Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.06.1991, Blaðsíða 15
HELGARMENNINGIN Jóhannes Jóhannesson, listmálari og gullsmiður, varð sjötugur fyrir stuttu. Þjóðviljinn kom að máli við Jó- hannes á vinnustofu hans í Brautarholti 18, og hefði ekki verið sagt frá afmæli og aldri Jóhannesar í Þjóðviljanum fyrir nokkrum dögum hefði sá sem þetta ritar ekki talið hann árinu eldri en sextugan. Hvenær byrjaðir þú að fást við mynd- list Jóhannes? Ég byijaði að mála rétt eftir að ég fermdist. Það hefur verið í kringum 1935- 6, eitthvað svoleiðis. Þá málaði maður landslagsmyndir ánægjunnar vegna. En þetta voru kreppuár og ekki varð komjst hjá því að vinna fyrir einhverju kaupi. Ég fékkst við ýmislegt. Vann meðal annars við hjólhestaviðgerðir um tíma. Svo fór ég að læra gullsmíði 1939. Ég þóttist heppinn að fá það þá. Ég kláraði gullsmíðina 1946 og fór þá til Bandaríkjanna. Þar stundaði ég nám í málaralist við Bames Foxmdation. Það var svona einkaskóli. Þar var ég í rúmt ár. Kom aftur heim 1947. Þá voru Septem- bersýningamar stofnaðar og ég tók þátt í þeim. Svo fór ég til Italíu 49, var í Flór- ens í nokkra mánuði og þvældist um ítal- íu. Hvaða áhrif höfðu þessi ferða- lög á þig? Það var ómetan- legt að sjá það sem hefur verið unnið í myndlistinni. Það er svo mikið til af þessu gamla á ítal- íu. Breytti þetta þínum myndum? Ég veit ekki hvort það breytti þeim beinlínis, en það hafði auðvitað áhrif. Aðallega gagnvart litnum. Maður sá hvemig þeir fóm með liti karlamir. Og um það snýst þetta allt saman. Níutíu pró- sent af málverkinu em meðferð á litum. Það gerir mynd ekki betri þó að á henni sé heilt herfýlki. Hún þarf ekkert að vera betri en mynd af einu epli. Þegar abstrakt- listin var upp á sitt besta, varstu þá al- farið í myndlist- inni? Ég vann jafhffamt í gullsmíðinni. Það var ekki hægt annað. Það var um árabil sem ég vann alltaf ffam að hádegi á verk- stæði og málaði seinni part dagsins. Málaðirðu þá eingöngu abstrakt- myndir? Það var ýmist. Ég hef aldrei beiniínis verið fastur í neinum svona stefnum. Stefnur og ismar í list koma alltaf eftirá. Nú em menn að búa til isma fyrst og fara svo að mála eftir einhverri formúlu. Það hef ég aldrei gert. Myndimar verða að búa til stefhuna eða ismann. Menn verða að draga ályktanir af myndunum. Nú heitir þetta Fluxus og Minimalart og hver veit hvað. Það em alls konar „konsept“ sem menn gera sér fyrirffam og fara svo að mála eftir þeim. Það gerðu abstraktmálaramir reyndar líka. Að minnsta kosti sumir. Það átti að bjarga heiminum með því. Hins vegar stendur hver mynd fyrir sínu og á að gera það. Var ekki ansi mikill hiti i mönnum út af abstraktlistinni? Hvað viltu segja umþað? Jú, jú, það var ofboðslegur hiti. Þetta er alveg steindautt núna miðað við það. Það lá við að yrði ráðist á mann á götum úti af ókunnugu fólki útaf því hvers lags helvítis dónaskapur þetta væri. Þau við- brögð vom í sjálfu sér eðlileg. Þau sýndu að menn tóku þetta alvarlega. Nú er sullað í öllu og enginn virðist taka neitt alvarlega. Hvemig stendur á þvi? Ég veit það ekki, en þetta er alveg eins og í pólitíkinni. Þar er alltaf verið að tala um eitthvað sem enginn veit hvað er. Það hefur nú líka orðið þannig á seinni ámm að helmingurinn af þjóðinni virðist vera far- inn að mála og hinn helmingurinn orðinn listffæðingar. Maður er alltaf að heyra af nýjum og nýjum listffæðingum. Það er enginn sem kemst yfir að þekkja allt það fólk sem fæst við að mála í dag. Það er ekki nokkúr leið. Það em opnaðar sýning- ar vikulega og maður er með bunka af boðskortum ffá fólki sem maður þekkir hvorki haus né sporð á. Ég fer afskaplega sjaldan á opnanimar, en ég sé mest af þessu þó að ég þekki fólkið ekki neitt. Að- ur fyrr þekkti maður alla sem vom að fást við þetta eða kannaðist við þá að minnsta kosti. Nú ertu i raun og veru að segja við mig að myndlistin skipti engan mann máli lengur, en jafnframt séu allir að fást við hana. Viltu fara nánar út iþað? Ég held það sé skólinn, handíðaskól- inn og þessir skólar sem unga svo mörgum út árlega. Ætli sé ekki bara svona þægilegt að vera í þessum skólum. Það er ömgglega miklu notalegra en að stauta í algebm og öðm þess háttar. í stað þess hlusta menn á einhveija prófessora bulla einhveija bölv- aða vitleysu og fara svo til Hollands og það er víst nóg til að verða myndlistarmaður. Sérðu eitthvað i myndlist unga fólksins sem þér finnst betra en annað? Já, já, mikil lifandis ósköp! Annað hvort væri nú. Eiga íslendingar eftir að deila um myndlist aftur á þann hátt sem gert var þegar abstraktdeilumar risu hæst? Ég veit það ekki. Það örlar ekki á neinu. Sýningar eins og Flúxus sýningin á Kjarvalsstöðum til dæmis,- hún hefði átt að hræra upp í þessum hlutum, en það skeður ekki neitt. Þetta er bara hún Ono, konan hans Lennons. Ég hélt nú satt að segja að þessi svo kallaða Flúxus stefna væri búin að vera því það em mörg ár síð- an ég sá þetta á sýningu. Það var í Kaup- mannahöfh og ég veit ekki betur en þetta sé alveg dottið út niðri í Evrópu. Það er nú einu sinni þannig með þetta Flúxus og Pop og svona. Þetta gengur yfir eins og öldur. Það er hins vegar enginn vafi á þvi að öld- ur af þessu tagi geta verið jákvæðar. Það er aldrei að vita hveiju þær skola á land. Gemingar fmnst mér affur á móti meira í ætt við leikhús. Þeir eiga í sjálfu sér ekkert skylt við málverkið. Ég man eftir sýningu, og þetta er náttúrlega ekki prent- hæft, - ja, það var bara þannig að listamað- urinn hafði kúkað á disk! Var með harðlífí og setti ásamt grænni sósu undir hjálm á stöpul. Þetta var í Louisiana fyrir utan Kaupmannahöfh. Um tíma var verið að setja kökur og tertustykki undir þessa hjálma. Diderot var með blóðmörsiður undir svona hjálmi niðri á Vatnsstíg, var það ekki, og hann var með ost i Seattle i Ameríku þegar hitinn var sem mestur og gatan og allt var farið að lykta og sýning- unni var lokað. Það var tilgangurinn. Ertu kominn út úr abstrakt- tímabilinu Jóhannes? Nei, nei! Ég lít á þetta allt sem abstrakt hvort sem þú sérð eitthvað þekkjanlegt i myndinni, andlit eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er svipað og tónlist. Hún er abstrakt. Þegar þú varst ungur og tókst þátt í Septembersýningum, þá deilduð þið á þá sem eldri voru. Hafa siðan komið yngri menn og deilt á þig? Sjálfsagt. Annars hef ég ekkert orðið var við það, nema þá í gagnrýni. Það er þama einn gagnrýnandi úti í bæ sem er alltaf að heimta að ég máli einhvem veg- inn öðm vísi eða breyti til! Það er erfitt að mála eins og einhveijir menn úti í bæ vilja að maður máli. Það er erfitt að fást við það. En maður er kallaður gamaldags. Það er ekkert óeðlilegt með mann sem er búinn að mála í fimmtíu ár að einhver segi að hann sé ekki í takt við ýmislegt af því sem er kallað það nýjasta í myndlist í dag. Hvers virði er það fyrir þig að vera i takt við það nýjasta? Þetta fýigir nú alltaf þeim ungu að reyna að vera frumlegir og hneyksla fólk. Það er ofarlega í þeim aldursflokki. Þið voruð nú mjög harðir á þvi að vera frumlegir og hneyksla fólk. Já, og þó veit ég það ekki. Mig minnir við væmm 7 málarar. Við vomm ekki allir eins og höfðum ekki sömu viðhorf þó að við máluðum kannski í svipuðum dúr. Við hnakkrifumst innbyrðis. Sumir vildu fara alveg eftir ákveðinni línu og ætluðu að bjarga heiminum með því, en ég var aldrei sáttur við það og var þannig að sumu leyti svartur sauður. I skólanum mínum, úti í Bandaríkjun- um, sögðu þeir við okkur: Við ætlum ekki að kenna ykkur að mála, því það er ekki hægt, en við getum reynt að útskýra hvem- ig aðferðum aðrir hafa beitt. Svo dragið þið ykkar ályktanir. Ég skil ekki svona stofnanir eins og Handíðaskólann og þessi Akademí úti í löndum þar sem einhver prófessor gengur um og þykist geta sagt fólkinu hvemig það á að mála. Það er hægt að kenna tæknileg atriði, en lengra nær það ekki. Hefur það borgað sig Jóhannes að mála allar þessar myndir? Það hefiir borgað sig á þann hátt að þetta er það sem eg hef verið að dunda við og ég er ómögulegur maður ef ég er ekki eitthvað að fást við þetta, þó ekki sé nema stutt stund á degi hveijum. Mér finnst ég vera að svíkjast um. Gullsmíðina hefurðu notað til að afla tekna allan þennan tíma eða hvað? Ætli það hafi ekki verið 1963 sem ég hætti gull- smíði. Ég var með verkstæði um tíma og útskrifaði tvo lærlinga. Gullsmíð- in var gefandi að mörgu leyti, en maður varð svo háður peningunum í sambandi við hana. Efnið er svo dýrt að maður var alltaf að hleypa sér í skuldir og svo varð að reyna að bjarga því. Svo jókst innflutningur gríðarlega og þá þýddi lítið að nota bara puttana eins og ég. Þú smíðaðir silfurhestinn sem frœgur varð hér um árið. Hvaða tilfinn- ingar berðu til hans? Jú, ég er einmitt með einn héma, (segir Jóhannes og dregur ffam silfur- hest með nafni frægs ljóðskálds á fótstallinum) Ég var að gera við hann. Hann datt í gólfið og taglið brotnaði af honum. Ég hafði gaman af silf- urhestinum á vissan hátt. Það var gaman að búa til þessa hesta því þetta er „made by hand“ eins og Amerikanar segja. Maður kynntist líka fólki í sambandi við þetta, bæði rithöfundum og gagnrýnendum sem veittu þessi verðlaun. Það var leitt að hann skyldi falla niður, en það var eitthvert ósamkomulag á blöðunum. Mig minnir að Morgunblaðið hafi dregið sig út úr þessu. Það var komið í einhvem hnút. Hvað voru þeir orðnir margir áður en allt fór út um þúfur? Ég man það bara ekki. Þetta var heil- mikið stóð. Helgi Hálfdanarson þáði hann ekki. Viltu ekki segja mér að lokum frá ein- hverju sem þérþykir vænt um að muna eft- ir? Það væri þá helst Listamannaskálinn meðan hann var og hét og Septembersýn- ingamar. Sá tími var afskaplega skemmti- legur, lifandi og margt að gerast. Þegar Listamannaskálinn var rifinn, sem aldrei skyldi verið hafa, þá fundust bæli undir skálanum. Þar hafði útigangs- fólk hafst við. Þar vom matarleifar og ann- að þess háttar. Ég er ekki að segja að hann hefði átt að standa þeirra vegna, en það kom flatt upp á okkur að fólk hefðist við þama undir gólfinu. Sjálfsagt hafa þeir orðið blautir stundum því að gólfið var spúlað eins og dekk á skipi. Það heíur lek- ið niður á þá blessaða, en við vissum bara ekkert um þá. kj „Núr er sullað í öllu og enginn virðist taka neitt alvarlega". Jóhannes Jóhannesson á vinnustofu sinni. Mynd: Kristinn. Allt er abstrakt Föstudagur 7. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.