Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 6
Fkéttir 5 m Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa staöiö sig? Elmar Víglundsson vinnur í frystihúsi: Hún hefur staðið sig frekar illa. Gunnar Einarsson ellilífeyrisþegi: Ágætlega. Gunnar Níelsen verkamaður: Hún hefur ekki staðið sig nógu vel. Ema Jónsdóttir skrifstofudama: Ég hef bara ekkert fylgst með því. Norma Norðdahl gangavörður í Kópavogs- skóla: Hún hefur staðið sig illa og heldur ekki við öðru að bú- ast af Sjálfstæðisflokknum. Fuglar og frægir Islendingar S Astæðan fyrir því að ég fór að safna fugjamerkjum var stoltíð. Ég kæröi núg ekki um að aðrir I frímerkjaklúbbnum vissu sem var, að ég áttí ekki frímerki af fugium þegar mér áskotn- uðust þau fyrstu, segir 13 ára gamall unglingur, Björgvin Ingi, þegar Nýtt Helgarblað ræddi við hann og Kára Sigurðsson 15 ára, um áhugaverð söfh þeirra á frímerkjasýningunni, NORDIA 91, sem haldin er í Laugardalshöllinni þessa dagana. Sýningin í höllinni heíur fleira að geyma en gömul og randýr frí- merid, sem safnarar umgangast með mikilli lotningu. Gestir fá fjölda tækifæra til að kynna sér áhugaverða hluti eins og sögu íslenskrar póst- sögu í 150 ár, myntsaíh Seðlabank- ans og að fylgjast með Þresti Magn- ússyni, frímerkjateiknara, sýna hvemig hann vinnur tillögur að frí- mericjum. Frímerkjasaíharar em á öllum aldri, þeir sem eiga verðmætustu söfnin em flestir komnir vel yfir miðjan aldur og hafa eytt ómældu fé og tíma í söfh sín. Verðgildi safh- anna er ekki það sem skiptir höfuð- máli í augum sannra safnara, heldur em það meridn sjálf og fullkomnun safhsins sem er aðalatriðið. Nýtt Helgarblað ræddi við tvo unga safn- ara í Laugardalshöllinni, sem stunda söfnun sína með þessu hugarfari og hafa fengið viðurkenningar fyrir Bríet Bjarnhéðinsdóttir »rí«t BjarrtfeéÁínsóóttir fscddist 2". scjttówber ibóó. Hun var ðirm veiuri kvenaftskóUúuíP.. áhugaverða uppsetningu á söfnun- um. Kári Siguiðsson, 15 ára að aldri, segir að hann leggi áherslu á að safha merkum Islendingum og tvinnar síðan við frímerid af þeim ýmsum hlutum sem þeir em kunnir fyrir. - I uppsetningu minni á safhinu er ég kannski með merki af viðkom- andi persónu t.d Bríeti Bjamhéðins- dóttur. Síðan hef ég í uppsetningunni frímerki af námsfólki, þvi Bríet vann ötullega að jöfnum rétti kynja til náms. Eitt merkið í kringum Bríeti er frá 200 ára afmæli Reykjavíkur, þvi eins og allir vita var hún eitt sinn í borgarstjóm, segir Kári. Björgvin Ingi Olafsson, 13 ára gamall, segir að hann safhi frímerkj- um af fiiglum í Evrópu. - I uppsetningunni hjá mér em fuglamir flokkaðir eftir tegundum og ættum. Síðan hefiir maður, sam- Lög u» jafWttt réit kvénna og karia tl$ nánt« voru »«tt 1911 fyrir atbelna Bríetar. 190$ v&r h«n kosln bæJarfuHtnil Reykjavikur. Brívt b&rðlst tió átrauð fynr i « f n u m koaningaréttí og kjörgengi karia og kvonna. Spjald úr safni Kára Sigurðssonar. Ef myndin prentast vel, sést glögg- lega að við uppsetningu á safni verður að afla sér fróðleiks víða. kvæmt venju, einhvem texta um háttemi tegunda með í uppsetning- unni. Annars er ofi mesta vinnan í svona tegundasöfhun að afla sér Kári Sigurðsson og Björgvin Ingi Ólafsson, eiga athyglisverð söfn á frimerkjasýningunni sem nú stendur yfir I Laugardalshöll. Þó þeir séu ungir að árum hafa þeir öðlast rétt til að sýna sófn sin á alþjóðlegum sýning- um. Myndir: Þorfinnur. heimilda sem maður getur sett með merkjunum, segir Björgvin. Þiátt fyrir það að hafa ekki safh- að meikjum í langan tíma, en Björg- vin byrjaði fyrir tæpum þremur árum og Kári fynr einu og hálfu ári, er þessi sýning ekki sú fyrsta sem drengimir taka þátt í. Þeir vom með á fiímericjasýningunum DALSÝN sem haldin var á Dalvík, FRÍ- MERKI 91 sem haldin var í vor og síðan sendu þeir söfh sín til Kaup- mannahafhar á sýningu unglinga frá Norðurlöndunum. A síðastnefndu sýningunni fengu þeir báðir veiðlaun fyrir söfh sin, Kári fékk stór silfur- verðlaun og Bjöigvin silfur. Þessi ár- angur gefiir þeim nú rétt til að sýna söfn sín á alþjóðlegum sýningum. Þeir félagar vom sammála um að frímerkjasöfiiun væri mjög lær- dómsrík. - Það er ekki aðeins söfhunin sem skiptir máli, það er svo maigt í kringum þetta, segir Kári og Bjöig- vin bætir við: - Námið er svo mikið í þessu. Við fáum þekkingu í sögu, landaffæði, dýrafræði og jafhvel tungumálum. Aðspurðir um hvemig þeim væri tekið af eldri söfnurum sögðu þeir að ekkert kynslóðabil væri meðal safh- aranna. - Að vísu njótum við góðs af þeim eldri, þvi það leynist allur fjandinn í söfnunum þeirra, segir Kári. - Það sem er í ruslakistunni hjá þeim em oft dýigripir í okkar aug- um, sagði Bjöigvin og hló. -sþ ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29 júní 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.