Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 11
Fkétiir Tvær leiðir að velja til að tryggja launakröfur A78. alþjóðavinnumála- þinginu sem lauk í vik- unni, fór fram fyrri um- raeða um drög að alþjóðasam- þykkt um ábyrgð launa við gjaldþrot atvinnurekenda. Samkvæmt þeim drögum er gert ráð fyrir að aðildarríki geti valið á milli tveggja leiða til að tryggja launakröfur. Annars vegar með þvi aö launakröfur njóti for- gangs í þrotabú og hinsvegar með stofnun ábyrgðarsjóðs sem greiði launakröfur. Þá afgreiddi þingið nýja al- þjóðasamþykkt um vinnuskilyrði á hótelum, veitingastöðum og f hlið- stæðum stofnunum. Markmið sam- þykktarinnar er að samræma kjör og aðstæður þeirra sem vinna í þessari atvinnugrein. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra afhenti forstjóra ELO skjöl vegna fullgildingar Islands á tveimur alþjóðasamþykktum al- þjóðavinnumálastofnunarinnar. Um var að ræða samþykkt nr. 139, um vamir gegn og eftirlit með áhættu f starfi vegna efna sem valda krabbameini og nr. ISS, um öryggi og heilbrigði við vinnu og starfsumhverfi. I ræðu sinni á þinginu fjallaði ráðherrann um stöðu heimavinnandi og svarta at- vinnustarfsemi og lagði til að al- þjóðavinnumálastofnunin taki þessi mál til umfjöllunar. Jóhanna gerði einnig að umtalsefni um- hverfisráðstefhu Sameinuðu þjóð- anna, sem haldin verður á næsta ári i Brasilfu, og gildi þess að vemda lífriki hafsins. Þá vakti ráðherrann athygli á því að með fjölgun full- gildinga á hafréttarsáttmála SÞ væm skapaðar forsendur til að vinna markvisst að vcmdun lffrikis hafsins og þar með tryggð afkoma þeirra sem lifa á fiskveiðum. Á þinginu kom fram hörð gagnrýni á rikisstjómir Panama og Tælands fyrir alvarleg brot á al- þjóðassamþykktum um félaga- frelsi, en sýnu mesta athygli vakti kærumál breska alþýðusambands- ins um þann takmarkaða rétt starfs- manna i fjarskiptastöð breska riks- ins, GCHQ, til að gerast félagar f stéttarfélagi að eigin vali. Þingið samþykkti mjög ákveðin tilmæli til bresku rfkisstjómarinnar um að taka þegar upp viðræður við hlut- aðeigandi stéttarfélög um lausn þessa máls. -grh Framtíð fiskeldis í höndum þriggja manna nefndar Halldór Blöndal, landbún- aðarráðherra, hefur skip- að Ingimar Jóhannesson, Qskifræðing, formann í stjórn þriggja manna úthlutunarnefnd- ar sérstakra fískeldislána. Með honum í nefndinni eru Jóhanna Ottesen viðskiptafræðingur og Snorri Tómasson hagfræðingur. En eins og kunnugt er þá hefur ríkisstjómin fallist á að veita 150 miljónum króna til fiskejdis í ár og annað eins á næsta ári. Akvarðanir þessa starfshóps em endanlegar og mun hann ákvarða hversu miklu verður úthlutað hveiju sinni og með hvað hætti greiðslu til fyrir- tækja verði háttað. Samkvæmt þeim reglum sem settar hafa verið við úthlutun íjárs- ins verður því ekki varið til að greiða niður það tap sem þegar hefur orðið, heldur að það nýtist til fiskeldis í framtiðinni. Við úthlutun lána mun starfs- hópurinn hafa til hliðsjónar eigin- fjárstöðu fiskeldisfyrirtækja, lausa- íjárstöðu þeirra, framleiðslu ársins 1990 og framan af þessu ári, eldis- aðstæður og eldisárangur, tegund rekstrar, veð, lánsfjárþörf og aðrar aðstæður sem nefndin telur að skipti máli við úthlutun lána. Þá Isérblaði Þjóðviljans um hús og heimili birtist mynd af húsinu við Skerplugötu 5 í Litla Skerjafirði þar sem sagt var að húsið stæði á of háum grunni og bent á mismun á gluggum. Eigandi hússins hringdi og kvaðst vilja koma leiðréttingu á framæri. Hann sagði að samráð hefði verið haft við færustu sérfræðinga varð- andi útlit þessa húss og hæðin á því væri nákvæmlega sú sama og hún var þar sem það stóð áður. Gluggana sagði hann alla gamla þó að þeir væra ef til vill misgaml- ir. Eigendur Skerplugötu 5 eru að mun nefndin kalla eftir þeim gögn- um sem hún telur þörf á hveiju sinni við hveija afgreiðslu um sig. sjálfsögðu beðnir velvirðingar á öllu því sem missagt kann að vera um þetta tiltekna hús. Það breytir því hins vegar ekki að háir, nýir steinsteypugrunnar undir gömlum húsum eru enginn sérstakur útlitsbætir. Með réttri málningu og listum má engu að síður oft laga þá snoturlega að gömlu byggingunni. Annar húseigandi hringdi og benti á að þau mistök hefðu orðið í þessari grein að ekki hefði verið undirstrikað á hve misjöfnu bygg- ingarstigi húsin væru. Þessum at- riðum er hér með komið á fram- færi. ~kj -grh Leiðrétting AUGLÝSING UM VAXTAHÆKKUN Hinn 1. júlí 1991 hækka vextir í 4,9% á lánum, sem veitt hafa veriö úr Byggingarsjóöi ríkisins frá og með 1. júlí 1984 og borið hafa 3,5% og 4,5% vexti. Undanskilin eru lán vegna greiðsluerfiðleika og til byggingar almennra kaupleiguíbúða. Þessi vaxtabreyting kemur fram á gjalddaganum 1. ágúst 1991. Á þeim gjalddaga verða reiknaðir meðalvextir, þar eð vaxtabreytingin tekur gildi milli gjalddaga. Reykjavík, 24. júní 1991. C&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI696900 Útboð Arnarnesvegur, Bæjar- braut - Reykjanesbraut Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í of- angreint verk. Lengd vegarkafla 1,1 km, fylling og burð- arlag 37.000 m3, skering 25.000 m3 og malbiksslitlag 12.700 m2. Vegurinn skal opnaður til umferðar 15. október 1991 og verkinu að fullu lokið 15. ipní 1992. Utboðsgögn verða afhent hjá Veaagerð ríkisins, Borgartúni 5, (aðalgjalakera), Reykjavík, frá og með 1. júlí 1991. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 15. júlí 1991. Vegamálastjóri J HUSEIGANDI GÓÐUR! inu MEfnuu A VIDHAIDINU? Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? • Alkalí-skemmdir • Vaneinangrun • Frost-skemmdir • Sprunguviðgerðir • Lekir veggir • Síendurtekin málningarvinna Ef svo er, skaltu kynna þér kosti Stb -utanhúss-klæðningarinnar: SÍO -klæðningin er samskeytalaus. sto -klæðningin er veðurþolin. sto -klæðningin er litekta og fæst í yfir 300 litum. SÍO -klæðningin er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott. sto -klæðningin leyfir öndun frá vegg. sto -klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri. sto -klæðninguna er unnt að setja beint á veag, plasteinangrun eða steinulL sto -klæðninguna er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar. sto -klæðningin endist — Yestur-þýsk gæðavara Opið laugardag og sunnudag RYDIf Bíldshöfða 18 — 112 Reykjavík Sími 673320 Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.