Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1991, Blaðsíða 16
Tímamót í öryggismál Igær var Slysavarnafclaginu afhent fyrsta neyðarsendibaujan, en það er tæki sem tengist gervitungli og á sinn þátt í að stytta björg- unartíma verulega. Búnaður þessi er nú þegar skyldaður um borð i skipum hjá mörgum þjóðum, t.d. Noregi, Bretlandi og U.S.A., en SVFÍ hefur allt frá árinu 1988 reynt að vekja athygU yfirvalda á mikil- vægi þessa búnaðar fyrir íslenska sjófarendur. Þann 8. febrúar s.l. samþykkti Alþingi reglugerð varðandi viður- kenningu á EPIRB neyðarsendibauj- um, eins og þær eru kallaðar. I ffam- haldi af því hafa nokkrar baujur ver- ið samþykktar og er JOTRON bauj- an, sem Radíómiðun h.f. er umboðs- aðili fyrir ein þeirra. COSPAS/SARSAT er gervi- tunglavætt leitar- og björgunarkerfi, sem er hannað til þess að staðsetja neyðarsendingar ffá EPIRB neyðar- baujum sem senda á 121,5 MHz og 406,025 MHz. Þetta gervitunglakerfi er samvinnukerfi þriggja þjóða ffá árinu 1976, þ.e. Bandaríkjanna, Frakklands og Kan- ?da, en Sovétríkin bættust í þann hóp 1980 og Noregur síðan árið 1981. Kerfið samanstendur af 5 gervi- tunglum sem eru á braut umhverfís jörðu í u.þ.b 900 km fjarlægð. Svo- kallaðar EPIRB baujur (Emergency Position Indicating Radio Beacon), sem staðsettar eru um borð í skipum senda neyðarsendingar til gervi- tunglanna, þegar skip er í neyð, en móttökustöðvar á jörðu niðri taka við upplýsingum frá gervitunglun- um. Eftir að móttökustöðin hefur reiknað út nákvæma staðsetningu, þá hefúr hún samband við nálægustu björgunarstöð. Með skipsnúmerinu er hægt að sjá á augabragði upplýs- ingar um skipið, t.d. þjóðemi, áhafnafjölda, eiganda o.fl., en með þessar upplýsingar getur björgunar- stöðin gert viðeigandi ráðstafanir. Björgunarþyrlum, flugvélum og skipum er síðan stefnt á slysstað, en þar sem baujan sendir einnig út á neyðartíðninni 121,5 MHz, þá geta björgunaraðilar einnig miðað út baujtma þegar þeir nálgast slysstað- inn. Baujumar eru búnar sjálfvirkum sleppibúnaði, en nokkrir ftamleið- endur bjóða einnig upp á upphitaðan sleppibúnað til þess að fyrirbyggja ísingu, þ.á m. er JOTRON. Fyrsta baujan fór um borð i Henrý A. Halfdánarson, björgunar- skip SVFÍ. -KMH Kristján Gíslason, frá Radíomiðun h.f., afhenti Hannesi Þ. Hafstein, forstjóra Slysavarnafélaas Islands, fyrstu gervitunglabaujuna. Mynd: Kristinn. Atvinnusjúkdómar kosta 10-12 milljarða á Talið er að atvinnusjúkdómar kosti íslendinga um 10-12 millj- arða á ári og er ástæðan fyrir þeim oftast lélegur aðbúnaður á vinnustað. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu sem haldin var fyrir skömmu á vegum áhugahóps sjúkraþjáfara um vinnu- vernd. Tilgangurinn með ráöstefnunni var að vekja umræðu um tengsl álagseinkenna og atvinnu í viðtækasta skilningi. Sjúkraþjálfaramir sem stóðu að ráðsteftiunni sóttu stuðning sinn til ýmissa aðila, þar á meðal vinnueftir- litsins, en yfirlæknir þess er Vil- hjálmur Rafnsson. .Algengasta álagseinkennið sem við þekkjum er vöðvabólga en hún er mjög algeng hér á landi,“ sagði Vil- hjálmur. „Fólk sem vinnur ákveðin störf s.s fiskvinnslu og skrifstofústörf kvartar meira undan vöðvabólgu en aðrir. Erfiðisvinna, þar sem mikið er um sömu og endurteknu hreyfingam- ar, stuðlar einmitt að vöðvabólgum." Vilhjálmur sagði að á ráðstefn- unni hefðu menn reynt að hreyfa við fleiri orsakaþáttum álagseinkenna eins og t.d. andlegu álagi, þ.e. áhrif- um streitu og mikils álags. „Með álagseinkennum eiga menn ekki aðeins við einhvem atvinnu- sjúkdóm, heldur einnig óþægindi sem vara í misjafnlega langan tíma og menn rekja til þess að þeir leggja of mikið á líkamann og sálina,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að fyrir nokkrum ár- um hafi verið gerð hér athugun á óþægindum fólks ffá hreyfi- og stoð- kerfinu og þá virtist sem Islendingar hefðu mikið af þessum óþægindum og þá jafhvel í meira mæli en ná- grannaþjóðimar. „Við höfum sér- stöðu hér á Islandi vegna þess að hér er langur vinnudagur og hlutfallslega fleiri konur em hér á vinnumarkaðn- um.“ Vilhjálmur sagði einnig að konur hefðu oftast tvöfalda verkefnaskipan, því þær stæðu í meirihluta tilfella fyrir heimilinu og þá yrðu þær að sinna því eftir langan vinnudag. Og þetta gæti skýrt það hvers vegna kon- ur hefðu meiri óþægindi ffá hreyfi- og stoðkerfi en karlar. Eins og áður sagði era það at- vinnugreinar eins og fiskvinnsla, verksmiðjustörf og skrifstofustörf þar sem mest er um álagssjúkdóma. „1 fiskvinnslu er t.d. afkastamikið launakerfi sem eykur vinnuhraðann. ári Þar er einnig mikið um einhæf hand- tök, sömu handtökin affur og aflur með miklum hraða,“ sagði Vilhjálm- ur. En hvað getur fólk gert til að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma? Vilhjálmur sagði að vinnustaðir yrðu að vera hannaðir þannig að sem best fari um einstaklinga. Það er skylda atvinnurekandans að sjá til þess að svo sé. Oft þarf að skipuleggja vinn- una þannig að fólk geti skipst á störf- um, þannig að ekki sé alltaf verið að gera það sama. „Það er einnig nauð- synlegt að fólk taki sér hlé á vinnu og noti þá þann tima til að hreyfa sig og rétta úr sér.“ Vilhjálmur sagði að lokum að þeir einstaklingar sem ekki búa við góða aðstöðu á vinnustað ættu að snúa sér til vinnueftirlitsins. -KMH Talsvert um steranotkun Allmargir læknar hafa tilkynnt landlækni um að þeir hafi orðið talsvert varir við aukaverkanir af notkun ólöglegra vaxtarhorm- óna, svokallaðra stera, sér í lagi hjá sjúklingum í hópi vaxtar- ræktar- og kraftlyftingamanna.Landlæknir óskaði bréflega fyrir nokkr- um vikum eftir upplýsingum frá læknum um hvort þeir verði varir við aukaverkanir af steralyfjum hjá sjúklingum sínum. „Sumir læknar segjast hafa verið beðnir um tilvísanir á steralyf og við- komandi haft það á orði að þetta væri mikið notað í vaxtarrækt, en að sjálfsögðu hafa þeir neitað að gefa slíkt, enda er það ólöglegt," segir Matthlas Halldórsson aðstoðarland- læknir. Svör hafa ekki borist lfá öllum og því eftir að vinna heildamiður- stöður úr athuguninni. Matthías segir að ákveðið hefði verið að kanna hvort hér væri um vandamál að ræða áður en 35 einstaklingar í hópi vaxt- arræktar- og kraftlyftingamanna höfðuðu ærumeiðingarmál á hendur Pétri Péturssyni lækni á Akureyri vegna ummæla hans í fjölmiðlum um að notkun stera væri mjög algeng meðal þeirra. ,4>að má segja að mál Péturs hafi ýtt undir að þetta bréf landlæknis var sent út,“ segir Matthías. Pétur Pét- ursson er krafinn um 10,5 miljónir í miskabætur, greiðslu málskostnaðar og þess- krafist að ummæli hans verði dæmd ómerk. Áhrif af steranotkun eru marg- víslegar. M.a. má nefha breytingar á fituefnaskiptum og hormónastarf- semi. Hárvöxtur eykst, húð verður þrimlótt, skapgerðareinkenni breyt- ast þannig að viðkomandi neytandi að er einkennilegt af ríki- stjórn að vísa öllu frá sér sem viðkemur atvinnuvegunum. Það er eins og hún vilji að fyrir- tækin verði gjaldþrota og jafnvel heilu starfsgreinarnar, sagði Stein- grímur J. Sigfússon um stefnu rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum. Steingrímur sagði að sér væri spum hvemig þessi stjóm hefði tekið á málum fiskiðnarins árið 1988 ef hún hefði verið við völd þá. - Ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér er það Guðs blessun að hún var ekki við verður uppstökkur, tíðablæðingar kvenna traflast, brjóst karla stækka, rödd kvenna dýpkar mjög og áhætta á krabbameini í Iifur eykst. Sé lyfið gefið inn með sprautu eykst hætta á sýkingum, t.d. alnæmissmiti, ef menn nota sprautur hver ffá öðrum. Matthías segir næsta skref, eftir að unnið hefur verið úr upplýsingum ffá læknum, að auka mjög ffæðslu um áhrif steralyfja. „Það er umdeilt hvað menn fá út úr steram við stjómvölinn þá, ef svo hefði verið væri varla nokkurt sjávarútvegsfyrir- tæki starfandi hérlendis í dag, sagði Steingrímur. Núverandi ríkisstjórn gengur jafnvel enn lengra í átt til fijáls- hyggju en stjómir kapitalískra ríkja eins og Bandaríkjanna og Japans, sagði Steingrímur við Þjóðviljann. - í þessum ríkjum styðja stjómvöld við atvinnuvegina ef þeir eiga í erfiðleik- um. Eg nefni dæmi um bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum, þegar hann var á heljarþröm komu þarlend stjómvöld til hjálpar. Ráðaleysi þessarar ríkisstjómar virðist íþróttanotkun og sumir sem telja áhrifin sem sóst er eftir mest sál- fræðilegs eðlis,“ segir Matthías. „Þvagprafa kostar 15.000 krónur og ekki hægt að beita þeim endalaust. Við höfum fengið íþróttahreyfinguna til samstarfs um ffæðslu og t.d. hefúr verið rætt um að gefa út bækling sem fjallar eingöngu um þessi efni og aukaverkanir þeirra.“ -vd. algjört Ráðaleysi þessarar ríkisstjómar virðist algjört. Síðan er forsætisráð- herra með einhvetjar dylgjur um að síðasta ríkisstjóm hafi verið að leyna einhvetjum vandamálum. Ég veit ekki hvar hann hefur haldið sig, alla- vega hefúr hann ekki fylgst með því hvað hér hefúr verið að gerast varð- andi atvinnuvegina, það var í okkar augum alltaf ljóst og við leyndum engu um það. Að dreifa athyglina með svona sandkassaleik finnst mér ekki hæfa forsætisráðherra landsins, sagði Steingrímur J. Sigfússon. -sþ Ríkið níðist á unglingum Það er ljótt gat í al- menna tryggingakerfinu sem einungis bitnar á sextán ára unglingum. Þeir fá ekki sjúkradagpen- inga þó að þeir veikist. Sextán ára menntaskóla- nemar sem lögformlega eru ekki lengur á framfæri for- eldra sinna virðast komnir með skyldur en ekki réttindi samkvæmt skilgreiningu ís- lenska ríkisins. Þeir eiga að vinna fyrir sér en hvað gerist ef þeir veikjast eða lenda í vinnuslysi? Þá teljast þeir ekki með öðru fólki. Sigríður Guðmundsdóttir hjá Tryggingastofnun ríkisins staðfesti að petta væri gamalt misrétti og hörmulegt gat í kerfinu. Að því er Leifur Guðjónsson hja Verkamanna- félaginu Dagsbrún segir, eiga allir fúllgildir félagar í Dags- brún rétt á sjúkradagpening- um eftir sex mánaða vtnnu en það dugir skammt fyrir þá sem eru ao vinna fyrir námi. -kj Hertar innheimtU' aðgerðir Fjármálaráðuneytíð hef- ur ákveðið átak í innheimtu útistandandi skattaskulda lögaðila og einstaklinga við ríkissjóð. Stefnt er að því aðgerðir hefjist um land allt 1. júh' næstkomandi. Útistandandi skuldir á virðisaukaskatti skattskyldra einstaklinga og lögaðila nema um 1600 miljón króna sem er um 4% af aætluðum tekjum ríkissjóðs af virðisaukaskatti. Þá eru útistandandi stað- freiðsluskuldir um 1700 milj- n krónur. Þar af eru 80 milj- ónir króna vegna álagningar ársins 1988, 180 miljónir vegna 1989, 770 miljónir vegna 1990 og 650 miljónir krona vegna yfirstandandi árs. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.