglinga og ég ætla að birta nokkrar þeirra i sumar. Og af því að þema dagsins er skógrækt og skogur og í næstu viku verður haldin stór nor- ræn ráðstefna um um- hverfisfræðslu í Reykja- vík, þá ætla ég að byrja á því að birta sjálfs- mynd Mikka. Þegar Mikki ætlar að lýsa sjálfum sér á mynd þá teiknar hann skóg. - Eg hugsaði um ósnortna náttúru með trjám og tjollum. Villt náttúra er skógurinn oa frelsið. Frelsi er að komast upp á fjallstind- inn. - Mikki. k 14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.